Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti hef-
ur fordæmt pólitískt ofbeldi og hvatt
til „siðaðrar“ umræðu um stjórnmálin
en kennt fjölmiðlum um það að reynt
hefur verið að senda sprengjur til
demókrata og annarra sem hafa
gagnrýnt forsetann.
„Engri þjóð getur farnast vel ef
hún líður ofbeldi eða hótun um ofbeldi
sem pólitíska þvingunaraðferð,“ sagði
Trump á fundi með stuðningsmönn-
um sínum í Wisconsin í fyrrakvöld.
Hann gagnrýndi síðan fjölmiðlana og
sagði að þeir þyrftu að láta af „látlaus-
um fjandskap“ við hann og hætta að
birta „neikvæðar“ fréttir um hann,
eða „falsfréttir“ eins og hann kallar
þær. Nokkrir stuðningsmanna hans
hrópuðu ókvæðisorð um CNN-sjón-
varpið eins og venja er á fjöldafund-
um forsetans þegar hann gagnrýnir
fjölmiðlana.
Leit ekki í eigin barm
Hægriblaðið The Wall Street
Journal segir að Trump hafi ekkert
minnst á þátt sjálfs sín í því að kynda
undir pólitíska hatrinu. Forsetinn
hafi t.a.m. hvað eftir annað hvatt til
þess að andstæðingar hans verði
handteknir, einkum Hillary Clinton,
fyrrverandi forsetaefni demókrata,
sem er á meðal þeirra sem reynt hef-
ur verið að senda sprengjur í pósti
síðustu daga. Hann hafi lýst demó-
krötum sem lýð og bófaflokki á fundi
með stuðningsmönnum sínum í Texas
á mánudag. Forsetinn hafi einnig
hrósað repúblikananum og fulltrúa-
deildarþingmanninum Greg Gian-
forte fyrir að ráðast á blaðamann á
síðasta ári. „Sá sem getur sveiflað
mönnum í gólfið er minn maður,“
sagði forsetinn m.a. um árásina á
fjöldafundi með stuðningsmönnum
sínum í vikunni sem leið. Trump hefur
einnig lýst fjölmiðlum sem „óvinum
þjóðarinnar“ og yfirlýsingar hans um
„falsfréttir“ og meint samsæri þeirra
gegn honum eru orðnar svo algengar
að engu er líkara en fólk sé farið að
líta á þær sem eðlilegan þátt í starfi
forseta Bandaríkjanna.
Skýrt var frá því í gær að Joe Bid-
en, fyrrverandi varaforseti Banda-
ríkjanna, hefði bæst í hóp demókrata
sem reynt hefur verið að senda
sprengjur í pósti. Bandarískir fjöl-
miðlar segja að sprengja hafi einnig
fundist í pakka sem sendur var á veit-
ingahús í New York-borg í eigu leik-
arans Roberts De Niro sem hefur
gagnrýnt forsetann. Áður hafði verið
greint frá sprengjum í pökkum sem
reynt var að senda Barack Obama,
fyrrverandi forseta, John Brennan,
fyrrverandi forstjóra CIA, Eric Hold-
er, fyrrverandi dómsmálaráðherra,
fulltrúadeildarþingmanninum Max-
ine Waters og fjármálamanninum
George Soros, auk Hillary Clinton.
Fordæmir ofbeldi en
kennir fjölmiðlum um
Trump gagnrýnir fjölmiðla eftir sprengjusendingar
Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi fjölmiðla fyrir „látlausan
fjandskap“ eftir að nokkrir þekktir menn og skrifstofa CNN fengu
rörsprengjur eða grunsamlega pakka í pósti
Fyrsti pakkinn
var sendur á
heimili fjár-
málamannsins
George Soros í
New York
22. október
Þrír grunsamlegir
pakkar voru sendir
til demókratans
Maxine Waters,
sem á sæti í
fulltrúadeild
Bandaríkjaþings
Nokkrir þeirra sem sprengjusendingarnar beindust að:
Pakki með póstfangi
Hillary Clinton,
fyrrverandi forseta-
efnis demókrata, í
New York þar sem hún
býr með Bill Clinton,
fyrrverandi forseta
Pakki með póstfangi
Baracks Obama fannst
við reglubundna leit
tæknimanna stofnunar
sem verndar m.a.
fyrrverandi forseta
og fjölskyldur þeirra
Skrifstofa CNN
í New York var
rýmd eftir að
pakki var sendur
þangað og
stílaður á
John Brennan,
fyrrverandi
forstjóra CIA
FBI sagði að
grunsamlegur
pakki hefði verið
sendur á póstfang
Erics Holder, sem
var dómsmálaráðherra
í forsetatíð Obama
Sprengjur sendar í pósti
Ljósmyndir: AFP
Kaupsýslumaður, sem sakaður hefur
verið um kynferðislega áreitni, var
nafngreindur í lávarðadeild breska
þingsins í gær þrátt fyrir lögbann
sem dómari hafði sett til að hindra að
nafn hans yrði birt. Lávarðurinn
Peter Hain sagði á fundi í þingdeild-
inni að kaupsýslumaðurinn væri auð-
maðurinn sir Philip Green.
Breska dagblaðið The Telegraph
birti grein um ásakanir á hendur
kaupsýslumanninum en gat ekki
nafngreint hann vegna lögbannsins.
Hain nýtur friðhelgi frá lögsókn sem
þingmaður og kvaðst telja það vera
skyldu sína að nafngreina kaup-
sýslumanninn vegna þess að ásak-
anirnar á hendur honum væru mjög
alvarlegs eðlis. Margir breskir fjöl-
miðlar hafa nú birt nafn hans.
Green er stjórnarformaður tísku-
vörukeðjunnar Arcadia sem rekur
Topshop og fleiri verslanir. Hann
keypti Arcadia af Baugi árið 2002 og
lýsti einnig yfir áhuga á að kaupa
skuldir Baugs við Kaupþing með
95% afslætti skömmu eftir banka-
hrunið 2008.
AFP
Green var það Bresk dagblöð hafa birt frásagnir kvenna sem saka kaup-
sýslumanninn um kynferðislega áreitni, einelti og kynþáttafordóma.
Green sakaður um
kynferðislega áreitni
Nafngreindur þrátt fyrir lögbann
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Fötur/Balar/tunnur/
stampar, mikið úrval
Vinnuvettlingar Pu-Flex
frá 295
R
Strákústar
frá 695
frá 395
uslatínur
Laufhrífur
frá 1.495
Lauf/ruslastampur
Laufsuga/blásari
8.985
skóflur
frá 1.995
Ruslapokar
10/25/50 stk.
Nokkrar stærðir
Verð frá 102.508
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Nýjir meistarar
eru mættir
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix