Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Fallegt 360 fm. einbýlishús með mikilli lofthæð við Hnoðravelli í Hafnarfirði.
Fjögur svefnherbergi og auðvelt að bæta við því fimmta sem yrði rúmgott og
bjart. MÖGULEIKI Á AUKAÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í KJALLARA.
Verð mkr. 98,7.
OPIÐ HÚS mánudaginn 5. nóvember milli kl. 17:15 og 18:00.
Glæsilegt 312 fm. einbýlishús á þremur pöllum við Dalprýði í Garðabæ.
Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsið er heilklætt með læstri Zink
klæðningu frá Blikksmiðjunni Vík. Vandaðar hurðir og Rayners álgluggar
með solstop speglagleri. Arkitekt hússins er Pálmar Kristmundsson sem
hannaði það með tilliti til náttúru og umhverfis. Verð mkr. 167.
Sími 566 0000 • www.helgafellfasteignasala.is
Gunnar Sv. Friðriksson
Lögmaður / Löggiltur fasteignasali
S: 566 0000 / 842 2217
HNOÐRAVELLIR 42, 221 HAFNARFJÖRÐUR DALPRÝÐI 13, 210 GARÐABÆR
Hilmir Freyr Heimissonvarð einn efstur á al-þjóðlegu ungmennamótií Svíþjóð, „Uppsala
young champions“ sem lauk á mið-
vikudaginn. Hilmir tók strax forystu
í mótinu og lét hana aldrei af hendi,
hlaut 6½ vinning af níu mögulegum.
Í 2. sæti varð Finninn Jare Lind-
holm sem fékk sex vinninga og síðan
komu fjórir skákmenn með 5½ vinn-
ing. Símon Þórhallsson hlaut 5 vinn-
inga og varð í 8.-11. sæti af 18 þátt-
takendum.
Hilmir Freyr hefur verið á mikilli
siglingu og er nú stigahæstur ungra
íslenskra skákmanna en hann varð
17 ára gamall í ágúst. Þetta er fjórða
mótið sem hann vinnur á þessu ári,
hann varð efstur á NM ungmenna í
Finnlandi, sigraði á Meistaramóti
Skákskóla Íslands í vor, vann
danska unglingameistaramótið í
september og síðan þetta mót. Í
millitíðinni náði hann áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli á skákmóti í
Esbjerg í Danmörku.
Mótið í Uppsölum kemur ekki til
útreikninga fyrr en á desember-
listanum og á hann þ.a.l. inni mikla
hækkun ofan á það sem birtist í
nóvemberlista FIDE en þar er hann
með 2.364 Elo-stig og hækkaði um
tæplega 100 Elo-stig. Hilmir Freyr
er hugmyndaríkur skákmaður og lít-
ið um dauf augnablik í skákum hans,
hann er og mikill keppnismaður. Í
Uppsölum minntu tilþrifin í eftirfar-
andi viðureign á skákir 19. aldar
meistaranna:
Uppsalir 2018; 3. umferð:
Hilmir Freyr Heimisson – Em-
anuel Sundin (Svíþjóð)
Hollensk vörn
1. Rf3 f5 2. d3 Rf6 3. e4!?
Peðsfórnin opnar línur og ekki er
víst að best sé að taka henni.
3. … fxe4 4. dxe4 Rxe4 5. Bd3 Rf6
6. Rg5 d5
6. … g6 má t.d. svara með 7. h4
o.s.frv.
7. Rxh7!
7. … Dd6
Glapræði væri 7. … Rxh7?? vegna
8. Dh5+ Kd7 9. Dxd5+ Ke8 10. Bg6
mát!
8. Bg6+ Kd8 9. Rg5 Be6 10. Bf4
Db6 11. 0-0 Rbd7 12. Rd2 Bg8 13.
Rdf3 e6 14. He1 Bc5 15. Dd2
Skipar liði sínu fram á sem hag-
kvæmastan hátt og eykur þannig
þrýstinginn á stöðu svarts.
15. … Kc8 16. c3 Rg4 17. Bg3
Hh6 18. Bd3 Bd6 19. Bf5! Bxg3 20.
Bxg4!
En ekki 20. hxg3 Rxf2 með hug-
myndinni 21. Dxf2 Hh1+ o.s.frv.
20. … Bd6
21. Dxd5!
Með hugmyndinni 21. … exd5 22.
He8 mát.
21. … Bc5 22. Had1 Bxf2+ 23.
Kf1
– og svartur gafst upp.
Wojtaszek og Naiditsch efstir á
Mön
Pólverjinn Radoslaw Wojtaszek
og Aserinn Arkadij Naiditsch urðu
nokkuð óvænt efstir á opna mótinu
sem lauk á Mön sl. sunnudag. Þetta
var án efa sterkasta opna mót ársins
og í því tóku þátt níu Íslendingar í
tveim flokkum. Á lokasprettinum
unnu efstu menn lykilskákir og
gerðu síðan jafntefli innbyrðis í
lokaumferðinni. Lokastaðan varð
þessi:
1.-2. Wojtaszek og Naiditsch 7 v.
(af 9) 3.-7. Kramnik, Grischuk,
Nakamura, Wang Hao, Gawain
Jones, Adhiban og Xiong 6½ v.
Dagur Ragnarsson fékk 4 vinn-
inga af níu og hækkaði um 14 Elo-
stig, en Vignir Vatnar Stefánsson
náði sér vel á strik eftir slæma
byrjun. Greinarhöfundur, sem var
jafnframt fararstjóri, fékk flesta
vinninga íslensku keppendanna.
Aðrir þátttakendur í efsta flokki
voru Gauti Páll Jónsson og Aron
Thor Mai.
Í Major-flokknum var hinn ungi
Stephan Briem einn efstur fyrir
lokaumferðina en tapaði síðustu
skákinni og lenti í 4. sæti. Í þessum
flokki tefldu einnig Alexander Oliver
Mai og Arnar Milutin, sem hækkaði
mest allra á stigum í ferðinni, eða
um 68 Elo-stig.
Hilmir Freyr sigraði í Uppsölum
og rýkur upp Elo-listann
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Hilmir Freyr að tafli á síðasta Reykjavíkurskákmóti.