Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Enn liggur ekki fyrir hvar fyrir- huguð smáhýsi fyrir utangarðsfólk í Reykjavík verða staðsett, en það verður þó í fimm húsa þyrpingum vestan Elliðaáa. Þetta segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Um síðustu helgi auglýsti inn- kaupadeild borgarinnar fyrir hönd velferðarsviðs eftir tilboðum í hönn- un, smíði, flutning á verkstað, niður- setningu, tengingar og frágang á nærumhverfi 20 smáhýsa í Reykja- vík. Borgarrráð hefur samþykkt að verja allt að 450 milljónum króna í verkefnið. Kaup á slíkum smáhýsum falla að skaðaminnkunarverkefninu „Húsnæði fyrst“ og eru liður í að- gerðaáætlun í málefnum utan- garðsfólks. Í auglýsingunni segir að stærð húsanna skuli vera sem næst 25 fer- metrar og ytra og innra byrði þeirra þarf að vera sterkbyggt. Húsin verða í þyrpingum og skulu bjóð- endur miða við fjarlægðir milli byggingahluta við hönnun og stað- setningu húsanna. Gerð er rík krafa um að húsin verði hlýleg að utan sem innan. Tilboðum á að skila fyrir 3. desember næstkomandi. Elfa Björk segir að gert sé ráð fyrir því að fyrstu nýju smáhýsunum verði úthlutað í febrúar á næsta ári. Við það er miðað að í hverju smáhýsi búi einstaklingur eða par. Þau eru ætluð fyrir fólk sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og/eða vímuefna- neyslu, annarra veikinda eða sér- þarfa. Fyrir nokkrum árum var smáhýsum fyrir utangarðsfólk kom- ið fyrir á svæði á Granda. Reynslan af þeim hefur verið metin góð, fólkið fékk stuðning og gistinóttum í fangaklefum lögreglu fækkaði. Staðsetning ekki ákveðin  Í bígerð að reisa 20 ný smáhýsi fyrir utangarðsfólk Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skjól Smáhýsin eru ætluð heimilis- lausu utangarðsfólki. ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Félagsbústöðum leiðbeint  Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar kom með ýmsar ábendingar í skýrslu  Sækja þarf heimild til stjórnar vegna útgjalda sem eru ekki á fjárhagsáætlun Stjórn Félagsbústaða hf. þarf nú þegar að setja fé- laginu innkaupastefnu og marka þannig skýrar línur varðandi innkaup. Þá þarf framkvæmda- stjóri að setja félaginu innkaupareglur á grund- velli innkaupastefnunnar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar til stjórnar Félagsbústaða hf. um viðhaldsfram- kvæmdir við Írabakka 2-16 á árunum 2012-2016. Eins og fram hefur komið fór kostnaður við framkvæmdirnar langt fram úr áætlunum. Raun- kostnaður við framkvæmdina varð um 728 millj- ónir, á verðlagi hvers árs, en stjórn Félagsbústaða hafði samþykkt framkvæmdir upp á 398 milljónir. Framúrkeyrslan varð því 330 milljónir eða 83%. Innri endurskoðun kemur með ýmsar ábend- ingar í skýrslu sinni um það sem betur má fara hjá Félagsbústöðum. Ábendingunum er skipt í fjóra flokka eftir alvarleika þeirra. Bregðast þarf strax við alvarlegustu veikleikunum. Þar á meðal er ábending um að sækja þurfi um heimild til stjórn- ar áður en stofnað er til útgjalda sem ekki eru á fjárhagsáætlun. Séu fjárhagsskuldbindingar ekki bornar undir stjórn sé það annars vegar brot á starfsreglum stjórnar og hins vegar skerði það möguleika stjórnar til að rækja eftirlitshlutverk sitt. Önnur alvarleg ábending er um að Félags- bústöðum beri að hlíta lögum um opinber innkaup. Koma verði á innkaupaferli sem tryggi fylgni við ytra regluverk, jafnræði í innkaupum og gæði og tímanleika þjónustu. Í því felst m.a. að fram fari útboð þegar kostnaðaráætlun fer yfir viðmiðunar- fjárhæðir. Þegar óskað sé eftir verðtilboði sé nauðsynlegt að óska eftir því frá stórum hópi til að auka líkur á að fá hagstætt tilboð. Þá verði undir- ritaðir verksamningar við verktaka að vera fyrir hendi þar sem komi skýrt fram til hvers kaupandi ætlist af seljanda vöru eða þjónustu. Auk þess er m.a. bent á að gera þurfi reglu- bundna könnun á viðskiptum við tengda aðila, að nýta ætti aðferðafræði verkefnastjórnunar við stjórnun stærri framkvæmda og að ástandsskoð- un eigi að vera forsenda allra framkvæmda. Þá þurfi að bæta eftirlit með verktökum og hafa eftir- lit með framkvæmdum á verkstað. Einnig þarf að innleiða reglubundna skýrslugjöf til stjórnar fé- lagsins um framgang framkvæmda. gudni@mbl.is Vel á annað hundrað manns undir- rituðu áskorun í gær á heimasíðunni Ísland.is og kröfðust þess að stjórn Sjómannafélags Íslands boðaði til félagsfundar innan sólarhrings, og er sérstaklega óskað eftir því að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lög- mætis brottvikningar hennar úr fé- laginu. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sagðist í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær ekki kannast við þá kröfu. Þá blés hann á gagnrýni formanna VR, Efl- ingar, Framsýnar og VLFA á brott- vikningu Heiðveigar. „Við höfum aldrei skipt okkur af neinu í öðrum félögum og mér finnst það vera einkamál hvers félags fyrir sig hvernig menn hátta sínum málum,“ sagði Jónas í gær. Krefjast fundar Heiðveig María Einarsdóttir Jónas Garðarsson „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr ann- arri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn. Fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur misst sýningarréttinn á ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu frá og með næsta tímabili. Magnús Ragnarsson sjónvarps- stjóri staðfestir að Síminn hafi gert tilboð í réttinn. Stöð 2 Sport missir enska boltann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Basalt arki- tektum Hönnunarverðlaun Íslands 2018 við hátíðlega at- höfn á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Hlaut stofan verð- launin fyrir arkitektúr í baðmenningu á Íslandi, meðal annars við Bláa lónið og GeoSea-sjóböðin á Húsavík. Segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar að Basalt arkitektar hafi „einstakt lag á að tvinna mann- virki saman við náttúruna“. Þá sé byggingarlistin í hæsta gæðaflokki þar sem hvert smáatriði sé úthugsað og rými hönnuð af virðingu og látleysi. Basalt arkitektar hrepptu hnossið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hönnunarverðlaun Íslands árið 2018 afhent á Kjarvalsstöðum í gær Framhaldshluthafafundur HB Granda fór fram í gær en þar kynntu starfsmenn Kviku banka hf. samantekt minnisblaðs vegna fyrir- hugaðra kaupa HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur. Á hluthafafundi 16. október var óskað eftir nýju mati Kviku á kaupunum. Í kjölfarið var tillaga stjórnar til hluthafa- fundarins um að staðfesta ákvörð- un um kaupin tekin fyrir og var til- lagan samþykkt með 95,8% atkvæða þeirra hluthafa sem fund- inn sátu. Kaupin samþykkt Rannveig Ernudóttir, varaborgar- fulltrúi Pírata, gagnrýnir vinnubrögð samflokksmanna sinna hart á face- booksíðu sinni í gær. Segist hún hafa sent skrif- stofu borgar- stjórnar erindi þar sem hún óski eftir að fá að vita hverjar afleið- ingar þess væru ef hún sem kjör- inn fulltrúi segði sig úr Pírötum, þar sem hún hafi mikinn áhuga á að starfa fyrir borg- ina en ekki sem Pírati. Rannveig lýsir í facebookfærslunni óánægju með þá niðurstöðu úr- skurðarnefndar Pírata að víkja beri starfsmanni skrifstofu flokksins úr starfi og segir þann úrskurð ljótan og illa ígrundaðan. Þá sé hann hluti af stærri mynd sem einkennist af „ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati ein- eltistudda á eigin ágæti“. Segir hún það ekki einsdæmi að starfsmenn flokksins séu hraktir á braut heldur virðist það fremur vera venjan. „Hreyfing sem kemur svona fram við starfsfólkið sitt er ekki fær um að leiða baráttuna fyrir bættu sam- félagi,“ segir Rannveig meðal annars. Kannar stöðu sína hjá borginni  Á útleið og gagnrýnir vinnubrögð Pírata Rannveig Ernudóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.