Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Akureyri -3 heiðskírt Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 9 þoka Helsinki 9 þoka Lúxemborg 7 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 9 skýjað Glasgow 8 léttskýjað London 9 léttskýjað París 9 heiðskírt Amsterdam 8 skúrir Hamborg 10 léttskýjað Berlín 10 léttskýjað Vín 15 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 21 skýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 15 rigning Róm 17 rigning Aþena 19 heiðskírt Winnipeg -1 snjóél Montreal 3 súld New York 20 rigning Chicago 7 skýjað Orlando 25 heiðskírt  3. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:18 17:06 ÍSAFJÖRÐUR 9:36 16:57 SIGLUFJÖRÐUR 9:20 16:39 DJÚPIVOGUR 8:51 16:32 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Norðlæg átt, 8-13 m/s og él N-til á landinu en skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Hiti víða 0 til 5 stig við sjávarsíðuna en vægt frost inn til landsins. Dregur úr vindi og úrkomu, N 8-18 og stöku él um kvöldið, hvassast S og V-til, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig til landsins, en kringum frostmark við ströndina. Fosshótel verður lokað yfir veturinn Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði verður lokað næstu þrjá mánuðina, frá síðustu mánaðamótum til 1. febr- úar, vegna lítillar aðsóknar yfir vetrarmánuðina. Síðan hótelið var opnað árið 2014 hefur því aldrei ver- ið lokað yfir vetrarmánuðina fyrr en nú. „Það var ekki grundvöllur fyrir því að hafa opið á hótelinu á þessum tíma, en það hefur verið mínus- rekstur yfir þessa tilteknu vetrar- mánuði,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Fosshótel Austfirðir er starfrækt í fjórum byggingum við Hafnargöt- una en byggingarnar hafa verið endurgerðar í samvinnu við Minja- vernd og eru þekktar sem frönsku húsin. Þekktasta húsið er bygging Franska spítalans sem var reist árið 1903 og var í notkun til ársins 1939. Á Fosshótel Hellnum er ávallt lokað á veturna en Fosshótel Vest- firðir verður lokað í vetur annað árið í röð. Davíð segir að reksturinn sé strembnari yfir vetrarmánuðina á landsbyggðinni. „Nýtingin á þessu svæði er sú sama og í fyrra yfir sömu mánuðina. Almennt séð hefur aðsóknin ekki dregist mikið saman, okkur hefur tekist að halda sömu nýtingu milli ára á þessum slóðum, en á landsbyggðinni, s.s. á Aust- fjörðum, Vestfjörðum og á Norður- landi, hefur aðsóknin minnkað á vet- urna,“ segir Davíð. veronika@mbl.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði farið að launakröfum verka- lýðshreyfingarinnar og vinnuvikan stytt gæti það hækkað byggingar- kostnað um jafnvel fimmtung. Þetta segir umsvifamikill verktaki sem óskaði nafnleyndar. Máli sínu til stuðnings setti hann fram rauntölur um kostnað á verk- efni sem er í gangi í Reykjavík. Væru laun hækkuð um 42 þúsund á mánuði eftir áramót og vinnuvikan óbreytt, eða 40 stundir, muni heildar- kostnaðurinn aukast um 5%. Með sömu launahækkun og styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir aukist heildarkostnaðurinn um 10% og um 15% sé vinnuvikan stytt í 30 stundir. Hækkar með hærri launum Tölurnar eru námundaðar. Tekið er tillit til alls launakostnaðar, þ.m.t. hjá undirverktökum og birgjum. Séu launin aftur hækkuð um 42 þúsund í ársbyrjun 2020 og um 41 þúsund í byrjun árs 2021, alls um 125 þúsund, aukist heildarkostnaðurinn enn meira. Þannig muni 125 þús. kr. launahækkun og stytting vinnuvik- unnar í 35 stundir þýða 21% hækkun heildarkostnaðar og 26% hækkun, sé vinnuvikan stytt í 30 tíma. Verktakinn taldi útreikningana raunhæfa. Meðal annars bendir hann á að ekki sé einfalt mál að fjölga starfsfólki til að vega á móti styttri vinnuviku. Víða sé takmarkað rými á framkvæmdastað, m.a. þar sem byggðin er þétt og eins er takmarkað hvað hægt er að hafa marga starfs- menn, t.d. undir byggingarkrana. Til að halda sömu framleiðslu þurfi því að vinna fleiri næturvinnutíma. Skila- dagsetningar séu jafnan stífar. Mark- aðurinn sé ekki reiðubúinn að gefa eftir tíma, sem kosti enda peninga. Þá sé ekki tekið tillit til áhrifa breyt- inga gengis á efniskostnað. Samtökin Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) funduðu á fimmtudag. Þau gæta hagsmuna hót- ela vítt og breitt um landið. Mörg hótel rekin með tapi Kristófer Oliversson, eigandi og framkvæmdastjóri CenterHotels, er formaður samtakanna. Hann segir það hafa komið skýrt fram á fund- inum að mörg hótel muni ekki bera stóraukinn launakostnað. Þá ekki síst hótel úti á landi. Mörg hafi enda verið rekin með tapi í ár. T.d. hafi athugun KPMG bent til að EBITDA hótela á Norðurlandi (hagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta) hafi verið neikvæð um 20% í fyrra. „Staðan úti á landi gengur ekki upp til lengdar. Tekjurnar hafa dreg- ist saman með styrkingu krónunnar og kostnaðurinn aukist með launa- hækkunum. Það dugir ekki að krón- an veikist lítillega. Það þarf meira til. Þessi þróun hefur leitt af sér ósjálf- bæran rekstur á sumum stöðum og landsvæðum. Það virðist vera að Vesturland, Vestfirðir, Norðurland og Austurland eigi mjög undir högg að sækja og mikilvægt að við náum góðu samtali við stjórnvöld um stöðuna,“ segir Kristófer. Launahækkanir auka kostnað við húsbyggingar  Verktaki áætlar hækkunina allt að 26%  Hótel úti á landi bera ekki hærri laun Áhrif launahækkana á byggingarkostnað Reiknað út frá mismunandi launakröfum verkalýðsfélaga *Miðað við 42.000 kr. hækkun 1.1.2019 og aftur 1.1.2020 og 41.000 kr. hækkun 1.1.2021 42.000 kr. hækkun og óbreytt vinnuvika 42.000 kr. hækkun og 35 tíma vinnuvika 42.000 kr. hækkun og 30 tíma vinnuvika 125.000* kr. hækkun og 35 tíma vinnuvika 125.000* kr. hækkun og 30 tíma vinnuvika 105% 110 % 115% 121% 126 % H ei m ild : Á æ tlu n ve rk ta ka í R vk . 1. janúar 2019 1. janúar 2021 Núverandi kostnaður (100%) N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Síðdegis í gær byrjuðu starfsmenn Mjólkursamsölunnar að dreifa mjólk í svonefndum fullveldisfernum. Á fernunum, sem eru með jólasvip, eru sex útgáfur texta og mynda um markverða atburði á fullveldisárinu 1918, svo sem Kötlugosið og frosta- veturinn mikla. „Fróðleiksmolarnir verða á mjólkurfernunum fram að áramótum og við vonum að fólk verði fróðara um þetta merkisár í Ís- landssögunni,“ sagði Guðný Steins- dóttir, sölustjóri MS, þegar þau Her- mann Erlingsson, vöruhússtjóri fyrirtækisins, og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri fullveldisnefndar, sem er lengst til hægri á myndinni, skoðuðu fyrstu fernurnar. „Fernurnar eru skemmtilegur miðill til að miðla fróðleik,“ sagði Ragnheiður Jóna, sem minnir á að 1. desember nái dagskrá fullveldisárs- ins hámarki. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fullveldis- fernur í verslanir Arion banki hef- ur hætt við að fjarlægja hrað- banka sinn á Hofsósi en hann er eini hraðbank- inn á staðnum. Var það tilkynnt þegar byggðaráð Skagafjarðar og sveitarstjóri fóru á fund banka- stjórans og fleiri yfirmanna. Fyllt var aftur á hraðbankann í gær. Íbúar á Hofsósi og nágrenni lýstu megnri óánægju með ákvörðun bankans um að loka. „Við hlust- uðum á þá gagnrýni sem kom fram,“ segir Haraldur Guðni Eiðs- son, upplýsingafulltrúi Arion banka. Hann segir að jafnframt verði skoðað hvort mögulegt sé að auka aðgengi að hraðbankanum til að auka notkun hans og þar með tekjur af honum. „Allir eru ánægðir með þetta,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitar- stjóri. helgi@mbl.is Hættu við að loka hraðbankanum Arion Stjórnendur skiptu um skoðun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.