Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 reyna að hjálpa til. Þau eru ófá samtölin sem við vorum búnir að ræða saman sveitamálin og áhugi þinn jókst bara með aldrinum og það var alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu eftir næsta verkefni og því að fá upplýsingar um hver útkoman væri en Það var þetta já- kvæða hugafar og hamingja sem fylgdi þessum samtölum okkar sem gerði þau enn þá skemmti- legri og eftirminnilegri. Sagan með skyrið og sykurinn er eitthvað sem fékk þig og ömmu alltaf til að hlæja. Þú laumaðist til að setja sykurinn undir skyrið á meðan amma sá ekki til og það var alveg sama hversu oft við sögðum hana, alltaf mátti sjá bros. Gleði og gaman var eitthvað sem við reynd- um alltaf að hafa að leiðarljósi þeg- ar við sátum og spjölluðum við ykkur ömmu og munu hlátur- sköstin okkar saman lifa lengi með okkur. Þú munt alltaf vera fyrir- mynd í okkar lífi og öll ævintýrin og allar stundirnar sem við áttum saman munu lifa um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku Óli afi okkar. Þín Elvar Örn, Elín Petra, Birgitta Katrín og Þorvaldur Heiðar. Elsku afi minn. Nú sit ég hér og skrifa um þig og rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú varst kletturinn minn og verður það allt- af. Ég gat alltaf leitað til þín og rætt við þig um hvað sem er. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum þegar við vorum saman. Mikið of- boðslega fannst mér alltaf gott að kúra hjá þér og ömmu og njóta nærveru ykkar. Margar minning- ar streyma um hug minn núna um þessar góðu stundir með þér og ömmu. Alltaf var jafn gaman að fá að vera hjá þér og sjá hvað þú hafðir gaman af því að koma til okkar í sveitinni og vera með okkur. Mikið ofboðslega sem ég á eftir að sakna þín og þeirra stundum. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég veit að þú verður alltaf með mér og passar upp á mig eins og þú gerðir alltaf. Ég skal lofa að passa vel upp á ömmu fyrir þig. Nú farinn ertu mér frá, hvað geri ég þá ? Þig hafa ég vil og segja mér til. Nú verð ég að kveðja, fæ ekkert um það að velja. Þú kvaddir með hlátri, það er ekki skrítið að ég gráti. Í hjarta mér þú verður, þaðan aldrei hverfur Ég minningu þína geymi, en aldrei gleymi. Elsku hjartans afi minn, nú friðinn ég finn. Þá kveð ég þig um sinn, og kyssi þína kinn. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Ólöf Bára. Elsku afi og langafi. Nú hugsar maður til þeirra góðu stunda sem við áttum saman og erfitt er að hugsa til þess að þú munir ekki koma reglulega yfir í sveit og fylgjast með því sem um er að vera eða heyra rödd þína sem bauð mann alltaf hjartanlega vel- komin á Fornós. Frá því að ég var lítill polli tókstu alltaf vel á móti manni og stutt var í grín og glens nálægt þér. Þú varst mér mikil fyrirmynd og hafðir mikil áhrif á líf mitt og munt gera það áfram um ókomna tíð. Það var alltaf jafn gaman að koma við hjá ykkur ömmu og spjalla um lífið og til- veruna, sitja við eldhúsborðið og horfa út á sjóinn þar sem þinn áhugi var mikill. Alltaf hafðir þú jafn mikinn áhuga á því sem mað- ur var að takast á við og vildir að manni tækist vel til í öllu því sem maður tók sér fyrir hendur. Eftir að Lína og krakkarnir komu í líf okkar var alltaf gaman að koma í ömmu og afa hús og beðið með eft- irvæntingu að komast til ömmu Báru og Óla afa. Börnin litu mikið upp til afa sem alltaf var reiðu- búinn að spjalla og leika með í dótinu og eyða tíma með þeim hvernig sem heilsan var. Annan eins ljúfling og glað- lyndis mann er erfitt að finna, já- kvæðnin og góðmennskan ávallt í fyrirrúmi. Eigum við endalaust af dýrmætum gæðastundum sem við áttum öll saman og öll sú um- hyggja og ást sem þú hefur gefið okkur er ómetanleg. Takk afi, fyrir þann tíma sem þú gafst okkur. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér, leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Hvíl í friði, elsku afi, við vitum að þú munt ávallt fylgja okkur. Sigurður Heiðar, Sigurlína Erla, Þórður Bragi og Fanndís Vala. Elsku yndislegi Óli afi minn. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að upplifa þitt hlýja faðmlag aftur, sjá hversu glaður þú varðst þegar að þú sást mann í hurðargættinni eða finna þig lesandi í sófanum inn í herbergi og stela einu knúsi frá þér. Það var líka alltaf svo dásam- legt að fylgjast með þér og ömmu. Sjá og finna hversu ánægð þið voruð hvort með annað eftir öll þessi ár. Þú varst ótrúlegur maður og ég veit ekki hvort þú vissir það en þú varst og ert enn þá ein af mínum helstu fyrirmyndum. Hvernig þú tókst á við lífið af jákvæðni, æðru- leysi og óbilandi kjarki. Þú efaðist aldrei þótt að áföllin dyndu á. Aldrei fann maður fyrir því að þú værir eitthvað heilsuveill. Þú fórst áfram á bjartsýninni og viljanum og alltaf komstu út sem sigurveg- ari. Þú skilur eftir þig svo stórt skarð í hjarta mínu sem er samt fullt af fallegum minningum um hversu frábær þú varst. Hjarta- hlýr, innilegur og dásamlegur afi sem var alltaf tilbúinn að leyfa manni að hvíla höfuðið á bumb- unni sinni. Orð fá ekki lýst hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Þú varst einstakur. Ég reyni að finna huggun í því að nú eigi ég einn verndarengil í viðbót til að passa upp á mig og mína. Ég er svo glöð að þú og Arney hafi fengið að kynnast og náð svona vel saman. Hún var svo hrifin af Óla afa sín- um, enda varla annað hægt. Takk fyrir allt, elsku besti afi minn. Ég er svo innilega þakklát fyrir hvað við fengum að hafa þig lengi hjá okkur og að mín síðustu orð til þín voru hversu vænt mér þætti um þig. Ég mun geyma þig og varðveita í hjarta mínu að ei- lífu. Þín, Arnrún Bára. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÁSA MALMQUIST STIGAARD, Atlanta, Bandaríkjunum, fædd á Akureyri 14. febrúar 1934, lést á heimili sínu í Bandaríkjunum mánudaginn 22. október. Einar Gunnarsson Gunnar Malmquist Gunnarsson Margaret Stigaard Mckenzie John Stigaard Maya Stigaard Woodall tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og systkini Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum, föstudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 13. Elsa Lára Blöndal Kristján Jón Sveinbjörnsson Númi Orri Blöndal Arnbjörg Högnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN JENSDÓTTIR frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 3. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hermann D. Stefánsson Arndís Bernharðsdóttir Jens Karl Bernharðsson Svanhildur Jensdóttir Sturlaugur Bernharðsson Anita Dalset Bernhardsson Guðrún Brynja Bernharðsd. barnabörn og barnabarnabörn Elsku fallegi drengurinn okkar, bróðir, vinur, afa- og ömmustrákur, EGILL DAÐI ÓLAFSSON, lést á heimili sínu í Brussel föstudaginn 26. október. Útför Egils verður auglýst síðar. Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Andri Ólafsson Sigurlaug Jónsdóttir Vigfús Ólafsson Sif Sigþórsdóttir Marsibil Tómasdóttir Vigfús Ólafsson Ástkær BERGÞÓRA HARPA ÞÓRARINSDÓTTIR, Bessý, Lindartúni 23, Garði, lést 26. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför fer fram frá Útskálakirkju í Garðinum fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 14. Viktor Agnar Falk Guðmundsson og börn Höskuldur Einarsson og fjölskylda Jónborg Júlíana Ragnarsdóttir Þórarinn Sveinn Guðbergsson og Ingunn Pálsdóttir Ída, Kristján og synir Sveinn Ingi, Dórý og börn Einar Már, Elín og börn Steinunn, Alli og börn Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI RUNÓLFSSON frá Berustöðum, Borgarsandi 3, Hellu, lést miðvikudaginn 31. október. Útför fer fram frá Kálfholtskirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 14. Dýrfinna Guðmundsdóttir Anna Rósa Traustadóttir Gylfi Sigurðssson Erla Traustadóttir Egill Sigurðsson Hjálmar Kristjánsson Eygló Huld Jóhannesdóttir og fjölskyldur Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HULDA PÁLMADÓTTIR, fyrrverandi læknaritari, Engjavegi 14, Ísafirði, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eyri þriðjudaginn 30. október. Útför hennar verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. nóvember klukkan 14. Jón Páll Halldórsson Halldór Jónsson jr. María Guðnadóttir Guðfinna Jónsdóttir Halldór Jakob Árnason Pálmi Kristinn Jónsson Jóhanna Jóhannesdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA S. SVEINSDÓTTIR, lést mánudaginn 29. október á Hrafnistu, Reykjavík, (Mánateigi). Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Alzheimersamtökin. Sveinn Heiðar Gunnarsson Sigríður Jakobsdóttir Pálmar Smári Gunnarsson Norisa Suana Gunnarsson Kristján Ragnar Gunnarsson Gréta Ebba Bjargmundsdóttir Heimir Örn Gunnarsson Helena Vignisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Systir mín, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi, fædd 1927, lést 12. október 2018. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Tómas Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.