Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Norræna húsið Sæmundargötu 11 Aðgangur ókeypis Sýnd til 30. apríl 2019 Ferðalag um furðuheim barnabókmenntanna Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka Barnabókaflóðið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samdráttur varð í sölu á öllum mjólk- urafurðum nema viðbiti á innan- landsmarkaði í september. Ef litið er til lengri tíma hefur einnig orðið sam- dráttur síðustu þrjá og tólf mánuði. Innvigtun mjólkur til samlaganna hefur farið hratt minnkandi í haust en fram til þess hafði hún aukist í hverjum mánuði miðað við sömu mánuði á síðasta ári. Sala á mjólkurafurðum var 6,9% minni í september en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði. Sala á viðbiti jókst en sam- dráttur varð í öllum öðrum vöru- flokkum, eins og mjólk og sýrðum afurðum, skyri og ostum. Ef litið er til nýliðins ársfjórðungs kemur fram 1,3% samdráttur frá fyrra ári og samdrátturinn er 1,8% á tólf mánaða tímabili. Sala mjólkur og sýrðra vara og skyrs minnkar. Sami taktur Elín M. Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð og formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, segir að þótt breytingarnar séu ekki stórkostlegar sé takturinn sá sami og verið hefur. Heldur dragi sundur með sölu á fitu- ríkum og prótínríkum afurðum. Mis- munur á fitu og prótíni því fyrr- nefnda í hag hefur í mörg ár verið vandamál hjá afurðastöðvunum því lágt verð fæst fyrir undanrennuduft sem flutt er út. Elín segir að MS sé alltaf að vinna að því að auka sölu á prótínríkum af- urðum og spara fitu eins og hægt er, þó án þess að það bitni á gæðum var- anna. Hún segir að samkeppni við innflutning hafi áhrif því mikið sé flutt inn af ódýru prótíni en innfutt fita sé tiltölulega dýr. Innvigtun byrjuð að minnka Fyrstu níu mánuði ársins seldu bændur tæplega 118 milljónir lítra mjólkur til samlaga landsins sem er rúmum þremur milljónum lítra meira en á sama tímabili í fyrra. Aukning var alla mánuði ársins fram í júlí frá sömu mánuðum á síðasta ári. Um- skipti urðu í ágúst og þó sérstaklega í september þegar framleiðslan minnkaði um 770 þúsund lítra eða 6,6%. Elín segir að innvigtun minnki allt- af á þessum tíma árs en nú dragi heldur hraðar úr. Hún telur að hækk- un innvigtunargjalds á mjólk umfram greiðslumark sem ákveðin var í sum- ar hafi mest að segja um það. Elín á von á að þessi þróun haldi áfram út árið. Þeir bændur sem séu að ljúka við að framleiða upp í greiðslumark sitt hljóti að stíga aðeins á bremsuna þegar þeir fái aðeins 30 krónur fyrir lítrann. Elín játar því þegar hún er spurð hvort enn sé of mikið framleitt. Bend- ir hún á að heildargreiðslumarkið sé 145 milljónir lítra en nú stefni í að framleiðslan verði tæpar 155 milljón- ir lítra á árinu í heild. Útflutningur gefi ekki nóg af sér til þess að standa undir umframframleiðslu. Sala minnkar á flest- um mjólkurafurðum  Enn framleitt umfram markað  Umskipti í haust Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mjólkurvörur Sala á mjólk, osti og skyri hefur verið að minnka. Landsbankinn hagnaðist um 15,4 milljarða eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 16,8 milljarða hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur voru 29,8 milljarðar og hækkuðu um 10,3% milli ára, en þjónustutekjur voru 5,8 milljarðar og lækkuðu um 12% frá því á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þegar aðeins er horft á þriðja ársfjórðung nemur hagnaður bankans 3,78 milljörðum, sam- anborið við 4,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur á tímabilinu voru samtals 12,1 millj- arður, samanborið við 12,4 millj- arða í fyrra, og rekstrargjöld voru 5,57 milljarðar samanborið við 5,64 milljarða í fyrra. Rekstrartekjur bankans á fyrstu níu mánuðum ársins voru 41,1 milljarður, en voru á sama tíma í fyrra 41,6 millj- arðar. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 5,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 36% lækkun. Óhagstæðar aðstæður á verð- bréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Rekstrarkostnaður bankans nam á tímabilinu 17,7 milljörðum og stóð í stað frá fyrra ári. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar og hækkaði hann um 500 milljónir frá því á sama tíma í fyrra. 3,8 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi hjá Landsbankanum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kostnaður Strætó bs. við að heil- merkja einn strætisvagn er 500.000 krónur auk virðisaukaskatts. Þá kostar 33.500 krónur auk virðis- aukaskatts að slagorðamerkja hvern vagn fyrirtækisins. Kemur þetta fram í skriflegu svari Strætó bs. við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir heilmerkingar á strætisvögnum yfirleitt endast í nokkra mánuði. „Við gerum þetta öðru hvoru. Þessar merkingar duga oft í svona þrjá til sex mánuði, en þá er farið að sjá á þeim og við tökum þær niður,“ segir Guðmundur Heið- ar í samtali við Morgunblaðið og bætir við að hann telji engan stræt- isvagn vera heilmerktan á götum borgarinnar í dag. Aðspurður segist Guðmundur Heiðar muna eftir sex heilmerktum strætisvögnum og tveimur hálf- merktum. Heilmerktu vagnarnir voru t.a.m. hinir svokölluðu gull- vagn og femínistavagn en einnig voru vagnar heilmerktir vegna Gay Pride og evrópsku samgönguvik- unnar svo eitthvað sé nefnt. Hálf- merktu vagnarnir voru til að kynna næturferðir. Spurður hvort hann telji kostnað vegna merkinga háan kveður Guð- mundur Heiðar nei við. „Þetta hefur verið okkar helsta auglýsingapláss þegar kemur að því að vekja athygli á okkur og okkar þjónustu.“ Ljósmynd/Strætó Útgjöld Gullvagninn svokallaði vakti talsverða athygli í umferðinni. Enginn sérmerktur vagn er í umferð í dag. Kostar hálfa milljón að heilmerkja einn vagn  Duga í 3-6 mánuði  „Okkar helsta auglýsingapláss“ Eggvopn og barnaníðsefni fundust á heimili hjóna sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fyrirtaka í máli hjónanna fer fram 5. nóvember en ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Brotið á dóttur og stjúpdóttur Í ákærunni, sem RÚV hefur fengið afhenta, er maðurinn sagður hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í fé- lagi við móður hennar auk þess að taka hreyfi- og ljósmyndir af brot- unum og þannig framleitt myndefni sem sýnir barnið á kynferðislegan hátt. Hjónin eru einnig ákærð fyrir brot gegn dóttur sinni og í ákær- unni eru þau sögð hafa framið brot- in að henni viðstaddri. Á dóttirin að hafa horft á brotin gegn systur sinni og með því eru hjónin sögð hafa ógnað velferð stúlkunnar á alvar- legan hátt. Þá er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa í vörslu sinni á heimilinu 807 ljós- myndir og 29 myndskeið sem sýna börnin á kynferðislegan hátt. Einnig er hann ákærður fyrir brot á vopnalögum þar sem á heim- ili hjónanna fannst mikið af egg- vopnum, meðal annars 50 senti- metra langt sverð, butterfly-hnífur, tveir stunguhnífar, kasthnífur og slöngubyssa. Hjón með eggvopn og barnaníðsefni  Grunuð um gróf kynferðisbrot Samanlagður kostnaður vegna móttaka á vegum Reykjavíkur- borgar á síðasta ári var tæpar 20 milljónir króna. Það sem af er þessu ári nemur kostnaðurinn rúm- um 10 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Reykja- víkurborgar við fyrirspurn Kol- brúnar Baldursdóttur, borgarfull- trúa Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar af ýmsum móttökum og öðrum hátíðarviðburðum tengd- um borginni. Kostnaðurinn við veit- ingar nam tæpum níu milljónum króna á síðasta ári og kostnaðurinn við vínföng tæpum 2,5 milljónum króna. Önnur aðkeypt þjónusta nam rúmum fjórum milljónum króna. Í fréttatilkynn- ingu frá Reykja- víkurborg vegna fyrirspurnar- innar kemur fram að kostn- aður við mót- tökur hefur hins vegar hríðfallið síðan 2007. Árið 2017 var hann 20 milljónir króna, rúmlega tólf milljónum lægri en ár- ið 2007 en þá var kostnaður við móttökur tæpar 32 milljónir króna. Ef sú tala er reiknuð til núvirðis er hún tæpar 52 milljónir. Árið 2016 var kostnaðurinn tæpar 12 millj- ónir króna. 30 milljónir króna í móttökur borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.