Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 38

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 38
AF BÓKMENNTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Alls eru tólf bækur tilnefndar til Barna- og ung- lingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þetta árið. Sjónum var í gær beint að framlagi Álendinga, Finna, Færeyinga og Svía. Í dag er komið að framlagi Dana, Norðmanna, Íslend- inga og Sama, en segja má að rauður þráður í gegnum bækur þessa pistils sé leit að samastað í tilverunni hvort heldur hún birtist í leit flótta- pilts að öruggum íverustað, þroskasögu pilts sem mátar sig í hlutverk hreindýrahirðis, til- raunum stúlkna til að falla inn í hópinn félags- lega eða leit höfundar að eigin sjálfsmynd og rödd. Andspænis náttúruöflum Framlag Sama er Joekoen sjïehteles ryöjne- sjæjja (Fyrirmyndar hreindýrahirðir) eftir Anne-Grethe Leine Bientie sem Meerke Laimi Thomasson Vekterli myndskreytti og rýnir las í norskri þýðingu höfundar. Hér er sögð saga Jakobs, sem ásamt þremur eldri systkinum gætir hrein- dýrahjarðar fjölskyld- unnar uppi á fjöllum. Vegna meiðsla og síðan matarskorts æxlast hlut- irnir svo að Jakob er að lokum einn eftir. Bókin lýsir vel einmanaleika hans og ótta við náttúru- öflin. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gefst hann samt ekki upp, enda fær hann styrk í nærveru bæði hreindýranna og hundsins Gujms. Þegar faðir Jakobs loks kemur að sækja piltinn með hrósyrðum deilir hann ekki með föður sínum óttanum sem lesendur hafa fengið innsýn í. Myndirnar fanga vel smæð piltsins gagnvart ógnvekjandi náttúrunni þar sem litir eru dökkir og skuggar margir. Mikilvægi þess að finna eigin rödd Fyrra framlag Dana er endurminningabókin Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung sem Ras- mus Meisler myndskreytti. Titill bókarinnar er sóttur í ummæli blaða- manns sem 1998 líkti Wung-Sung við kínverja eða flugeld þegar hann sendi frá sér sína bók, þ.e. hann hefði hátt en myndi fljótt gleymast. Blaða- maðurinn reyndist ekki sannspár því Wung-Sung hefur síðan skrifað fjölda bóka og hlaut fyrr á árinu hin virtu dönsku bók- menntaverðlaun, Gylltu lárberin, fyrir skáld- söguna En anden gren sem segir sögu langafa hans sem fluttur var frá Kína til Danmerkur og hafður til sýnis í Tívolí. Lynkineser saman- stendur af stuttum endurminningabrotum, ljóð- um, ljósmyndum, klippimyndum og teikningum sem gefa fína innsýn inn í uppvöxt Wung-Sung og leit hans að eigin rödd, enda þarf hann að finna jafnvægið milli þess að vera frjáls ein- staklingur og hluti af hópnum. Jafnframt minn- ir hann okkur á hversu lítil við verðum þegar rödd okkar ekki heyrist eða skilst. Óöryggi unga piltsins sem segir sögu sína í bókinni má vel skynja bak við töffaralegt yfirbragðið. Umbreytingartími táningsáranna Danska skáldsagan Hest Horse Pferd Chev- al Love eftir Mette Vedsø lætur ekki mikið yfir sér en hefur langan eftirhljóm. Hér er dregin upp fínleg mynd af kynn- um tveggja ólíkra stúlkna á fermingaraldri. Naja kemur frá snotru milli- stéttarheimili en Vanessa, sem Naja nefnir Taxa sökum þess að faðir henn- ar er leigubílstjóri, býr í blokk og virðist móður- laus. Sameiginlegur áhugi þeirra á hestum bindur þær vinaböndum þrátt fyrir félagslegan að- stöðumun. Eftir því sem áhugi Taxa eykst á hinu kyninu samfara því sem hún byrjar á blæðingum, fer að reykja og smakka áfengi reynir móðir Naju að draga úr samskiptunum og hvetur dótturina fremur til að eyða tíma með nýju nágrannastúlkunni sem deilir hesta- áhuganum. Látlaus og hnitmiðaður stíll Mette Vedsø miðlar vel flóknum umbreytingartíma snemmtáningsáranna. Vel fer á því að mynd- skreyta bókina með biðukollum og svífandi fræj- um sem minna lesendur á bið, breytingar og þroska. Textinn er í senn raunsæislegur og ljóð- rænn, en milli lína leynast flóknar tilfinningar sem stúlkurnar eiga erfitt með að koma orðum að og jafnvel skilja. Hvernig er hægt að lýsa fyrstu ástinni? Vandasöm samskipti systkina er leiðarstefið í báðum norsku bókunum þetta árið, þótt verkin séu að öðru leyti mjög ólík. Skáldsagan Alice og alt du ikke vet og godt er det (Alice og allt sem þú veist ekki og það er vel) eftir Torun Lian sem Øy- vind Torseter mynd- skreytti á það sameiginlegt með bók Vedsø að vera skrifuð af miklu næmi fyrir upplifunum og tilfinn- ingum barna og ung- menna. Hér segir af hinni átta ára forvitnu en um leið feimnu Alice, sem í sumarfríi með fjölskyldu sinni verður óvænt skotin í Thomasi sem býr í sumarhúsi skammt frá og er leikfélagi eldri bróður hennar. Bróðirinn nennir ekki að hanga með yngri systur sinni, en Thomas tekur stúlk- unni vel og fyrr en varir eru þau farin að spjalla um allt og ekkert niðri á bryggjusporði, en þola líka að þegja saman. Höfundur vinnur skemmti- lega með það að Alice á engin orð til að lýsa hrifningu sinni öðruvísi en sem tilfinningu í mag- anum sem ýmist fylli hana eða tæmi. Litsterkar myndir Øyvinds Torseter eru tjáningarríkar og miðla vel upplifun aðalpersónunnar hverju sinni, hvort sem hún felur sig á bak við gulan sólhatt eða liggur andvaka í kojunni. Allt er breytingum háð Skáldsagan Ingenting blir som før (Ekkert verður eins og áður) eftir Hans Petter Laberg gerist á þremur sólarhringum í lífi hins 15 ára Markusar. Í upphafi bókar verður Markus vitni að því þegar kennari hans deyr fyrir framan bekkinn. Þessi reynsla verður honum hvatning til að hafa samband við Victor, stóra bróður sinn, sem hann saknar sárt eftir að sá eldri flutti að heiman. Foreldrar þeirra vilja ekki að bræðurnir umgangist vegna þess að Victor sér um að dreifa og selja fíkniefni. Markus fer með Victor í hættulegan leið- angur þar sem reynir á bræðralag þeirra. Áður en það gerist hittir Markus hins vegar Söru og verður skotinn í henni. Þetta er saga um andstæður, vináttu, ást og mistök, en ekki síst breyt- ingar þar sem það sem gert er verður ekki aftur tekið og ekkert getur orðið eins og áður. Persónulýsingar höfundar eru trúverð- ugar, atburðarásin spennandi og blæbrigðin í textanum mikil. Vonin um lífvænlegri framtíð Skáldsagan Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hlaut fyrr á árinu Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Hér er sögð saga hins 15 ára gamla Ishmaels sem með öldruðum afa sínum leggur upp í lífs- hættulega flóttaför frá Sýr- landi til Evrópu í leit að líf- vænlegri framtíð í friðsam- legu landi. Heima bíður ekkert nema hörmungar og dauði, en höfundur nær samt vel að miðla þeim heimi sem stríðið hefur lagt í rúst og íbúar landsins sakna, en talið er að fimm millj- ónir Sýrlendinga séu landflótta – þar af helming- urinn börn. Þegar afinn týnir lífinu bætist Ishmael í hóp þeirra 300 þúsund forsjárlausu flóttabarna sem ferðast ein um Evrópu um þess- ar mundir. Samhliða sögu Ishmaels er saga Selmu sögð, en hún tilheyrir sýrlenskri fjöl- skyldu sem boðið hefur verið hæli á Íslandi og reynir að fóta sig í nýju landi. Í ljós kemur að Ishmael og Selma voru leikfélagar heima í Aleppo og því verða óneitanlega fagnaðarfundir þegar honum tekst loks að komast til Íslands. En þangað kemst hann á fölsku vegabréfi sem er af- hjúpað við komuna og í bókarlok bíður hans ald- ursgreining hjá tannlækni sem sker úr um fram- tíð hans. Höfundur skrifar af þekkingu, áhuga og innsæi. Textinn er í senn fræðandi og tilfinn- ingaríkur sem auðveldar lesendum að finna til samhygðar. Á kaflaskilum má sjá svarthvítar ljósmyndir Þóris Guðmundssonar úr starfi Rauða krossins auk þess sem vitnað er í Mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hjálpar lesendum að setja hlutina í samhengi. Með samkennd að leiðarljósi Hæglega má lesa stríðshörmungar samtímans inn í myndasöguna Skrímsli í vanda eftir Ás- laugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal sem fyrr á árinu hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka. Í upphafi bókar gremst stóra skrímsl- inu að loðna skrímslið sé aft- ur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Þegar stóra skrímslið reynir að fá loðna skrímslið til að fara aftur heim til sín kemur í ljós að loðna skrímslið á ekki lengur neitt heimili og er auk þess stórslasað. Stílhreinar, litsterkar og tjáning- arríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita ná- kvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengju- regni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lend- ir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á end- anum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og sam- hugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað. Seinni umfjöllun Morgunblaðsins um verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið Leit að samastað í tilverunni Lestrarhestur Alice er forvitin og feimin átta ára stúlka sem kynnist ástinni í fyrsta sinn. Sátt Auðvelt er að setja sig í spor skrímslanna. Vinir Jakob leitar huggunar hjá dýrunum. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.