Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 25.10., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Akureyri -1 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 4 heiðskírt
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 3 heiðskírt
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 11 skýjað
Dublin 10 skúrir
Glasgow 11 skúrir
London 11 skýjað
París 14 heiðskírt
Amsterdam 12 súld
Hamborg 11 skýjað
Berlín 12 skýjað
Vín 15 skýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 14 heiðskírt
Winnipeg 8 skúrir
Montreal 0 alskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago 6 alskýjað
Orlando 25 skýjað
26. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:53 17:32
ÍSAFJÖRÐUR 9:08 17:27
SIGLUFJÖRÐUR 8:51 17:09
DJÚPIVOGUR 8:25 16:59
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Hægir vindar, yfirleitt bjartviðri og
frost 0 til 8 stig. Vaxandi sunnanátt seinni partinn.
Á sunnudag Sunnan 13-20 m/s með rigningu eða
slyddu en snjókomu til fjalla. Þurrt að kalla NA-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi V-lands síðdegis en gengur í 13-20 m/s fyrir austan undir
kvöld. Áfram él á N- og A-landi en annars léttskýjað að mestu. Hiti kringum frostmark.Kókosjógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil óvissa og spenna er á yfir-
standandi þingi Alþýðusambands
Íslands fyrir kosningar næsta for-
seta, tveggja varaforseta og 12 full-
trúa auk varamanna í miðstjórn
ASÍ til næstu tveggja ára, sem fram
fara fyrir hádegi í dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa fylkingar myndast á
þinginu sem safna liði og takast á
um að koma sínum mönnum að í
æðstu forystu og tryggja hlut
stærstu félaga og landssambanda í
miðstjórn en ekki höfðu þó í gær
komið fram fleiri frambjóðendur en
þau sem tilkynnt höfðu framboð til
forseta og varaforseta fyrir þingið.
Það er þó ekki með öllu útilokað að
fleiri bætist við því framboðsfrestur
rennur ekki út fyrr en kosningarnar
hefjast í dag en frambjóðendur
þurfa að afla sér stuðnings 15 þing-
fulltrúa til að gefa kost á sér.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambands Íslands
(SGS), og Sverrir Már Albertsson,
framkvæmdastjóri AFLs starfs-
greinafélags, bjóða sig fram í emb-
ætti forseta. Þrír verkalýðsforingjar
sækjast eftir embættum varaforseta
ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR, býður sig fram í emb-
ætti 1. varaforseta og Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðs-
félags Akraness, og Kristján Þórður
Snæbjarnarson, formaður Rafiðnað-
arsambands Íslands, bjóða sig fram
í embætti 2. varaforseta sambands-
ins.
Rólegt var á yfirborðinu á þingi
ASÍ í gær sem var helgað málefna-
vinnu. Í gærkvöldi var svo haldin
þingveisla á Grand hóteli en við-
mælendur sögðu fyrir veisluna að
hún myndi án vafa litast mjög af
flokkadráttum og að þingfulltrúar
styngju saman nefjum vegna kosn-
inganna, sem talið er að geti orðið
sögulegar.
Nýtt forystufólk í stærstu aðild-
arfélögunum, VR og Eflingu, auk
formanna VLFA og Framsýnar,
sem hafa boðað harðari verkalýðs-
baráttu og endurnýjun í hreyfing-
unni, standa saman á þinginu en
ekki er þó sagt víst að allir forystu-
menn innan Starfsgreinasambands-
ins muni fylgja þeim að málum í
kosningunum. Þá eru fulltrúar iðn-
aðarmannafélaganna sagðir hafa
þétt mjög raðirnar að undanförnu
og sækist eftir að halda áhrifum
sínum í forystu og miðstjórn Al-
þýðusambandsins.
Á umliðnum árum hafa varafor-
setar ASÍ komið úr röðum versl-
unarmanna og SGS. Úrslitin í for-
seta- og varaforsetakjörinu geta
haft veruleg áhrif á hvaða tillögur
verða bornar fram fyrir miðstjórn-
arkosningarnar og hver hlutur
landssambanda og stærstu aðildar-
félaga verður á næsta kjörtímabili.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dregur til tíðinda Lokadagur þings ASÍ er í dag og þá fara fram kosningar til forseta, varaforseta og miðstjórnar.
Spenna og titringur
fyrir ASÍ-kosningar
Kosningar forseta og fulltrúa í miðstjórn á ASÍ-þingi í dag
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ríkisútvarpið braut ekki lög um um
þjóðsöng Íslands með dagskrár-
kynningu sinni í aðdraganda heims-
meistaramótsins í knattspyrnu síð-
astliðið sumar. Þetta er niðurstaða
fjármála- og efnahagsráðuneytisins
sem kynnt var í gær.
Í kynningu RÚV las hópur ein-
staklinga hver um sig upp eina setn-
ingu í fyrsta erindi ljóðs Matthíasar
Jochumssonar „Ó Guð vors lands“.
Eftir að dagskrárkynningin var birt
fékk forsætisráðuneyti fyrirspurnir
um hvort með henni hefði Ríkis-
útvarpið brotið lög um þjóðsönginn.
Samkvæmt lögunum er óheimilt að
flytja eða birta þjóðsönginn í ann-
arri mynd en hinni upprunalegu
gerð auk þess sem óheimilt er að
nýta þjóðsönginn á nokkurn hátt í
viðskipta- eða auglýsingaskyni.
Vegna tengsla forsætisráðherra við
málið var fjármála- og efnahagsráð-
herra falið að fara með málið og
taka ákvörðun í því en Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra kom
fram í kynningu RÚV.
Í svörum RÚV við fyrirspurn
ráðuneytisins var því hafnað að um
flutning á þjóðsöng Íslendinga væri
að ræða þar sem dagskrárkynningin
hefði verið takmörkuð við ljóð Matt-
híasar Jochumssonar og lagið ekki
verið haft þar með. Óskaði ráðu-
neytið eftir því að fá sent afrit af
umræddri dagskrárkynningu og
bárust þau gögn 10. og 11. október
sl.
Í niðurstöðu fjármála- og efna-
hagsráðuneytisins er RÚV ekki tal-
ið hafa brotið lög um þjóðsönginn.
Samkvæmt 1. gr. laga um þjóðsöng
Íslendinga er hann ljóð Matthíasar
Jochumssonar og lag Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar. Í því tilviki sem
hér um ræðir var notkun Ríkis-
útvarpsins takmörkuð við upplestur
á fyrsta erindi ljóðs Matthíasar
Jochumssonar. Með vísan til þess
var ekki um flutning á þjóðsöngnum
að ræða í skilningi laganna heldur
flutning og birtingu á fyrsta erindi
ljóðsins í upprunalegri gerð.
Lög um þjóð-
söng ekki brotin
Notkun RÚV á ljóði Matthíasar í
kynningarefni fyrir HM 2018 lögmæt
Kosningarnar á þingi ASÍ eru á
dagskrá klukkan 10.15 í dag. Kjör-
nefnd mun kynna frambjóðendur
til embættis forseta og frambjóð-
endur flytja stuttar ræður. Því
næst verður gefið ráðrúm í um
hálftíma áður en gengið verður til
leynilegra kosninga um næsta
forseta ASÍ.
Þegar úrslit í forsetakjörinu
liggja fyrir og hafa verið lesin upp
mun kjörnefnd kynna frambjóð-
endur til varaforseta. Fyrst verð-
ur 1. varaforseti kosinn og þegar
niðurstöður liggja fyrir verður
kosið í embætti 2. varaforseta.
Að fengnum niðurstöðum í vara-
forsetakjörinu mun kjörnefnd
væntanlega leggja fram tillögu
um fulltrúa í miðstjórn og fara
síðan fram kosningar 12 aðalfull-
trúa í miðstjórn og 15 varamanna.
Í lögum ASÍ segir að við kjör mið-
stjórnar skuli leitast við að kjósa
fulltrúa ólíkra atvinnugreina og
að hlutdeild karla og kvenna verði
sem jöfnust.
Byrja á
kjöri næsta
forseta
KOSNINGAR FYRIR HÁDEGI
Íslandspóstur mun í næstu viku ræða
breytingar á starfsemi sinni og þær
áskoranir sem þeim fylgja á opnu
málþingi en Íslandspóstur hefur ver-
ið í rekstrarvanda síðustu ár.
„Þetta eru miklir breytingatímar
þannig að það eru allir að reyna að
laga sig að því,“ segir Bjarni Jónsson,
stjórnarformaður Íslandspósts, í
samtali við Morgunblaðið. „Það verð-
ur farið yfir þessar breytingar sem
eru að eiga sér stað, ekki bara hér
heldur í löndunum í kringum okkur.
Við fáum kynningu á því hvernig ná-
grannaþjóðirnar hafa m.a. verið að
vinna úr þeim breytingum.“
Stóran hluta af tapi Íslandspósts
má rekja til niðurgreiðslna fyrirtæk-
isins á erlendum póstsendingum en
kostnaðurinn hleypur á hundruðum
milljóna. Í Morgunblaðinu í síðustu
viku kom fram að samkvæmt skýrslu
frá Copenhagen Economics er tap Ís-
landspósts vegna erlendra sendinga
um 475 milljónir á ári. Netverslun fer
vaxandi og því má búast við að sá
kostnaður haldi áfram að aukast.
Sofia Nyström frá Copenhagen
Economics er meðal þeirra sem
munu halda erindi á málþinginu.
Spurður um þessi áhrif og þá sér-
staklega niðurgreiðslu póstsins á kín-
verskum sendingum segir Bjarni
þörf á að laga starfsumhverfið. „Það
er ýmislegt í laga- og regluumhverf-
inu sem er hamlandi eins og þessir al-
þjóðasamningar sem er ekkert auð-
velt að eiga við. Það munar um að
vera í þeirri stöðu að vera á Íslandi og
vera að greiða með þessum Kína-
sendingum,“ segir Bjarni. Hann segir
um rekstrarvanda póstsins að nauð-
synlegt sé að líta til nágrannaþjóða
en áskoranir póstsins á tækniöld ein-
skorðist ekki við Ísland. „Það hafa
m.a. verið gríðarleg inngrip í Dan-
mörku og feikimikil ríkisinnspýting
til að bjarga danska póstinum.“
Mun Henrik Ballebye, einnig frá
Copenhagen Economics, halda erindi
um þróun póstþjónustu og möguleg
viðbrögð við stöðunni. mhj@mbl.is
Staða póstsins
rædd á málþingi
Líta til nágrannaþjóða á tímamótum