Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Lansoprazol Krka 15 mg - Magasýruþo y
Nýtt lyf án lyfseðils við brjóstsviða og súru bakflæði.
Lansoprazol Krka 15 mg er komið í sölu í flestum apótekum en hingað til hefur eingöngu verið
hægt að fá þetta lyf gegn ávísun frá lækni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Ertu med
bakflaedi
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt í vandræðum með að komast
yfir öll þau boð, sem til þín streyma. Vertu
ekki að streða þetta, fáðu einhverja í lið með
þér svo þú getir deilt verkefnum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hittir óvænt gamlan vin sem getur
komið þér til hjálpar í erfiðu persónulegu
máli. Einhver vefur þér um fingur sér, er það
gott ef horft er til framtíðar?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ráðfærðu þig við þá sem næst þér
standa. Gefðu þér tíma til þess að fara í
gegnum allt þitt dót, gefðu eða hentu. Þér á
eftir að líða svo miklu betur á eftir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er erfitt að velja sér viðmæl-
endur þegar um flókin og viðkvæm mál er að
ræða. Einhver kemur við auman blett á þér,
sumir myndu segja mikið var.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt koma vinum og vandamönn-
um á óvart með uppátæki þínu. Kannski
verður óvenjuleg eða sérvitur manneskja á
vegi þínum sem fær þig til að sjá hluti í nýju
ljósi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að fá að vera í einrúmi til að
meta nýjar upplýsingar sem þú færð. Þú kall-
ar ekki allt ömmu þína sem betur fer.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert á góðri leið með að taka til í þín-
um eigin garði. Ekki eyða orku í að reyna
sannfæra einhvern sem ekki er þér sammála.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nýjar upplýsingar valda því að
þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Stundum
gengur allt upp af sjálfu sér - eins og í dag.
Vinur þinn fær góðar fréttir og þú samgleðst.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki setja þig á háan hest nema
þú vitir nákvæmlega hver staðan er. Innan
skamms mun gæfan snúast þér í hag og þá
muntu uppskera árangur erfiðis þíns.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Tími anna er runninn upp. Ein-
beittu þér að því að taka til hendinni. Þú
rennir hýru auga til jólafrísins. Þú ert sleginn
blindu í ástamálunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú stendur frammi fyrir kröfum
um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi.
Láttu slag standa. Hver hefur sinn djöful að
draga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt gott með að umgangast aðra
svo þú skalt nýta þér þann hæfileika sem
best þú getur. Hik er sama og tap. Stundum
stingur þú höfðinu í sandinn, vandinn hverfur
ekki við það.
Þessi þýðing Guðmundar Arn-finnssonar á ljóðinu „Mar-
gýgur“ eftir Heine er undrafögur:
Auðan skóg og engi sveipar
undarlega húmsins friður
og um miðnótt máninn stafar
mildum geisla á hafið niður.
Kveður blærinn stillt við ströndu
stefin mörg og hreyfir öldu.
Einfarinn þar úti nemur
andardrátt hjá sefi köldu.
Og úr hafi döggvum drifin
djúpsins vættur stigið hefur.
Undarlega í húmi hvíta
hennar arma tunglskin vefur.
Hörður Þorleifsson augnlæknir
sendi mér skemmtilegt bréf. Hann
varð 70 ára stúdent frá MR í vor og
rifjast upp fyrir honum af því tilefni
að stundum var dálítil óregla í
skemmtunum skólans. Þá orti hann,
17 ára:
Maður drekkur voða veig,
viskan hnekki bíður.
Glaður, stekkur, tekur teig,
tærður ekki líður.
Hörður hefur alltaf haft mikinn
áhuga á íslenskum fræðum og
tungumálinu. Nú finnst honum held-
ur farið að hníga í ranga átt og hef-
ur heyrt að íslenskan sé ekki kennd
eins vel og áður í barnaskólunum. Í
Menntaskólanum orti hann:
Tunga, þú ert tignarverð,
táknar vora æðstu hefð,
þú ert vopn með vaskri þjóð,
vegur munni okkar ljóð.
Met ég hæst þinn mærðarleik,
mælsku, þrótt og orðafjöld,
hreinleik þinn, vor hugargjöld,
hrynja orðin sterk og veik.
Í lokin rifjaði hann upp vísuna
hans Páls J. Árdal sem ort var í til-
efni af því að flutt var frumvarp á
Alþingi um að taka upp þegnskyldu-
vinnu:
Ó hve margur yrði sæll
og elska myndi landið heitt,
mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.
Pétur Stefánsson yrkir á Boðnar-
miði:
Svona er lífsins mottó mitt;
matast, sofa, streða,
glingra við stút og gera hitt,
og góðar vísur kveða.
Séra Ólafur Guðmundsson á
Sauðanesi (1537-1609) orti:
Ap., jún., sept., nó. þrjátigir
einn til hinir kjósa sér.
Febrú tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Snjöll þýðing og árin í MR
Í klípu
VINALEIÐIN GERÐI ÞEIM KLEIFT AÐ
HÆTTA AÐ NOTA MINTUR.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Ég sagði þér að þetta væri stóllinn
hans!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga vini sem hægt
er að reiða sig á.
ÞETTA ER „JÓN BRENNDI
KVÖLDMATINN SVO VIÐ PÖNTUM
PÍTSU” DANS!
VIÐ ERUM
Á LEIÐ TIL
MÖMMU Í MAT!
VIÐ ÆTTUM
EKKI AÐ FARA
TÓMHENT!
ÉG
VEIT
ÉG TEK MEÐ SKJÖLDINN MINN!
Víkverji er að sjálfsögðu jafnrétt-issinnaður og fagnaði kvennafrí-
deginum 24. október. Það skiptir
engu máli hvort Víkverji er karl eða
kona. það tekur hann jafn sárt að
sjá hróplegan launamun kynjanna
43 árum eftir að fyrsti Kvennafrí-
dagurinn var haldinn 1975.
x x x
Það ætti ekki að vera staðreynd2018 að konur séu launalausar
eftir kl. 14.55 alla daga ef miðað er
við laun karla. Að konur á Íslandi
þurfi að lýsa því yfir að þær séu ekki
útsöluvara og almennt öryggi
kvenna á vinnustöðum sé ekki
tryggt.
x x x
Víkverji er þakklátur þeim konumsem stigu fram fyrir skjöldu
fyrir 1973.Víkverji er líka þakklátur
að búa í landi þar sem konur geta
komið saman svo þúsundum skipti,
sagt frá óréttlæti sem þær verða
fyrir og hvernig þær vilja stöðva
það. En Víkverji er líka ósáttur.
Víkverji trúði því þegar fyrsti
Kvennafrídagurinn var haldinn að
launajafnrétti yrði náð á meðan
hann væri á vinnumarkaði en miðað
við þróun síðustu áratuga er ekki
víst að af því verði.
x x x
Víkverji ætlar að enda pistil dags-ins á brotum úr texta Dagnýjar
Kristjánsdóttur og Kristjáns Jóns-
sonar, Áfram stelpur, við lag Gunn-
ars Edander, til þess að hamra járn-
ið á meðan það er heitt.
Áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.
Stelpur horfum ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfum bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfuð hátt og láttu
efann hverfa ’unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
Því ekki er jafnréttið mikið í raun,
Hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?
vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn
kross og fylgir mér getur ekki verið
lærisveinn minn“
(Lúkasarguðspjall 14.27)