Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Eftir að hafa verið rúm fjögur ár í Nuuk á Grænlandi eru tölu-verð viðbrigði að koma til Ottawa, þar sem býr ein milljónmanna. Kanada er áhugavert land og viðfangsefnin í starfinu sömuleiðis,“ segir Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Kanada, en hann er 56 ára í dag. Pétur er Borgnesingur, sonur Ásgeirs Péturs- sonar sýslumanns og Sigrúnar Hannesdóttur konu hans. Á unglings- árum flutti Pétur suður með fjölskyldu sinni og fór seinna til hag- fræðináms í Skotlandi. Á þrítugsaldri hóf hann störf í menntamála- ráðuneytinu og seinna í utanríkisþjónustunni, þar sem hann hefur starfað í nítján ár. „Í Kanada þekkja allir Ísland; flestir sem ég hitti hafa annaðhvort komið þangað eða eiga ættingja og vini sem verið hafa þar og fundist landið afar áhugavert. Að koma til Manitoba og kynnast mannlífi Vestur-Íslendinganna er merkilegt, en talið er að um 200 þúsund manns þar um slóðir séu afkomendur vesturfaranna. Verkefnum sendiráðsins má skipta í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi að annast tengsl við kanadísk stjórnvöld, í öðru lagi að efla viðskipti á milli land- anna og í þriðja lagi að efla samskipti milli Kanada og Íslands. Við þetta bætist svo þjónusta sendiráðsins við íslenska ríkisborgara í Kan- ada. Varðandi viðskiptin leggjum við áherslu á viðskipti á sviði sjávarútvegs. Þar horfum við meðal annars til þess að sjávarútvegur á Atlantshafsströnd Kanada er í sókn og í því geta falist tækifæri fyrir íslenska aðila,“ segir Pétur sem er kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur og eiga þau tvo syni, Ásgeir og Magnús. „Síðustu árin hafa siglingar verið helsta áhugamálið. Við áttum bát á Grænlandi og þar sigldum við Ásgeir sonur minn víða við austur- ströndina og gerðum um það bók, sem við kölluðum Á norðurslóð, ferðasaga frá Grænlandi sem kom út í fyrra. Hér í Kanada höfum við hins vegar mikið siglt á Rideau Canal; skipaskurðinum fræga sem er frá 19. öldinni og er á heimsminjaskrá UNESCO.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kanada Viðbrigði að koma til Ottawa, segir Pétur Ásgeirsson. Allir þekkja Ísland Pétur Ásgeirsson sendiherra er 56 ára í dag R agnheiður Tryggva- dóttir fæddist í Reykjavík 3.11. 1958 og ólst upp í Skraut- hólum á Kjalarnesi. Hún gekk í barnaskólann á Klébergi og lauk síðan landsprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Mosfellssveit, stúd- entspróf tók hún frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og útskrifaðist sem leikari frá Leik- listarskóla Íslands 1982. Auk þess stundaði hún nám í almennri bók- menntafræði og lögfræði við HÍ. Ragnheiður var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar veturinn 1982-83 og starfaði þar einnig vet- urna ’83-’84 og ’88-’89. Hún lék síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðu- leikhúsinu og ýmsum frjálsum leik- hópum auk leiks í útvarpi og sjón- varpi til ársins 1996. Meðfram leikarastarfinu kenndi Ragnheiður leiklist í grunn- og framhaldsskólum og leikstýrði sýningum hjá áhuga- mannaleikfélögum og í framhalds- skólum. Hún starfaði einnig á skrif- stofu Félags íslenskra leikara og hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Árin 1992-1994 gegndi Ragnheiður hluta- starfi sem sérfræðingur í Lista- og safnadeild menntamála-ráðuneyt- isins. 1994-1996 vann hún með Gunnari Steini Pálssyni við almannatengsl hjá GSP-almanna- tengslum. Ragnheiður tók við fram- kvæmdastjórn Rithöfundasambands Íslands í ársbyrjun 1996. Ragnheiður sat þrjú tímabil í Leiklistarráði og í fimm ár var hún í sérfræðinganefnd á vegum Nor- rænu menningargáttarinnar. Hún sat í valnefnd Evrópska rithöf- undaráðsins í 12 ár þar af formaður í 6 ár. Auk þessa hefur Ragnheiður setið í ýmsum starfshópum og ráð- um innan lands sem utan á vegum Rithöfundasambandsins. „Ég er mikill lestrarhestur, var orðin fluglæs fyrir fjögurra ára af- mælið og er eiginlega alæta á lesefni. Ég get t.d. nánast fullyrt að ég hafi lesið eitthvað eftir alla félagsmenn Rithöfundasambandsins en þeir eru nú tæplega 550. Og nú er ég í les- hring með frábærum og litríkum hópi kvenna og þar detta stundum inn bækur sem ekki hafa áður orðið á vegi mínum en opna nýja og óvænta sýn. Leiklistin skipar auðvitað stóran sess í lífi mínu þó að ég hafi lagt hana á hilluna sem starfsvettvang fyrir rúmum tuttugu árum. Við Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri RSÍ – 60 ára Fjölskyldan Hjörtur Jóhann Jónsson að útskrifast frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Frá vinstri: Ragnheiður, Sigríður Láretta, Helga Braga, Hjörtur, Brynja, Ingveldur Ýr, Jódís og Jón Hjartarson. Lestur, leiklist og fegurð íslenskra fjalla Með ömmustráknum Ragnheiður og Jón Egill Hjartarson. Keflavík Agnes Eir Björnsdóttir fæddist hinn 1. janúar 2018 á Sjúkrahúsinu í Keflavík kl. 15.16 og var nýárs- barnið þar í bæ. Hún vó 4.080 grömm og var 49 cm á lengd. Foreldrar eru Sara Dögg Gylfa- dóttir og Björn Sím- onarson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HYUNDAI I30WAGON CLASSIC Árg. 2018, ek. 23 Þ.KM, bensín, 6 gíra. Verð 2.990.000 kr. Raðnúmer 380126 HYUNDAI TUCSON COMFORT 4WD Árg. 2018, ekinn 43 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.590.000 kr. Raðnúmer 380209 HYUNDAI I30 CLASSIC nýskr. 05/2017, ekinn 57 Þ.km, bensín, 6 gíra. Verð 2.290.000 kr. Raðnúmer 258552 SUZUKI VITARA GLX 4WD nýskr. 05/2018, ekinn 36 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.190.000 kr. Raðnúmer 258679 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum SPRENGI TILBOÐ TökumALLA* notaða bíla uppí á 550.000 kr KÍKTUVIÐ FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR Ath. örfá eintök í boði! *Allir notaðir bílar ganga sem550.000 kr upp í. Bílarnir þurfa að vera á nú- merumog hægt að aka þeim. Aldur, akstur og litur skiptir ekkimáli. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.