Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 41
bekkjarsystkinin úr Leiklistarskól- anum, G-bekkurinn, hittumst þegar við getum enda varla til skemmti- legri hópur. Fjölskyldan er nánast öll viðriðin geirann og stundum eru þau með svo mörg járn í eldinum að ég sé fátt í leikhúsunum annað en það sem mín allra nánustu eru að sýsla við. Við hjónin vorum lengi búin að velta fyrir okkur áhugamáli sem við gætum stundað með börnunum okk- ar, Hirti og Siggu Láru. Við gengum saman Laugaveginn með Ferða- félagi Íslands þegar þau voru 9 og 13 ára og þá varð ekki aftur snúið. Síðan höfum við ferðast vítt og breitt um hálendið, vaðið firði og klifið fjöll. Við Jón vorum síðan svo ótrúlega heppin að komast í félagsskap Trimmklúbbs Seltjarnarness – TKS en þar starfar öflugur gönguhópur sem fer a.m.k. eina fimm til sex daga göngu á hverju sumri auk þess að fara krefjandi ferðir að vorlagi. Þetta er harður kjarni 45-55 manna og kvenna sem víla fátt fyrir sér þeg- ar kemur að þrekraunum til fjalla. Þarna er líka á ferðinni þvílíkt sam- ansafn af skemmtilegum og fróðum einstaklingum að leit er að öðru eins. Svo má ég ekki gleyma að minnast á saumaklúbbinn minn sem á aldur sinn að rekja aftur til áranna í MH. Við eigum allar sextugsafmæli á árinu en ég er yngst, næsta vor stefnum við á stelpuferð til útlanda til að fagna áfanganum saman. Og síðast en ekki síst, Jón Egill sonarsonur minn er núna þriggja og hálfs, við erum bestu vinir og það allra skemmtilegasta sem ég veit er að eiga með honum stundir.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Jón J. Hjartarson f. 20.1.1942, leikari og rithöfundur. Þau giftu sig 21. maí 1988 eftir 6 ára sambúð. Foreldrar Jóns. Hjörtur Jónsson, f. 28.10. 1902, d. 10.8 1963, útvegsbóndi og hreppstjóri á Hellissandi, og k.h. Jó- hanna Vigfúsdóttir, f. 11.6. 1911, d. 29.4. 1994, organisti og húsfreyja á Hellissandi.. Börn Ragnheiðar og Jóns eru: 1) Hjörtur Jóhann, f. 29. 5. 1985, leikari í Reykjavík, kona hans er Brynja Björnsdóttir leikmyndahönnuður, sonur þeirra er Jón Egill Hjartar- son, f. 29.4. 2015; 2) Sigríður Lár- etta, f. 20.10. 1988, leikari og há- skólanemi í Reykjavík. Stjúpdætur Ragnheiðar eru 1) Helga Braga Jónsdóttir, f. 5.11. 1963, leikari og flugfreyja; 2) Ingv- eldur Ýr Jónsdóttir, f. 26.7. 1966 óperusöngkona, hennar maður er Ársæll Hafsteinsson, dóttir Ingveld- ar er Jasmín Kristjánsdóttir, f. 11.3. 1999; 3) Jódís Jóhannsdóttir, f. 5.2.1966, bókari. Bræður Ragnheiðar eru Grétar Tryggvason, f. 1956, prófessor í véla- verkfræði og deildarforseti Mechanical Engineering við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkj- unum, kona hans er Elfa Jónsdóttir myndlistarmaður, og Stefán Tryggva- og Sigríðarson, f. 1957, lífskúnstner og eigandi Hótel Natur við Eyjafjörð, kona hans er Inga Margrét Árnadóttir, eigandi Hótel Natur. Hálfsystkini, samfeðra: Ásta, f. 1923, d. 2011, Gunnar, f. 1924, d. 1984, Láretta, f. 1926, d. 1993, Svan- hvít, f. 1927, d. 2016, Jón Leví, f. 1937 og Erla, f. 1945. Foreldrar Ragnheiðar: Tryggvi Stefánsson, f. 30.10. 1898, d. 2.10. 1982, bóndi í Skrauthólum á Kjal- arnesi, og k.h. Sigríður Arnfinns- dóttir, f. 20.6. 1922, d. 18.4. 2006, bóndi og húsfreyja í Skrauthólum. Arnfinnur Scheving Arnfinnsson rafvirkjameistari og verkstj. á Akranesi Úr frændgarði Ragnheiðar Tryggvadóttur Ragnheiður Tryggvadóttir Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Bekansstöðum, Vestra-Miðfelli og víðar Jónas Sveinsson bóndi á Bekansstöðum, Vestra-Miðfelli og víðar Ragnheiður Jónasdóttir húsfreyja á Vestra-Miðfelli, síðar á Akranesi Sigríður Arnfinnsdóttir bóndi og húsfreyja í Skrauthólum Arnfinnur Scheving Björnsson bóndi og skipasmiður á Vestra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit, síðar á Akranesi Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Fjarðarhorni og Eyri Björn Arnfinnsson bóndi á Fjarðarhorni og Eyri í Kollafirði Soffía tefánsdóttir hjúkrunar- kona á Sauðárkróki og Akureyri S Þorbjörg J. Friðriksdóttir hjúkrunar- kennari og frkvstj. ldrunarlækninga á Landspítala ö Árni Þór Sigurðsson sendiherra og fv. alþingis- maður Jón Leví Eggertsson frá Þernumýri, bóndi og formaður, Egilsstöðum Sigurður Jónsson b. og hreppstj. í Hindisvík Jóhannes Sigurðsson bóndi í Hindisvík á Vatnsnesi Séra Sigurður Norland í Hindisvík Margrét Jónsdóttir frá Hindisvík, Vatnsnesi, Hún., húsfreyja á Egilsstöðum á Vatnsnesi Ásta Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Stórhóli og víðar Benedikt orsteinsson arandverka- maður m.a. í jóafirði og á Eskifirði Þ f M Elísabet Jónína Benedikts- dóttir erkakona í Rvík v Elías Mar rithöfundur í Rvík Stefán Þorsteinsson bóndi í Stórhóli í Víðidal, Hún. og víðar Guðrún Jónasdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað, Hún. og víðar Þorsteinn Pálsson bóndi í Spákonufellskoti, Hún. og víðar Gunnar Tryggva- son msjónar- maður í Rvík u Tryggvi Gunnarsson umboðs- maður Alþingis Tryggvi Stefánsson bóndi í Skrauthólum á Kjalarnesi ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttirfæddist á Grund í Þorvalds-dal, Árskógshr., Eyj., 3. nóv- ember 1921. Foreldrar hennar voru Vigfús Kristjánsson, útvegsbóndi á Grund og síðar Litla-Árskógi, f. 1889, d. 1961, og Elísabet Jóhanns- dóttir, húsfreyja, f. 1891, d. 1975. Guðrún ólst upp á Litla-Árskógi, stundaði nám við Unglingaskóla Svarfdæla á Dalvík, sótti námskeið í orgelleik og vélprjóni á Akureyri og var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1940-1941. Hún stundaði nám við nýstofnaða vefnaðarkennaradeild Húsmæðra- skólans á Hallormsstað 1943-1945 og útskrifaðist þaðan ásamt nöfnu sinni Bergþórsdóttur sem fyrsti vefnaðarkennari á Íslandi. Haustið 1945 hóf Guðrún störf við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði sem vefnaðarkennari og kenndi við skólann í 43 ár. Guðrún stofnaði Vefstofu Guð- rúnar Vigfúsdóttur árið 1961 og starfrækti hana samhliða kennsl- unni í Húsmæðraskólanum í 26 ár. Árið 1988 flutti Guðrún í Voga- tungu 29 í Kópavogi þar sem hún setti upp vefstofu við heimili sitt og einbeitti sér að vefnaði messuhökla og tilheyrandi muna. Samhliða því leiðbeindi hún eldri borgurum í Kópavogi í vefnaði og myndvefnaði og árið 1996 fékk hún styrk bæjar- listamanns. Árið 1998 gaf Guðrún út bókina „Við vefstólinn: lifandi vefn- aðarlist í máli og myndum í hálfa öld.“ Á Ísafirði tengdist Guðrún kirkjustarfi og var m.a. formaður Kirkjukvenfélagsins og síðar í sóknarnefnd Kópavogskirkju. Árið 1976 var Guðrún sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðn- aðar. Hún sýndi handofin verk á sýningum innanlands sem utan, m.a. hökla, veggteppi og glæsikjóla úr ís- lenskri ull. Guðrún giftist Gísla Sveini Krist- jánssyni árið 1950, íþróttakennara, f. 25.11. 1906, d. 22.10. 1978. Dóttir þeirra er Eyrún Ísfold, f. 1950, tal- meinafræðingur. Guðrún lést 9. febrúar 2015. Merkir Íslendingar Guðrún J. Vigfúsdóttir Laugardagur 90 ára Jónína Salný Stefánsdóttir Sigurrós Guðjónsdóttir 85 ára Júlíus Gígjar Halldórsson 80 ára Guðrún Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir Ingvar Þorvaldsson Margrét Þórðardóttir Sigfús Levi Jónsson Sigríður Gísladóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir Svandís Gunnarsdóttir 75 ára Auður Jóhanna Kjartansdóttir Guðbjörg Theódórsdóttir Jón Halldór Gíslason Sigríður Mínerva Jensdóttir 70 ára Anna Sigrún Mikaelsdóttir Brynja Beck Einar Páll Vigfússon Sigurður Gunnarsson 60 ára Adam Krecichwost Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson Auður Ingólfsdóttir Ásgeir Sverrisson Elín Dóra Baldvinsdóttir Fríða Ingimarsdóttir Hrefna Einarsdóttir Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir Kristín G. Hjartardóttir Margrét Sigríður Pétursdóttir Norbert Ægir Muller Ragnheiður Tryggvadóttir Sigurbjörn B. Sigurbjörnsson Þór Kolbeinsson 50 ára Andrzej Gapinski Anna Dorota Oszwa Anna María Elíasdóttir Ásta Helga Viðar Dorota Joanna Kapanke Írena Auður Pétursdóttir Jose L. Dias Da Silva Teixeira Kristján Snær Karlsson Ólöf Guðný Geirsdóttir Piotr Szmit Vilhjálmur Sveinn Björnsson 40 ára Benjamin David Hennig Elsa Margrét Einarsdóttir Fjóla Orradóttir Grzegorz Ryszard Zajac Guðmundur Emilsson Heiða Björk Elísdóttir Helgi Hafsteinsson Hjalti Bergmar Axelsson Kateryna Kaplychna Marina Gurievna Petrova Patrick Saad Machkour Páll Eggert Ólafsson Pia Riedelmeier Rebekka Björnsdóttir Robert Wendland Sandra Björk Ragnarsdóttir Steinar Nóni Hjaltason Zbigniew Dobczynski 30 ára Arnar Freyr Þorgeirsson Ásta Karen Kristjánsdóttir Carlos Alberto Caro Aguilera Evelina Wennerbaeck Guðfinnur Vilhelm Karlsson Hyo-Sam Nandkisore Inga Jóna Jóhannsdóttir Magnús Jónsson Matthias Mario Vogt Pawel Krzysztof Sztandera Pétur Daníel Ámundason Tómas Auðunn Þórðarson Viktor Ragnar Þorvaldsson Víðir Smári Petersen Þorvaldur Ríkharðsson Sunnudagur 90 ára Sigurgeir Jónasson 85 ára Ísleifur Bergsteinsson Sigríður Karlsdóttir 80 ára Kristinn Viðar Pálsson Steinunn E. Jónsdóttir Víðir Hafberg Kristinsson 75 ára Ingvi Tómasson Jakob Páll Sigurbjörnsson Þórir G. Björnsson 70 ára Bjarnfríður Hlöðversdóttir Erlendsína Guðlaug Helgadóttir Eyjólfur Vilbergsson Hálfdán Guðröðarson Helga Björnsdóttir Lucyna Janiszewska María Halldórsdóttir Sigurgeir Sigurjónsson Úlfhildur Gunnarsdóttir 60 ára Bjarni Óskarsson Elínborg Gunnarsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðjóna Ásgrímsdóttir Inga Hrönn Guðlaugsdóttir Kristján Steingrímsson Marinó Flóvent Birgisson Páll Halldórsson Steinar Þór Þórisson Viktors Vasilika 50 ára Gunnar Örn Kristjánsson Luís António Teixeira Pinto Sighvatur Sigfússon Sólveig Franklínsdóttir 40 ára Asen Ivanov Angelov Crystal Alswaidani Guðjón Sigursveinsson Hallur Hróarsson Jóhanna Elín Líndal Christensen Krystyna Piaskowska Páll Ágúst Ólafsson Sigurður Viðar 30 ára Alma Guðnadóttir Andri Egilsson Arnas Tilvikas Axel Paul Gunnarsson Dagbjartur Elís Ingvarsson Daniela-Vasilica Cernica Erna Valborg Björgvinsdóttir Eyrún Erla Sigurgeirsdóttir Guðmundur Jóhannsson Hrafnhildur Ágústsdóttir Ingólfur Friðrik Arnarson Ioana-Adelina Danciu Johanna Nowotnick Jón Steinar Valtýsson Jón Sverrisson Magnea Lillý Friðgeirsdóttir Magnús Kári Ingvarsson Ma. Jennilyn Soriano Malana Sara Sigurðardóttir Teitur Ólafur Albertsson Thelma Lind Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is TONON Concept borðstofustóll Viðarfætur verð 74.900,- stk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.