Morgunblaðið - 03.11.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.11.2018, Qupperneq 44
Listbandalagið post-dreifing gefur nú út aðra Drullumalls-safnplötu á Bandcamp-vefsíðunni en fyrri platan kom út í mars á þessu ári. Í þetta sinnið er að finna þrettán lög með jafnmörgum listamönnum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Listbandalagið eða listasamlagið post-dreifing hefur verið að koma sterkt inn á íslenskan neðanjarð- artónlistarmarkað undanfarin miss- eri með útgáfum, tónleikahaldi og ýmiss konar uppákomum. Í gegnum Bandcamp-setur post-dreifingar hefur t.d. komið út efni með Skoffín, asdfhg., Tucker Carlson’s Jonestown Massacre, To- bolsk Catwalk Orchestra, sideproject, Gróu, Baghdad Brothers, Hot Sauce Com- mittee og K.óla og það bara á síðustu tveimur árum. Segja má að post- dreifing minni um margt á fyrri tíma Dásamlegar drullukökur hugsunartanka, samtök og listhópa. Smekkleysa, S.L.Á.T.U.R. og Til- raunaeldhúsið koma í hugann og rassvasafyrirtæki Dr. Gunna, Erða- númúsík. Allt ólík fyrirbæri reyndar og áherslur mismunandi. Samkvæmt fasbókinni er post-dreifing „útgáfu- kollektíva sem samanstendur af ungu listafólki úr hinum ýmsu kimum grasrótarsenunnar í Reykjavík. Hóp- urinn hefur það að mark- miði að auka sýnileika og sjálfbærni í listsköpun í krafti samvinnu“. Enginn er skráður sem forsvars- manneskja á síðunni og einn af útgangspunkt- unum er einmitt sá að hafa flata yfirstjórn ef svo má segja. Markaðs- og gróðahyggju er þar alfarið neitað og hugsjónirnar fallegar og ríkar. Samkvæmt með- limum Baghdad Brothers er hug- myndin, í sem skemmstu máli, að búa til annars konar og heilnæmara um- hverfi en bransinn á alla jafna að venjast. Útgangspunkturinn sé ekki sá að selja eða troða sér inn á nýja markaði heldur fyrst og síðast að stuðla að umhverfi þar sem fólk geti skapað. Eitt af því sem í þessu felst er að koma tónlistinni út, dreifa henni, en eitt af slagorðum post-dreifingar er „dreifing er hafin“. Þörf listamanna til að koma efni sínu á framfæri hefur ekkert breyst þó að tækin til þess at- arna hafi gert það og Drullumallið er vel til fundið og velkomin viðbót við samskonar útgáfur (ég nefni Lady- boy Records, Myrkfælni, Whynot? t.d.). Heildaráferðin hér er bæði spennandi og eyrnasperrandi. Tón- 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 jazz í Salnum Jacky Terrasson 16. nov. 44 17 500Salurinn.is Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 4.11. kl. 14. Áttu forngrip í fórum þínum? Sérfræðingar safnsins greina gripi. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 4.11. kl. 14. Fjölskylduleiðsögn þar sem þjóðsögur og kynjaskepnur eru dregnar fram í dagsljósið. Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jarðhæð, var það fyrsta sem Ingólfi Arnarssyni myndlistarmanni datt í hug þegar hann á sínum tíma var spurður um yfirskrift sýningar, sem hann opnar kl. 16 í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Og þar við sat. Stundum blasa svörin ein- faldlega við. Jarðhæð í A-salnum á jarðhæð safnsins samanstendur af 23 nýlegum verkum Ingólfs. Annars vegar 12 steinsteypuverkum, þar sem hann vatnslitar á grunnmálaðar steypuplötur, og hins vegar 11 blý- antsteikningum. Að ógleymdum um 1.000 skyggnimyndum, sem hann hefur tekið víða og varpað verður á vegg við inngang sýningarinnar – eða útgang – allt eftir því hvar gest- irnir hefja leikinn. „Uppbygging sýningarinnar er rytmatísk. Eiginlega er um tvær sýningar að ræða, sem blandast saman og verða að einni þegar þessi ólíku veggverk renna saman í eina heild og mynda línulaga frásögn,“ segir Ingólfur. Teikningar hafa ætíð verið einn stærsti þátturinn í listsköpun Ing- ólfs, og fínar línur, nákvæmni og tími hans aðalsmerki. Hann hafði þó lítið sem ekkert fengist við stein- steypuverk frá því hann sýndi í Skaftfelli árið 1996, þar til nýverið að hann vann tólf slík sérstaklega fyrir Jarðhæð. Eins og raunar á við um öll verkin á sýningunni útfærði hann þau sérstaklega með hliðsjón af sýningarrýminu. Andblærinn, birtan og rýmið „Mjög ákjósanleg staða að hafa fyrirvara og geta unnið, eða að minnsta kosti valið verkin þannig að þau spili með umhverfinu og rýminu. Ég var þó ekki með neinn sýningar- stað í huga þegar ég byrjaði að vinna verkin fyrir um þremur árum. Fyrir um ári þegar ljóst var að sýningin yrði í A-salnum, gat ég aftur á móti farið að gera verkin með tilliti til þess og leggja grunn að heildarútlit- inu.“ Ingólfur kveðst því næst hafa far- ið allnokkra göngutúrana niður í Hafnarhús, gengið um salinn, velt vöngum og klórað sér í hausnum. „Allt öðruvísi tilfinning heldur en að fá sendar myndir frá söfnunum og þurfa að máta sýningu í huganum samkvæmt þeim og tölum á blaði. Með því að koma á staðinn getur maður upplifað andblæinn og fengið tilfinningu fyrir birtu og rými svo nokkuð sé nefnt,“ segir hann. Í umsögn á vef Listasafns Reykja- víkur stendur að vel megi halda því fram að verk Ingólfs séu aldrei ein- angruð fyrirbæri heldur ætíð hluti af úthugsaðri innsetningu og sýning- arrými. Ályktunin er efalítið dregin af fyrirkomulaginu á fjölda sýninga hér heima og erlendis sem Ingólfur hefur haldið frá því hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1979 og hélt til framhalds- náms við Jan van Eyck-listaháskól- ann í Hollandi. Frá upphafi mynd- listarferilsins hefur hann líka skipu- lagt sýningar á verkum íslenskra og erlendra listamanna. Ingólfur var einn af stofnendum Gallerís Suður- götu 7 og virkur í starfi sýningarsal- arins Önnur hæð á níunda áratugn- um. Samhlið störfum að eigin mynd- list hefur hann kennt myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og verið prófessor við Listaháskóla Íslands. Fylgdi hugboði sínu Þótt verkin á Jarðhæð séu unnin á síðustu fjórum árum og að mörgu leyti skyld fyrri verkum, segir Ing- ólfur þau um margt ólík þeim sem hann áður hefur sýnt. „Ég hef verið að vinna með ákveðinn hugmynda- forða og forsendur. Teikningarnar eru 27 cm x 22 cm, töluvert stærri en mínar fyrri teikningar, og tæknilega þannig unnar að vinnsluaðferðin er sýnileg. Grunnhugmynd steinsteyp- unnar er sú sama og áður, en þær eru í öðrum stærðum og hlutföllum. Það fyrsta sem mér datt í hug var að salurinn byði upp á að tefla saman á sýningunni teikningum og stein- steypu. Ég hafði alltaf haldið þess- um listformum meira aðskildum á sýningum, en í þetta skipti ákvað ég að fylgja fyrsta hugboðinu.“ Krúsidúllur hafa hvorki átt greiða leið í verk Ingólfs né heldur fígúrur ýmiss konar. Hann er augljóslega maður þess stílhreina. Í teikning- unum á sýningunni eru í formin mis- munandi en öll í fíngerðum gráum tónum. Hann fer heldur ekki offari í litadýrðinni í vatnslitamyndunum, þar sem eru litafletir í mörgum blæ- brigðum af einum og sama litnum ásamt þeim svarta. Á fyrrnefndri vefsíðu Listasafns Reykjavíkur segir að nákvæmlega úthugsuð verk Ingólfs hafi verið kennd við mínimalisma. En skrifar listamaðurinn undir þá skilgrein- ingu? „Ég er ekki mikið fyrir þessa merkimiða. Sumir nota skilgrein- inguna sem einhvers konar hækju, en hvað sjálfan mig áhrærir er ég hættur að berjast gegn þessu. Ef menn vilja endilega tengja verk mín við mínimalisma, þá læt ég mér á sama standa. Og hvað er mínimal- ískt þegar öllu er á botninn hvolft? Þegar maður flettir orðinu upp á netinu lendir maður á síðum um lífs- stíl en ekki listastefnu,“ segir Ing- ólfur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útfærslan og rýmið Verk Ingólfs Arnarssonar myndlistarmanns á Jarðhæð eru nákvæmlega útfærð fyrir rými salarins í Hafnarhúsinu. Ekki maður merkimiða  Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður opnar í dag sýn- inguna Jarðhæð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi Gísli Örn Garðarsson fyllir skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í Elly í Borgarleikhúsinu frá 29. nóvem- ber og út árið meðan Hjörtur undirbýr titilhlut- verkið í Ríkharði III. sem frumsýndur verður í árs- lok. Gísli Örn, sem skrifaði Elly ásamt Ólafi Agli Egilssyni og leikstýrði, hefur ekki stigið á svið hér- lendis í nokkur ár, enda verið upptekinn við að leikstýra og leika í kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um bæði hér og erlendis. Gísli Örn Garðarsson Gísli Örn leikur í Elly

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.