Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 39
2018 MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 AF BÓKMENNTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þrettán bækur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2018. Í gær var hér sagt frá sjö þeirra og nú verður fjallað um þrjár skáldævisögur og tvær skáldsögur til. Ekki er fjallað um ís- lensku bækurnar sem tilnefndar eru enda var fjallað um þær hér í blaðinu á sínum t́ima. Vita Andersen - Indigo Vita Andersen sló í gegn í heimalandi sínu með ljóðasafninu Trygheds- narkomaner sem kom út 1977. Bókin seldist metsölu í Dan- mörku þó danskir bókafrömuðir hafi tekið henni fálega. Í fyrstu bókum sínum, og reyndar í lunganum af sínu höfundarverki, er Andersen að skrifa út frá sjálfri sér, en í Indigo gengur hún nær sér en nokkru sinni. Móðir Vitu Andersen var geðveik, misþyrmdi henni og kúgaði, barði og niðurlægði, en gætti sín á því að vera alltaf vel búin og glæsileg þegar konan frá Barnavernd kom í heim- sókn. Svo sendi hún dótturina á barnaheimili til þess að hún hefði frið til að skrifa bækur (sem enginn vildi gefa út). Snemma í bókinni vek- ur móðir Andersen hana og segir henni að klæða sig, þær séu að fara út að ganga. Þær ganga langa leið niður að Löngulínu standa þar um stund og síðan tekur móðir hennar í höndina á henni og býr sig undir að kasta sér útí með barnið. Mér er kalt, ég vil fara heim, segir stúlkan, sem er þá fjögurra eða fimm ára, og verður til þess að bjarga lífi hennar. Það segir sitt að þegar Andersen segir frá láti móður sinnar undir lok bókarinnar man hún ekki lengur hvernig hún leit út. Hún man andlit móðursystur sinnar, frænku sinnar, kennara sinna, en hún getur ekki munað andlit móður sinnar: „Eina myndin sem ég sé fyrir mér af móð- ur minni er þegar hún var flutt á brott með sjúkrabílnum. Hún lá á börum og var dauð.“ Agneta Pleijel - Doften av en man Agneta Pleijel er einnig að vinna úr æsku sinni og uppvexti. Hún tók æskuna fyrir í bókinni Spådom- en – en flickas memoarer og tek- ur upp þráðinn í Doften av en man, þar sem hún er flutt til Gautaborgar að nema bókmenntafræði. Foreldrar hennar búa ekki lengur saman en eru þó enn gift og í bókinni birtist vel tog- streitan sem skilnaðarbörn lenda oft í, því hún upplifir örvæntingu móður sinnar yfir skilnaðinum, en vill að sama skapi geðjast föður sínum og halda vináttu við hann. Pleijel lýsir opinskátt samskiptum sínum við karlmenn í bókinni og því hvernig hefðbundnar skilgreiningar á stöðu karla og kvenna voru ekki síður í gildi í Svíþjóð sjöunda áratug- arins en þau höfðu verið alla tíð. „Félagsfræðiprófessorinn birtist óvænt og fer með henni á krána. Hún vill fá að vita hversvegna kon- urnar eru alltaf undirsettar. Kon- urnar verða frelsaðar þegar verka- lýðurinn hefur sigrað, svarar hann.“ Samskipti „hennar“, eins og Pleij- el nefnir sjálfa sig i bókinni við karl- menn móta lífið, oft óþægileg, stund- um ánægjuleg, yfirleitt ástlaus og duga aldrei til að veita henni lífsfyll- ingu. Þangað til hún kynnist L. og þangað til hún eignast dóttur. Einkar vel skrifuð og opinská þroskasaga. Carl Frode Tiller - Begynnelser Carl Frode Til- ler er einn þekkt- asti rithöfundur Norðmanna. Begynnelser, upphafið, hefst með endalokum, ef svo má segja, því Terje liggur banaleguna, hef- ur fallið fyrir eig- in hendi — „Nú dey ég raunveru- lega, hugsa ég, svona er að deyja.“ Áður en hann skilur við rifjast upp fyrir honum brot út ævinni, við för- um fyrst tvo daga aftur í tímann, síð- an mánuð til, þá þrjá daga í viðbót og svo koll af kolli afturábak, aftur til barnæsku Terje og þess augnabliks þegar allt fór úr skorðum. Á leiðinni fáum við að kynnast drykkfelldri móður hans, föður hans, sem yfirgef- ur fjölskylduna, og vonsvikinni og beiskri systur. Terje hefur líka sinn djöful að draga, það býr í honum ofbeldis- hrotti og togstreitan innra með hon- um kemur í veg fyrir eðlileg sam- skipti við dótturina, barnsmóður sína og reyndar alla í kringum hann. Carina Karlsson - Algot 1741 komst Hattaflokkurinn, Hattarna, til valda í Svíþjóð og í kjölfarið efndu Svíar til ófriðar við Rússa. Þessi átök eru bak- grunnur sög- unnar af Algot Johansson frá Karlskrona sem ráðinn er sem báts- maður í kjölfar mannfalls vegna stríðsins og drepsóttar. Algot fær nafnið Holm við ráðninguna og einn- ig eiginkonu og barn sem hann tekur að sér. Lífið er basl og stríðið og óvissa í kjölfar þess bæta ekki úr skák. Alg- ot glatar smám saman mennskunni og gengur æ lengra fram í hrotta- skap og grimmd með lagsbræðrum sínum sem nær hámarki með morð- um í Föglö-skerjagarðinum 1748. Þeir félagarnir komast undir manna manna hendur að lokum en áður en böðullinn tekur til sinna starfa fær Algot tíma til að velta því fyrir sér hvað gerðist eiginlega, hann hafði ætlað sér svo margt annað en varð, en hið illa náði yfirhöndinni og hið góða, sem enn var þó eftir, varð að farast með illskunni. Áhrifamikil bók, en óneitanlega nokkuð myrk. Magnus Larsen – Illinersiorluni ingerlavik inussiviuvoq Því miður barst ekki eintak af þessari bók Larsens á öðru máli en græn- lensku og því náði ég ekki að lesa hana. Í kynningu á bókinni á vef- setri verðlaun- anna kemur fram að hún heiti „Á sleðaferðum hef ég hitt margan manninn um ævina“ upp á íslensku og sé annað bindið í sjálfsævisögu Larsens, spanni árin 1963 til 1975, en í fyrsta bindinu, Illinersiorluni ingerlavik, rekur hann söguna frá 1931 til 1963. Uppgjör við illsku og erfiðleika æskunnar Vita Andersen Agneta Pleijel Carina Karlsson Carl Frode Tiller  Þrjár skáldævisögur meðal tilnefndra bóka Magnus Larsen Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 14:00 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Lau 27/10 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.