Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 44
*Verð miðast við MyWOW aðild og WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. Gildir þegar bókað er flug báðar leiðir. FLOTT FÆRI SALZBURG FRÁ 12.999kr.* Tímabil: okt.–mars Tímabil: des.–mars MÍLANÓ FRÁ 9.499kr.* Skelltu þér á skíði. Á skíðasvæðunum við Salzburg ogMílanó eru skíðaaðstæður eins og best verður á kosið. Farangursheimild fyrir skíði/snjóbretti er innifalin í verði ef bókað er fyrir kl. 23:59 þann 29. október. Bókaðu skíðaferðina strax í dag og hafðu það notalegt í vetur meðWOWair. SKÍÐIN FLJÚGAMEÐ Múlakvintettinn leikur fjölbreytt verk á tónleikum Múlans kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Tónlistin er útsett fyrir tvo saxófóna og rytma- sveit þar sem dillandi flæði sveifl- unnar ræður. Í kvintettinum eru Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson saxófónleikarar, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Dillandi flæði sveifl- unnar á Björtuloftum FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 299. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Það verður ekki einfalt að eiga við Tyrkina, allra síst á þeirra heima- velli. Þeir eru líkamlega sterkir, af- ar vel skipulagðir og leika afar góða vörn,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gærkvöldi en hann fer með sveit sína til Tyrklands í dag þar sem hún mætir heima- mönnum á sunnudag. »1 Alls ekki einfalt að eiga við Tyrki ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Opinn samlestur á Ríkharði III eftir William Shakespeare verður í Borg- arleikhúsinu kl. 12.30 í dag. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi leikritið og verður þetta því opinber frumflutn- ingur á splunkunýrri Shakespeare- þýðingu. Leikritið verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 29. desember. Brynhildur Guðjónsdóttir, leik- stjóri sýningar- innar, segir mikla gleði hjá leik- hópnum að bjóða fólki að hlýða á fyrsta samlest- urinn. Hjörtur Jóhann Jóns- son fer með hlutverk Rík- harðs III. Ríkharður III lesinn í splunkunýrri þýðingu Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Óformlegur hittingur skúffuskálda var haldinn í Borgarbókasafninu síð- degis í gær og var tilefnið átakið NaNoWriMo þar sem litið er á nóv- ember sem alþjóðlegan mánuð skáldsöguskrifa. Átakið miðar að því að skáld skrái sig til þátttöku og er stefnt að því að hvert þeirra skrifi 50 þúsund orða skáldsögu á einum mánuði, segir Simone Schreiber, umsjónarmaður NaNoWriMo á Ís- landi. Hugmyndin kviknaði árið 1999 sem áskorun milli vina í Bandaríkj- unum og hefur þróast í að verða al- þjóðlegt fyrirbæri sem haldið er ár hvert. Íslendingar hafa áður tekið þátt í átakinu en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland gerir það með formlegum hætti með umsjónarmann hérlendis, segir Schreiber. Töfratalan Spurð hvers vegna miðað sé við þennan ákveðna orðafjölda segir hún: „50 þúsund er töfratalan því það er ágætis viðmið þegar kemur að fyrstu drögum að skáldsögu og þetta er magn orða sem hægt er að ná án þess að valda manni of miklu stressi. Þetta veldur auðvitað smá stressi, en ekki of miklu.“ Ekki er ólíklegt að sumum kunni að þykja nokkuð djarft að taka slíkri áskorun og játar Schreiber að kraf- an um 50 þúsund orð sé nokkuð ströng en bendir jafnframt á að hún hafi gert þetta nokkrum sinnum áð- ur og sín reynsla sé að þetta sé mjög skemmtilegt. „Sérstaklega í byrjun þegar maður veit hvað maður er að gera, en líka síðustu dagana þegar maður þarf virkilega að þrýsta á sjálfan sig að klára. Á endanum er þetta samt ávallt þess virði og mikill léttir þegar verkinu er lokið.“ Hún segir helsta kostinn við að sett séu tímamörk þann að það hvetji fólk áfram. „Þegar það er orðið freistandi að taka hlé og setjast fyrir framan sjón- varpið, þá rennur upp fyrir manni að það eru tímamörk og maður tekur frá tíma fyrir verkið. Þá finnur mað- ur að mann langar virkilega til að klára og það ýtir undir sköpunar- gleðina,“ fullyrðir Schreiber. Hægt er að skrá sig allt fram í nóvember að sögn Schreiber og mun Borgarbókasafnið hýsa ritsmíða- verkstæði í nóvember í tilefni af NaNoWriMo. Samkvæmt vef átaks- ins eru 22 skráðir til leiks á Íslandi að svo stöddu og voru þátttakendur 402.142 á alþjóðavísu í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Skúffuskáld sameinast Simone Schreiber hitti höfunda á Borgarbókasafninu í gær en annir eru fram undan. Nóvember alþjóðlegur skáldsögumánuður  400 þúsund á heimsvísu rita skáldsögu á einum mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.