Morgunblaðið - 26.10.2018, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 252. tölublað 106. árgangur
SIF ATLADÓTTIR
EIN SÚ VERÐ-
MÆTASTA ÞRYMSKVIÐA
VOGARSKÁLAR
RÉTTLÆTIS-
GYÐJUNNAR
ÍSLENSK ÓPERA 40 KRISTÍN LEIKSTÝRIR SAMÞYKKI 41ÍÞRÓTTIR
Geng-
isáhrifin af
veikingu
krónunnar á
efnahag sam-
stæðu Orku-
veitu Reykja-
víkur eru
jákvæð um
fimm milljarða króna það sem af er
árinu. Eiginfjárhlutfallið er nú í
kringum 46 prósentin.
Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, segir veik-
ingu krónunnar hafa jákvæð áhrif á
efnahag félagsins. „Við eigum enda
meiri eignir en skuldir í erlendri
mynt. Gengisveiking hefur því já-
kvæð áhrif á eignastöðuna. Eigna-
staða samstæðunnar í erlendri
mynt er jákvæð um rúma 30 millj-
arða,“ segir Ingvar um þróunina.
Orkuveita Reykjavíkur skuldaði
um síðustu áramót um 81 milljarð
króna í erlendri mynt. Félaginu
bjóðast nú betri lánakjör. »14
Eignir OR aukast
um fimm milljarða
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nokkuð hefur dregið úr líkum á
frekari hækkunum olíuverðs á næstu
vikum og mánuðum. Skýringin er
m.a. bætt birgðastaða og áhyggjur af
hægari hagvexti. Þó ríkir enn tölu-
verð óvissa á olíumörkuðum og ekki
þurfi mikið til að þeir hækki aftur,
ekki síst vegna heimseftirspurnar.
Þetta segir Brynjólfur Stefánsson,
sérfræðingur í hrávörum hjá Ís-
landssjóðum, sem telur lægra olíu-
verð jákvætt fyrir ferðaþjónustuna.
Verð á Brent-Norðursjávarolíu
hefur undanfarinn mánuð lækkað úr
86 dölum í 76. Þegar verðið náði 86
dölum birtust fréttir af því að fjár-
festar veðjuðu á að olíuverð færi í
100 dali í náinni framtíð. Síðan hefur
markaðurinn tekið aðra stefnu.
Brynjólfur rifjar upp að í kjölfar
nýlegra yfirlýsinga Sádi-Araba um
aukna framleiðslu hafi olíumarkaðir
lækkað. Ásamt því hugsanlega
aukna framboði hafi safnast saman
meiri birgðir af olíu vestanhafs.
Birgðirnar þrýstu á hækkun
Þótt birgðastaðan á olíu í ríkjum
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar, OECD, sé ekki jafn góð og t.d.
2016 hafi hún styrkst nokkuð að
undanförnu. Vegna batnandi birgða-
stöðu hafi skapast þrýstingur á olíu-
verð. Jafnframt hafi spenna í sam-
skiptum Kína og Bandaríkjanna átt
þátt í lækkandi hrávöruverði.
Fyrir ári kostaði tunnan af
Norðursjávarolíu um 60 dali. Stöð-
ugar hækkanir á árinu bitnuðu á
rekstri Icelandair og WOW air og
fjölda ferðaþjónustufyrirtækja.
Olíuverðið farið að lækka
Sérfræðingur telur líkur á frekari hækkunum hafa farið minnkandi undanfarið
Meiri olíuvinnsla og birgðasöfnun meðal skýringa Styrkir ferðaþjónustuna
„Margir skólar hafa beðið, eða
hyggjast biðja, foreldra um að und-
irrita trúnaðaryfirlýsingu um að allt
það sem þeir verði vitni að innan
veggja skólans og í skólastarfinu sé
trúnaðarmál.“ Þetta kemur fram í
ábendingum sem Persónuvernd hef-
ur sent frá sér vegna nýju persónu-
verndarlaganna. Þetta á sér enga
stoð í lögunum að mati Persónu-
verndar sem telur það vart standast
landslög að skólar geti krafist þess
að einstaklingar sem eru gestkom-
andi í skólum afsali sér rétti til að
ræða þau mál sem tengjast skóla-
starfinu sín í milli eða við aðra.
Komið hefur í ljós að dæmi eru um
að sumir grunnskólar og leikskólar
hafi brugðist við nýjum lögum um
persónuvernd með því að setja sér
strangari reglur um persónuvernd
en krafist er í lögunum. Að mati Per-
sónuverndar virðist sem misskiln-
ings gæti víða í skólasamfélaginu
um til hvaða aðgerða þurfi að grípa
til að skólastarf samrýmist lög-
unum.“ »22
Skólar herða
reglurnar um of
Framkvæmdir standa nú yfir við breikkun
Grindavíkurvegar. Mikil þörf hefur verið talin á
þessum endurbótum enda vegurinn fjölfarinn og
á honum hafa orðið allmörg umferðarslys síð-
ustu ár. Hefur aukin umferð í Bláa lónið þar mik-
ið að segja.
Grindavíkurvegur er nú breikkaður á tveimur
köflum og eru vegaxlir færðar svo aðskilja megi
akbrautir með vegriði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir við breikkun Grindavíkurvegar
Beinn og breiður
vegur í Bláa lónið
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lögmennirnir Helga Hlín Há-
konardóttir, starfandi stjórnarfor-
maður VÍS, og Jón Sigurðsson
meðstjórnandi sögðu sig í gær-
kvöldi frá stjórnarstörfum á vett-
vangi félagsins. Tilkynning þar um
barst í gegnum Kauphöll Íslands
laust fyrir klukkan 23:00 í gær-
kvöld. Tilkynningin barst í kjölfar
stjórnarfundar sem haldinn var í
félaginu í gær. Þar var lögð fram
tillaga að breyttri verkaskiptingu
stjórnar sem fól í sér að Helga
Hlín, sem tók við formennsku í
sumar sem leið í kjölfar þess að
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
sagði sig frá starfinu, yrði að nýju
varaformaður en í hennar stað
yrði Valdimar Svavarsson kjörinn
formaður.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að þegar sú tillaga var bor-
in upp hafi Helga Hlín þá þegar
sagt sig úr stjórninni. Að loknum
stjórnarfundi, þegar Valdimar
hafði tekið við formennsku og
Gestur Breiðfjörð Gestsson vara-
formennsku, ákvað Jón einnig að
segja sig úr stjórninni.
Í tilkynningu sem Helga Hlín og
Jón sendu sameiginlega frá sér í
kjölfarið sögðu þau að trúnaður
hefði til þessa ríkt innan stjórnar
en:
„Nú er hins vegar svo komið að
stjórnarhættir innan stjórnar hafa
leitt af sér trúnaðarbrest og um
leið efa okkar um að umboðs-
skyldu stjórnarmanna sé gætt í
ákvarðanatöku.“
Segja þau að forsendur séu
brostnar fyrir því að þau telji sig
geta sinnt skyldum sínum og axlað
ábyrgð sem stjórnarmenn. Svan-
hildur Nanna, sem tók við stjórn-
arformennsku í félaginu í mars
2017, lét af embættinu í kjölfar
þess að hún fékk stöðu sakborn-
ings í umfangsmikilli rannsókn
héraðssaksóknara á viðskiptum
hennar og eiginmanns hennar með
eignarhluti í olíufélaginu Skelj-
ungi. Rannsóknin byggist m.a. á
kæru sem Íslandsbanki hefur lagt
fram vegna fyrrnefndra viðskipta.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Valdimar Svavarssyni sagði hann
ákvörðun tvímenninganna koma
sér á óvart.
„Í byrjun sumars steig Svan-
hildur Nanna, formaður stjórnar,
tímabundið til hliðar vegna per-
sónulegra mála og tók Helga Hlín
varaformaður tímabundið við sem
formaður. Eftir umræður í stjórn
varð ljóst að formaður hugðist
ekki stíga aftur inn sem formaður
og því þótti rétt að stjórn skipti
með sér verkum að nýju.“
Segja sig fyrirvaralaust úr stjórn VÍS
Stjórnarformaður VÍS og meðstjórnandi segja sig úr stjórninni Bera við alvarlegum trúnaðarbresti
Helga Hlín
Hákonardóttir
Jón
Sigurðsson