Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 2097/30 Króm / Brass verð 199.000,- Svart takmörkuð útgáfa verð 265.000,- Hönnuður Gino Sarfatti Dala- og Strandamaðurinn Karl Ingi Karlsson á 50 ára afmæli ídag. Hann er frá Kollsá í Hrútafirði en hefur lengi búið í Búðar-dal og á og rekur KM-þjónustuna þar ásamt konu sinni, Stein- unni Matthíasdóttur. KM-þjónustan er bæði bílaverkstæði, en nóg var að gera í umfelgun- inni þegar blaðamaður ræddi við Karl, og landbúnaðarverslun sem sinnir bændum í nágrenninu, þ.e. í Dalasýslu og Reykhólasveit. „Það er svona mitt svæði, eins og maður segir. Í versluninni seljum við allt frá skrúfum og upp í fóður og rúlluplast. Svo erum við með tvo dráttarbíla og höfum verið að bjarga ferðamönnum úti um allt. Við erum semsagt eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa haft hag af erlendum ferðamönnum.“ KM-þjónustan er líka leigufyrirtæki og er með hús í leigu fyrir Vöru- miðlun og ÁTVR, en alls vinna átta manns hjá fyrirtækinu. Ferðalög eru aðaláhugamál Karls og ferðast hann bæði innanlands og utan. „Við hjónin eigum mjög skemmtilegan húsbíl til að ferðast á um og fórum síðast um Norðurlandið í kringum Akureyri í ágústmán- uði. Svo ætluðum við í tilefni afmælisins í ferðalag með allri fjölskyld- unni en elsta dóttirin sagði mér frá því þegar líða fór á vorið að ég yrði afi í lok október og þá var afmælisferðinni auðvitað frestað,“ en það verður fyrsta barnabarn Karls og Steinunnar. Börn þeirra eru Sunna Björk 22 ára, Matthías Karl 19 ára og Dagbjört María 10 ára. Karl verður í vinnunni í dag en eftir hádegi ætlar hann að bjóða gest- um og gangandi upp á kökur og kræsingar í verslun KM-þjónustunnar. Feðginin Karl ásamt Dagbjörtu Maríu og Vaðalfjöll í baksýn. Kökur og kræsing- ar í versluninni Karl Ingi Karlsson er fimmtugur í dag B ergljót Benónýsdóttir fæddist í Bæ II við Hrútafjörð í Stranda- sýslu 26.10. 1958 og ólst þar upp, næst yngst átta systkina: „Í Bæ var tví- býli og amma í móðurætt bjó í Bæ I, en hún lést árið sem ég fermd- ist. Ég var í heimavist í Barnaskól- anum á Borðeyri frá sjö ára aldri. Eftir fermingu fór ég í Héraðsskól- ann að Reykjum í Hrútafirði sem einnig var heimavistarskóli. Ég var alltaf mikið í íþróttum á þessum árum, var m.a. í skólaliðinu í körfu- bolta og við fórum oft í keppnis- ferðir við aðra heimavistarskóla. Þá tók ég einnig nokkrum sinnum þátt í hóp-fimleikasýningum hjá Fimleikasambandi Íslands í Laugardalshöllinni fyrir hönd skól- ans.“ Bergljót vann m.a. í Kaupfélginu á Borðeyri og í Sláturhúsinu. Hún ætlaði að vera íþróttakennari en ákvað svo að fara í Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1979. Hún var rekstrarstjóri í veitinga- skálanum á Brú í Hrútafirði sum- arið eftir útskrift, en þar hafði hún starfað á sumrin meðfram námi. Bergljót hóf störf hjá Gunnari Ásgeirssyni og Velti hf,. haustið 1979, og starfaði þar í nokkur ár. Hún starfaði hjá Radíóbúðinni og hjá Apple-umboðinu hf á árunum 1990-97, hóf störf hjá Lýsingu hf 1998, var forstöðumaður upplýs- ingatækni þar, 2005-2009, og fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lýs- ingar, 2009-2015, en er nú forstöðumaður upplýsingatækni hjá Lykli fjármögnun hf. Bergljót hefur haldið við áhuga sínum á íþróttum. Hún æfði karate í nokkur ár hjá Breiðablik og æfði og keppti í blaki með öldungadeild Bergljót Benónýsdóttir, forstöðum. hjá Lykli fjármögnun – 60 ára Börn og barnabörn Fr.v.: Hlín, Ágúst Elí sem heldur á Heiðrúnu Hlín, Bergljót, Þórður Alexander og Ágúst. Íþrótta- og keppnis- kona úr Hrútafirði Hvolsvöllur Birna Fold Hall- dórsdóttir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík sunnudaginn 1. júlí 2018 kl. 2:40. Hún ví 3324 g og var 49 cm að lengd. Foreldrar Birnu Foldar eru Nanna Fanney Björnsdóttir og Hall- dór Hrannar Hafsteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.