Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 37

Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 37
Hvíl í friði kæri vinur og takk fyrir allt og allt. Jón, Unnur og fjölskyldan Valbraut 1. Í dag kveðjum við Sigurjón frá Lónshúsum, góðan vin og mág. Þegar maður hugsar til baka við slíkar kveðjustundir þá kemur margt upp í huga. Sigurjón var maður mikillar gleði, kærleika og alltaf stutt í grínið. Helst ber að minnast þeirrar skemmtilegu stundar sem var fastur liður í lífi stórfjölskyldunnar að Heiðartúni. Í upphafi jólahátíðar hvers árs var haldin mikil skötuveisla á heimili þeirra Sigurjóns og Stínu sem áður hafði verið minni háttar að Heið- artúni. Sigurjón setti sinn brag á skötuveisluna og útkoman var mik- il skemmtun sem vonandi mun halda áfram um ókomna tíð. Skötu- veislan þar sem undirbúningur hófst að sumri var oft hátindur árs- ins hjá þeim hjónum enda mikið umstang og mikil eftirvænting hjá öllum. Sigurjón hélt yfirleitt ræðu góða sem allir höfðu gaman af og mátti líkja honum við uppistandara af dýrari gerðinni. Sigurjón var áhugamaður mikill um félagsstörf hjá Knattspyrnu- félaginu Víði og var þar í unglinga- ráði og í kringum félagið í tugi ára. Sigurjón var hógvær maður, vel liðinn og skemmtilegur karakter sem við fjölskyldan munum sakna mikið. Það eru góðar minningar sem fara í gegnum hugann er við minnumst þín. Haf þú bestu þakkir fyrir samfylgdina, elsku vinur, og megi góður Guð leiða þig í ljósið þar sem við vitum að þú átt góða heimkomu meðal ástvina. Við send- um fjölskyldu Sigurjóns okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur á erf- iðum stundum. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Blessuð sé minning þín. Sigurður Jóhannes Ögmundsson, Jón Oddur Sigurðsson. Sjaldan hef ég kynnst jafn víg- reifum og skemmtilegum manni og Sigurjóni í Lónshúsi eins og hann var kallaður í Garðinum. Hann var nettur á velli, léttur í lund og átti ekki inni hjá neinum. Svaraði fyrir sig fullum hálsi og var hnyttinn og skemmtilegur. Hann var sannar- lega sómi sinnar sveitar og gaf meira af sér til samfélagsins en flestir, sama hvaða mælikvarði er lagður á það framlag. Hann var líka ljúfur sem lamb og gáttlætið og tilsvörin hans brynja til að kom- ast í gegnum lífið. Þrátt fyrir ansi harkaleg tilsvör oft á tíðum hef ég aldrei heyrt nokkurn mann hall- mæla Sigurjóni í Lóni. Hann ávann sér virðingu sem verkstjóri í frysti- húsinu, var ákveðinn yfirmaður og tók þátt í leik og starfi starfsfólks- ins. Var bílstjórinn þegar unga fólkið fór á böll eða stórdansleiki í Ungó eða Festi. Hann stóð vaktina og fór ekki heim fyrr en allir voru komnir í bílinn. Sigurjón var alltaf klár, bóngóður og hlýr inn við bein- ið. Hann rak barna- og unglinga- starf Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði í mörg ár af miklum krafti. Margar sögur eru til af dugnaði hans og velvilja til unga fólksins. Hann fór ótroðnar slóðir í fjáröflun fyrir starfið og hafði ekki mikinn tíma til að hlusta á slæmar afkomu- tölur fyrirtækja þegar hann mætti og vantaði pening í ferðasjóð. Hann var hjá vini sínum, sparisjóðsstjór- anum, og bað um styrk fyrir ung- lingastarfið í hans gömlu heima- byggð. Gamli vinurinn fór yfir afkomu sjóðsins og bar sig illa. Eft- ir nokkurn lestur stóð Sigurjón upp og sagðist ekki hafa tíma til að hlusta á svona raus. Hann kæmi á morgun og sækti styrkinn. Ekkert kjaftæði. Ég er Sigurjóni þakklátur fyrir þann stuðning sem hann sýndi mér meðan ég var bæjarstjóri í Garð- inum. Við áttum mörg mjög skemmtileg samtöl og samskipti. Hann var alltaf blíður og ljúfur þeg- ar við vorum tveir að ræða málin í síma eða hittumst á förnum vegi. En þegar við hittumst í fjölmenni var ekki legið á því. Þá stóð hann fyrir framan mig, beindi að mér puttanum, potaði í mig og horfði beint í augun á mér með sínum sér- staka augnsvip og honum stökk ekki bros á vör meðan hann tók bæjarstjórann í gegn. Hellti sér yfir mig og lét ýmislegt flakka sem ókunnugum þótti nóg um. Þessum ræðum lauk með því að hann spurði hvort ég ætti ekki að vera í vinnunni, réttast væri að reka mig eða hann lýsti mikilli samúð með Siggu að eiga slíkan mann. Sigurjón og Stína voru fallegt par. Þau höfðu kynnst á lífsleiðinni og hann tók hana í arma sér og dæturnar þrjár og ávöxtur ástar þeirra er sonur þeirra. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Kríulandið, ef Stína var ekki heima sagði hann mér að hún væri á leikskólanum, eins og hann kallaði félagsstarf eldri borgara í Auðarstofu. Dásemdin ein eru minningar okkar um Sigurjón í Lóni sem kalla fram gleði og hlátur. Hann var góður maður, Víð- ismaður allra tíma og á lokadegi átti enginn neitt inni hjá þessum vígreifa Garðmanni. En samfélagið í Garði stendur í mikilli þakkar- skuld við einn sinn besta son á kveðjustund. Votta Stínu, börnum og fjölskyldunni samúð. Ásmundur Friðriksson. Út við ysta haf stóð lítið býli. Kýr í fjósi, margar varphænur á prik- um. Sjórinn fáa metra frá eldhús- glugga og fyrir kom í háum sjó að toppur öldunnar buldi á bárujárni hússins. Tún á hinn bóginn. Skekta í vör, skammróið til matfiskjar. Sjálfbjarga vinnusamt fólk. Í stríðs- lok óx þarna upp drengur, snemma með í vinnu og leik. Við þennan stað kenndi Sigurjón í Lónshúsum sig. Strjálbyggt, þó búið í nágrenni, stutt í búð Þorláks í Akurhúsum. Kýr á beit og fiskur á stakkstæð- um. Sigurjón varð snemma einstakur gleðigjafi. Allir gengu að störfum eins fljótt og mátti. Inn á milli leikir fram á unglingsár, fjaran, vitarnir, heiðin og athafnasemi fólksins í plássinu. Krakkarnir í Garðinum fóru um byggðina, kát og uppá- tækjasöm. Alltaf gaman, ekki síst ef Sigurjón var með í för, hann vantaði sjaldnast. Svaragóður, stór og hraustur, fyndinn og eftirminni- legur félagi. Sérstakt verkefni get- ur verið að rifja upp atburði, sam- ræður og gamanmál. Ágætt að fara gætilega með sumt. Honum er mik- ið gefið sem er umhverfi hans til gleði og gengur fram veginn með vinsemd eina í farangrinum. Þann- ig minnumst við Sigurjóns í Lóns- húsum. Átti létt með að gera gleði- stund með fáum orðum og athöfnum. Slíkir mega heita gleði- gjafar og hafa sérstakt verðmæti. Fiskverkun varð vettvangur Sigurjóns. Vinnusamur maður, burðarás lengi í frystitækjum fisk- húss, kom að öllum verkum í fisk- vinnslu á löngum starfstíma, þar með verkstjórn. Aflaði sér réttinda til að stjórna fiskverkun. Eftir lang- an og farsælan starfsdag kom fisk- ur enn við sögu. Harðfiskur seldur með gleði og orðfæri þar sem stundum var stiklað á brúnum en ekki farið fram af. Það var Sigurjóni og Kristínu happ er vegir þeirra ófust saman. Dætur Kristínar og sonur þeirra fengu góðan uppvöxt í þeirra skjóli. Þátttaka Sigurjóns í félagslífi Garðs var verðmæt. Burðarás lengi í fjársöfnun fyrir Knattspyrnu- félagið Víði og Björgunarsveitina Ægi, drjúgur er safna þurfti til verkefna og uppbyggingar á öðrum sviðum. Ljúft er að minnast Sigurjóns í Lónshúsum með virðingu. Megi gott eitt mæta honum á nýjum lendum. Kristínu og afkomendum eru sendar hlýjar kveðjur. Bárður Bragason Hörður Gíslason. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 ✝ Birgir Imslandfæddist í Óð- insvéum í Dan- mörku 6. janúar 1984. Hann lést 27. júlí 2018. Foreldrar Birgis eru Ómar Imsland, f. 1956, og Brynja Björg Bragadóttir, f. 1956, d. 2013. Stjúpmóðir hans er Hildur Björg Hrólfsdóttir. Birgir var annar í röðinni af fjórum bræðrum. Elstur er Ragnar, f. 1980, upp hjá fjölskyldu sinni í Dan- mörku, þar sem hann hóf sína íþróttaiðkun með yngri flokk- um Aab í Álaborg. Eftir heim- komuna ólst hann upp á Sel- tjarnarnesi og varð fljótlega mikill KR-ingur og lék bæði handbolta og fótbolta með yngri flokkum KR. Eftir skyldunám vann Birgir ýmis störf, aðallega í byggingar- iðnaði og ýmsum þjónustu- störfum. Síðustu misserin vann hann sem ráðgjafi við umönn- un barna og ungmenna með margþættan vanda og naut hann þar mikillar virðingar og trausts. Útför Birgis fór fram frá Digraneskirkju 2. ágúst 2018. sonur hans og fyrrverandi eigin- konu, Ingu Stellu Logadóttur, er Ómar Logi, f. 2002. Þriðji bróðir Birgis var Gunnar Ölvir, f. 1986, d. 2001, og yngstur er Arnar, f. 1992. Sonur Arnars og sambýliskonu hans, Alexöndru Dísar Unudóttur, er Nóel Gunnar, fæddur 2017. Fyrstu æviárin ólst Birgir Á fallegu sumarkvöldi lagði Birgir stjúpsonur minn sig til svefns eftir gott símtal við föður sinn og vaknaði ekki aftur. Síðast- liðin ár hafði hann lifað blómatíma sinna fullorðinsára og hafði byggt sér sterkt, fallegt og gefandi líf. Birgir var að eðlisfari mikið sjar- matröll, hjartahlýr og umhyggju- samur maður með beitt skopskyn og góðar gáfur. Ungur var hann óvenju táp- og kraftmikill og efni- legur í íþróttum. Hann var harður af sér, ekki kvartgjarn, fljótur að hugsa og bregðast við. Stóð með þeim sem órétti voru beittir eða máttu sín lítils og sýndi kvölurum litla meðvirkni. Hann fyllti enda bílskúr fjölskyldunnar af þeim dýrum merkurinnar sem eitthvað amaði að, hvort sem það voru kettir eða lemstraðir sjófuglar og reyndi að koma þeim til heilsu. Það var traustleiki í eðlifari hans sem sást m.a. á því að hann laðaði að sér bæði börn og dýr og var hann mjög elskur að þeim. Birgir var næstelstur af fjórum bræðrum. Þegar hann var nýorð- inn 17 ára gamall varð fjölskyldan fyrir því áfalli að Gunnar Ölvir, fjórtán ára bróðir hans, dó eftir stutta baráttu við krabbamein. Andlát bróður hans hafði djúp- stæð áhrif á hann og smám saman missti hann fótanna og fór ekki vel með sig í mörg ár. Rúmum áratug eftir andlát yngri bróður missti hann móður sína líka úr krabba- meini. En eftir dvöl í Krísuvík og virkt líf með sporunum tólf komst hann aftur til sjálfs sín og fyrir þá gjöf var hann mjög þakklátur. Í framhaldi fékk hann draumastarf- ið sitt. Hann vann sem ráðgjafi á heimili fyrir börn og unglinga með margþættan vanda. Þar var hann mikils metinn. Þótti ósérhlífinn, kærleiksríkur, lausnamiðaður og nýtti reynslu sína á uppbyggileg- an hátt með þjónustuþegunum og var þeim mikil fyrirmynd og vin- ur. Hann hlakkaði til hvers dags og skildi lítið í því að einhver væri tilbúinn til þess að borga honum laun fyrir það sem honum fannst skemmtilegast að gera. Af þakk- læti fyrir það sem hann hafði gefið vinnufélögum sínum og þjónustu- þegum stóð þessi glæsilegi hópur heiðursvörð í jarðarför Birgis. Fyrir þann hlýhug þökkum við fjölskyldan af alhug. Það er erfitt að fá ekki að sjá Birgi njóta alls þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða, fjölskyldu, afkomendur og eldast í sátt, umvafinn elsku. Nú þegar haustrigningar hafa tekið við af votu sumri er þó gott að minnast nokkurs sem Birgir hafði stundum á orði. Hann hélt því fram að til væri tvenns konar fólk. Þeir sem blotnuðu í rigningu og þeir sem upplifðu hana með öllum skynfærum sínum. Með þessu vildi hann benda á að við ráðum ekki við neitt nema augnablikið og því er best að njóta þess og dvelja ekki við það sem aldrei verður. Andlát Birgis bar brátt að, hann varð bráðkvaddur í svefni 27. ágúst síðastliðinn, en hann hafði átt við lungnaveiki að stríða í mörg ár. Á þessum tímamótum er eina leið okkar fram veginn, sú sem Birgir hefði kosið okkur. Vörðurnar á þeirri leið eru æðru- leysi, kærleikur, þakklæti og von. Birgis er sárt saknað og við varð- veitum dýrmætar minningar um hann með virðingu og þökk svo lengi sem við drögum andann. Hildur Björg Hrólfsdóttir. Birgir Imsland ✝ Pétur Guð-mundsson fæddist á Siglufirði 7. júlí 1928. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Siglu- fjarðar 25. október 2018. Pétur var sonur hjónanna Dýrleifar Bergsdóttur frá Ólafsfirði og Guð- mundar Konráðs- sonar frá Sléttuhlíð í Skaga- firði. Pétur ólst upp á Hafnargötu 16 á Siglufirði og bjó þar alla sína tíð. Eftir að foreldrar hans létust bjó hann þar með bróður sínum Ólafi sem var hans helsti samferðamaður í gegnum lífið. Útför Péturs fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 3. nóvember 2018, klukk- an 14. Við Pétur vorum bræðrasynir og bjuggum við saman hlið við hlið alla okkar barnæsku. Húsin eru enn í eigu innan fjölskyldu okkar og því hefur nálægðin verið mikil og góð í gegnum öll þessi ár. Pétur og bróðir hans Óli hafa því verið stór partur af mínu lífi allt fram til dagsins í dag. Oft var talað um þá bræður sem einn og sama mann- inn „Óla og Pétur“ þar sem þeir unnu saman, deildu sömu áhuga- málum og var annar aldrei langt undan hinum ef þeir sáust í frí- tíma sínum eða niðri á bryggju þar sem þá var oftast að finna. Pétur byrjaði snemma að vinna sem sendill í Kaupfélaginu og á síldarplani Rauðku þar sem hann var þróarmaður. Einnig vann hann m.a. í byggingarvinnu og var landmaður við bát og síðan á sjó á Hringi SI 34 og á Skagfirðingi eða Tappatogaranum svokallaða. Þegar við ræddum um liðna tíma þá sagði hann mér frá því að erfiðasta vinnan sem hann hafði unnið var að moka síld með síld- argöfflum upp í löndunarskúffur þegar flutningaskipin komu með Hvalfjarðarsíldina á Sigló. Þá var Pétur aðeins 18 ára. Fljótt tók sjó- mannslífið við hjá þeim bræðrum Óla og Pétri og á haustin og vorin var farið á sjó á trillunni þeirra sem bar nafnið Ófeigur. Voru margar ferðir farnar á sel og svartfugl og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með þeim í þær ferðir, þá fyrst sem stráklingur. Árið 1969 fengu þeir pabba minn Konna Konn og föðurbróður þeirra til að byggja fyrir sig átta tonna afturbyggðan trébát sem þeir nefndu Farsæl en sá bátur reyndist þeim mikil happafleyta. Bræðurnir gerðu bátinn út í rúm 20 ár en hann er nú í eigu Síldar- minjasafnsins á Siglufirði sem mér þykir ákaflega vænt um. Pétur var mikill íþróttamaður, hann keppti bæði í svigi og stór- svigi á Landsmótum fyrir hönd Siglufjarðar og einnig í badminton og komst hann oft á verðlaunapall. Pétur var einstaklega laghentur og smíðaði bæði úr tré og járni. Seinni árin var hann mikill grúsk- ari og nýtti sér nýjustu tölvutækni til að viða að sér fróðleik. Veiðimennskan var Pétri í blóð borin líkt og öðrum karlpeningi í Konna ættinni eins og hún er oft kölluð. Hann hafði m.a. gaman af rjúpna- og gæsaveiðum og einnig voru ófáar ferðir farnar á vorin í Málmey í eggjatöku. Við Kiddi bróðir deildum sömu áhugamálum með þeim bræðrum og vorum við svo lánsamir að fara í ófáar veiði- ferðir í gegnum árin. Við eigum okkar veiðifélag saman sem nefnist Fiðurfélagið og fórum við síðast í veiði á haust- dögum en Pétur komst ekki með í þá ferð vegna veikinda. Minningar þessar eru ómetanlegar og oft var glatt á hjalla hjá okkur frændum. Góður drengur er nú fallinn í valinn. Ég sendi Óla mínar innilegustu samúðarkveðjur og er ég þakklát- ur fyrir samveruna með þeim bræðrum í gegnum öll þessi ár. Minning Péturs lifir með okkur áfram. Sigurður Konráðsson (Siggi Konn). Pétur Guðmundsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Vallarbraut 11, Akranesi. Sigrún Rafnsdóttir Einar Jóhann Guðleifsson Sigurður Gylfason Marianne Ellingsen Ægir Magnússon Ragnheiður Gunnarsdóttir Hafsteinn Þór Magnússon og ömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR, Rauðalæk 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans, deild A-7, fyrir góða umönnun. Þorgrímur Jónsson Bára Þorgerður Þorgrímsd. Ólafur Jónsson Sigurður Trausti Þorgrímss. Zhanna Þorgrímsdóttir Jón Þór Þorgrímsson Aldís Yngvadóttir Herdís Þorgrímsdóttir Kristinn G. Hjaltalín barnabörn og barnabarnabörn Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Suðurlandsbraut 62, Mörkinni. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir kærleiksríka umönnun. Hjördís J. Sigvaldadóttir Hjalti Már Hjaltason Grétar J. Sigvaldason Róslinda Jenný Sancir Hjörtur Sigvaldason Sigrún Stefánsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ÁRNA GRÉTARSSONAR, Gilstúni 9, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Grétar Jónsson Ingibjörg Árnadóttir Petrea Grétarsdóttir Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson Jóhanna Grétarsdóttir Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir og systkinasynir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.