Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Vogarskálar réttlætisgyðjunnar eru rauði þráðurinn hvort sem sögusviðið færist úr stofunni yfir í eldhúsin, lög- mannsstofurnar eða dómsalinn. Vog- araflið er myndhverfing fyrir leikritið Samþykki eftir Ninu Raine, sem frumsýnt verður í kvöld í Þjóðleik- húsinu í leikstjórn Kristínar Jóhann- essdóttur. „Áhorfendur horfa á hvernig sekt og sakleysi, sannleikur og lygi, rökhyggja og tilfinningar eru vegin og metin. Í hlut áhorfandans kemur að ákveða hvort vegur þyngra; tilfinningar, sem byggjast á sam- kennd, eða lög réttarríkisins? Getur verið að réttlætisgyðjan sé blind á til- teknar staðreyndir? Eru allir jafnir fyrir lögunum? Og hver er þess um- kominn að dæma þegar öllu er á botninn hvolft? Þessum og viðlíka spurningum er velt upp í Samþykki. Nauðgunarmál er þungamiðja verks- ins, bein og óbein áhrif verknaðarins á sjö manneskjur,“ segir leikstjórinn. Flókið í meðförum? Ekki að mati Kristínar, enda er hún þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún hefur leikstýrt tug- um ólíkra verka í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar auk nokk- urra bíómynda, skrifað handrit og fengist við margt fleira á vettvangi leiklistarinnar. Umdeilt nauðgunarmál „Viðfangsefnið lá strax kristaltært fyrir mér, enda er Nina Raine mjög fær í að setja málin fram með skýrum hætti. Áður en hún skrifaði leikritið var hún lengi búin að fylgjast með nauðgunarmálum og réttarhöldum þeim tengdum í breskum dómsölum.“ Leikritið hverfist um vinahóp, fjóra lögmenn, eiginkonur tveggja þeirra og leikkonu, og síðast en ekki síst skoska lágstéttarstúlku, sem kært hefur nauðgun. Heimur hennar virð- ist í órafjarlægð frá lífi efri millistétt- arvinanna. Dómsmálið verður um- deilt og innan lögmannagengisins – eins og Kristín kallar vinahópinn, eru skiptar skoðanir um nauðganir. Smám saman fer málið að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir samskipti þeirra og ástarsambönd. Til að gera frekari grein fyrir per- sónum og leikendum eru Ed, verj- andinn, og Kitty hjón, líka Jake og Rachel, saksóknarinn Tim er einn á báti, og reyna fyrrnefndu hjónin að para hann og leikkonuna Zöru sam- an. Skoska stúlkan heitir Gayle. „Sá sem hún kærði fyrir nauðgun var sýknaður af því að réttinum tókst ekki að sýna fram á að hann hefði ver- ið í órétti. Með öðrum orðum hefði hann ekki fengið skýra neitun. Skilin á milli þess hvort samþykki var veitt eða ekki eru erfiðust í svona málum. Þegar tveir andstæðingar halda hvor fram sínum sannleika getur það tor- tímt öðrum aðilanum. Eins og sagt er í verkinu að sé lögmál grísku tragedí- unnar. Og eins og gerist í okkar sögu,“ segir Kristín. Eftir að dómur er fallinn kemur Gayle inn á heimili lögfræðinganna til að sjá böðla sína í návígi. Henni hafði alltaf þótt afskaplega tortryggilegt að menn, tengdir vinaböndum, tættu hana í sig í réttarsalnum og töldu hana óáreiðanlegt vitni í sínu eigin máli. Flókin ástarsambönd „Verkið gerist á löngum tíma. Ári eftir að réttarhöldum í máli Gayle lýkur fer Kitty að halda við Tim til að hefna fyrir framhjáhald Eds. Zara og Tim ná saman og hætta saman. Hjónaband þeirra Jake og Rachel er ekki upp á marga fiska. Smám saman fer veröld þessara broddborgara bresks samfélags að snúast um skiln- að, forræðisdeilur, nauðganir, bæði utan og innan hjónabands, hatur og sérhagsmuni.“ Ásteytingarsteinn þeirra Ed og Kitty verður til dæmis hvort hann hafi nauðgað henni, og er það jafn- framt túlkunaratriði fyrir áhorf- endur. „Snilldin í verkinu felst í að áhorfendur eru alltaf að færa sig á milli vogarskálanna til að halda með eða hafna málflutningi hvers og eins. Þeir komast að því að sjónarmið allra geta verið réttlætanleg upp að vissu marki. Og að það er enginn einn sannleikur til.“ Er það niðurstaða verksins? „Nákvæmlega. Lífið snýst um sjónarhorn. Sannleikurinn býr í öllu, jafnvel drykkfelldri skoskri stúlku, sem á að hafa skilyrðislausan rétt til að verja sig þegar á hana er ráðist, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.“ Kaldhæðni örlaganna Í leikritinu er Gayle í meðferð við áfallastreituröskun vegna þess að henni hafði áður verið nauðgað. Kald- hæðni örlaganna eru þau að hún geld- ur fyrir að leita sér hjálpar með þess- um hætti og fyrir vikið telja lögfræð- ingarnir hana ótrúverðugri en ella. Og dómurinn er eftir því. Kristín kveðst hvorki hafa skoðað kynferðisbrotamál á Íslandi áður en hún tók að sér leikstjórnina né séð leikritið á breskum leikhúsfjölum. „Sköpunarferlið færir mann gjarnan nær kjarna málsins en raunveruleik- inn sjálfur. Kynferðisbrotamál hafa verið svo mikið í umræðunni að hún hefur ekki getað farið framhjá manni. Af umræðunni er ljóst að vegna þungrar sönnunarbyrði er ennþá mjög erfitt fyrir konur að leita réttar síns í nauðgunarmálum og eru þau þess vegna oft ekki kærð.“ Leikritið er ekki staðfært fyrir ís- lenskar aðstæður, heldur tekur al- gjörlega mið af bresku réttarfari með sínum kviðdómi. „Við skyggnumst svolítið inn í og fylgjumst með hvern- ig lögmenn beita alls konar trixum til að biðla til kviðdómsins og vinna hann á sitt band. Að sumu leyti eru lög- menn eins og leikarar, þeir verða að halda með skjólstæðingum sínum rétt eins og leikarinn verður að halda með persónunni sem hann leikur. Þeir þurfa að vera innra með viðkom- andi en líka að geta haldið sig fyrir ut- an og verið hlutlausir. Sá er vandi lögfræðinga og verður líka okkar vandi.“ Okkar áhorfendanna? „Já, í því felst galdurinn. Áhorf- endur verða eins konar kviðdómarar og þurfa að velja hvort þeir taka af- stöðu eftir tilfinningum eða lög- unum.“ Fórnarlömb aðstæðna og eigin hugsana Þótt leikritið byggist á bresku dómskerfi, breskum þankagangi og stéttarvitund Breta skíni víða í gegn, segir Kristín það hafa alþjóðlega skír- skotun. „Málið varðar alla, alls staðar í heiminum. Í því ljósi er mjög nærtækt að horfa til fjölda málaferla sem staðið hafa yfir að undanförnu, ýmissa kvennahreyfinga og #metoo bylting- arinnar. Orðið „samþykki“ er núna hlaðið alveg sérstakri merkingu.“ Byggist leikritið mikið á rökræð- um? „Ekki svo mikilli vitsmunaumræðu heldur eru umræðurnar í mjög per- sónulegu samhengi og þá á tilfinn- ingasviðinu því lögmennirnir lenda í samskonar málum og þeir eru að dæma í. Samþykki fjallar um flesta þætti mannlegs eðlis og höfðar til allra sem hafa þurft að berjast fyrir rétti sínum eða hafa kannski lent í útistöð- um við maka sína eða aðra, eins og flestir hafa efalítið einhvern tímann gert. Í leikritinu eru allir fórnarlömb aðstæðna og jafnvel hugsana sinna í tilfinningaátökum. Sjálf hef ég náð ákveðnum þroska í aldri og hef ekki ennþá kynnst manneskju sem getur með sanni sagt að hún sé með allt sitt á hreinu.“ Galsafengnir lögmenn Átök kynjanna koma líka við sögu, en eru þó ekki sérstaklega í brenni- depli. Konurnar í verkinu eru að sögn Kristínar yfirleitt meiri tilfinninga- verur heldur en karlarnir, lögmenn- irnir, sem eru fremur talsmenn rök- hugsunar. „Annars eru persónurnar með mjög skýr einkenni og fjarri því að vera hjarðir talsmanna eins né neins. Húmorinn er aldrei langt und- an, lögmennirnir geta verið galsa- fengnir. Enda er það svo að þegar fólk missir jafnvægið í tilfinninga- átökum verða aðstæður oft svolítið kómískar. Og þá komum við aftur að þessu vegasalti, sem er tragikómed- ían og er stór partur af þeim sjónar- hóli sem Nina Raine skrifar leikritið út frá. Í heildina er verkið marg- brotið, bæði í tíma og rými.“ Nú þaulþekkir þú þetta verk, held- ur þú með einni persónunni umfram aðrar? „Nei, ég held með öllum. Þetta eru mannlegar verur og maður heldur alltaf með mennskunni. Allir eru breyskir og eiga að fá möguleika til að vinna sig út úr sjónskekkju, nær- sýni eða einhverju klúðri í lífinu. Aðalatriðið er að koma jafnvægi á vogarskálarnar.“ Hvernig tilfinningu vilt þú að áhorfendur taki með sér heim að lok- inni sýningu? „Ég vil að þeir spyrji sig spurn- inga. Ef áhorfendur eru enn að velta fyrir sér hver hafði rétt fyrir sér og hver rangt er sigurinn unninn. Og spyrji sig líka hvort tilfinningar eigi heima í réttarsölunum eða hvort lög- in séu ofar tilfinningu, þegar dæmt er.“ Lífsfögnuðurinn í sköpuninni Stundum er ekki jafnvægi á vogar- skálum lífsins í öðru tilliti. Tilfinn- ingar eins og sorg geta þyngt aðra skálina langt umfram hina. Þetta reyndi Kristín á eigin skinni þegar eiginmaður hennar, Sigurður Páls- son, rithöfundur, veiktist fyrir fjórum árum, en hann lést í fyrra. Þau hjónin voru alla tíð mjög samhent og leik- stýrði Kristín mörgum hans verkum. Þegar hún er spurð hvernig hún hafi tekist á við sorgina svarar hún: „Heimurinn hrundi, en ég er að reyna að finna leið til að leggja nýjan grunn. Ég hefði ekki getað séð fyrir eða ímyndað mér að missir gæti verið svona sár. Hins vegar bý ég að því að geta alltaf leitað til hans – í verkin hans. Sigurður brýndi fyrir mér að lífsfögnuðurinn væri grundvallar- atriði og hvatti mig til að finna þann fögnuð í sköpuninni og með góðu fólki. Eins og ég er til dæmis að vinna með í leikritinu Samþykki. Það er hrein og klár lífsbjörg. “ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Enginn einn sannleikur  Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir Samþykki sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld  Til- finningar byggðar á samkennd og lög réttarríkisins lögð á vogarskálarnar  Hvort vegur þyngra? Hið gullna jafnvægi „Aðal- atriðið er að koma jafnvægi á vogarskálarnar,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.