Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 33
Elsku Ommi minn, mikið er það sárt að þú sért farinn, og mikill er sökuðurinn hjá okkur öllum. Ómar kom til starfa hjá Sam- film/Sambíóunum þegar hann var 17 ára gamall. Hann var fljót- ur að koma sér inn í kvikmynda- bransann og las mikið um allar kvikmyndir. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann kom hjólandi upp í Bíóhöllina Álfabakka til að koma á prufur af myndum sem átti að fara að sýna. Þegar Bíóhöllin opnaði 2. mars 1982 þá var hann með fyrstu mönnum að koma í opnunarveisl- una. Eftir að ræðuhöldunum lauk þá var Ommi fyrstur inn á fyrstu sýningu í sal 1 þá 12 ára gamall, en það er til á mynd sem tekin var í boðinu. Það var svo mikill fengur að fá svona mann til vinnu. Hann var fljótur að tileinka sér kunnáttu og vinskap allra sem voru í mynd- bandaleigunum enda var hann fljótt maðurinn sem tók við þeirri deild innan Samfilm. Hann var líka fljótur að ná vin- sældum meðal manna hjá vídeó- deildum Disney, Warner Bros, Paramount og fl. Ommi var einn- ig mikill tónlistarmaður og hélt úti vinsælum þáttum í útvarpi og vissi einnig allt um tónlist og tón- listarmenn. Einnig hélt hann bæði með ís- lensku félagi í fótbolta sem var Fram og var mikill Pullari eða hans lið íBretlandi var Liverpool. Ommi er pabbi tveggja yndis- legra drengja, þeirra Olivers og Inga Þórs og fyrir stuttu varð hann í fyrsta sinn afi eftir að Oli- ver og hans kona komu með myndarlegan strák. En það var konan hans hún Svala sem var honum allt, en þau giftu sig fyrir rúmu ári og var Svala kletturinn hans Omma ií hans veikindum, en hann háði mikið stríð við hinn mikla vágest sem krabbameinið er. Hann tók sínum veikindum með miklu æðruleysi og vissi að það myndi bara enda á einn veg. Svala var hjá honum upp á hvern einasta dag allan sólarhringinn meðan á spítalalegu hans stóð. Ommi var skyldur Guðnýju konu minni, en pabbi hans Friðleifur og Guðný áttu sama pabbann, öðlings manninn Björn Snæ- björnsson. Við Guðný viljum færa Svölu, Oliver, Inga Þór, Elvu mömmu Omma og Friðleifi okkar dýpstu samúð. Elsku Ommi minn, Guð blessi þig að eilífu. Guðný og Árni Samúelsson. Elsku Ómar minn. Nú er baráttu þinni lokið við þennan skæða sjúkdóm og eftir stöndum við vinir þínir með tárin í augunum. Tíminn frá því að þú fórst er búinn að vera erfiður, ég sífellt hugsandi til þess að ég mun aldrei sjá þig aftur. Ég er svo þakklátur að hafa hitt þig rétt áð- ur en þú kvaddir og mun aldrei gleyma brosinu þínu. Þú varst svo jákvæður og tókst veikindum þínum af svo miklu æðruleysi. Hlutskipti þitt var ósanngjarnt en eftir lifir hetjuskapur og hug- rekki þitt. Síðustu ár hefur þú verið sá vinur sem ég alltaf átt að. Þú og Svala eiginkona þín voru þunga- miðjan í bæði vinahóp okkar hjóna og okkar félagslífi. Minn- ingarnar eru margar og ham- ingjusamar. Í sveitinni í góðra vina hópi með Kendrick í botni og ferð okkar á Mikkeller bjórhátíð- ina í Kaupmannahöfn þar sem var hlegið þar til við gátum hrein- lega ekki meira. En mest af öllu minnist ég manneskjunnar sem þú varst. Þú varst heiðarlegur, hrein- skilinn og með fallega sál. Sál sem þú faldir oft með hárbeittum húmor. Ég er innilega stoltur af okkar vinskap sem var tilviljun ein. Fyrir 20 árum þá horfði ég hrika- lega mikið upp til þín. Þú varst útvarpsmaðurinn Ómar Friðleifs sem spilaðir alltaf það nýjasta í útvarpinu. Mikið var rúntað á þeim árum sem þú hélst úti þætt- inum Hvíta Tjaldinu bara til að geta hlustað á þáttinn í tómu hljóði. Svo heyrði ég ekkert í mörg ár fyrr en rödd þín fór að hljóma á Rás 2 með Helga Má vini mínum í útvarpsþættinum PartyZone. Það var um það leyti sem ég var að fikta við að plötu- snúðast og kynntist þér svo per- sónulega á þeim vettvangi sem einlægum tónlistarunnanda. Frá upphafi lifði vinskapur sem efld- ist með árunum. Við áttum svo mikið sameiginlegt og gátum allt- af leitað hvor til annars. Það urðu kaflaskipti í lífi þínu þegar þú fórst á stefnumót með Svölu þinni. Þú varst búinn að vera einn lengi en svo gerðist það að ég sá þig í ástandi sem ég hafði ekki séð þig áður í. Þú varst taugaóstyrkur og stressaður og ætlaðir sko ekki að klúðra þessu stefnumóti. Það kom svo á daginn að Svala var hugarfóstur þitt lengi. Þetta var stelpan sem þú varst alltaf skotinn í. Í ykkar sambandi lagðir þú þig allan fram að sýna ást þína og sjá til þess aldrei skorti neitt. Þið voruð ynd- islegt teymi og samverustundirn- ar með ykkur ógleymanlegar og eitthvað sem mun ylja manni um hjartarætur um ókomna ævi. Það er þyngra en tárum tekur að tala ekki við þig nánast dag- lega. Oft stend ég sjálfan mig að því að taka upp símann og ætla að senda þér snapp af einhverju sem ég held að þér muni finnast fynd- ið eða merkilegt. Svo geri ég mér grein fyrir sorglegum veru- leikanum. Ég sakna stríðninnar þinnar og þess sem við deildum saman. Síðustu kvikmyndinni er lokið. Síðasti þátturinn er búinn. Síðasta lagið er runnið á enda. Síðasta bjórglasið tómt. Þetta er allt saman svo erfitt en með tím- anum verða þetta verðmætar minningar um tíma sem við átt- um saman. Ég kveð því besta vin minn með sorg í hjarta en þakklæti fyr- ir allar góðu stundirnar. Takk fyrir að hafa verið vinur minn, Ommi. Ein ást að eilífu. Haukur Heiðar Leifsson. Það var fyrir 42 árum að hópur sex ára barna settist saman í L- bekk Laugarnesskóla. Stór hluti hópsins átti eftir að sitja saman í bekk næstu 10 árin. Og þó svo að hópurinn breyttist lítið eitt, ein- hverjir hafi farið og aðrir hafi bæst við á leiðinni, þá geta þau verið sérstök, tengslin sem myndast á þessum árum mótunar og þroska. Eftir grunnskólann héldum við hvert í sína áttina, en fyrir fimm árum við jarðarför okkar gamla bekkjarkennara úr Laug- arnesskóla, Ólafs Jónssonar, lágu leiðir nokkurra aftur saman. Upp frá því var ákveðið að endurnýja tengslin og hefur partur af gamla L-bekknum því hist reglulega og verið í sambandi. Ommi var einn af þeim sem aldrei létu sig vanta. Tengslin og vináttan geta verið svo sterk þótt áratugir séu liðnir frá barnaskólagöngu og lítið ver- ið um samgang þar til þráðurinn var tekinn upp aftur. Það er því með mikilli sorg að við gamlar bekkjarsystur hittumst í dag og ritum nokkur orð um gamlan bekkjarbróður. Ommi var þessi rólegi, yfirveg- aði piltur sem kom eins fram við alla. Hann var traustur, umburð- arlyndur, með góða nærveru og vildi öllum vel. Ávallt var stutt í glettnina og brosið. Dæmi sem lýsir honum vel er þegar hann kom til einnar okkar á unglingsárunum og spurði með einlægni og um- hyggju hvort hún væri í ástar- sorg, en hún var eitthvað niður- dregin þann daginn. Það er ekki oft sem unglingar, sérstaklega á þessum árum, sýna umhyggju fyrir skólasystkinum sínum á þennan hátt. Ómar var mikill áhugamaður um kvikmyndir og tónlist. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann bauð heim til sín í popp, kók og kvikmyndasýningu. Myndin var sýnd á sýningarvél með 8mm filmu og að sjálfsögðu sá Ommi sjálfur um að græja allt fyrir sýn- ingu. Þetta var á þeim tíma sem Grease myndin var á hátindi frægðarinnar. Ómar tók þetta nýjasta kvikmyndaæði alla leið og mætti í leðurjakka, með brillj- antín í hárinu í skólann. Það var greinilegt að kvikmyndaáhuginn vaknaði mjög snemma. Eftir síðasta reunion skólans, 2014, byrjuðu Svala og Ommi að stinga saman nefjum. Svala sat í öðrum bekk í sama skóla allan grunnskólann. Með Svölu var Ommi í mun nánara sambandi við hóp úr árganginum sem haldið hafði góðu sambandi í gegnum tíðina en Svala og ein okkar und- irritaðra (Ingibjörg) eru úr þess- um hóp. Það var greinilegt að þau bæði, Svala og Ommi, höfðu fund- ið sinn sálufélaga. Samband þeirra var fallegt og það geislaði svo af ást og kærleika að eftir var tekið. Það var okkur mikið áfall þeg- ar fregnir bárust af veikindum Omma. Við höfum fylgst náið með honum í veikindunum, hvernig hann hefur tekist á við þetta verkefni með æðruleysi og jafnaðargeði. Í gegnum þetta allt hefur Svala staðið við hlið hans eins og klettur. Það hefði verið svo ljúft að eiga fleiri bekkjarhittinga með Omma og þeir verða aldrei samir án hans. Elsku Svala, Oliver, Ingi Þór, Abraham, Anice, foreldrar, bróð- ir og aðrir ástvinir, við sendum ykkur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstund. Megi Guð og góðar vættir vaka yfir ykkur. Birgitta, Elín, Ingibjörg, Rósa og Vilborg. Fyrst man ég eftir Omma þeg- ar hann kom í heimsókn heim í Keflavík og við heim til hans. Það er alltaf einn krúttfrændi í hverri fjölskyldu og Ommi var sá í okkar fjölskyldu. Ommi var tíður gestur í bíóinu í Álfabakkanum eftir að það var opnað og hjálpaði mér við innhleypingar og kom líka mikið í bíó sjálfur og sá allar myndir. Árið 1987 unnum við saman við breytingar á bíóinu á Snorra- brautinni og voru það mjög góðir tímar sem við áttum saman. Mik- ið skrallað og djókað og gott að vera til. Skemmtilegir tímar. Eftir að Bíóborgin Snorra- braut var opnuð starfaði Ommi þar og við unnum oft fram eftir og hittumst mikið og fórum sam- an að skemmta okkur ég, Ommi og Bússi alveg til 1990 en þá kvæntist ég og minnkaði þá skemmtanalífið hjá mér. Ommi hélt svo áfram að vinna í VHS og þar á eftir DVD og byrj- aði hann sem sendill og endaði sem sölustjóri en hann þekkti all- ar myndir. Fólk leitaði mikið til Omma eftir ráðgjöf varðandi kvikmynd- ir, músík og tölvuleiki en hann þekkti vel inn á þann bransa. Við horfðum saman á margar bíómyndirnar í gegnum árin og ræddum mikið um þær, það var gaman að spjalla við hann. Ommi gaf sér alltaf góðan tíma í spjall og var góður við alla. Yndislegur maður sem kveður allt of snemma eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Samband Omma og Svölu var mjög fallegt og ég fann það á honum hvað hann var hamingjusamur eftir að þau tóku saman. Ég sendi Svölu og öllu fólkinu hans Omma innilegar samúðar- kveðjur. Alfreð Elías Á. Árnason.  Fleiri minningargreinar um Ómar Ingi Friðleifsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 33 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álfheimar 72, Reykjavík, fnr. 202-1725, þingl. eig. Steindór Hrannar Grímarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 30. október nk. kl. 10:30. Skipasund 82, Reykjavík, fnr. 202-0567, þingl. eig. Eldgjá ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 30. október nk. kl. 11:00. Stigahlíð 26, Reykjavík, fnr. 203-1020, þingl. eig. Margrét Helga Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 30. október nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 25. október 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30-11.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Kaffi kl. 14.30. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.30. Fella- og Hólakirkja Karlakaffi frá kl. 10-11.30, kaffi og vínarbrauð, spjall og samvera. Gestur okkar að þessu sinni er Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrum ráðherra. Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti ykkur. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, Föstudagshópur- inn kl. 10-11.30, heilsuefling kl. 10-11.15, farið er í þjálfun / gönguferð / botsía / æfingatæki, Handaband - skapandi vinnustofa með leiðbein- endum kl. 13-15.30, ókeypis vinnustofa sem er öllum opin óháð aldri, bingó kl. 13.30-14.30, 250 kr. spjaldið og góðir vinningar í boði, okkar rómaða vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindar- götu 59, sími 411-9450. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10- 10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Bók- band með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum, nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hraunsel Föndur í vinnustofu kl. 9-12. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10, botsía kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdæg- urs). Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50, bingó Hollvina Hæðargarðs kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9. Bridgehópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og tré- útskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag, allir velkomnir og vöfflukaff- ið sívinsæla kl. 14.30 til 15.30 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í salnum á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman með Friðriki í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögu námskeið, Hávarðar- saga Ísfirðings, kennari Baldur Hafstað kl. 13. Dansað sunnudags- kvöld kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Sviðaveisla laug- ardaginn 3. nóvember, frábær matur og góð skemmtun, skráning og uppl. feb@feb.is, s. 588-2111. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Grafarvogur - íbúð til leigu 100 fm rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð (enginn kjallari). Langtímaleiga. Laus 1. nóv. nk. Sérinngangur. Leigu- verð kr. 180.000 á mánuði. Reyklaust. Engin gæludýr. Sími 553 1195. Til leigu atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Vantar þig pípara? FINNA.is Smá- og raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.