Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Strætó er kominn Hann kemur oftast að lokum vagninn sem beðið er eftir.
Eggert
Þegar spurt er hver
sé valdamesti maður í
Bandaríkjaher, svara
flestir því að sá sem
völdin hefur sé forset-
inn. Sumir segja þó að
völdin séu enn hjá
George Washington,
fyrsta yfirhershöfð-
ingja í Bandaríkjaher.
Hann er enn „General
of the Armies of the
United States“. Svarið
er hvorki forsetinn né nokkur hers-
höfðingi, lífs eða liðinn. Hið rétta
svar er: Birgðavörðurinn.
Birgðaverðir úthluta gæðum. Þeir
sem gæta vínkjallarans á hótelinu
hafa mun meiri völd en hótelstjór-
inn. Vín er gott dæmi um eftirsótt
gæði sem hægt er að nota til að hafa
áhrif á hegðun þess sem móttekur.
Þannig er vín notað sem hags-
munafé þegar hagsmunir eru lít-
ilfenglegir, en getur þó haft meiri
áhrif en peningar, sem oft eru not-
aðir sem hagsmunafé.
Alþingismenn og völd
Nú er svo komið að alþingismenn
hafa misst öll völd. Alþingismenn
skulu ekki sitja í ráðum og nefndum,
ef hinar minnstu líkur eru á að þeir
úthluti gæðum. Vissulega fylgdu því
mikil völd að geta úthlutað lánum,
sem aldrei átti að greiða til baka.
Lán með lágum vöxtum á miklum
verðbólgutímum voru ekki lán, held-
ur ölmusa, einnig nefnt lánafyrir-
greiðsla. Fjármálafyrirtæki eru ekki
hluti af málefnum fé-
lagsmála. Fjármála-
fyrirtæki reka við-
skipti. Þó kann þetta
að skarast. Þannig eru
lífeyrissjóðir fjármála-
fyrirtæki, sem hafa þá
einu skyldu að greiða
félögum lífeyri að
loknum starfstíma.
Það er ekki „samfé-
lagsleg skylda lífeyris-
sjóða að standa undir
hagvexti í landinu“,
eins og alþingismaður
nokkur og hagsnilling-
ur sagði í þingræðu. Það er heldur
ekki skylda lífeyrissjóða að „veita
lán gegn lágum vöxtum“ til að fjár-
magna fasteignamarkaðinn.
Völd og lýðsleikjur
Það er leið til frama að mæla fag-
urt. Þeir, sem mæla fagurt án inni-
halds og þurfa ekki að standa undir
fagurmæli á sinn kostnað, eru lýð-
sleikjur. Lýðsleikjur nútímans, og
ýmsar þeirra sitja nú á Alþingi,
horfa mjög til þeirra fjármuna, sem
eru bundnir í lífeyrissjóðum. Lýð-
sleikjur telja eignir lífeyrissjóða „fé
án hirðis“. Þessum gæðum vilja lýð-
sleikjur úthluta að sínum geðþótta,
án þess að gæta að þeim skyldum
sem á lífeyrissjóðum hvíla, en
skyldurnar eru aðeins að greiða líf-
eyri að loknum starfsaldri. Lýð-
sleikjur í verkalýðshreyfingunni
geta átt aðkomu að því að gæta að
réttindum eigenda lífeyrisréttinda.
Þar geta lýðsleikjur orðið hættu-
legar. Vilji sumra í þeim flokki
stendur til að nota lífeyrisssjóði til
að úthluta gæðum án eðlilegs endur-
gjalds.
Lengst ganga sumar lýðsleikjur,
sem telja að lánastofnanir séu að
„notfæra sér neyð og bágindi“ með
því að lána með lánskjörum, sem
gera kröfu um að endurgreiðsla sé
að jafnvirði lánsfjárins auk hóflegra
vaxta. Ef lýðsleikjur og skjólstæð-
ingar þeirra leita á náðir svokallaðra
„smálánafyrirtækja“ vegna lána til
fasteignakaupa, þá vandast mál. Á
ríkisvald, yfir og allt um kring, að
vernda slíka lántaka? Á einstakling-
ur aldrei að bera ábyrgð á sjálfum
sér og gjörðum sínum? Eða á ríkis-
valdið að vernda réttindi í slíkri
„einkabankastarfsemi“? Auðvitað
ekki.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur
gefst,
né færi á að ráðstafa nokkru betur,
því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli‘ og Metúsalem og Pétur.
Metúsalem og Pétur stunduðu
„einkabanka- og smálánastarfsemi“.
Fasteignalán og lífeyrissjóðir
Við skoðun á gögnum kemur í ljós
að útlán til einstaklinga, sem tryggð
eru með veði í fasteignum eru um
1.200 milljarðar. Þessi lán skiptast á
lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og
banka. Íbúðalánasjóður og bankarn-
ir fjármagna sín fasteignalán með
lántökum hjá lífeyrissjóðum. Það er
eðlilegasti hlutur í heimi að lífeyris-
sjóðir festi fjármagn sitt í skulda-
bréfum, þar til þörf er á lausu fé til
greiðslu lífeyris.
Ef farið verður í félagslegar fram-
kvæmdir í húsnæðismálum verður
það ekki á kostnað lífeyrissjóða, eða
með skiljanlegri hætti skal sagt:
Eigenda lífeyrisréttinda. Nema ef
það er almennt samkomulag um að
eftirlaunaþegar hafi það of gott. Þá
væri rétt og eðlilegt að skerða þessi
góðu réttindi!
Lýðsleikjur og lánstími
Fyrir nokkrum árum var skipuð
„sérfræðinganefnd“ um málefni
tengd verðtryggingu á lánamarkaði.
Helstu niðurstöður þeirra „sérfræð-
inga“ voru að lántakendur skyldu
niðurgreiða „óverðtryggð“ lán sín
með séreignasparnaði sínum, þó
með því að nýta að hluta skattfríð-
indi. Slík niðurgreiðsla var ekki
heimil í „verðtryggðum“ lánum.
Ekki var hægt að fá það fram hvað
voru „óverðtryggð lán“ eða hvar þau
hafi verið í boði! Sumt í skýrslu
„sérfræðinganefndarinnar“ voru
hreinar rangfærslur. Samanburður
„sérfræðinganna“ á endurgreiðslu-
ferlum lána voru hreint bull. Eða
jafnvel tillögur til að íþyngja lánþeg-
um! Þar er átt við að setja hámark á
lánstíma „verðtryggðra lána“. End-
urbætt tillaga hagsnillings var sú að
lánstími mætti lengst vera „75 ár –
aldur lántaka“. Ekki voru það lána-
stofnanir sem báðu um slíka vernd.
Nú hefur doktor í hagfræði, sem nú
situr á Alþingi, gengið í flokk með
lýðsleikjum og lagt til að lánstími
„verðtryggðra lána“ megi lengst
vera 25 ár. Eins og Alþingi komi
lánstími við! Stytting á lánstíma úr
40 árum í 25 ár hefur í för með sér
35% hækkun á árlegri greiðslubyrði.
Lánastofnanir eru ekki að biðja um
slíka styttingu og íþyngingu fyrir
lánþega. Er slík stytting til hags-
bóta fyrir lántaka? Þeir geta alltént
greitt aukagreiðslur af lánum sínum
ef fjárhagsaðstæður leyfa.
Og hví mega „verðtryggð“ lán
vera skemmst til fimm ára? Hvað ef
lántaki greiðir lán sitt upp á
skemmri tíma en fimm árum? Er þá
verið að brjóta á „rétti lánveit-
anda“?
Skyldur löggjafans
Það er skylda löggjafans að lög-
gjöf um samninga og vexti taki mið
af sanngirni. Það er einnig skylda
ríkisvaldsins að viðhalda stöðugleika
til hagsbóta fyrir lántaka, hvort
heldur einstaklinga eða fyrirtæki.
Löggjafa kemur lánstími ekkert við.
Löggjafi getur heldur ekki breytt
margföldunarreglum. Eðlileg lög-
gjöf og stöðugleiki skilar sér í góð-
um lánskjörum fyrir lántakendur.
Sértæk skattlagning á lánamarkaði,
sem á sér upptök í góðmennsku-
köstum hjá lýðsleikjum, fellur til
greiðslu hjá lántakendum. Varist
góðmennskuköst. Eðlilegar leik-
reglur eru ávallt til heilla og skila
betri árangri en góðmennskuköst.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Varist góðmennsku-
köst. Eðlilegar
leikreglur eru ávallt
til heilla og skila
betri árangri en
góðmennskuköst.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Um völd og lýðsleikjur
Aldrei varð ég
kommúnisti og ekki
heldur alþýðubanda-
lagsmaður og ekki
trúði ég á roðann í
austri en samt var mér
hlýtt til Rússlands og
Sovétríkjanna gömlu.
Í minni æsku skipt-
umst menn annað
hvort í vinskap til aust-
urs eða vesturs og svo
voru pólitískir fordómar á báða
bóga. Ég var kannski það mikill
framsóknarmaður að ég sá eitthvað
gott báðum megin. Svo kann skák-
snilli Rússanna að hafa haft áhrif á
mig en þar voru þeir stórveldi, þótt
Friðrik okkar Ólafsson velgdi þeim
nú oft undir uggum. Svo kann rússa-
jeppi föður míns að hafa haft áhrif á
mig á ungum aldri.
En nú eru 75 ár frá því að Ísland
og Rússland tóku upp stjórnmála-
samband og litlu síðar mikilvæg og
gagnkvæm viðskipti. Ein mikilvæg-
asta frelsisákvörðun Íslands var út-
færsla landhelginnar í áföngum,
fyrsti slagurinn var prófraun þá í
fjórar mílur sem kostaði stríð við
breska heimsveldið. Það blés ekki
byrlega, þeir settu löndunarbann á
litla Ísland og mörg lönd Evrópu
fylgdu þeim af ótta við reiði stór-
veldisins. En þá gerðu Rússar samn-
ing við okkur Íslendinga um umtals-
verð kaup á fiskafurðum sem gaf
okkur afl til að gefast ekki upp í
frelsisbaráttunni fyrir landhelginni.
Og Bretarnir áttu eftir að beita okk-
ur viðskipta- og löndunarbanni í
hverri orrustu um 12, 50 og 200
mílna landhelgina en Rússarnir juku
viðskiptin jafnt og þétt, keyptu síld
og freðinn fisk, ull og ullarvörur og
landbúnaðarafurðir en við fengum í
staðinn olíu, bíla, rússajeppa, mosk-
vits, lödur o.fl. Og um
tíma voru þessi sam-
skipti og viðskipti gríð-
arlega þýðingarmikil
fyrir báða aðila, en
ekki síður okkur þar
sem herskipum var
beitt á vopnlausa þjóð í
Nató. Við slitum
stjórnmálasambandi
við Bretana og rákum
sendiherrann úr landi
og hótuðum úrsögn úr
Nató og þetta gerðu
framsóknar- og sjálf-
stæðismenn. Þetta var gert þótt
bandarískt herlið væri hér og ætti að
verja landið.
Fórnuðum mestu í
viðskiptastríðinu við Rússa
Enginn Íslendingur gleymir held-
ur þeim drengskap sem Rússar
sýndu okkur í bankahruninu, við
stóðum einir með hryðjuverkalög
Bretana á herðunum, allt að lokast
hér, en þá réttu þeir vinarhönd og
buðust til að hjálpa ásamt örfáum
öðrum þjóðum. Síðar kom að ögur-
stund hjá Rússunum 2015 þegar
ESB taldi mikilvægt að beita þá við-
skiptabanni og við hlýddum frum-
hlaupi utanríkisráðherrans, Gunn-
ars Braga Sveinssonar, að vera með
þeim stóru í stríðinu. Það gerðu
Færeyingar ekki og reyndar ekki
heldur mörg lönd í ESB. Það er full-
yrt að andsvar Rússa, sem beit okk-
ur fastast, hafi nánast þá kostað
okkur öll viðskipti við Rússa, millj-
arða á milljarða ofan, en fórnin var
leikrit hjá sumum ESB-þjóðunum
og viðskiptatapið hvergi jafn hlut-
fallslega stórt og hér á landi. Og svo
kom kórónan þegar utanríkisráð-
herrann, Guðlaugur Þór Þórðarson
vinur minn, sá ástæðu til að banna
forseta Íslands, sjálfum sér og
menntamálaráðherra að sækja HM í
Rússlandi og berjast með strákun-
um okkar á stærstu stund Íslenskr-
ar knattspyrnu. Hinar Evrópuþjóð-
irnar sumar þekktu ekki þetta bann
og sendu sína höfðingja til leikanna
þegar að þeirra liði kom og Pútín
sjálfur sat við hlið sumra þeirra eins
og sönn íþróttahetja og klappaði fyr-
ir báðum liðum.
Sjálfum þótti mér það merkilegt
vináttubragð Rússanna að á sama
tíma var ýtt úr vör framleiðslu á
Ísey skyri í Garðaríki með samningi
við MS. Þar var ég og varð vitni af
vinskap Rússanna en þeir sendu
skyrið bæði til okkar og sinna
manna og stóðu með strákunum
okkar, það staðfestir magnað mynd-
band sem þeir gerðu í þakklætis-
skyni.
Oft er gott sem gamlir og reyndir
kveða, Kristinn Guðmundsson fv. ut-
anríkisráðherra og sendiherra í
Moskvu, gaf Rússum þessa lyndis-
einkunn: „Rússar eru trygglynt fólk
og sómakært, betri og traustari
starfsmenn er vart hægt að hafa í
þjónustu sinni.“ Þetta skynja ég hjá
mörgum Íslendingum sem vinna og
hafa unnið í Rússlandi. Það er upp-
gangur hjá Pútín forseta í Rúss-
landi. Þess vegna eigum við að nota
afmælisárið til að efla vinskap og
samskipti okkar á ný við Rússana og
endurskoða viðskiptabannið. Þar
með eflum við frelsi okkar sjálfra
eins og sagan sannar eftir 75 ára
stjórnmálasamband landanna.
Mikilvægt stjórnmála-
samband Íslands
og Rússlands í 75 ár
Eftir Guðna
Ágústsson » Við eigum að nota
afmælisárið til að
efla vinskap og sam-
skipti okkar á ný við
Rússana og endur-
skoða viðskiptabannið.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.