Morgunblaðið - 26.10.2018, Page 31

Morgunblaðið - 26.10.2018, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 ✝ Ólöf SigfríðurJónsdóttir fæddist í Hvammi í Þistilfirði 8. apríl 1941. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 14. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Svein- björnsson, f. 14.7. 1910, d. 25.12. 1996, og Lilja Aðalsteinsdóttir, f. 12.6. 1915, d. 7.3. 1950. Seinni kona Jóns var Guðrún Jóhannsdóttir, f. 10.7. 1932, d. 9.9. 1980. Lilja átti dreng, f. og d. 1934, og Kristbjörgu, f. 29.12. 1936, d. 27.2. 1937 Hrólfsbörn. Albróðir Sigurður Jóhannes, f. 14.5. 1939, hans kona Þuríður Hallgríms- dóttir, f. 17.3. 1942. Þau eign- uðust fjóra syni og tvær dætur. Samfeðra eru Lilja, f. 28.10. 1952, maður er Stefán Bjarni Sigtryggsson, f. 2.5. 1956. Þau eiga son og dóttur. Ólafur Jó- hann, f. 1.2. 1957, d. 5.10. 1997, eftirlifandi kona er Kristjana Sólveig Sævarsdóttir, f. 17.1. 1965. Þau eignuðust þríbura. Kjördóttir Lilju og Jóns er Sig- rún, f. 29.10. 1947. Ólöf giftist 30.12. 1959 Sig- urði Guðmundi Jónssyni, f. 28.10. 1932. Börn 1) Hafþór, f. 7.5. 1959. Kona hans er Sangdu- an Wangyairam, f. 2.1. 1975. 1987. 4) Aðalheiður Jóna, f. 15.10. 1969. Sambýlismaður Hjörtur Kristmundsson, f. 27.7. 1960, d. 27.4. 2018. Fyrri maður Aðalheiðar var Dagbjartur Þórðarson, f. 17.1. 1964, þeirra dætur eru a) Gréta María, f. 17.10. 1990, sambýlismaður Daði Þór Steinþórsson, f. 21.11. 1989. Dóttir þeirra er Ólöf Eik, f. 30.5. 2016. b) Kristveig Lilja Sig- fríður, f. 5.6. 1992. Ólöf missti móður sína átta ára gömul og var um tíma hjá Óla Möller og Helgu Elíasdóttur á Þórshöfn. Hún flutti til Húsa- víkur þegar faðir hennar giftist aftur og bjó þar fram á unglings- ár. Fór þá aftur til Þórshafnar og giftist þar ung og bjuggu þau hjónin þar allt fram til ársins 2004 þegar þau fluttu alfarin í Kópavoginn, í Gullsmára 5, þar sem hún bjó til æviloka. Hún sinnti ýmsum störfum um ævina, mestmegnis þó störfum tengd- um sjávarútvegi. Hún var verk- stjóri í hraðfrystistöð Þórs- hafnar og á saumastofunni Snældunni á Þórshöfn. Þau hjónin voru með útgerð nánast alla tíð og voru þau einstaklega samhent í þeim rekstri. Salt- fiskverkun og grásleppu- hrognasöltun voru þau líka með. Heimilið á Þórshöfn var gest- kvæmt og oft fleiri þar en heim- ilismenn. Því voru verkin næg heima fyrir. Ólöf var mikil fjöl- skyldumanneskja og heimakær og ávallt var fjölskyldukaffi á sunnudögum í Gullsmáranum yf- ir vetrartímann. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 26. októ- ber 2018, klukkan 13. Dætur þeirra eru Nadía, f. 14.2. 2006, og Elína Narisa, f. 4.2. 2010. Börn Haf- þórs með fv. konu, Hildi Stefánsdóttur, f. 12.2. 1959: a) Díana Ólöf, f. 29.1. 1987, gift Jossue Yair Cardosa Ortiz, f. 1.11. 1979. Dóttir Hildur Cecilía Car- dosa, f. 8.12. 2010. b) Máni Viðar, f. 6.7. 1989, sam- býliskona er Elínborg Steinunn Pálsdóttir, f. 23.12. 1994. c) Guð- finna Gunnur, f. 27.2. 1991. Börn Hildar: Stefán Daníel Ingason, f. 14.6. 1978, kona Jewelly Import- ante Lalis, og Ingibjörg Dagný Ingadóttir, f. 17.4. 1983. Maki Sigurður Fannar Þórsson, f. 9.7. 1979. Dóttir Kolfinna Eldey, f. 1.5. 2014, og fyrir á Ingibjörg Inga Alexander Sveinbjarnar- son, f. 14.10. 2009. 2) Örn, f. 9.9. 1960. Eiginkona Ragna Karls- dóttir, f. 10.9. 1956. Þau skildu. Sonur Sigurður Þór, f. 4.3. 1991. Sonur Rögnu er Karl Huldar Arngrímsson, f. 22.9. 1980. Börn Sigurður Víkingur, f. 17.9. 1998, og Aldís Ragna, f. 9.4. 2000. 3) Lilja, f. 15.6. 1965. Sambýlis- maður Þorsteinn Marinó Gunn- arsson, f. 24.6. 1959. Þorsteins börn, Edda Ósk, f. 13.4. 1984, maki Kristmundur Daníelsson, f. 5.6. 1983, og Rúnar Helgi, f. 7.6. Elsku besta litla mamma mín er fallin frá eftir hetjulega bar- áttu við lungnasjúkdóm 77 ára að aldri. Mamma mín, þessi litla kona, gerði allt. Hún vann, bakaði og eldaði fyrir fjölda manns, tók á móti gestum, saumaði, hélt öllu tandurhreinu og aldrei man ég eftir því að hún kvartaði eða hefði orð á því að hún hefði ekki tíma til að gera hlutina. Hún var eldklár, hreinskiptin og skemmtileg. Ég minnist þess tíma þegar ég var orðin ein heima af okkur systkinum og hún vann sem verkstjóri í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þar kenndi hún mér vinnusemi og leyfði mér að læra á flest störf í húsinu og það gerði mig óhrædda við að takast á við ný verkefni. Þarna kenndi hún mér að hafa trú á sjálfri mér og komast áfram á dugnaði og á eigin verðleikum. Í yfir tuttugu ár lifði mamma með lungnaþembunni en gerði ótrúlegustu hluti eftir að veik- indin herjuðu á hana. Mamma og pabbi ferðuðust í seinni tíð til margra landa og annarra heimsálfa og í mörg sumur keyrðu þau nokkra hringi um landið. Fyrst með lítið fellihýsi, síð- ar pallhýsi og enn seinna í fína húsbílnum sem mömmu fannst algjör draumur. Stundum komu þau við hjá mér á Austfjörð- unum og þá var slegið upp veislu en alltaf vildu þau sofa í sínu ferðahýsi en ekki inni í húsi hjá mér. Fyrsta ferð hvers sumars var farin í Kollavík í Þistilfirði þar sem þau dvöldust í góðu yfirlæti hjá Boggu og Hreini í eina eða tvær vikur, restin af sumrinu var svo tekin í að elta sólina um landið allt. Í einhver skipti fóru stelpurnar mínar Gréta María og Kristveig Lilja Sigfríður með þeim í ferðalög og þær nutu þess að vera með ömmu og afa og hafa alltaf ver- ið mjög tengdar þeim. Ég er afar þakklát fyrir að hafa náð að eiga margar stund- ir með mömmu síðasta hálfa ár- ið og að hún skyldi lifa það að öll börnin hennar væru komin í nágrenni við þau, mömmu og pabba. Hvíldu í friði, elsku mamma, og þú veist að ég elska þig. Við hugsum vel um pabba og reynum að halda öllu eins og þú vildir hafa það. Þín yngsta, Aðalheiður Jóna. Elsku besta mamma mín sem varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú gafst mér svo gott veganesti út í lífið. Þér líkaði enginn óheiðarleiki og maður átti að standa við það sem lofað var. Vinna hafði t.d. aldrei drepið nokkurn eins og þú varst dug- leg að segja okkur systkinun- um. Ýttir líka að manni sjálf- stæði, þegar ég byrjaði í skóla þá fékk ég vekjaraklukku og þar með var það afgreitt mál. Þú varst svo dugleg, þessi litla fíngerða kona. Vissir ekki hvað það var að gefast upp fyrr en sjúkdómurinn hafði betur. Lífið þitt var ekki alltaf auð- velt, misstir móður þína ung. Varst um tíma eftir það hjá góðu fólki sem þú minntist allt- af með hlýhug. Þegar ég fór að búa með dóttursyni þeirra náðir þú á ný tengslum og held ég þér hafi þótt vænt um það. En þú áttir líka góðan tíma á Húsavík eftir að afi giftist Gunnu og eign- aðist þar tvö systkini til við- bótar við hann Sigga stóra bróður þinn. En mér skilst að þú hafir alltaf viljað fara aftur til Þórshafnar og það rættist og þar hittir þú pabba og ykkar líf saman varði í 60 ár. Það er langur tími og þú sagðir mér sjálf í veikindunum að þetta hefði verið gott líf og hversu heitt þú elskaðir hann. Ég veit samt að oft var lífsbaráttan erf- ið og þið unnuð mikið bæði tvö til að skapa ykkur og okkur betra líf. En þetta gekk af því þið voruð svo samhent. Þið fenguð að njóta ávaxtanna seinni árin. Þú byrjaðir seint að ferðast til útlanda, fyrsta stóra ferðin er til Kína árið 2000 og eftir það var ekki stoppað. Fóruð t.d. oft með okkur Marinó til Taílands. En þið ferðuðust líka á Ís- landi,á húsbílnum sem var heimili ykkar á sumrin eftir að þið fluttuð frá Þórshöfn. Þú varst liðtæk við sauma- vélina og meðan þið bjugguð enn á Þórshöfn þá var ýmislegt töfrað fram í saumaherberginu og á ég marga dýrgripina eftir þig sem ég mun geyma. Við höfðum svipaðan smekk þú og ég og varst þú minn helsti álits- gjafi, mikið á ég eftir að sakna þess að fá ekki þitt álit á nýrri flík eða einhverju heima fyrir sem ég er að breyta. Það var alltaf tilhlökkun að sýna þér og fá hrósið þitt og hvatninguna. Síðustu misserin hafðirðu orðið minna þrek til að fara út. Oft var það sem þú spurðir mig hvort ég ætti ekki bara eitt- hvað fatakyns heima í skáp handa þér. Ég var líka farin að grípa með í búðunum ef ég sá eitt- hvað sem mér fannst smell- passa við þig. Við töluðum aldr- ei beint um þetta, einhvern vegin þróaðist þetta bara og ég á eftir að sakna þessa og ef- laust gleyma mér við að finna eitthvað fallegt fyrir þig að vera í. Því var það mér heiður að vita að ég fékk að velja á þig síðustu klæðin, algjörlega óvart. Ég kom alltaf mikið við hjá ykkur eftir að þið fluttuð í bæ- inn, að bæta upp árin sem ég var án ykkar þegar þið voruð á Þórshöfn en ég fyrir sunnan. Það er skrýtið að koma í Gull- smárann núna og engin mamma þar. Elsku, elsku mamma mín, takk fyrir allt. Mun alltaf minnast þín og passa upp á pabba fyrir þig. Við munum halda sunnudags- hittingnum áfram eins og þú lagðir svo ríka áherslu á. Þín eldri dóttir, Lilja Sigurðardóttir. Í dag fer fram útför móður okkar, Ólafar S. Jónsdóttur frá Þórshöfn á Langanesi. Mamma okkar var sterk kona og með ákveðnar skoð- anir. Hún og pabbi voru búin að vera saman í 60 ár og ala okkur fjögur systkinin upp ásamt því að byggja upp sína útgerð og fiskverkun á Þórshöfn. Eins og pabbi okkar orðaði það þá stjórnaði hann á sjónum en hún í landi. Nú kveðjum við konuna sem hefur hugsað um okkur frá því við munum eftir, stýrt okkur og verið fyrirmynd í lífinu. Hún kenndi okkur að dugnaður og ráðvendni borgar sig ávallt. Þá lagði hún mikið upp úr samheldni í fjölskyld- unni. Henni eigum við að þakka að samheldni okkar systkinanna er mjög mikil og börn okkar og barnabörn hafa alist upp við sömu gildi og hún ól okkur upp í. Elsku mamma, þín er sárt saknað en við munum styðja hvert annað og öll leggjast á eitt um að sjá um pabba eins og við lofuðum þér áður en þú fórst í þitt síðasta ferðalag. Þínir synir Hafþór og Örn. Ólöf Sigfríður Jónsdóttir Hvað er lífið – leit að réttum nótum. Lítið barn, sem grætur eða hlær. Tilfinningar troðnar undir fótum. Tími og rúm sem enginn skilið fær. Hvað er ástin, unaðsstund sem líður Örsmá bára er geymir tímans haf. Blik í auga, und er seinna svíður. Sumarblóm, er tíndi ég og gaf. Hvað er gæfan – gull í hendi þinni. Gjöf er færði þjáðum von og yl. Stjarna á himni, geisli í götu minni. Gleðin yfir því að vera til. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa minning- arorð um hana Lindu, en svona er lífið, það er ekki spurt um aldur. Við eigum bara þessa stund núna. Fallega kærastan hans Denna frænda míns og að því mér fannst stúlkan með eitt af fallegustu kvenmannsnöfnunum, Linda. Mér fannst hún koma með fersk- Dagrún Linda Garðarsdóttir ✝ Dagrún LindaGarðarsdóttir fæddist 26. október 1956. Hún lést 20. júní 2018. Útför hennar fór fram 5. júlí 2018. an andblæ inn í boð- in hjá henni Bobbu frænku og þannig var það alltaf. Mikið voru þau fallegt par. Ég á ekkert ann- að en góðar minn- ingar um Lindu, sem aldrei hefur borið skugga á. Það sem ég ávallt mat mest var hrein- skiptni hennar, sem er og hefur alltaf verið það sem ég met mest í fari fólks. Þó leiðir hjóna skilji finnst mér fráleitt að aðrir þurfi að taka af- stöðu með eða móti og í ljósi þess hélt ég áfram okkar samskiptum, sem var þó ekki eins oft og ég hefði viljað, því ég gleymdi því sem svo dauði hennar minnti mig óþyrmilega á, að lífið er hverfult og ég á ekki að fresta til morguns því sem gera má í dag. Ég ákvað að minnast hennar í dag, föstu- daginn 26. október, en þá hefði hún orðið 62 ára gömul. Ég bið ykkur ástvinum hennar allrar blessunar og vona að minn- ingarnar um góða konu, mömmu og ömmu muni ylja ykkur um ókomna tíð. Blessuð sé ávallt minning hennar. Rúna Knútsdóttir. Elsku tengdapabbi, ég náði aldrei að þakka þér almennilega fyrir allt. Ég hélt auðvitað að það væri nægur tími til þess. Mikið er sárt að þú hafir farið svona skyndilega frá okkur. Ég er þakklát ykkur Láru fyrir uppeldið sem þið gáfuð Hauki mínum, hann er heiðarleg- ur, hreinn og beinn eins og pabbi sinn og ég er heppin að eiga hann sem lífsförunaut. Ég mun passa uppá strákinn þinn fyrir þig, Kalli, þegar dagarnir verða erfiðir. Takk fyrir að bjóða mig svona velkomna inn í fjölskylduna þína, frá fyrsta degi var ég velkomin með í allt og fljótt leið mér eins og við hefðum alltaf þekkst. Mér finnst sam- bandið sem við áttum fallegt, ég gerði svolítið grín að þér fyrir til dæmis að senda skeyti í stað þess að senda sms og þú gerðir grín að mér fyrir að nota allt of mikið orðið „nice“, þar til ég var farin að góma þig að segja mjög mikið „nice“ líka. Ég á margar fleiri fallegar hvers- dagslegar minningar af þér sem hlýja mér. Ég sé þig fyrir mér í sóf- anum fyrir framan sjónvarpið með fötu fulla af golfkúlum að merkja þær og undirbúa þig fyrir fríið þitt sem þú varst svo spenntur að fara í, ég tyllti mér hjá þér og við áttum gott spjall. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, en þú lagðir þig allan fram við að kenna manni og gefa manni góð ráð út í lífið. Þú varst alveg hreint ótrúlegur tengdapabbi og ég trúi varla hvað ég var heppin að fá þig inn í líf mitt, þó svo að það hafi ver- ið allt of stutt. Ég veit ekki hversu oft ég hef hugsað hvað börnin þín eru ótrúlega heppin að eiga svona pabba eins og þig. Þú varst vissulega ómissandi partur af lífi allra sem voru þér nærri og nú þurfum við að læra að lifa upp á nýtt án þín. Ég mun passa upp á að litli strákurinn minn sem fæðist bráðum muni vita allt um afa sinn Kalla, sem var svo góð- ur maður. Þín verður sárt saknað. Elsa Sól Gunnarsdóttir. Við minnumst Kalla með hlýhug og söknuði. Það verður erfitt að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig. Kalli var ósérhlífinn, örlátur og vandaði vel til verka í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Til dæmis passaði hann ávallt upp á að allir viðburðir sem haldnir hafa verið á vegum ThorShip eða starfs- mannafélagsins væru skipulagðir í þaula og ekkert til sparað. Þó svo að Kalli hafi ferðast mikið vegna vinnunnar var hann alltaf í góðu sambandi við starfsmenn og pass- aði upp á að allir væru vel upplýstir um hvar hann væri og að hægt væri að ná í hann. Frumkvæði var honum líka mikils virði. Hvatti hann starfsmenn til dáða í leik og starfi og stóð ávallt við bakið á fólk- inu sínu sem við erum mjög stolt af að hann hafi getað kallað okkur. Þeir sem þekktu Kalla vita að hann gat verið mjög ákveðinn, lá ekki á skoðunum sínum og kom þeim skilmerkilega til skila. Oft var grínast með það á skrifstofunni, þegar hann hækkaði róminn inni hjá sér með lokaðar dyr, hvert út í heim hann væri að kalla, til Rotter- dam eða alla leið til Kína. Við í ThorShip erum lítil fjöl- skylda og var Kalla mikilvægt að við ynnum hlutina saman sem ein liðsheild. Við höfum lært mikið af honum í gegnum tíðina og erum staðráðin í að halda ótrauð áfram og halda minningu Kalla á lofti. Elsku Lára, Hörður, Haukur, Auður og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að þið finnið styrkinn til að komast í gegnum Karl Harðarson ✝ Karl Harðarsonfæddist 2. ágúst 1959. Hann varð bráðkvaddur 5. októ- ber 2018. Útför Karls fór fram 25. október 2018. þessa erfiðu tíma. Með kveðju og þakklæti, Fyrir hönd sam- starfsmanna hjá ThorShip, Margrét Guðný. Það er ekki ofsög- um sagt að fregnin um ótímabært og fyrirvaralaust and- lát Karls Harðarsonar, vinar okk- ar og viðskiptafélaga, hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Svo óvænt voru tíðindin, svo órétt- látt er þetta og svo ótrúlegt, að við erum enn að átta okkur á því sem gerðist. Við félagarnir í Cargow-skipa- félaginu kynntumst Karli á mis- munandi tímum. Það fyrsta sem mætti okkur öllum var heilsteypt- ur persónuleiki með hárrétta blöndu af reynslu sem þarf til að sjá hvað virkar annars vegar og leiftrandi sköpunargáfu hins veg- ar, auk skarpskyggni á það hvað þarf til að breyta hlutum sem eru að virka yfir í hluti sem virka enn betur. Karl skilur við þennan heim haf- andi lagt ríkulegan skerf af mörk- um til að gera hann betri. Við sem þekktum Karl vitum hvílíkur miss- ir er að honum. Eftir lifa minning- arnar um góðan og kraftmikinn mann sem tókst á við hvaða vanda- mál sem var og leysti það. Karl kynnti sér öll viðfangsefni til hlítar og hafði sjálfstæða hugs- un. Hann var maður sem hægt var að treysta. Hann stóð við það sem hann sagði, enda var hann yfirleitt búinn að hugsa hlutina vel áður en hann sagði þá. Karl naut mikils trausts og hefur með uppbyggingu sinni í Thorship og Cargow átt stóran þátt í að breyta flutninga- kerfi viðamikillar iðnaðarfram- leiðslu frá Íslandi til Evrópu – og að sama skapi opna ný tækifæri til flutninga til og frá landinu. Kalli, eins og hann var kallaður, var mikill húmoristi. Hann átti til að fanga þjóðfélagsumræðuna í einni eða örfáum setningum eða sjá hið spaugilega í jafnvel alvar- legum málefnum. Það var yndis- legt að sitja með honum og hlusta á hann þegar sá gállinn var á honum. Við getum séð Kalla fyrir okkar brosa breitt, með augun leiftrandi af glettninni sem fór honum svo vel. Við funduðum oft í Rotterdam, í fundarherbergi með útsýni yfir lestarstöðina og iðandi mannlífið. Þegar við stóðum frammi fyrir flóknum vandamálum og fundirnir tóku að lengjast átti Karl til að standa upp, ganga að glugganum og horfa yfir hringiðu lesta, spor- vagna, bíla, reiðhjóla og gangandi vegfarenda. Hann hafði lag á að greina aðalatriði frá aukaatriðum – en þó þannig að allt ynni vel sam- an. Og þegar hann settist við borð- ið eftir að hafa greint umhverfið og séð breytingarnar fyrir sér var hann iðulega búinn að finna ein- faldar lausnir á flóknum vanda- málum. Karl var sérlega hlýr maður. Hann gat verið beinskeyttur og blátt áfram – en á sinn hlýlega hátt. Okkur langaði alla til að gera Karl stoltan af okkur. Hann var aldursforsetinn í hópnum. Við lærðum mikið af honum. Söknuðurinn er mikill og skarð fyrir skildi í okkar starfsemi, en fyrst og fremst söknum við góðs og trausts vinar. Hugur okkar er hjá eftirlifandi eiginkonu og börnum. Megi Guð vera með ykkur og vernda ykkur, elsku Lára, Hörður, Haukur og Auður. Foreldrar og fjölskylda Karls, missir ykkar er mikill. En eins og Kalli hefði viljað heldur líf- ið áfram. Skipin sigla. Í sorginni sættum við okkur við hið óumflýj- anlega og minnumst þess hve líf okkar væri fátæklegra ef við hefð- um ekki kynnst Kalla. Bjarni Ármannsson, Øyvind Sivertsen og Stefán Héðinn Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.