Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 vílan getur minnkað þreytu m, hvarmabólgu og haft ð áhrif á augnþurrk, vogris, a í hvörmum/augnlokum og rfsemi í fitukirtlum. Dekraðu við augun Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnh í augu jákvæ rósroð vansta Augnheilbrigði Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögmaður ábúenda í Norðurhjá- leigu í Álftaveri, sem urðu fyrir tjóni í ágúst þegar skýstrókar gengu yfir bæinn, hefur óskað eftir því að Bjargráðasjóður, Vátryggingafélag Íslands og Náttúruhamfaratrygging Íslands tilnefni á sinn kostnað en án viðurkenningar á bótaskyldu tvo til þrjá matsmenn til að fara á vettvang og meta umfang skemmda og fjár- tjón af þeirra völdum. Svör hafa ekki borist. Þá hefur Skaftárhreppur falið byggingarfulltrúa að aðstoða ábú- endur við mat á tjóninu. Niðurstaða liggur ekki fyrir. Náttúruhamfaratrygging Íslands telur sér ekki heimilt að bæta tjón vegna skýstróka og Bjargráðasjóður og tryggingafélag ábúenda, Vá- tryggingafélag Íslands, neita einnig að bæta tjónið. Unnið er að því á nokkrum víg- stöðvum að hjálpa ungu bændunum sem urðu fyrir tjóninu. Fyrst er til að taka að Karl Gauti Hjaltason og fleiri þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram frumvarp til breyt- inga á lögum um Náttúruhamfara- tryggingu Íslands þar sem skýstrók er bætt við upptalningu á þeim at- burðum sem félagið á að bæta þegar tjón verður. Jafnframt er lagt til í bráðabirgðaákvæði að tjónið sem varð af völdum skýstrókanna í ágúst verði bætt. Skaftárhreppur hefur óskað eftir því við stjórnvöld að Náttúruham- faratrygging Íslands taki erindi ábú- enda Norðurhjáleigu til endurskoð- unar. Félagið hafnaði því. Forsætis- ráðuneytið fékk afrit af erindinu en framsendi það til fjármálaráðuneyt- isins. Það ráðuneyti fer með málefni Náttúruhamfaratrygginga Íslands og hefur ekki svarað því hvort það telji ástæðu til að endurskoða þessa ákvörðun. Vinni saman að mati Gísli Tryggvason, lögmaður ábú- enda Norðurhjáleigu, skrifaði ný- lega þessum þremur aðilum bréf. Gísli segir aðspurður að hann hafi meðal annars rökstutt bótaskyldu. Jafnframt sendi hann öllum þremur sameiginlegt erindi með ósk um að tjónið verði metið. Hann segir mik- ilvægt að gera það fyrr en síðar því erfitt geti verið að meta það þegar langt er liðið frá atburðinum og vet- ur sestur að. Best sé að þessir þrír aðilar sendi menn á sínum vegum til að meta tjónið og síðan verði vet- urinn notaður til að leysa málið eða takast á um bótaskyldu hvers og eins. Gísli bætir því við að hann telji sig hafa sterk lögfræðileg rök fyrir bóta- skyldu en einnig séu það sanngirnis- rök að þessir ungu bændur þurfi ekki einir að bera tjónið. Hann bend- ir á í því sambandi að á árinu 2008 hafi verið sett afturvirk bráðabirgða- lög vegna tjóna sem urðu í jarð- skjálftunum á Suðurlandi. Ljósmynd/Kristbjörg Hilmarsdóttir Sjaldgæf sjón Skýstrókur gengur yfir Norðurhjáleigu. Talsvert tjón varð á bænum sem ekki hefur fengist bætt úr tryggingum eða tryggingasjóðum. Vilja láta meta tjónið í Álftaveri  Reynt að fá bótaskyldu viðurkennda Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Dómari fær milljónir í bætur vegna skipunar í réttinn. Íslenska ríkið var í gær dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Jóni Höskuldssyni héraðsdómara fjórar milljónir króna í skaða- bætur og 1,1 milljón í miskabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að líta fram hjá honum þegar skipað var í embætti dómara við Landsrétt. Þá var í öðru máli viðurkennd bótaskylda ríkisins í sambærilegu máli Eiríks Jónssonar lagaprófessors sem einnig hafði ver- ið meðal umsækjenda um starf dómara við Landsrétt. Jón hafði krafið ríkið um 30,7 millj- ónir í skaðabætur og 2,5 milljónir í miskabæt- ur. Meðal þeirra hæfustu í starfið Jón og Eiríkur voru báðir á lista mats- nefndar um 15 hæfustu umsækjendurna. Sig- ríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað hins vegar að víkja frá niðurstöðu matsnefnd- arinnar um hæfi dómara og gekk fram hjá fjórum af þeim 15 sem nefndin mat hæfasta. Hafði Hæstiréttur áður komist að þeirri nið- urstöðu að Sigríður hefði gengið fram hjá tveimur öðrum umsækjendum án þess að gera sjálfstætt mat á hæfi þeirra. Skaðabætur ekki viðurkenndar Hæstiréttur viðurkenndi ekki skaðabóta- kröfu umsækjendanna Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar en dæmdi ríkið til að greiða þeim 700 þúsund í miskabæt- ur hvorum. Ástráður og Jóhannes voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Lands- rétt og meðal þeirra 15 sem dómnefnd sam- kvæmt lögum um dómstóla hafði talið meðal þeirra hæfustu til að gegna því embætti. Dómari fær fjórar milljónir í skaðabætur  Íslenska ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna skip- unar dómara í Landsrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.