Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 12
Hlátur, grátur og gæsahúð á frumsýningu Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stemningin var gríðarleg,þetta var eins og að koma átónleika, í byrjun var hóp-söngur og síðan klappað. Myndin sjálf gaf mér hlátur, grát og gæsahúð. Ég get sagt að þetta sé flottasta bíóupplifun sem ég hef upplifað og það verður áhugavert að sjá hvernig íslenskir áhorfendur bregðast við myndinni,“ segir Atli Þór Matthíasson. Atli er stór- aðdáandi hljómsveitarinnar Queen og fór á heimsfrumsýningu kvik- myndarinnar Bohemian Rhapsody. Myndin fjallar um hina geysi- vinsælu hljómsveit Queen og líf að- alsöngvarans Freddys Mercurys, allt fram að Live Aid-tónleikunum á Wembley Stadium árið 1985. Mynd- in verður frumsýnd á Íslandi 2. nóv- ember en heimsfrumsýningin fór fram í London á Wembley Stadium á þriðjudaginn síðasta. Þar var Atli viðstaddur ásamt vinum sínum en um leið og þau komu á staðinn blasti gítarleikarinn Brian May við þeim að veita viðtal við byrjun myndarinnar. Fleiri þekktir voru á heimsfrumsýningunni, t.d. trommu- leikarinn Roger Taylor, systir Fred- dys Mercurys og aðalleikari kvik- myndarinnar, Rami Malek. „Ekki heimildamynd heldur hollywoodmynd“ Bohemian Rhapsody heitir í höfuðið á samnefndu lagi eftir Freddy Mercury en myndin hefur vakið misjöfn viðbrögð meðal gagn- rýnenda. Þeir hafa haft orð á því að tímalína myndarinnar sé skökk. Atli tekur undir það en segir það þó ekki hafa haft áhrif á álit sitt á myndinni. „Þegar ég sá stiklur úr mynd- inni fór þetta aðeins í taugarnar á mér en þetta er bara bíómynd, til- gangurinn er að segja sögu. Brian May samdi We Will Rock You, þá var Freddy Mercury ekki kominn með yfirvaraskegg en hann er með yfirvaraskegg í myndinni. En eins og Peter Freestone, aðstoðarmaður Mercurys, sagði: Þetta er ekki heimildamynd heldur holly- woodmynd, skemmtun fyrir alla. Það er svolítið erfitt að setja 45 ár í tvo tíma og 15 mínútur,“ segir Atli. Að heimsfrumsýningunni lok- inni voru leikararnir kynntir og fengnir upp á svið og greint frá því að vinnsla myndarinnar hefði tekið heil 10 ár. Miðar seldust upp á frumsýninguna og talið er að um 7.000 manns hafi mætt. Varpa ljósi á líf Freddys Mercurys Í myndinni er ekki einungis farið yfir gullár Queen heldur einnig líf Freddys Mercurys áður en hann varð frægur, t.a.m. þegar hann bjó hjá foreldrum sínum og þegar hann vann á flugvellinum Heathrow. Í henni er kafað í einkalíf söngvarans: „Hún sýnir hvað umboðsmaður Mercurys hafði slæm áhrif á hann og er skemmst frá því að segja að hann reyndi að leysa upp hljóm- sveitina,“ segir Atli. Þá kemst Freddy að undirliggj- andi veikindum í myndinni um 1985 en í raun komst hann að þeim árið 1987, þar kemur tímamismunurinn, sem gagnrýnendur hafa bent á, enn í ljós. Myndin fær misjafna dóma Atli gefur lítið fyrir dómana um myndina og segir að venjan sé að Queen fái ekki góða dóma. „Queen fær aldrei góða dóma. Þegar söngleikurinn We Will Rock You var sýndur á sínum tíma fékk hann slæma dóma en ég var svo heppinn að sjá söngleikinn og skemmti mér konunglega. Sama á við um plötu sem þeir gáfu út á sín- um tíma. Þá fengu þeir ekki góða gagnrýni en við vitum að þetta eru allt saman góðar plötur.“ Atli hefur verið Queen-aðdá- andi síðan árið 1994 eða frá 13 ára aldri. Hann komst á heimsfrumsýn- inguna í gegnum Queen-aðdáenda- klúbb sem hann er meðlimur í, en þar var meðlimum boðið að kaupa miða í forsölu. Atli er mikill aðdá- andi Queen og minnist þess þegar hann hitti Brian May fyrir ári. „Ég var að fara í rútuferð á tónleika í London og fann ekki rút- una. Svo fyrir hreina tilviljun hitti ég Brian May þar sem hann var að árita Queen 3D-bókina. Ég fór í röð- ina og hef sjaldan verið jafnstress- aður. Þegar loks kom að mér þakk- aði ég honum fyrir og sagði honum að tónlistin hefði hjálpað mér í gegnum bæði erfiða og góða tíma. Þegar ég segi erfiða tíma þá á ég við þegar ég lenti í einelti í grunn- skóla, þá hlustaði ég alltaf á Queen. Þegar ég sagði honum frá þessu táraðist hann næstum. Það hafði þau áhrif á mig að ég táraðist næst- um líka. Þetta náði greinilega til hans og það er gjöf að tónlistar- menn geti haft svo djúpstæð áhrif,“ segir Atli. Heimsfrumsýning á bíómyndinni Bohemian Rhap- sody fór fram á þriðjudaginn, en Atli Þór Matthíasson fór á sýninguna og segir upplifunina hafa verið engu líka. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. nóvember. Heimsfrumsýning Myndin var frumsýnd á þriðjudaginn síðastlið- inn og mættu þar um 7.000 manns. Goðsögn Myndin fjallar um hljómsveitina Queen og líf Freddy Mercury. Stóraðdáandi Atli Þór Matthíasson mætti á heimsfrumsýningu myndarinnar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga kl. 10-18 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.