Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 26. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.29 119.85 119.57 Sterlingspund 154.06 154.8 154.43 Kanadadalur 91.04 91.58 91.31 Dönsk króna 18.231 18.337 18.284 Norsk króna 14.332 14.416 14.374 Sænsk króna 13.133 13.209 13.171 Svissn. franki 119.63 120.29 119.96 Japanskt jen 1.0589 1.0651 1.062 SDR 165.34 166.32 165.83 Evra 136.02 136.78 136.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.1928 Hrávöruverð Gull 1231.65 ($/únsa) Ál 1987.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.35 ($/fatið) Brent ● Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur aukið við hlut sinn í Símanum en í viðskiptum gærdagsins keyptu þrjár deildir sjóðsins samanlagt 73 milljónir hluta í félaginu. Miðað við dags- lokagengi bréfa félagsins, sem hækkað hafði um 1,6% frá opnun markaða, nemur virði hins nýja eignarhlutar ríf- lega 270 milljónum króna.Eftir við- skiptin á LSR 10,38% í Símanum eða 980 milljón hluti. Virði hlutarins er tæp- ir 3,7 milljarðar króna. LSR eykur við hlut sinn í Símanum og á yfir 10% STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ástæða þess að tilboð Sporthallar- innar, sem rekur heilsuræktarmið- stöðina Sporthúsið í Smáranum í Kópavogi, í rekstur heilsuræktar við íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ var dæmt ógilt af dómnefnd var sú að tilboðið fól í sér breytingu frá fyrra stigi í til- boðsferli. Breytingin er í fundargerð bæj- arstjórnar Garða- bæjar frá 18. október sl. sögð veruleg og raska stöðu bjóðenda „sem geti ekki annað en leitt til þess að tilboðið teljist í raun ógilt“, eins og það er orðað í fundargerðinni. ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Þröstur Jón Sigurðsson, eig- andi Sporthallarinnar, skoðaði nú vandlega að kæra þá ákvörðun bæj- aryfirvalda í Garðabæ að ganga til samninga við Laugar, sem reka World Class-heilsuræktarstöðvarn- ar, um opnun heilsuræktar í Ásgarði. Hefur Þröstur óskað rökstuðnings fyrir ákvörðuninni, og samkvæmt upplýsingum frá bænum verður sá rökstuðningur birtur mjög fljótlega. Horfa til allra þriggja Almar Guðmundsson bæjar- fulltrúi og formaður dómnefndar sem mat tilboðin segir í samtali við Morgunblaðið að ferlið sé þrepaskipt og bærinn þurfi að horfa á hagsmuni allra þriggja bjóðenda þannig að jafnræðis sé gætt. „Bæjarstjórn hef- ur nú samþykkt tillögu dómnefnd- arinnar. Ef aðili hyggst kæra þá mun bærinn veita rökstuðning, og málið hefur svo sinn gang,“ segir Al- mar. Hann ítrekar, eins og fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Garða- bæjar, að ákveðnar forsendur hafi breyst verulega frá fyrra stigi, sem hafi valdið því að tilboð Sporthall- arinnar hafi verið dæmt ógilt. „Það er mikilvægt að jafnræði bjóðenda sé virt í svona málum, við fengum lögfræðiálit þar sem niðurstaðan er að um sé að ræða verulegar breyt- ingar frá fyrra stigi sem raska stöðu bjóðenda.“ Þrjú fyrirtæki um hituna Í fyrsta fasa útboðsins um upp- byggingu heilsuræktarinnar skiluðu þrjú fyrirtæki inn tilboði, en auk World Class og Sporthússins lagði Reebok Fitness inn tilboð. Einungis World Class og Sporthúsið komust áfram í aðra umferð. Á fundi bæjarstjórnarinnar gerði Almar grein fyrir niðurstöðu dóm- nefndar um að meta tilboð Sporthall- arinnar ógilt, og vísaði til minnis- blaðs Andra Árnasonar lögmanns. Hugmyndir Sporthússins gengu út á að reisa líkamsræktarstöð með crossfit- og bootcampaðstöðu. Þá átti að rísa sjúkraþjálfunar- og kíró- praktíkstofa í sérstökum bygging- um. Samkvæmt samtali Viðskipta- Moggans við Björn Leifsson, aðal- eiganda World Class, verður í fyrsta lagi hægt að opna World Class-stöð í Ásgarði um þarnæstu áramót. Kostnaður við uppbygginguna verð- ur nálægt 600 milljónum króna. Breytingin veruleg og raskaði stöðu bjóðenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsa Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við World Class um rekstur líkamsræktarstöðvar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.  Val á heilsurækt í Ásgarði rökstudd fljótlega Almar Guðmundsson Sala stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 145 milljónum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, um 16 milljörð- um króna. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam 16 milljón- um bandaríkjadala, um 1,7 milljörð- um króna og jókst um 43% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir einskiptisliði nam 30 milljónum bandaríkjadala, um 3,2 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórð- ungi, eða 21% af sölu samanborið við 18% af sölu á sama tímabili í fyrra. Aukninguna í EBITDA-framlegð fyrirtækisins má rekja til aukinnar sölu á hátæknivörum og stærðarhag- kvæmni í rekstri. Sé litið til fyrstu níu mánaða árs- ins nemur hagnaður fyrirtækisins 46 milljónum bandaríkjadala, um 5,5 milljörðum króna, og jókst um 33% miðað við sama tímabil í fyrra, og nam 10% af sölu. Innri vöxtur í stoð- tækjum var 11% og sala í spelkum og stuðningsvörum jókst um 2%. Sölu- vöxt fyrirtækisins má einna helst rekja til sölu á hátæknivörum félags- ins. Fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2018 gerir ráð fyrir 4-5% innri vexti, um 19% EBITDA-framlegð að teknu tillliti til einskiptisliða, 5% fjárfest- ingarhlutfalli og virku skattahlutfalli á bilinu 23-24%. Í tilkynningu lýsir Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar, yfir ánægju með söluvöxtinn í fjórðungnum. „Söluvöxtinn má aðallega rekja til sölu á stoðtækjum, sem jókst um 11%, og sölu á hátæknivörum í okkar helstu vöruflokkum,“ segir Jón og nefnir einnig að góður vöxtur hafi verið í löndum sem teljast til ný- markaðsríkja. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Össur Hagnaður Össurar á fyrstu níu mánuðum nam 10% af sölu. Hagnaður Össur- ar jókst um 43%  Hagnaður fyrstu níu mánaða 5,5 milljarðar króna Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla nam 598 milljónum króna fyrir matsbreytingu á þriðja ársfjórð- ungi og jókst um 34% miðað við sama tímabil í fyrra. Hreinar leigutekjur á ársfjórðungnum námu 705 milljónum króna samanborið við 571 milljón á sama tímabili í fyrra. Rekstrarkostn- aður fjárfestingareigna nam 224 milljónum króna á þriðja ársfjórð- ungi. Eignir félagsins voru 58,5 millj- arðar króna í lok september og skuld- irnar 39,7 milljörðum. Eigið fé nam því tæpum 19 milljörðum. Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins jukust tekjur um 531 milljón króna miðað við sama tímabil í fyrra og er það 24% aukning á milli ára. Rekstr- arkostnaður fjárfestingareigna var 784 milljónir króna á fyrstu níu mán- uðum þessa árs sem eru um 28,3% af rekstrartekjum í samanburði við 33,4% hlutfall á sama tímabili í fyrra. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heimavalla, segir að rekstrarniðurstaða þriðja ársfjórð- ungs sé sú besta frá upphafi og fram- undan sé endurfjármögnun félagsins. Afar takmörkuð viðskipti voru með bréf Heimavalla í gær en félagið hækkaði um ríflega 0,9% í viðskiptum dagsins. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Uppgjör Hagnaður Heimavalla nam 598 milljónum á 3. ársfjórðungi. Leigutekjur jukust um 531 milljón  598 milljóna króna hagnaður Heimavalla W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is ● Arion banki hefur ráðið Rúnar Magna Jónsson í starf framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Hann hef- ur langa reynslu af starfi innan bank- ans eða um 15 ár og lengst af á fyrir- tækjasviði. Frá árinu 2014 hefur hann verið forstöðumaður þess sviðs. Rúnar Magni er með meistarapróf í al- þjóðamarkaðsmálum og stjórnun frá CBS í Kaupmannahöfn og þá hefur hann lokið viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Ís- lands. Hann er með próf í verðbréfa- viðskiptum. Tekur við fyrirtækja- sviði Arion banka Rúnar Magni Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.