Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilbrigðisþing Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst vera bjartsýn á samstarf við nýjan forstjóra SÍ. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Endurmeta þarf umhverfi þjónustu sérgreinalækna og velferðarráðu- neytið þarf að vera markvissara í kaupum á heilbrigðisþjónustu. Þetta er mat Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra. Rammasamningur Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ) við sérgreina- lækna rennur út um áramótin og hefur ráðherra fundað tvívegis með sérgreinalæknum frá því í sumar þar sem skerpt hefur verið á grund- velli sameiginlegs skilnings á því hvað þurfi að felast í nýjum samn- ingum. „Þeir fundir hafa verið verulega gagnlegir, við erum að mörgu leyti að koma inn í nýtt umhverfi í ljósi þess að við erum með skýrslu Ríkis- endurskoðunar um kaup á heil- brigðisþjónustu og McKinsey- skýrsluna,“ segir Svandís og á þá við skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á rekstrar- hagkvæmni og stöðu Landspítalans sem gerð var fyrir tveimur árum. Tíminn of knappur Svandís segir að við gerð nýja samningsins skipti máli að einhvers konar aðgangsstýring eða trygging verði fyrir því að ráðuneytið verði meðvitað um hvaða heilbrigðisþjón- usta verði veitt á grundvelli samn- inganna. „Okkur hefur orðið töluvert ágengt í að stilla saman strengi,“ segir Svandís og er hún bjartsýn á að samstarf við nýjan forstjóra SÍ, Maríu Heimisdóttur, sem tók form- lega við embættinu í fyrradag, muni ganga vel. Að öllu óbreyttu verða samningar hins vegar lausir um áramótin og Svandís segi að ómögulegt sé að segja til um hversu lengi sérgreina- læknar verði án samnings. Hún hef- ur áður lýst vilja sínum til að fram- lengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi og segir hún að sér- greinalæknar hafi sjálfir kallað eftir því þar sem tíminn til að ganga frá nýjum samningum er of knappur. „Ég er sammála því, þetta eru mismunandi sérgreinar og mismun- andi umgjörð sem hver grein kem- ur úr og þarf á að halda. Ég vænti þess að sérgreinalæknar ígrundi það vel hvort það geti ekki verið okkar sameiginlegi skilningur að við getum haft þetta ráðrúm til að setja saman nýtt samningsum- hverfi. En það eru tveir við borðið og við sjáum bara hvernig þessu samtali vindur fram. Ég er vongóð.“ Umhverfi sérgreina- lækna endurmetið  Ráðherra segist vongóð um að nýir samningar takist 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri kandídata hjá Landspítalanum og formaður í nefnd velferðarráðuneyt- isins sem skipuleggur námsblokkir læknakandídata í starfsnámi, segir Íslendinga sem útskrifast sem læknar erlendis velkomna á kandídatsár á spítalanum. Þeir séu hópur sem spítalinn vilji gjarnan fá heim að loknu námi. „Ég hef ekki áhyggjur af þeim Ís- lendingum sem eru að læra læknis- fræði erlendis. Þeir komast að hjá okkur svo fremi sem þeir uppfylla okkar skilyrði og standast okkar kröfur. Við höfum til fjölda ára ekki verið að fullmanna kandídatsstöður á Landspítalanum eða Sjúkrahúsi Akureyrar. Það er því pláss fyrir fleiri en hefur verið. Þarna er á ferð íslenskumælandi fólk með læknismenntun. Við verð- um að gera allt sem við getum til að kynna fyrir þeim íslenskt heilbrigð- iskerfi og stuðla að því að meiri líkur séu á að þeir komi til okkar í fram- tíðinni. Síðustu ár höfum við snúið vörn í sókn. Það hafa fleiri úr þess- um árgöngum verið að koma hingað á kandídatsárið,“ segir Inga. Skiptist í nokkra hluta Kandídatsárið er 12 mánuðir. Þriðjungurinn, eða fjórir mánuðir, er á heilsugæslunni. Tveir mánuðir geta verið á heilsugæslu eða spítala. Svo skiptast sex mánuðir í fjóra mánuði á lyflækningasviði og svo tvo mánuði á annaðhvort skurðlækn- ingasviði eða bráðamóttöku. Fram kom í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að hundruð Íslendinga leggja nú stund á læknisfræði í Evrópu. Þar af eru um 60 í Ung- verjalandi og um 160 í Slóvakíu, að sögn ræðismanns Íslands í Slóvakíu. Þá kom fram að kandídatsárið er nauðsynlegt við umsókn um almennt lækningaleyfi. Það gildir líka fyrir þá sem ljúka læknisfræði frá Há- skóla Íslands. Inga Sif segir vert að hafa í huga að Norðmenn sem ljúka læknisfræði í Slóvakíu geti ekki gengið að því sem vísu að komast á kandídatsár í Noregi. Dæmi séu um að erlendir læknar sýni kandídatsárinu hér áhuga. Ekki víst að allir komi heim Inga Sif bendir á að ekki sé full- víst að allir íslensku nemendurnir útskrifist, eða snúi heim, að loknu læknanámi ytra. „Sumir eignast maka úti og er því ekki fullvíst að allir komi til Íslands að loknu námi. Fulltrúar úr nefndinni sem skipu- leggur kandídatablokkirnar hafa farið í tvígang í ferðir til Debrecen í Ungverjalandi og einu sinni til Mart- in í Slóvakíu til að kynna kandídats- árið á Íslandi. Einnig eru reglulegar kynningar haldnar á Íslandi þegar margir erlendir íslenskir læknanem- ar eru í starfsnámi við LSH. Á næsta ári erum við að fá töluvert fleiri umsóknir en við höfum nokk- urn tímann fengið áður. Þetta eru alls 95 umsóknir. Það eru ekki að- eins íslenskumælandi læknar. Þetta eru líka læknar af erlendu bergi brotnir sem eru að sækja um. Það spyrst út að við erum með flott kandídatsár á Íslandi. Við erum oft- ast með 60-70 umsóknir. Umsókn- irnar eru því um 20-30 fleiri en vana- lega. Stærstur hluti þessara er íslenskumælandi læknar.“ Inga Sif kveðst aðspurð ekki hafa sundurgreint þennan hóp erlendra umsækjenda. Þó sé algengt að þeir séu makar Íslendinga. Sumir hafi sest hér að. Gerðar séu mjög miklar kröfur um íslenskukunnáttu til að komast inn á kandídatsárið. Velkomnir á kandídatsárið Inga Sif Ólafsdóttir  Landspítalinn segir nóg pláss fyrir þá sem ljúka læknanáminu frá erlendum háskólum Opinn kynningarfundur Uppbygging Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni er í fullum gangi en markmið garðanna er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun í samstarfi við atvinnulíf. 6. nóvember kl. 16 á Litla torgi, Háskóla Íslands Dagskrá: Hvers vegna á Háskólinn Vísindagarða? Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ Að efla samfélagið Hilmar Bragi Janusson, stjórnarformaður VHÍ Þetta eru Vísindagarðar Háskóla Íslands - stutt erindi: Hrólfur Jónsson frá Vísindagörðum Sesselja Ómarsdóttir frá Alvotech Vera Dögg Antonsdóttir frá Grósku Kristinn Jón Ólafsson frá Reykjavíkurborg Allir áhugasamir velkomnir. Léttar veitingar og spjall í lokin. Vísindagarðar Háskóla Íslands Gert er ráð fyrir því að allt að 500 íbúðir sem sérstaklega eru hugs- aðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaup- endur verði byggðar á sjö mismun- andi reitum í Reykjavíkurborg á næstu árum, en borgin mun út- hluta lóðum til framkvæmdaaðila á föstu verði, sem er 45.000 krónur á hvern fermetra ofanjarðar, auk gatnagerðargjalda, nema annars sé getið. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr á þessu ári eftir hugmyndum að sam- starfsaðilum til að þróa og hanna hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufu- nesi, í Bryggjuhverfinu, við Sjó- mannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði, en deiliskipulag þess- ara svæða er mislangt á veg komið. 500 íbúðir á sjö reitum Mynd ranglega merkt Tölvuteikning á forsíðu Morgun- blaðsins í gær af fyrirhugaðri borgarlínustöð var ranglega merkt. Var hún merkt söluvef ÞG verk en þaðan var hún sótt, líkt og getið var. Hið rétta er að arkitektastofan Arkís er höfundur myndarinnar. Sýnir hún drög að biðstöð fyrir borgarlínu á Krossmýrartorgi í fyrirhugaðri íbúðarbyggð á Ártúns- höfða í Reykjavík. Beðist er velvirð- ingar á þessari ónákvæmni. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.