Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 30

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Mér er vandaverk á höndum að bera sann- leikanum vitni eftir að óhróðri var dreift um foreldra mína, löngu látin heiðurshjón, á samfélagsmiðlum síð- astliðinn vetur og rat- aði þaðan í fjölmiðla, vandaða og óvandaða. Hversu þörf sem metoo-bylgjan er, þá fljóta með frásagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Samviskunnar vegna verð ég að lýsa aðstæðum fjölskyldunnar til að vega á móti staðhæfingum yngri systur minnar. Hún er fædd af yndislegu fólki, rosknum foreldrum sem hefðu getað verið amma hennar og langafi. Magnús Thorlacius var hæstaréttarlögmaður, Hanna Fossberg heimavinnandi. Hann var frímúrari, hún kenndi jóga um skeið. Móðirin var kvíðagjörn og vín- hneigð. Því fylgdi vanræksla en faðirinn elskaði konuna sína tak- markalaust og dáði þá góðu mann- eskju sem hún hafði að geyma. Hann var nítjándu aldar maður sem elskaði guðsgjafirnar, börnin sín þrjú, en kunni ekki að styðja þau. Amman veitti skjól og eldri syst- kinin nutu góðs af því en ekki yngsta barnið. Systir mín var fín- gerð eins og blóm- álfur, sífellt hugsi og auðvitað elskuð. Stundum var kímt yf- ir áráttu hjá smá- barninu. En hár aldur foreldra, áfengisvandi móður og heilsubrest- ur þeirra beggja ollu því að hún var afskipt barn, tengslamyndun fór úr skorðum og taktvísi varð æ meir ábótavant. Snögg umskipti urðu þegar systir mín var níu ára. Faðirinn greindist með krabbamein 1976, móðirin fann sinn innri styrk og varð að hetju fyrir hann. Hún steinhætti að drekka, fór að vinna úti allan daginn, grindhoraðist og studdi þjáða manninn sinn sem breyttist skjótt í gamalmenni. Vönduð og innileg vinátta hjónanna bara óx, þó að háöldruð amman fengi umönnun á heimilinu á sama tíma. Yngsta barnið, Anna Ragna, sat hjá nú sem fyrr. Ég tel að hefðu aðstæður verið betri myndi systir mín hafa sprottið heil úr grasi þrátt fyrir viðkvæmt upplag sitt. Hefði hún verið sterkari að upplagi myndu ofangreindar aðstæður ekki hafa valdið henni skaða. En allt lagðist á eitt og viðkvæmt barn varð að ungmenni með knýjandi þörf fyrir útskýringar á eigin persónuörðug- leikum. Eftir andlát föðurins 1978 óx fram snefsin og ísköld unglings- stúlka. Örþreytt móðirin lamaðist 1983. Um 1985/86 hafnaði stúlkan veikburða móður sinni sem dó 1987; höfnunin náði út yfir gröf og dauða. Við álösuðum systur okkar aldrei. Seinna sagði hún frá sekt- arkennd yfir þessu – en þá var hún líka tilbúin með blóraböggul: Útskýringar hennar fundu sér frjóan en fráleitan farveg þegar umræða um kynferðislega áreitni og misnotkun varð almenn um 1990. Keypt var athygli ráðgjafa sem fengu einhliða staðhæfingar, árum saman. Svo virðist sem æ sterkari sögum hafi hún dreift, sí- fellt víðar. Loks var henni ekki stætt á öðru en stíga fram árið 2017 og standa við orð sín. Fyrsta fullyrðingin við mig var í símtali 1994/5, örfá hranaleg orð. „Takk fyrir að segja mér þetta,“ var mitt meðvirka svar, sjokkið var lamandi. Eftir nokkurn tíma áttaði ég mig: Hún hafnaði móður okkar ómaklega tæpum áratug fyrr með framkomu og orðbragði; nú var komin röðin að föðurnum og það samkvæmt nýjum tíðaranda. Ekki virtist árennilegt að ræða við systur mína, jafn hvöss og hún hafði verið í þessu símtali. Nokkur ár liðu. Hún virtist vera í góðum höndum hjá manni sínum en stygg gagnvart okkur. Ég lagði mig fram um að börnin okkar væru vinir. Við létum sem ekkert væri. Á þessum árum frétti ég af stakri frásögn sem hún hafði birt í kvennablaði. Tvennt sló mig: Sagan er mögulega sönn en verkn- aður er enginn. Léttstígt barn tiplar upp í hjónarúm í myrkri og leggur hönd á eitthvað sem það þekkir ekki, auðvitað ekki. Í fáti bregðast foreldranir við eins og öll önnur hjón: Móðirin vefur barnið örmum, faðirinn baksar snöggt við að koma sér frá. Af þessu granda- lausa fræi tel ég að spretti allir aðrir órar systur minnar. Árið 2003 notaði hún tölvupóst, bað um hlustun og krafðist þess að ég héti fyrir fram stuðningi við sig. Krafan var óuppfyllanleg. Ég fór undan í flæmingi. Taldi úti- lokað að glíma við hana ein og bauð að við færum saman til ráð- gjafa, að hennar vali, en það af- þakkaði hún ítrekað. Sjálf afþakkaði ég frekari spuna um heiðvirt fólk sem ég þekki og elska en reyndi að halda jafnframt í systur mína. Eftir nokkrar vikur birtist samt á skjánum fráleit full- yrðing um nauðgun móður okkar. Upp úr því varð ég að segja þessu rafræna samtali lokið og fá frið. Síðan höfum við varla hist. Aldrei bað ég hana að þegja enda engu að leyna. Birting síðastliðinn vetur til- tekur þessar tvær sögur, ýktar svo um munar, og aðrar tvær enn viðurstyggilegri. Sorinn er alger. Neðst koma dylgjur um vitneskju fjölskyldunnar og áralanga þöggun. Ekkert er fjær sanni. Lýsingar Önnu Rögnu á bernskuheimilinu standast ekki. Hvorki tímalína, sviðsetning, aldur né heilsa. Fyrir nú utan karakter og sál; þetta gæti aldrei hafa átt sér stað. Ég þarf hvorki sönnun né afsönnun. Samtíminn hirðir um hvorugt. Ég tel að sektarkennd og van- metakennd orsaki tilhæfulausar ásakanir systur minnar. Við hana vil ég aðeins segja eitt: Aldrei varstu sek. Hvorki þá né nú. Né heldur nokkur annar. Hér lýkur andsvari mínu. Vegið að látnum heiðursmanni Eftir Jóhönnu M. Thorlacius » Lýsingar ÖnnuRögnu á bernsku- heimilinu standast ekki. Hvorki tímalína, svið- setning, aldur né heilsa. Fyrir nú utan karakter og sál. Jóhanna M. Thorlacius Höfundur er fyrrverandi vefritstjóri. Það var fróðlegt að sitja fund með Peter Th. Ørebeck, mínum gamla mentor frá Tromsö. Peter Th. Ørebeck hefur skrifað margar greinar og bækur um auðlinda- stýringu og nýtingu takmarkaðra og end- urnýjanlegra auðlinda og það áður en við Ís- lendingar tókum upp kvótastýringu. Í máli hans kom fram að við komum til með að missa stjórn á raf- orkumarkaði okkar með upptöku þriðja orkupakkans og getum ekki neitað lagningu raforkusæstrengs til landsins. Virkjast þar eldri ákvæði fyrsta og annars orkupakka og sá þriðji tekur yfir stjórn þeirra mála með ACER sem er stofnun á vegum Evrópusambandsins og lýtur þeirra boðvaldi en ekki íslenskra stjórn- valda. Hugmyndir hafa verið uppi um sölu orkufyrirtækja sem að stærst- um hluta hafa verið í eigu þjóðar- innar. Einnig eru uppi áform um markaðsvæðingu og uppskiptingu fyrirtækja innan orkugeirans með innleiðingu þriðja orkupakkans. Horfið verður frá því þjónustu- hlutverki sem orkufyr- irtækin hafa hingað til sinnt yfir í markaðs- væðingu að evrópskri fyrirmynd. Það leiðir til þess að þjóðin þarf að hugsa upp á nýtt nýtingu fallvatna og varmageyma landsins við úthlutun auðlind- arnýtingar til virkjana og stýringu til þeirra. Það er von mín að við Íslendingar berum gæfu til að sleppa því að samþykkja þriðja orkupakkann og þar með afhenda Evrópusam- bandinu yfirstjórn okkar orkuauð- linda. Ef á hinn bóginn við eigum engra annarra kosta völ þá þurfum við að leika mótleik og taka upp auð- lindastýringu á vatni og landi eins og við höfum nú þegar gert varðandi fiskveiðarnar. Á þann eina hátt get- um við tryggt yfirráð yfir auðlindum okkar. Gert er ráð fyrir að orkuverð hækki mikið með tilkomu þriðja orkupakkans en það er meginmark- mið hans að jafna raforkuverð á markaðssvæðum Evrópusambands- ins. Þar verður ekkert tillit tekið til annarra þátta, eins og fjarlægðar frá mörkuðum, starfskjara verkafólks eða veðurfars. Afkoma raforkufyrir- tækja mun þá batna frá því sem nú er, en hafa má í huga að þau greiða ekkert fyrir afnot af auðlindinni, öf- ugt við þá sem veiða fisk við Íslands- strendur. Með auðlindastýringu er hægt að stýra vatni til virkjana óháð því hver eigandinn er og tryggja þannig há- marksnýtingu. Einnig væri hægt að skipuleggja hve mikið og hve hratt tekið væri úr orkugeymum sem eru í iðrum jarðar og þannig stýra hversu hratt við viljum nýta þá auðlind. Auðlindastýringin myndi þannig samþætta notkun virkjana, með há- marksnýtingu fyrir augum til að tryggja sem besta nýtingu auðlind- arinnar, þó hún verði markaðsvædd að forskrift Evrópusambandsins. Einnig væri hægt að koma því fyrir- komulagi á að hafa framleiðanda til þrautavara á raforku svo ekki verði orkuskortur í landinu. Væri orka flutt út óunnin um raforkusæstreng væri hægt að hafa auðlindagjaldið hærra líkt og gert er í sjávarútvegi við útflutning á óunnum fiski, sem tryggði innlendum kaupendum for- gang á orkunni. Þannig væri tekið inn í auðlindarentuna útreikningur á þjóðhagslegum ávinningi af vinnslu afurða úr orkunni hér á landi í sam- keppni við „hráan“ útflutning henn- ar um raforkusæstreng eins og sum- ir fjárfestar hafa látið sig dreyma um. Fyrirtæki ættu að greiða auð- lindagjald þegar rekstur er farinn að skila afrakstri umfram það sem telst eðlileg ávöxtun eigin fjár, að teknu tilliti til áhættu og sveiflu í rekstri. Þetta fyrirkomulag er núna viðhaft í sjávarútvegi. Það er ekkert óeðlilegt að sama fyrirkomulagi verði komið á í orkuvinnslu og með landnotkun þegar við höfum komið á stýringu sameiginlegra auðlinda þannig að við séum ekki að ganga á orkuforða náttúrunnar, gæði lands eða fiski- stofna. Við úthlutun aflaheimilda náðist hagkvæmni í sjávarútveginn og hag- ræðing innan greinarinnar. – Hag- ræðing sem leiddi til meira öryggis sjómanna, betri skipa, bætts skipu- lags á rekstri og jafnari og betri nýt- ingar auðlindarinnar en við höfum áður séð. Auðlindastýringin gaf eig- endum heimildanna aukinn arð og fyrir það greiða þeir þjóðinni mikla fjármuni í formi auðlindagjalds. Sama er hægt að gera innan orku- geirans. Með heildarendurskoðun á auð- lindastýringu væri sjálfsagt að taka með í reikninginn stýringu á landi sem er í almannaeign. Skilgreint væri burðarþol lands með tilliti til ferðamanna og aðgangsstýringu stjórnað með auðlindagjaldi. Einnig væri skoðað með nýtingu lands und- ir vindrafstöðvar og staðsetningu þeirra. Takmörkunin mun leiða til hagræðingar og betra skipulags sem á að geta aukið arðsemi, til að mynda í ferðaþjónustu. Þetta allt þurfum við að gera strax og áður en farið er að ræða upptöku þriðja orkupakka Evrópusambands- ins, það er að segja ef við viljum yfir- höfuð taka hann upp. Jafnvel má bú- ast við að Evrópusambandið hafi ekki lengur áhuga á að innleiða orkupakkann ef við værum búin að innleiða áður auðlindastýringu til sjávar og sveita. Við þurfum að ákveða hvað við ætlum að gera við sameign þjóðar- innar. Nýtingin þarf að taka tillit til sjálfbærni, framtíðar og komandi kynslóða með hámarksafrakstur auðlindanna og sjálfstæði þjóðar- innar sem markmið. Það á enginn annar að gera það en við. Auðlindastýring á vatni, fiski og landi Eftir Svan Guðmundsson Svanur Guðmundsson » Við komum til með að missa stjórn á raforkumarkaði okkar með upptöku þriðja orkupakkans og getum ekki neitað lagningu raforkusæstrengs til landsins. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og sjálfstæðissinni. svanur@husaleiga.is Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.