Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 21

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki 19 Jón Eðvald Frið- riksson, fram- kvæmdastjóri sjávarútvegs- fyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, hef- ur látið af störf- um, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Við stöðu fram- kvæmdastjóra í hans stað tekur Frið- björn Ásbjörnsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Í tilkynningunni segir að Jón Eð- vald hafi starfað hjá félaginu í 22 ár, eða frá 1. ágúst 1996, og stýrt þar kröftugri uppbyggingu þess og dag- legum rekstri af mikilli elju, eins og það er orðað í tilkynningunni. Fyrrverandi bæjarstjóri Jón Eðvald, sem er 64 ára gamall, starfaði áður meðal annars sem rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga en þar áður að eigin atvinnu- rekstri á Sauðárkróki. Enn fremur var Jón Eðvald bæjarstjóri á Ólafs- firði í nokkur ár og einnig sveitar- stjóri Skútustaðahrepps. tbj@mbl.is Jón hættur hjá FISK  Friðbjörn Ásbjörns- son tekur við starfinu Jón Eðvald Friðriksson BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er full ástæða fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis að fara yfir þetta mál og fá allar upplýsingar upp á borðið. Það þarf að upplýsa með skýrum hætti á hverju Ís- landspóstur hefur verið að tapa og hverju ekki. Þá þarf einnig að upplýsa hvort það standist skoðun að ekkert hafi ver- ið flutt milli einka- og samkeppnis- rekstrarins.“ Þetta segir Ólafur Stephen- sen, framkvæmdastjóri Félags at- vinnurekenda, inntur eftir viðbrögð- um við fréttum Morgunblaðsins af síversnandi rekstrarhorfum hjá Ís- landspósti. Í blaðinu í gær sagði Ingi- mundur Sigurpálsson, forstjóri fyrir- tækisins, að ef fram héldi sem horfði myndu stjórnvöld þurfa að veita Ís- landspósti frekari fyrirgreiðslu, um- fram það 500 milljóna króna skamm- tímalán sem fjármála- og efnahags- ráðherra ákvað að veita fyrirtækinu í september síðastliðnum. Síðan þá hefur enn meiri samdráttur orðið í bréfsendingum innan svokallaðs einkaréttar, að sögn Ingimundar. „Við hnjótum um þessar skýringar Póstsins, þ.e. að fækkun bréfsendinga innan einkaréttar sé ástæða rekstrar- stöðu fyrirtækisins. Ástæðan er sú að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hef- ur lýst því yfir að þessi hluti rekstrar- ins skili ásættanlegri rekstrarniður- stöðu. Stofnunin hefur aðgang að bókhaldsupplýsingum fyrirtækisins og er því í góðri stöðu til að meta þetta,“ segir Ólafur. Urðu ekki við beiðni um hækkun Íslandspóstur hefur fyrr á þessu ári óskað eftir frekari gjaldskrár- hækkunum, en þær getur fyrirtækið ekki ráðist í án atbeina PFS. Stofn- unin hefur ekki talið ástæðu til að taka þá beiðni til greina. „Fyrst sú er reyndin þá er það ann- aðhvort til marks um að PFS sé ósammála Íslandspósti um ástæð- urnar að baki því tapi sem nú hefur orðið á rekstrinum, eða þá að stofn- unin er að taka á sig ábyrgðina á þess- um taprekstri.“ Meðal þess sem Íslandspóstur hef- ur nefnt sem ástæðu versnandi rekstrarstöðu innan einkaréttarins er sú staðreynd að fyrirtækið hefur þurft að niðurgreiða sívaxandi póst- sendingar frá Kína. Vegna samnings innan vébanda Alþjóðapóstssam- bandsins, sem Ísland er aðili að, ber íslenskum stjórnvöldum að niður- greiða póstsendingar sem berast frá þróunarlöndum. Greint hefur verið frá því að tap Íslandspósts vegna þessa nemi um 475 milljónum króna á ári. Ekki þörf á gjaldskrárhækkun Morgunblaðið/Eggert Íslandspóstur FA vill að farið verði ofan í saumana á rekstrinum.  FA segir ólíklegt að samdráttur í bréfsendingum skýri taprekstur Íslandspósts  Félagið kallar eftir því að Alþingi fari nú ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins Ólafur Stephensen Morgun- blaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Inga Jó- hannssyni um hvort ís- lenska ríkið kannaði möguleika þess að segja sig úr Al- þjóðapóstsambandinu líkt og Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna hefur sagt bandarísk stjórnvöld stefna nú að. Sú ráð- stöfun myndi binda enda á gríðarlegar niðurgreiðslur við kostnað póstsendinga frá Kína hingað til lands og annarra þró- aðra ríkja en þær hafa stórauk- ist með aukinni netverslun um allan heim. „Við fylgjumst náið með og vonum að úrsögnin hraði því að jafnvægi náist varðandi póst- sendingar frá t.d. Kína. Ég hyggst taka þetta til umræðu á vettvangi samstarfsráðherra Norðurlanda,“ segir Sigurður Ingi. Vonast eftir breytingum ÚRSÖGN BANDARÍKJANNA Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.