Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 22
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Persónuvernd hefur boristmikill fjöldi ábendinga,bæði frá foreldrum ogstarfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna, sem tóku gildi í sumar. Í sumum til- vikum hafa skólar sett sér mun strangari reglur en krafist er í nýju lögunum. Að sögn forsvarsmanna Persónuverndar virðist sem mis- skilnings gæti víða í skólasamfélag- inu um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að skólastarf samrýmist lög- unum. Þau tilvik sem upp hafa komið varða m.a. herta aðgangsstýringu að skólum, trúnaðaryfirlýsingar, myndatökur og afhendingu nafna- lista í skólum o.fl. Hefur Persónu- vernd sent frá sér samantekt með ít- arlegum ábendingum um hvort aðgerðir sem skólarnir hafa gripið til eiga sér stoð í lögunum eða ekki. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að mjög margar ábendingar hafi borist bæði í pósti og síma. „Það fylltist allt hjá okkur af ábendingum úr mörgum áttum um að það væri verið að grípa til óþarfa aðgerða að því er virtist á grundvelli persónuverndarlaganna,“ segir hún. Meina aðgang í skólastofur Komið hefur á daginn að ein- staka skólar hafa m.a. tekið upp að- gangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Þetta á sér ekki stoð í persónuverndarlögum. Bendir Per- sónuvernd á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verk- lagsreglur og viðhafi aðgangsstýr- ingu þar sem það á við, með öryggis- sjónarmið að leiðarljósi. Má afhenda foreldrum nem- endalista? Á þetta hefur reynt og í einhverjum tilvikum hefur foreldrum verið neitað um að fá afhenta lista með nöfnum bekkjarfélaga barna sinna. Hér virðist vera of langt geng- ið að mati Persónuverndar sem bend- ir á að tilgangurinn með afhendingu bekkjarlista sé m.a. að efla tengsl og samstarf foreldra og aðstoða börn sín við félagslega tengslamyndun og tryggja öryggi. Afhending bekkjar- lista geti talist eðlilegur hluti af starf- semi skóla ef meðalhófs er gætt. „Mikilvægt er að gæta að því við gerð slíkra lista að einstaklingar geti nýtt andmælarétt sinn skv. 21. gr. per- sónuverndarlaga og óskað eftir að láta fjarlægja upplýsingar um sig af listanum, hvort sem er í heild eða að hluta, segir í ábendingunum. Persónuvernd hefur fengið vitn- eskju um að fjöldi skóla sé að undir- búa eða hafi þegar lokið við að afla samþykkis foreldra fyrir mynda- tökum af börnum. „Persónuvernd fagnar því að sú framkvæmd sé hafin enda er það í samræmi við persónu- verndarlög og tilmæli stofnunar- innar,“ segir í ábendingunum en þar er þó bent á ýmis álitamál sem hafa verði í huga. M.a. þurfa skólar að veita fullnægjandi fræðslu um vinnsl- una og gæta þarf að réttindum barna til friðhelgi einkalífs. Hafa bannað myndatökur „Í einhverjum tilvikum hefur foreldrum og forráðamönnum verið bönnuð myndataka á viðburðum á vegum skólans. Það er mat Persónu- verndar að skólar, sem opinberar stofnanir, geti ekki lagt bann við því að einstaklingar taki ljósmyndir af börnum sínum enda skal það áréttað að persónuverndarlög gilda ekki um meðferð einstaklings á persónu- upplýsingum sem eingöngu varða einkahagi hans eða fjölskyldu hans eða eru einvörðungu ætlaðar til per- sónulegra nota,“ segir í ábendingum Persónuverndar. Herða reglur í skólum oft fyrir misskilning Morgunblaðið/Hari Í skóla Það á sér ekki stoð í persónuverndarlögum að taka upp aðgangsstýr- ingu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Embættis-menn íBrussel höfnuðu fjárlögum ítalskrar ríkis- stjórnar og „gáfu henni fyrirmæli“ um að skila öðrum til Brussel innan 15 daga en þola fjár- sektir ella. Varla er því hægt að tala um ESB sem samband full- valda þjóða. Leiðtogar ESB sendu ekki snuprur og lítt falda kúgun af því tagi, heldur skrif- stofumenn þeirra! Varaforsætisráðherra Ítalíu hefur þegar svarað með stytt- ingi. Pistlahöfundurinn Am- brose Evans Pritchard útlistar í Telegraph hvernig þessi óvenjulega gjörð er hugsuð og færir um leið rök fyrir því að hún gæti misheppnast: Ekki sé sjálfgefið að þótt skuldatrygg- ingaálag Ítalíu hækki um hina skelfilegu „400 basis points“ (4%) muni hin uppreisnar- gjarna stjórn gefast upp fyrir þvingunum ESB. Pritchard segir áætlunina byggjast á að stigvaxandi pressa á banka vegna fjárhagslegra skilyrða þeirra muni fljótt leiða til fjár- magnsflótta með kunnum af- leiðingum. Treyst sé á að af- leiðingar þess efnahagslega skemmdarverks smitist ekki í Spán, Portúgal og Grikkland. Þetta sé þó mikill háskaleikur hafi menn ekki örugga vissu fyrir því að stjórnin í Róm lyppist niður og grípi ekki til enn róttækari aðgerða í nauð- vörn sinni. Hin augljósa áhætta sé sú, að slagur Brussel við Ítalíu valdi efnahagskreppu um Evrópu þvera áður en annar hvor bliknar. Vitnar hann í Matteo Salvini, helsta valdamann Ítal- íu, um að „Brussel geti dritað á okkur fáránlegum bréfum til jóla … án þess að beygja okk- ur“. Og bætir við: „Ætli ESB að lemja okkur enn og aftur með blautum tuskum í andlitið gæti það orðið til þess að ég færði enn meira laust fé til ítölsku þjóðarinnar.“ Hver sá sem vill fá nasasjón af um hvað þessi dapurlega styrjöld Brussel við ríkisstjórn Ítalíu snýst ætti að lesa grein Pritchards. Hann efast ekki um að bókstafurinn sem farið er eftir í Brussel skuldbindi þá þar til aðgerða gagnvart Ítalíu. En það sé ekki heil brú í reglu- setningunni. En hefðist Brussel ekki að græfi það undan grundvallar- reglum sem réttlæta aðild Hol- lands og Þýskalands að evrunni og þá yrði önnur kreppa. Pritchard bendir á að rauða lín- an um 1,4% mörk fráviks frá hlutfalli af þjóðarframleiðslu hafi litla raunverulega þýð- ingu. Ábendingar Ítalíu séu réttar um að Sáttmáli um stöð- ugleika og jafnvægi ríkisfjár- mála byggist ekki á hagfræðivísindum sem haldi. Regl- urnar séu ósamræmanlegar tilraunir lögfræð- inga til að bæta fyrir upphafssyndina. Þá að hnýta saman í einn gjaldmiðil ósamrýmanlegan efnahag ólíkra þjóða, 50 árum áður en nokkur von var til þess að það gengi upp. Og horfa svo af- skiptalaust næstu 15 ár á sívax- andi klofning, sem endaði í ris- agjá á mörkum Suður- og Norður-Evrópu í raungengi sameiginlegu myntarinnar. A.E. Pritchard segir það rétt hjá forystumönnum (Norður) Bandalagsins að óhjákvæmi- legt sé að hverfa frá þessum hugmyndafræðilega þykjustu- leik og brjóta í mél þýskmeng- aða reglu um hvernig mynt- bandalag skuli rekið. Hinn leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Maio, forystumaður Fimm- stjörnu-bandalagsins, segir: „Við stöndum í seinustu varn- arlínu félagslegra réttinda ítölsku þjóðarinnar. Gefumst við upp fær þjóðin fljótlega yfir sig velferðarmenn bankanna og „sérfræðinga“ í að herða ólar almennings. Því gefumst við aldrei upp.“ Pritchard dregur svo upp hvernig „refsiaðgerðir“ ESB muni leika Ítali. Ekki smám saman heldur undrafljótt. Það er ljót en nauðsynleg lesning. Ítalir vita hvernig farið var með Grikki. Þeir horfðu á eymdina þegar ESB og AGS tæmdu hraðbankana og á nið- urlægjandi biðraðir almenn- ings. Áður hækkaði gríska skuldatryggingaálagið eins og eldgos væri. En hann segir að þvingunaráhrif þess séu ekki hin sömu og áður. Ítalir muna hvernig ESB notaði skulda- tryggingarnar til að flæma Berlusconi burt 2011. Ítalska þjóðin ákvað þá að láta valdarán ESB yfir sig ganga. Hún vonaði að sending Brussel á kommissar frá sér í forsætisráðherrastól í Róm myndi koma Ítalíu út úr krepp- unni. En Pritchard segir að að- gerðir hans hafi dýpkað krepp- una. Claudio Borghi, formaður fjárlaganefndar Ítalíu, minnir á að ESB hafi náð að gera óverulegt vandamál Grikkja að hreinum ósköpum sem enginn hafði séð með eigin klaufa- spörkum. Endurtaki þeir þau mistök á Ítalíu muni tjónið verða þúsund sinnum verra. En Pritchard spyr leiðtoga Evrópu: Hvað verður um evrópsku hugsjóna- verkin nái þeir að þvinga fram hörkulegt allsherjargreiðslu- fall Ítalíu og á sama tíma verði hörð lending „Brexit“? Mun eitthvað standa af sér tvíbura- hrun af þeirri ofurstærð? Slagurinn við Ítalíu mun enda illa. Spurningin er að- eins hversu illa} Blásið til leiks M eðal þingmála á þingmálaskrá minni fyrir 149. löggjafar- þing, þingveturinn 20182019, er frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu. Í frumvarp- inu eru lagðar til lagabreytingar sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Markmið lagafrumvarpsins er annars vegar að stuðla að bættu aðgengi kvenna að kynheil- brigðisþjónustu, ásamt því að efla og styrkja slíka þjónustu, og hins vegar að nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra innan heilbrigðisþjónustunnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði bundin því skilyrði að viðkomandi starfi á heilbrigðis- stofnun þar sem heilsugæsla, kvenlækninga- eða fæðing- arþjónusta er veitt. Landlæknir mun veita hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum leyfi til lyfjaávísunar að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum og meðal þess- ara skilyrða verður að viðkomandi leyfisumsækjandi hafi sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfja- ávísanir. Þessar lagabreytingar eru í samræmi við ábendingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að almenn- ingur hafi greiðan aðgang að þjónustu og ráðgjöf um kynheilbrigði og getnaðarvörnum hjá heilsu- gæslu. Auk þess er samhljómur með þessum lagabreytingum og aukinni áherslu á for- varnir í heilbrigðismálum og ráðgjöf til al- mennings um eigin heilsu. Sjálfsforræði kvenna þarf að efla, og þar með talinn rétt kvenna til að taka ákvörðun um barneign. Með þessari heimild til ljós- mæðra og hjúkrunarfræðinga er tekið mikil- vægt skref í þá átt með bættu aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu. Frumvarpið er einnig til þess fallið að efla heilsugæsluna og teymisvinnu innan hennar. Ég hef lagt áherslu á styrkingu heilsugæsl- unnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðis- kerfinu, með það að markmiði að tryggja jafnan aðgang allra að góðri heilbrigðisþjón- ustu. Með aukinni eftirspurn eftir heilsu- gæsluþjónustu aukast áskoranir heilbrigðisyfirvalda enn frekar. Í því skyni er mikilvægt að nýta þekkingu fag- stétta sem þar starfa enn betur, svo mannauður nýtist sem best. Fyrirkomulagið sem hér um ræðir felur í sér samstarf við lækna sem gefur hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum færi á að sinna fjölbreyttari verkefnum en nú. Það er von mín að frumvarpið verði að lögum. Ég er sannfærð um það að samþykkt þess muni stuðla að enn betri heilbrigðisþjónustu í landinu, öllum til heilla. Svandís Svavarsdóttir Pistill Eflum kynheilbrigðisþjónustu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ýmis álitamál hafa líka komið upp um myndatökur og notkun samfélagsmiðla í skólum. Ítrek- ar Persónuvernd í ábendingum sínum að nauðsynlegt sé að fá samþykki foreldris/forráða- manns fyrir myndatöku og/eða miðlun ljósmynda af börnum. „Börn geta þurft að sam- þykkja að rætt sé um þau á samfélagsmiðlum eða birtar af þeim myndir opinberlega, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Þau eiga rétt á að hafa skoðun á umfjöllun um þau eða birtingu mynda af þeim á netinu og taka þarf tillit til skoðana þeirra, jafnvel þó að þau séu ung. Almennt verður hins vegar ekki gerð athuga- semd við að birtar séu myndir af opnum viðburðum á vegum skóla og félaga sem ekki sýna neinar aðstæður viðkvæms eðlis. Það sama getur átt við um bekkjarmyndir árganga,“ segir í ábendingum Persónu- verndar. Virða ber friðhelgi barna MYNDATÖKUR OG DREIFING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.