Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16
Mikið úrval af eigin
hönnun og framleiðslu
Frábær verð
Gerið verðsamanburð
Takið þátt í
leiknum á
Facebook
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Kosið verður um þriðjung þingsæta í
öldungadeild Bandaríkjaþings á
þriðjudaginn og virðast litlar líkur á
að Repúblikanaflokkurinn tapi
meirihluta í þingdeildinni. Alls eru
100 þingmenn í öldungadeildinni,
tveir fyrir hvert ríki Bandaríkjanna,
óháð íbúafjölda. Atkvæðafjöldi á bak
við við hvern þingmann er því afar
ójafn en hugmyndin með þessu kerfi
er að tryggja að fámennari ríki hafi
rödd í þinginu.
Kjörtímabil öldungadeildarþing-
manna er sex ár og eru þeir flokkaðir
í þrjá hópa (Class 1, 2 og 3) sem kosið
er um á tveggja ára fresti. Í hverjum
hópi eru 33 til 34 þingmenn en kosið
verður um alls 35 þingsæti í ár vegna
sérstakra kosningar um auð þing-
sæti í Minnesota og Mississippi.
Í fyrrnefnda ríkinu mun sérstök
kosning eiga sér stað vegna þess að
demókratinn Al Franken sagði af
sér í desember 2017 í kjölfar ásak-
ana um kynferðislega áreitni. Ríkis-
stjóri Minnesota tilnefndi þá Tinu
Smith í þingsætið. Hún hefur verið
þingmaður til bráðabirgða síðan þá
en sækist nú eftir kjöri á þriðjudag-
inn.
Í Mississippi er kosið um þingsæti
repúblikanans Thads Cochrans, sem
tilkynnti afsögn sína í apríl síðast-
liðnum af heilsufarsástæðum. Á
þriðjudaginn fer því fram þar svo-
kallað frumskógarprófkjör (e.
Jungle Primary) þar sem tveir
demókratar og tveir repúblikanar
eru á kjörseðlinum. Sá þeirra sem
fær meirihluta atkvæða mun ljúka
kjörtímabili Cochrans sem lýkur ár-
ið 2021. Ef enginn hlýtur hreinan
meirihluta fer fram önnur kosning
27. nóvember. Verður það að teljast
afar líklegt þar sem engin skoðana-
könnun hefur sýnt neinn frambjóð-
anda með yfir eða um 50% stuðning.
Höfuðverkur demókrata
Kosningarnar í ár verða erfiðar
fyrir Demókrataflokkinn þar sem
kosið er um 26 þingsæti sem demó-
kratar sitja nú í. Sú tala felur í sér
tvo þingmenn utanflokka, sem starfa
með demókrötum í þinginu, eins og
Bernie Sanders frá Vermont. Þá er
einungis kosið um níu þingsæti sem
þingmenn repúblikana sitja í.
Demókratar þurfa að ná tveimur
þingsætum ef flokkurinn ætlar sér
að ná meirihluta í öldungadeildinni
og telst það heldur ólíklegt.
Alls ríkir óvissa um 13 þingsæti og
sitja demókratar í níu þeirra. Einu
tvö þingsætin af þeim 13, þar sem
skoðanakannanir eru demókrötum í
vil, eru sæti sem þeir halda nú þegar;
Tina Smith í Minnesota og Joe
Manchin III í Vestur-Virginíu.
Demókrataþingmenn eins og
Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta,
Claire McCaskill í Missouri og Joe
Donnelly í Indiana sækjast öll eftir
endurkjöri í ríkjum sem Trump vann
með tveggja tölustafa mun í forseta-
kosningunum 2016.
McCaskill í hættu í Missouri
Claire McCaskill, öldungadeildar-
þingmaður Missouri síðan 2006, á á
brattann að sækja gegn Josh Haw-
ley, frambjóðanda repúblikana.
McCaskill leiddi í skoðanakönnunum
framan af en um svipað leyti og öld-
ungadeildin kaus um að staðfesta
Brett Kavanaugh sem hæstaréttar-
dómara fór staðan að breytast. Hafa
kjósendur Missouri verið reglulega
minntir á andstöðu hennar við Kav-
anaugh auk þess sem hún hafi verið
fyrsti þingmaðurinn til að styðja
Hillary Clinton opinberlega í nei-
kvæðum auglýsingum. Þrýstihópur-
inn Americans for Prosperity, pólit-
ískur armur kaupsýslumannanna
Davids og Charles Kochs, hefur
einnig framleitt mikið af neikvæðum
auglýsingum um McCaskill. Það hef-
ur verið sagt ótrúlegt að demókrata
hafi tekist að halda þingsæti í Miss-
ouri svona lengi en Trump vann ríkið
með næstum 20% árið 2016.
McCaskill hlaut kjör í stórum kosn-
ingasigri demókrata á landsvísu árið
2006. Hún var svo endurkjörin árið
2012 eftir að mótframbjóðandi henn-
ar Todd Akin varð afar óvinsæll þeg-
ar hann talaði um að líkami kvenna
kæmi í veg fyrir þungun þegar um
„lögmæta nauðgun“ væri að ræða (e.
legitimate rape).
Staða McCaskill hefur hins vegar
veikst á síðustu mánuðum og ekki
hjálpaði til að Trump mætti á kosn-
ingaviðburð fyrir Hawley í Missouri
á fimmtudaginn. Hefur þetta leitt til
þess að hún hefur reynt að færa
skoðanir sínar meira til hægri á síð-
ustu metrunum til að reyna að ná
betur til íhaldssamra kjósenda í
Missouri. Hefur hún gagnrýnt
vinstrisinnaðri demókrata eins og
Elizabeth Warren og einnig Bernie
Sanders. Það er með öllu óvíst hvort
það muni bera árangur svona seint í
kosningaslagnum.
Djúpt í hjarta Texas er
demókrati með stóra drauma
Áhugaverðasta kosningabaráttan
í ár er um þingsæti Teds Cruz í Tex-
as. Demókratinn Beto O’ Rourke
hefur vakið athygli á heimvísu fyrir
að vera heillandi og vel máli farinn. Í
könnun Emerson-háskólans, sem
gerð var 28. til 30. október, er Ted
Cruz með 50% fylgi og O’Rourke
47%. Tók skoðakönnunin til líklegra
kjósenda en munur milli þeirra
tveggja var 5% Cruz í vil í byrjun
október. Það myndi teljast þrekvirki
ef demókrati næði þingsæti í Texas á
þessu ári. Eina ástæðan fyrir því að
einhver samkeppni er í ríkinu er að
Cruz er frekar óvinsæll meðal repú-
blikana. Það þýðir samt ekki að kjós-
endur í Texas séu tilbúnir að kjósa
demókrata en skoðanakönnun repú-
blikanaflokksins sýnir 8% forskot
Cruz.
O’Rourke hefur reynt að virkja
kjósendur af suðuramerískum upp-
runa í Texas og forðast eins og heit-
an eldinn að nefna Donald Trump í
kosningaræðum. Hann tjáði sig þó
nýlega um aðgerðir Trumps í landa-
mæramálum og kallaði þær
hræðsluáróður. Hann gæti því þurft
að treysta á að kjósendur af suður-
amerískum uppruna skili sér á kjör-
stað í meira mæli en áður.
Það sem gerist í Vegas
Þegar Nevada fékk stöðu ríkis í
Bandaríkjunum var þar fátt annað
en litlir námubæir hér og hvar. Í dag
eru 86% þeirra atkvæða sem greidd
eru í ríkinu frá stórborgum eins og
Las Vegas og Reno/Sparks. Þar af
eru 75% allra úr Clarksýslu, en þar
er Las Vegas. Demókrötum hefur
gengið vel í Nevada og má segja að
ríkið hallist örlítið til vinstri þrátt
fyrir að tangarhald flokksins virðist
vera að minnka. Harry Reid, leiðtogi
demókrata í öldungadeildinni, var
þingmaður Nevada í 30 ár (1987 til
2017). Repúblikaninn Dean Heller
leiðir í skoðanakönnunum gegn full-
trúadeildarþingmanninum og demó-
kratanum Jacky Rosen. Rosen hefur
fengið þungavigtarmenn í Demó-
krataflokknum eins og Barack
Obama, fyrrverandi forseta, og Joe
Biden, fyrrverandi varaforseta, til að
mæta á kosningaviðburði sína.
Þá mætti Bernie Sanders á tvo
kosningaviðburði Rosens í von um að
brúa bilið.
Enn gæti allt gerst í Vegas.
Tangarhald á öldungadeildinni
Litlar líkur eru á því að repúblikanar tapi meirihluta í öldungadeildinni Demókratar í vandræðum í
ríkjum sem Trump vann árið 2016 Líklegra að demókratar tapi þingsætum en að þeir nái meirihluta
Öruggur sigur demókrata Líkur á sigri / Jafnar líkur / Öruggur sigur repúblikana Líkur á sigri / Ekki kosið nú
Washington
Montana
Nevada
Kalifornía
Nýja-Mexíkó
Texas
Arisóna
Flórída
Maryland
Hawaii
Missisippi
Missouri
Norður-Dakóta
Delaware Indíana
Tennessee
Nebraska Ohio
Minnesota
Wisconsin
Wyoming
Michigan
Maine
New Jersey
New York
Pennsylvanía
Virginía
V-Virginía
Heimild: The
Cook Political
Report og The
New York Times
Spá um úrslit í kosningum um sæti í öldungadeildinni Skipting sæta í öldungadeildinni
Demókratar þurfa yfir 50 sæti til
að ná meirihluta
Demókratar eru
nú með 49 sæti í
öldungadeildinni
Þar af er ekki kosið
um 23 sæti nú
Repúblikanar eru
nú með 51 sæti í
öldungadeildinni
Þar af er ekki kosið
um 42 sæti nú
Öruggt sæti demókrata Líkur á sigri
Öruggt sæti repúblikana Líkur á sigri
Jafnar líkur Ekki kosið um sæti nú
AFP
Missouri Demókratinn Claire McCaskill ræðir við fjölmiðla í Missouri. Hún
er í harðri kosningabaráttu um að halda sæti sínu í öldungadeildinni.