Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 11
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 27.980 29.980 25.980 FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Borgarráð hefur samþykkt að út- hluta Íbúðafélaginu Bjargi lóð og byggingarrétti á reit sem liggur við Hraunbæ-Bæjarháls. Byggingar- rétturinn heimilar byggingu fjög- urra fjölbýlishúsa með samtals 99 íbúðum. Byggingarnar, með bíla- geymslum, verða alls 11.674 fer- metrar að flatarmáli. Á þessum nýja byggingarreit í Árbæjarhverfi er gert ráð fyrir að byggt verði rúmlega 28 þúsund fer- metra húsnæði með um 200 íbúðum alls. Um að ræða tveggja til fimm hæða byggingar. Bjarg greiðir 428 milljónir fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjald. Greiðsla fyrir byggingarréttinn gengur til uppgjörs á 12% stofn- framlagi Reykjavíkurborgar til byggingar íbúða á grundvelli laga frá 2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúða auk sameignar á kostnaðarverði til Fé- lagsbústaða hf., sem sér um rekst- ur og umsýslu almennra félags- legra leiguíbúða Reykjavíkur- borgar. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignar- stofnun rekin án hagnaðarmark- miða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjöl- skyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. sisi@mbl.is Tölvuteikning/A2F arkitektar Nýtt hverfi Við Hraunbæ-Bæjarháls er áformað að reisa allt að 200 íbúðir. Bjarg byggir 99 íbúðir við Hraunbæ  Nýr byggingarreitur í Árbænum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfisstofnun, ásamt Reykja- víkurborg, hefur kynnt áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði. Akurey er lág og vel gróin eyja, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi lang- algengastur, um 15.000 pör. Akurey flokkast sem alþjóðlega mikilvæg sjó- fuglabyggð þar sem viðmiðið er yfir 10.000 pör. Vinsælt er að sigla með ferðamenn að eyjunni á sumrin til að kynna þeim lundabyggðina. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að markmiðið með friðlýsingu Akureyjar sé að vernda þetta al- þjóðlega mikilvæga fuglasvæði í Reykjavík og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista um fugla, skil- greindur sem tegund í bráðri hættu. Einnig er markmiðið að vernda lífríki í fjöru og á grunnsævi. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. nátt- úruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á fram- kvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega. Að kynn- ingartíma loknum tekur Umhverfis- stofnun saman umsögn um fram- komnar athugasemdir við áformin og skilar til umhverfis- og auðlinda- ráðherra. Í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að kveða á um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að hlúa að og mæta þörfum tegunda sem verndin beinist að eða til að viðhalda búsvæð- um eða vistgerðum. Takmarka má umferð um friðlönd á vissum tíma árs eða á tilteknum stöðum ef það er nauðsynlegt. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til 2. janúar 2019. Þeim skal skilað til Umhverfisstofnunar. Mikilvæg lundabyggð friðlýst  Akurey er talin alþjóðlega mikilvæg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akurey Er í Kollafirði, skammt und- an Örfirsey. Þar er mikið fuglavarp. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Kringlunni 4c – Sími 568 4900 GLÆSILEGT ÚRVAL AF SAMKVÆMIS FATNAÐI Kr. 7.990.- Str. S-XXL Litur: svart og vínrautt Opið í dag frá 11-15 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar peysur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.