Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Föl í Flóa Þessar vinalegu og vel merktu kýr heilsuðu forvitnar upp á ljósmyndara Morgunblaðsins við Gaulverjabæjarveg í Flóahreppi. Snjóföl var á jörð sunnanlands í nóvemberbyrjun.
Eggert
Alveg er það nú
makalaust hvað við
sem þjóð eigum að-
gang að síauknum
lífsgæðum til að efla
og bæta hvern einasta
dag. Lengi vel voru
það sundlaugarnar og
íþróttahúsin sem
veittu okkur sérstöðu.
Hins vegar hefur orð-
ið bylting með til-
komu líkams- og heilsuræktar-
stöðvanna sem svo eru nefndar
með tækjum og tólum, brettum og
íþróttakennurum sem þjálfa og
kenna fólki að halda utan um sinn
skrokk og sína sál og
mataræði, gerist þess
þörf. Ég fullyrði að í
þessum stöðvum eru
ungir og miðaldra að
efla sitt vinnuþrek og
lífsgæði. Hinir sem
eldri eru vinna gegn
hrörnun og ellinni,
ungir eflast, eldri
yngjast upp.
Þessar stöðvar eru
jafn mikilvægar og
heilbrigðiskerfið, stór-
spara ríkinu fé, forða
fólki frá sjúkdómum og hrörnun
og það væri hægt að spara enn
meiri peninga með því að vísa
stórum hópum sjúkra inn á þessar
stöðvar í hendur fagfólks sem
kann til verka í stað þess að segja
sjúklingunum að sitja heima og
bryðja töflur. Þessar stöðvar vinna
að endurhæfingu og hafa bjargað
mörgum frá einum erfiðasta sjúk-
dómi samtímans, offitunni.
Það væri verðugt verkefni ríkis,
sveitarfélaga og atvinnulífs að ná
saman um virka lýðheilsustefnu
sem væri byggð á almennri iðkun
líkamsræktar. Í líkamsræktar-
stöðvunum eru allar kynslóðir, þar
er gleði í fyrirrúmi, þar finna allir
eitthvað við sitt hæfi. Þar kemur
fagfólk við sögu og fetar fyrstu
sporin með einstaklingum og
hópum.
Og mér er sagt að það sé aldrei
of seint að byrja og það sést best á
háöldruðu fólki, þar eru áttræðir
og níræðir sem mæta reglulega,
fólk í góðu formi og beint í baki.
Eftir sextugt rýrna vöðvarnir
nema unnið sé gegn hrörnuninni
með svita og „lóðum“ og teygj-
urnar vinna gegn þeirri bónda-
beygju sem maður sá aldraða í
forðum daga. Hér á hið fornkveðna
við sem Gunnlaugur ormstunga
mælti við Eirík jarl. „Eigi skal
haltur ganga meðan báðir fætur
eru jafnlangir.“
Líkamsræktarstöðvarnar og
íþróttakennararnir og fagfólk sem
er til þjónustu reiðubúið vinnur
kraftaverk með öllum kynslóðum,
en mest er ánægjan hjá þeim eldri
sem bæta lífi við árin og árum við
lífið. Lífið er nefnilega dauðans al-
vara og það er skylda okkar allra
að rækta sál og líkama jafnvel enn
frekar þegar árin færast yfir. Allir
vilja eldast en enginn vill verða
gamall og við því eru mörg ráð í
dag. Besta ráðið er að skora sjálf-
an sig á hólm og byrja í líkams-
rækt strax.
Eftir Guðna
Ágústsson »Hér á hið fornkveðna
við sem Gunnlaugur
ormstunga mælti við Ei-
rík jarl. „Eigi skal halt-
ur ganga meðan báðir
fætur eru jafnlangir.“
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Líkamsræktarstöðvarnar
– lífsorku- og yngingarstöðvar
Ég hef verið Reyk-
víkingur í hartnær 70
ár.
Leið mín í skóla lá
að jafnaði meðfram
kirkjugarðinum forna
við Aðalstræti. Hann
var þá fallegur reitur,
nokkur gömul tré uxu
í vel hirtum blómabeð-
um sem hraunsteinum
var raðað umhverfis
og gangstígar á milli.
Menn lögðu samt ekki leið sína þar
yfir kirkjugarðinn sem þá var oftast
kallaður Bæjarfógetagarður, heldur
um gangstéttirnar. Garðurinn var
nokkurt augnayndi, þá var mið-
borgin víða illa útlits og niðurnídd á
pörtum.
Svo kom skipulagið 1963, víst
samið af dönskum manni sem hafði
ekki sögulegar tilfinningar til
Reykjavíkur. Þá átti að leggja um-
ferðaræð niður Túngötu og með-
fram kirkjugarðinum
og Alþingishúsinu, yfir
Lækjargötu og síðan
upp Amtmannsstíg og
inn Grettisgötu. Einn-
ig skyldi framlengja
Suðurgötu um Grjóta-
þorpið þvert. Í kjölfar-
ið hófst niðurrif húsa
svo að breikka mætti
götur. Húsið Uppsalir,
á horni Aðalstrætis og
Túngötu, var rifið og
einnig næsta hús, Tún-
gata 2, einhver
myndarlegustu
timburhús miðbæjarins en niður-
nídd. Gamla Apótekið á horni
Kirkjustrætis og Thorvaldsens-
strætis var brotið niður, lítið hús
nærri Hótel Borg var flutt í
Árbæjarsafn og Amtmannshúsið við
Ingólfsstræti brotið niður. Fleiri
áttu að víkja, svo sem stóra húsið
Lækjargata 6.
Heyrt hef ég að þá hafi Alþingi
stöðvað þessa þróun, mönnum þar
hafi ekki litizt á að fá umferðaræð
meðfram þinghúsinu og verið hætt
við hugmyndina. – Hvernig skyldi
þingið bregðast við ef ferðamanna-
rútur taka að steypa úr sér hópum
fólks að nýja hótelinu rétt við dyr
þess, ýmist um kirkjugarðinn sjálf-
an eða af Austurvelli?
Lengi fyrirlitu margir gömlu
byggðina, má minna á „dönsku fúa-
spýturnar“ ofan við Lækjargötu.
Þakka má fyrir að ekki varð af
niðurrifi húsanna við Tjarnargötu. Í
eina tíð var búið að teikna samfellda
blokkhúsabyggð meðfram allri göt-
unni.
Það er í rauninni hrikalegt að vita
hvernig hverju stórhýsinu á fætur
öðru, og engu þeirra fögru, skal
troðið niður í miðbæ Reykjavíkur.
Það er rétt eins og flestir Reykvík-
ingar séu óvitandi um þær tröll-
auknu stórbyggingar sem rísa eða
rísa eiga í miðbænum, því að fáir
leggja leið sína í miðbæinn lengur.
Hann er orðinn nánast fyrir útlend-
inga eina. Íslendingar eiga þangað
fæstir erindi enda búið að stjaka
velflestum þjónustustofnunum
þaðan.
Og enn er sótt að gamla kirkju-
garðinum. Grafnar eru upp jarð-
neskar leifar fólks vegna hótelbygg-
ingar. Kirkjugarðurinn hefur um
árabil verið steinlögð stétt, þar
trampa hundruð manna eða þús-
undir daglega. Nú hefur verið stafl-
að upp vinnugámum í miðjum
kirkjugarðinum og þar voru pylsu-
skúrar í fyrrasumar. Líklegast
munu aðfarir sem þessar óvíða ger-
ast meðal siðaðra menningarþjóða.
Aðgangur að nýja hótelinu stóra
(fróðlegt verður að heyra hvaða út-
lendu nafni það mun heita) á að
vera um kirkjugarðinn, og annar
inngangur frá Austurvelli. Vallar-
stræti var nýlega breikkað og mal-
bikað inn á Austurvöll. – Eru þess-
ar aðfarir heiðursgjöf borgarinnar
til þjóðarinnar á 100 ára fullveldis-
afmælinu?
Er von að mönnum gremjist hið
mikla skeytingarleysi borgaryfir-
valda um sögulegar minjar og
ásýnd borgarinnar.
Við sem ömlum gegn ofurgræðgi
stórgróðahyggjunnar höfum fengið
þakkir margra fyrir andóf okkar, en
fáir mæla yfirganginum bót.
Svo er komið að við búum ekki
lengur í þessu landi fyrir okkur
sjálf, heldur fyrir útlendinga. Það
er okkur samt ofviða. Mannafli okk-
ar sjálfra nægir hvergi og verðum
því að flytja inn útlendinga til að
þjóna útlendingum. Margt af þjón-
ustuliðinu kann ekki íslenzkt mál.
Bjarni frá Vogi sendi skeyti frá
Danmörku er illa horfði í málunum
við Dani: „Upp með fánann!
Ótíðindi!“
Eftir Þór
Magnússon » Og enn er sótt að
gamla kirkjugarð-
inum. Grafnar eru upp
jarðneskar leifar fólks
vegna hótelbyggingar.
Þór
Magnússon
Höfundur er fyrrverandi
þjóðminjavörður.
thor@thjodminjasafn.is
Enn um gamla kirkjugarðinn