Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrif- ar nýlega grein í Frétta- blaðið, þar sem hún vill sýna fram á gott starf ríkisstjórnarinnar og „uppbyggingu fyrir al- menning“, eins og hún orðar það. Þegar borin eru sam- an stefnumál og fyrir- heit VG og þessi úttekt Katrínar sjálfrar á starfi og árangri ríkisstjórnarinnar, er útkoman ekki gleðileg. Hvernig mátti það líka vera, að það umhverfis-, umbóta- og jafnaðar- afl, sem VG á að vera, nái nokkru fram í samstarfi við helztu sérhags- muna- og íhaldsöfl landsins? Prýði- legt ákvæði um dýra-, umhverfis- og náttúruvernd var sett í stjórnarsátt- málann, og VG samþykkti 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Villimannlegar hvalveiðar hafa samt verið á fullu – vegna þess, segir Katr- ín, að þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, nú samherji Katrínar í rík- isstjórn, gaf út reglugerð 2013, allt fram til 2018, sem nauðsynlegt væri að fylgja, „til að rugla ekki stjórn- sýsluna“. Margt hefur þó breytzt í þessu máli frá 2013, og þar með forsendur fyrir veiðum. Langreyðaveiðar lágu niðri 2016 og 2017 þar sem ill- mögulegt var að selja afurðirnar og vægi ferðaþjónustu – en hvalveiðar eru eitur í beinum margra ferða- manna – hefur margfaldast í millitíð- inni. Fréttir bárust nú líka af því, að Ís- land hafi átt þátt í að fella tillögu um hvalaverndunarsvæði í Suður- Atlantshafi. 12.000 km í burtu. Þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta. Annarlegt, óskemmtilegt og skammarlegt það! Nægja ekki grimmilegar hvalveiðar hér? Þarf að vinna að spillingu vistkerfisins á hin- um enda hnattarins líka? Síðustu vikur var líka verið að drepa hreindýrakýr, upphaflega frá átta vikna bjargarlitlum kálfum sín- um í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Auðvitað ber þó umhverfisráðherra aðal-ábyrgðina á þessu miskunnar- lausa drápi yfir 1.000 hreindýrakúa og grimmilegum örlögum kálfa þeirra, en hann á að vera grænn, eins og Katrín, og hennar maður. Lit- brigði á þessu eru þó fremur blóð- rauð en græn. Og, hvernig horfir með „uppbygg- ingarmál“ og kosningaloforð Katr- ínar? Sumir ráðherrar láta eins og ríkissjóður sé sjóður þeirra sjálfra, og, að þeir séu af höfðingslund að út- huta landsmönnum úr eigin sjóði. Nú stenzt þetta auðvitað ekki alveg, því það eru landsmenn sjálf- ir sem byggja upp ríkis- sjóð með greiðslum sín- um á sköttum og skyldum. Hlutverk ráð- herra er það eitt, að miðla fjármunum lands- manna til málefna og verkefna í samræmi við loforð og vilja fólksins í landinu. Í þeirri upp- listun, sem Katrín legg- ur fram, felst engin raunveruleg uppbygg- ing. „Uppbygging“ hefur allt aðra merkingu Sem dæmi um raunverulega upp- byggingu, má nefna útfærslu land- helginnar, fyrst í 4 mílur og loks í 200 mílur. Þarna var verið að tryggja landsmönnum aukna möguleika til sóknar og bættra lífskjara. Það sama má segja um gerð EES- samningsins, þar sem okkur var tryggður frjáls og nær tollalaus að- gangur að stærsta markaði heims, með varning okkar og þjónustu, líka tollfrjáls innflutningur frá sömu ríkj- um, auk starfs- og ferðafrelsis lands- manna innan 31 lands. Fríverzlunar- samningur við Kína er líka uppbygg- ingarskref, en hann tryggir gagn- kvæm frjáls og tollalaus viðskipti við það mikla land. Lokafrágangur góðs og velbyggðs hringvegar væri líka uppbygging. Hvað varðar kosningalof- orð, má nefna, að ekkert bólar á bætt- um kjörum fyrir gamla fólkið í land- inu. Í millitíðinni stíga ekki færri en sjö ráðherrar glaðbeittir fram á völl vegna „stórsóknar í loftlagsmálum“. Ef mál eru nánast engin fyrir, getur lítið mál virzt stórt. Raunveruleg stærð á þess- ari „stórsókn í loftslagsmálum“ er þó ekki nema 6,8 milljarðar næstu 5 árin, eða 1,36 milljarðar á ári. Sem hlutfall af ríkisfjármálum 2019 er það 0,18%. Auðvitað er þetta betra en ekkert, gott átak, en langt frá því að vera stórsókn eða afreksverk. Til samanburðar má nefna, að næstu sex árin á að fjárfesta 120 milljarða í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, nánast 20 sinnum meira. Af hverju á líka að bíða fram til 2030 með að stöðva nýskráningar benzín- og dísilbíla? Flotinn, sem fyrir er, verður áfram. 2025 hefði verið nær, eins og í Noregi. Auðvitað ættum við að fara sem fyrst yfir í hreina íslenzka orku – rafmagn – í stað þess að halda áfram að nota innflutt og snarmeng- andi benzín og díselolíu enn í 12 ár. Í fyrra var helmingur nýskráðra bíla í Noregi rafmagnsbílar. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru aðeins 12% ný- skráðra bíla hér rafmagnsbílar. Í Nor- egi njóta eigendur rafmagnsbíla margvíslegra fríðinda: Þeir hafa feng- ið niðurfellda innflutningstolla og VASK, ívilnun í árlegri skattlagningu, þeir sleppa við svokallaða borgartolla, fá að ferðast ókeypis með ferjum, nota bílastæði ókeypis, þeir fá ókeypis raf- magn á hleðslustöðvum og mega aka á akreinum, sem eingöngu eru ætlaðar strætó og leigubílum. Auk þess eru þeir að byggja upp hleðslustöðvar í slíkum mæli, að minnst tvær stöðvar séu með 50 km millibili. Hjá Norðmönnum er raunveruleg stórsókn í loftslagsmálum í gangi. Þó að hér sé líka gott átak í kolefnisbind- ingu í undirbúningi, er varla hægt að tala um það hér. Uppbygging og stórsókn? Eftir Ole Anton Bieltvedt »Ef mál eru nánastengin fyrir getur lít- ið mál virst stórt. Raun- veruleg stærð á þessari „stórsókn í loftslags- málum“ er ekki nema 1,36 milljarðar á ári Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru allir stofnaðir af þörf íbúa fyrir þjónustu þeirra. Skólarnir hafa allir sínar höfuðstöðvar hver í sínu hverfi eða borgarhluta og sumir veita auk þess þá þjónustu að nem- endur geti sótt spilatíma innan veggja grunnskóla. Þetta á sér- staklega við um þá skóla sem sinna yngri nemendum. Borgin hefur kallað eftir samstarfi grunnskóla og tónlistarskóla og því hefur þetta verið gerlegt. Það er því eins og blaut tuska í andlitið að lesa að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs vilji leggja niður tónlistarskóla sem hafa reynt sitt besta til að þóknast borginni. Í borginni eru einnig sér- hæfðir skólar sem stofnað er til af þörfinni einni – eins og t.d. söng- skólarnir, píanóskólar, gítarskólar, suzukiskólar og rytmískir djass- skólar. Þessu ætlar sviðsstjórinn fyrir hönd borgarinnar meira og minna að fórna. Tónlistarskólarnir spara Reykja- víkurborg mikið fé. Borgin gæti aldrei rekið þá starfsemi sem skól- arnir standa fyrir með þeim fjár- munum sem hún leggur þeim til og hún myndi aldrei geta veitt þá fjöl- breyttu þjónustu sem skólarnir standa fyrir. Sveigjanleiki er aðall tónlistarskólanna í Reykjavík. Reykjavíkurborg er ekki hálfdrætt- ingur í fjárveitingum til tónlistar- skólastarfs þegar miðað er við önn- ur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Það er sérkennilegt að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, sem einu sinni var kallaður fræðslustjóri, skuli fyrir hönd borgarinnar leyfa sér að ráðast á tónlistarskólana. Tónlistarskólarnir hefðu gjarnan viljað eiga í honum stuðningsmann, en hann vinnur gegn skólunum og vill leggja þá niður. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Tónskóla Hörpunnar. kjartan@harpan.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.