Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 29
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR
áður til heimilis að Grundartanga 50,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík
þriðjudaginn 16. október.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 13.
Anna Kristín Einarsdóttir Guðm. Helgi Guðmundsson
Kristjan Pétur Einarsson Þóra Jóhannesdóttir
Elsa Lind Guðmundsdóttir Lúðvík Þórir Guðmundsson
Rúna M. Guðmundsdóttir Sigurður Kaldal
Hulda Björk Guðmundsdóttir Ingvar Freyr Guðjónsson
Eyrún Helga Guðmundsd.
barna- og langömmubörn
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
ársdag næsta. Sú ást sem ríkti
þeirra á milli umvafði okkur öll.
Afi var svo hlýr og góður og
mikil er lukka okkar að hafa
fengið að alast upp með þessum
einstaka manni. Þó að sorgin sé
mikil sitjum við eftir með enda-
laust af fallegum og skemmtileg-
um minningum af honum elsku-
lega afa okkar.
Við skulum gleyma
grát og sorg;
gott er heim að snúa.
Láttu þig dreyma
bjarta borg,
búna þeim er trúa.
Sofinn er fífill
fagr í haga,
mús undir mosa,
már á báru.
Sof þú nú sæl og sigrgefin
Sofðu, eg unni þér.
(Jónas Hallgrímsson)
Takk fyrir allt, afi.
Fyrir hönd okkar systkina,
Vigdís Þóra Másdóttir.
Elsku afi minn.
Með kærleik, hlýju og þakk-
læti í huga kveð ég þig nú.
Ótal minningar á ég um þig,
elsku afi minn. Ykkar heimili,
Birkigrundin, var mitt annað
heimili frá því að ég man eftir
mér. Hjá ykkur ömmu kom ég
aldrei að lokuðum dyrum og hjá
ykkur hef ég alltaf átt öruggt
skjól.
Ég minnist ferðanna okkar ár-
legu í Hólsgerði þegar við Arn-
þór frændi brunuðum norður í
land með ykkur ömmu. Ó, hvað
það var gaman hjá okkur, sann-
kallað ævintýri. Stóra tréð með
rólunni, drullumall í læknum og
það var svo margt brallað.
Stundum fórum við fleiri saman
og þá var líf og fjör. Við frænd-
systkinin nutum þess að vera í
dekri hjá ykkur ömmu.
Elsku afi, alla tíð var hægt að
biðja þig um allt mögulegt. Það
voru ófá skiptin sem ég kom við
hjá þér í Hamraborg 5 eftir pí-
anótíma í tónlistarskólanum. Var
boðið upp á mjólkurglas og sæta-
brauð og fékk svo far með þér
heim. Ég man nú varla eftir því
að þú hafi nokkurn tímann sagt
nei. Mér er minnisstætt þegar þú
keyrðir mig, Arnþór frænda og
vini okkar á tónlistarhátíðina
Uxa. Við vorum einungis 15-16
ára og sennilega hefur þér ekk-
ert litist á að við værum að þvæl-
ast þetta svo þú bauðst til að
keyra okkur alla leið á Kirkju-
bæjarklaustur. Svo komstu og
sóttir okkur aftur á sunnudegi.
Fullur bíll af kátum unglingum
sem áttu ekki til orð yfir það
hversu flottan afa við ættum.
Með yl í hjarta minnist ég
allra þeirra samtala sem við átt-
um við eldhúsborðið í Hlíðar-
hjallanum. Ófáir fimmaura-
brandararnir sagðir, pælingar
um íslenskt málfar, pólitík,
prakkarastrik og síðan en ekki
síst vildir þú alltaf vita hvað var
um að vera í mínu lífi. Alltaf svo
áhugasamur um börnin mín,
hvernig þeim liði og hvernig
gengi í skólanum.
Svo færðust samtölin yfir á
Kópavogsbrautina. Þó það væri
farið að halla undan fæti hjá þér,
elsku afi minn, þá komstu nánast
alltaf fram og fékkst þér kaffi-
sopann með mér. Þér þótti ein-
staklega gaman þegar Ylfa Matt-
hildur mín kom með mér, þið
áttuð fallegt samband og brostuð
bæði út að eyrum þegar þið hitt-
ust. Ekki var verra þegar Kristín
Hanna og Skarphéðinn Krummi
komu líka.
Við Siggi og börnin munum öll
sakna þín en hlýjum okkur við
góðar minningar um einstakan
afa og langafa.
Elsku afi minn, takk fyrir allt.
Takk fyrir opinn faðm og að hafa
alltaf verið til staðar, traustur
eins og klettur. Ég mun halda vel
utan um ömmu.
Hvíldu í friði.
Þín
Úlfhildur.
✝ Ólafur Skag-fjörð Ólafsson
fæddist á Akureyri
1. nóvember 1928.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri
11. október 2018.
Foreldrar hans
voru Ólafur Tóm-
asson, f. á Bústöð-
um í Austurdal
12.6. 1901, d. 6.9.
1952, og Stefanía
Guðrún Ingveldur Jóhannes-
dóttir, f. í Jarðbrúargerði í
Svarfaðardal 17.12. 1905, d.
15.3. 1985.
Systkini Ólafs eru tvíbura-
systir hans Þórey Skagfjörð, tví-
burasysturnar Kristín Bára og
Oddný Alda, f. 28.6. 1936, og
Guðrún Hrönn, f. 17.1. 1945,
uppeldissystir Sólborg Bjarna-
dóttir, f. 28.11. 1923, d. 27.4.
2014.
Ólafur kvæntist Arnbjörgu
Steinunni Gunnarsdóttur, f. á
Fremri-Kotum í Skagafirði 3.10.
Guðrún, maki Magnús Magnús-
son búsett á Akureyri, börn
þeirra Ólafur Þór og Lilja, barn
Magnúsar af fyrra sambandi er
Freydís Dögg. 5) Gunnar, maki
Halldóra E. Jóhannsdóttir, bú-
sett í Garðshorni 2, börn þeirra
Karólína Eir og Hákon Orri,
barn Gunnars af fyrra sambandi
er Jenný Lind. 6) Tómas, maki
Matthildur Stefánsdóttir, búsett
í Eyjafjarðarsveit, börn þeirra
Ólafur Haukur, Lena, Víðir
Steinar og Helena Arnbjörg.
Ólafur og Arnbjörg áttu einn-
ig átján barnabarnabörn.
Ólafur ólst upp á Bústöðum í
Austurdal í Skagafirði, vorið
1944 fluttist hann með for-
eldrum sínum í Garðshorn í
Kræklingahlíð. Fyrst eftir flutn-
ingana sinnti hann bústörfum í
Garðshorni ásamt foreldrum
sínum en 17 ára gamall fór hann
í byggingarvinnu. Ólafur vann
einnig fjögur ár í síldarverk-
smiðjunni á Dagverðareyri og
rúmlega tvítugur starfaði hann
á skurðgröfu víða um sveitina.
Árið 1957 tók hann við búinu í
Garðshorni og var bóndi allar
götur síðan.
Útför Ólafs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 26. októ-
ber 2018, klukkan 13.30.
1939, d. 28.10.
1997, 2.11. 1958 í
Möðruvallakirkju,
Hörgárdal. For-
eldrar hennar voru
Gunnar Valdimars-
son, f. á Efri-
Rauðalæk 21.2.
1907, d. 30.7. 1975,
og Sigurlaug
Stefánsdóttir, f. á
Geirmundarstöðum
24.11. 1919, d.
15.10. 1982.
Ólafur og Arnbjörg bjuggu
allan sinn búskap í Garðshorni
og eignuðust þau sex börn. 1)
Ólafur Rafn, maki Guðrún Þor-
láksdóttir búsett í Danmörku,
börn þeirra Adda Björk, Andri
Fannar og Guðmundur Hjörtur.
2) Áskell Örn, búsettur í Garðs-
horni, börn hans eru Alda
Friðný, Aníta Ósk, Örvar Freyr
og Arnbjörg Hlín. 3) Sigurlaug,
maki Níels Þorvaldsson, búsett á
Akureyri, börn hennar eru Elv-
ar Örn og Ari Már. 4) Ingveldur
Það er ekki auðvelt að skrifa
minningargrein um elsku afa
minn, það var svo margt frábært
við hann. En það sem mig langar
helst að segja er hversu þakklát
ég er fyrir það að hann var hluti
af lífi mínu. Margar af mínum
bestu minningum sem barn voru
í sveitinni hjá afa og ömmu. Það
var alltaf fullt hús hjá þeim og
allir innilega velkomnir. Afi hafði
mjög gaman að því að verja tíma
með barnabörnunum sínum,
hann sagði okkur sögur eins og
um hana búkollu og enn í dag er
það eina sagan sem ég kann utan
að. Ef ég væri spurð að því
hvernig persóna afi var myndi ég
lýsa honum góðum og örlátum,
hann er einn af fáum sem ég hef
hitt á lífsleiðinni sem eru svo góð-
ir og ætlast ekki til þess að fá
neitt í staðinn. Afi hugsaði ekki
um veraldleg auðæfi, hann hafði
frekar áhuga á því að hugsa um
dýrin sín, lesa bækur og á góðum
félagsskap. Hann var mjög fé-
lagslyndur maður og alltaf svo
glaður að fá mann í heimsókn eða
heyra í manni. Samband afa og
pabba var líka eitt það besta sem
ég veit um. Fyrir mér voru þeir
bestu vinir, mjög nánir, ekki allt-
af sammála um allt en alltaf eitt-
hvað að brasa saman. Það var
gaman að geta tekið þátt í ein-
hverju af því með ykkur. Það sem
ég veit að pabbi mun sakna þín
ásamt mér og svo mörgum öðr-
um. Einnig langar mig að nefna
eitt sem þú sagðir við mig fyrir
stuttu þegar þú hélst á Hrafn-
tinnu dóttur minni og langafas-
telpunni þinni, þú sagðir að þið
tvö væruð eins og „gamlir og nýir
tímar“ og mér finnst það svo fal-
legt.
Í lokin læt ég fylgja þetta ljóð
sem minnti mig á þig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín sonardóttir,
Jenný Lind Gunnarsdóttir.
Elsku besti afi Óli, lífið verður
ekki eins án þín. Ákveðnar hefðir
verða ekki eins án þín, til dæmis
fjölskylduboðin á jóladag í
Garðshorni, þú varst mikill fjöl-
skyldumaður og hafðir unun af
því að fá fólkið þitt saman. Ég
mun alltaf muna hvað það var
skemmtilegt að koma í sveitina
til þín og hjálpa þér að sjá um
dýrin þótt ég skildi nú aldrei
hvað þú varst að gera með þessar
hænur því ég var skíthræddur
við þær, sama hversu oft þú sagð-
ir mér að þær væru nú ekkert
hættulegar.
Hjá þér upplifði ég ýmislegt,
til dæmis fékk ég fyrsta kaffisop-
ann minn hjá þér, þá enn á barns-
aldri, kaffi og nóg af molasykri.
Ég er hins vegar ekki enn þann
dag í dag búinn að læra að rugga
kaffibollanum á borðinu án þess
að það sullist eitthvað úr bollan-
um, ég man hvað mér þótti það
flott. Ég hef oft reynt að drekka
kaffi eins og afi Óli en ekki náð
því, það sullast alltaf upp úr hjá
mér.
Þú varst glettinn og glaðlegur
maður og um leið mikill manna-
og dýravinur, þú varst vinmarg-
ur og var mikið um gestagang hjá
þér. Fólk sem hitti þig einu sinni
varð að vinum og kunningjum um
alla tíð og það fann það.
Þú ert ein af mínum fyrir-
myndum og óska ég þess að ég
muni líkjast þér í framtíðinni. Þú
verður alltaf í hjarta mínu, elsku
besti afi, og er ég þakklátur fyrir
þær stundir sem við áttum
saman.
Víðir Steinar.
Afi Óli var hress og skemmti-
legur maður, aldrei man ég eftir
því að hann hafi talað illa eða
niðrandi um annað fólk. Hann
átti það til að stríða fólki en það
var alltaf gert í góðu og enginn
sem erfði það við hann.
Í Garðshorn var alltaf gaman
og gott að koma og nóg um að
vera. Sem barn þótti mér spenn-
andi að koma í fjárhúsin til þín,
sérstaklega á vorin þegar lömbin
voru að fæðast. Þegar ég varð
eldri fann ég hve heppin ég var
að eiga afa í sveit, að fá að kynn-
ast aðeins sveitalífinu, ég fann
það svo vel þegar ég eignaðist
vini sem ekki höfðu tengsl í sveit.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur og voru nokkrir fastir hitting-
ar í Garðshorni á ári, sem var
virkilega skemmtilegt því þá hitti
maður sum frændsystkini sín
sem maður annars hitti lítið sem
ekki.
Elsku afi, farðu í friði, minning
þín mun lifa með okkur.
Helena Arnbjörg.
Elsku afi.
Sum skref eru þyngri að stíga
en önnur. Ég held að ég hafi aldr-
ei stigið eins þung skref og þegar
rann upp fyrir mér að ég væri lík-
lega að fara í heimsókn til þín í
hinsta sinn. Þú hefur nefnilega
leikið svo stórt hlutverk í lífi
mínu að það er nánast ómögulegt
að hugsa til þess að þú sért búinn
að kveðja, að maður gangi ekki
að því vísu að finna þig í eldhús-
horninu í sveitinni að segja frétt-
ir og sögur.
Margar af mínum bestu æsku-
minningum eru einmitt úr Garðs-
horni sem hefur ætíð verið mið-
punktur í tilveru minni, nokkurs
konar nafli alheimsins, því alltaf
lá leiðin aftur í sveitina til þín. Og
alltaf voru móttökurnar góðar
enda varstu með eindæmum
skemmtilegur karl. Það var hálf-
gert áhugamál hjá mér áður fyrr
að fylgjast með þegar vinir þínir
og sveitungar kíktu í kaffi, sem
var jú æði oft. Þetta var upplifun
sem gat toppað góða bíóferð enda
alltaf virkilega gaman að fylgjast
með þér segja sögur og fréttir
með þinni einstöku frásagnar-
snilld, sögunum fylgdu oft þessir
sérstöku axlarkippir þegar þú
hlóst, góðlegur stríðnisglampi í
augunum og ákveðið glott. Svo
flugu gjarnan nokkrar vísur með
en mér þótti alltaf stórmerkilegt
hvernig þú gast munað allar
þessar vísur! Þessir hæfileikar
virðast hafa erfst misvel og hjá
mér gleymast þessar vísur fljótt.
Já, nema ein. En þú sást til þess
að við frændsystkinin lærðum
hana og það er að sjálfsögðu vís-
an um Rauðu kusu.
Þú varst alltaf duglegur að
leyfa mér að dröslast með þér í
alls konar verkefni, sama hvort
það voru fjósverkin, girðingar-
vinnan eða að afhausa nokkrar
hænur. Mér er líka mjög minnis-
stætt þegar ég fékk að fara með
þér á landbúnaðarsýningu á
Hrafnagili. Þar sýndir þú gamlar
aðferðir við heyskap; slóst með
orfi og ljá, bast í bagga og ferj-
aðir á hrossi. Ég man hvað ég var
ótrúlega stolt á þessari stundu að
geta sagt að þessi klári og dug-
legi karl væri afi minn.
Minningarnar af þér á seinni
árum eru alls ekki síðri, því þó að
líkamlegri heilsu þinni hefði
hrakað þá var hugur þinn alltaf
eins og hjá unglambi. Stríðnin
fylgdi þér til lokadags og sein-
ustu árin tókst þér nokkrum
sinnum að plata mig duglega.
Eins og þegar ég týndi Freyju,
inni í lokuðu húsi. Tíkin gufaði
bara upp og þú þóttist ekkert vita
hvað hefði orðið af henni. Ég var
komin út á hlað á sokkunum að
kalla á kvikindið þegar ég heyrði
tístið í þér innan úr stofu. Þegar
betur var að gáð þá lá tíkin bak
við stólinn þinn í góðu yfirlæti og
fékk reglulega klapp á kollinn.
Mikið er ég líka glöð að hafa
fengið að fara með þér í bíltúr í
Austurdalinn í fyrra, á æskuslóð-
ir þínar, það verður alltaf
ógleymanleg ferð. Á leiðinni
þuldir þú úr viskubrunninum og
allir sem urðu á vegi okkar þenn-
an dag reyndust vera gamlir vin-
ir þínir eða ættingjar, þeir voru
nokkrir fagnaðarfundirnir þenn-
an dag og mikið spjallað. Ég man
hvað þú varst ánægður með dag-
inn og sérstaklega að hafa óvænt
hitt á kvöldmessu í Goðdala-
kirkju, en þar stóðu kerlingarnar
í röðum til að fá að knúsa þig og
kyssa og karlarnir til að taka í
höndina á þér.
Elsku afi minn, þó að kveðju-
stundin sé sár þá veit ég að þú
varst undir hana búinn. Ég þyk-
ist líka vita að móttökurnar „hin-
um megin“ verði góðar, enda
mikill meistari mættur.
Þú munt alltaf vera mér
ákveðin fyrirmynd, góðhjartaður
dugnaðarforkur með húmorinn í
lagi sem verður sárt saknað.
Þinn hanafótur
Aníta Ósk Áskelsdóttir.
Elsku afi Óli, tilveran verður
einstaklega tómleg án þín og
uppátækja þinna. Þeir sem þig
þekktu vita að þú varst einstak-
lega stríðinn og hafðir gaman af
meinlausum hrekkjum. Þér tókst
að fá ótrúlegasta fólk til að trúa
bullinu í þér og jafnvel fékkstu
fólk til að gera hluti sem því ann-
ars hefði ekki dottið í hug að
reyna einu sinni, svo sannfær-
andi varstu. Í vandræðalega
mörg ár trúði ég því til dæmis að
þú borðaðir grillaða jötunuxa,
mér fannst þetta ekki girnileg til-
hugsun en hvað veit ég hvað
gamlir bændur vilja borða.
Þú sagðir mér aldrei, saklausu
barninu, að þú værir að grínast.
Oft varð mér hugsað til þín þegar
ég sá jötunuxa og fékk þá sam-
viskubit að reyna ekki að ná þeim
fyrir þig, ég gleymi því ekki hvað
það hlakkaði í þér þegar ég sagði
þér frá þessu.
Mér finnst ég hafa verið ein-
staklega heppin að fá að eyða
svona miklum tíma með þér þeg-
ar ég var yngri, ég átti marga
góða sumardaga með þér og
ömmu Lillu í Garðshorni og mik-
ið agalega fannst mér stundum
skóladagurinn lengi að líða þegar
ég beið þess að komast til þín og
lenda í ævintýrum. Það var mikil
upplifun að sitja á flekanum aftan
á dráttarvélinni þegar þurfti að
gera við girðingar, ég lærði ým-
islegt um kartöflurækt og um
umhirðu dýra. Þú hafðir gaman
af kveðskap og heyrði ég hjá þér
allskyns vísur og kvæði sem ég
vildi að ég hefði haft vit á að
skrifa niður. Það var alltaf svo
gott að koma í Garðshorn og
spjalla við þig.
Í mínum huga vissir þú og
kunnir allt, mér fannst ég alltaf
geta treyst á það að fá góð svör
frá þér. Það er erfið tilhugsun að
það sitji enginn afi í horninu sínu
í eldhúsinu tilbúinn með kaffi-
bollann og sögurnar. Við munum
sjást aftur síðar afi minn, þú
verður alltaf í hjarta mínu.
Lena.
Í dag kveð ég elsku afa Óla.
Það var alltaf gleði og glens í
kringum þig afi, ég man hvað
mér fannst það frábært þegar ég
uppgötvaði hnyttni þína og
svarta húmorinn, mér var sagt í
foreldrasamtali í grunnskóla að
ég væri með svartan húmor og
vissi ég um leið hvaðan ég hefði
hann.
Þú varst einstakur maður og
uppátækin þín stórkostleg. Eitt
sinn, ekki fyrir svo mörgum ár-
um, kom ég í Garðshorn, þú varst
ekki inni en ég vissi að þú værir
heima.
Ég fór því út að leita að þér og
ég fann þig, sitjandi í holu, með
göngugrindina við hliðina á þér,
þú varst að reyna að grafa upp
einhvern gamlan girðingarstaur
með Mackintosh-bauk. Það eru
forréttindi að fá að alast upp með
annan fótinn í sveit og kynnast
því lífi sem þar er og er ég þakk-
látur fyrir að Katla, dóttir mín,
hafi fengið sinn skerf af því líka.
Katla hafði einstaklega gaman af
því að koma í Garðshorn og kíkja
á kindurnar hjá ykkur.
Það verður skrýtið að eiga
ekki eftir að sjá þig í horninu
þínu í Garðshorni og taka við þig
spjall yfir kaffibolla.
Elsku afi, minning þín lifir í
huga og hjarta okkar sem eftir
lifum og mun ylja okkur um kom-
andi framtíð, takk fyrir allt, elsku
afi Óli.
Ólafur Haukur.
Ólafur Skagfjörð
Ólafsson
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Skagfjörð Ólafs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
BRYNJÓLFS SIGURÐAR ÁRNASONAR
bónda á Vöðlum í Önundarfirði.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
á Tjörn, Bergi, Hlíf og Sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir umönnun og
alla hjálpsemi. Störf ykkar eru dýrmæt.
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir Þorsteinn Jóhannsson
Arnór Brynjar Þorsteinsson Isak Gustavsson
Jón Ágúst Þorsteinsson Hrefna Valdemarsdóttir
Jóhann Ingi Þorsteinsson Gerður Á. Sigmundsdóttir
Árni G. Brynjólfsson Erna Rún Thorlacíus
Jakob Einar Jakobsson Sólveig M. Karlsdóttir
Brynjólfur Óli Árnason
Benjamín Bent Árnason
Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir Jón Sigurðsson
Hildur Sólmundsdóttir Emil Ó. Ragnarsson
Agnes Sólmundsdóttir Andri M. Karlsson
Hanna Gerður Jónsdóttir
og barnabarnabörn