Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 45
Neðanjarðar Hin nýstofnaða BSÍ á eitt lag á Drullumalli 2.
listin alls konar, hrá, tilraunakennd
og óhamin. Það er svo mikilvægt að
ný sköpun og frjó eigi sér útgöngu-
leið og þessi plata er einfaldlega frá-
bært dæmi um slíkt, einhvers konar
„rás“ sem hægt er að komast inn í.
Stirnir opnar plötuna, dreymið og
stutt svefnherbergisgítarpikk og inn-
an við tveggja mínútna langt. Hrátt
og vart klárað og fer þangað sem það
vill. Lýsandi nokk fyrir innihaldið á
plötunni allri. Ég fíla þetta. Johnny
Blaze & Hakki Brakes negla þvínæst
inn rappkenndri poppsýru, beint frá
Berlín. GRÓA, sem hafa verið að
vekja verðskuldaða athygli, eiga lag-
ið „María“, hressilegt femínistapönk
og mikill kraftur og ástríða yfir. Funi
Kun læðir inn stuttri stemmu,
„FOKKESSU UPP“, vel sýrt og
skemmtilegt (og geðveikislegt) en
K.óla stillir okkur svo af. „Ein“ er eitt
af þessum lögum hennar þar sem allt
er sett upp á borð, mjög skondinn
texti um hvar maður endar eftir
djammið. Flott lag, og með mjög eft-
irminnilegu viðlagi. Framlag sidep-
roject er nánast helber sýra, áleitin
óhljóðalist en BSÍ, sem hefur á að
skipa Sigurlaugu Thorlacius (sillus)
og Juliusi Rothlaender, hendir í ansi
grípandi útgáfu af „Wannabe“ Spice
Girls. Ábreiða sem gengur glæsilega
upp. Axis Dancehall býður upp á
nokkurs síð-tripphopp á meðan
Dymbrá (hét Umbra í Músíktil-
raunum) færir okkur „Koparbláa
mána“, sem er í þessum síð-klassíska
gír sem þær voru í á Músíktilraunum.
Frábært efni og spennandi verður að
fylgjast með þessari efnilegu, hug-
djörfu sveit. Framlag Sólu er hringl-
andi melódísk óhljóðalist, í ætt við
það allra framúrstefnulegasta sem
maður heyrir hérlendis (Íbbagoggur,
Fersteinn t.d.). Dead Herring, óg-
urlegasta rokksveit landsins í dag,
eiga brjálað innslag og í kjölfarið
kemur Einar Hugi með grallaralegt
tölvupopp, „Æluvu“, tekið upp á ódýr
tæki í bílskúrnum hans pabba – eitt-
hvað svoleiðis. Tucker Carlson’s
Jonestown Massacre lokar þessu
safni svo með laginu „discipleof-
christ@jw.org“. Hæfandi endir,
gítarsláttur sem virðist hafa farið
fram við endimörk hins óbyggilega
heims (getur einhver hjálpað mér?).
Grasrótin er góð, og það er pass-
að upp á græðlingana. Það er gott að
vita til þess að fólk hefur vilja, mátt
og áhuga fyrir því að standa í þessu, á
því græðum við hin.
»Dymbrá (hétUmbra í Músíktil-
raunum) færir okkur
„Koparbláa mána“, sem
er í þessum síðklassíska
gír sem þær voru í á
Músíktilraunum.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Myndlistarmaðurinn Steingrímur
Gauti Ingólfsson opnaði sýningu í
gær í galleríinu Tveimur hröfnum.
Sýningin ber titilinn Ekki gera neitt
og í texta sem Starkaður Sigurðar-
son ritar um sýninguna segir m.a:
„Steingrímur Gauti heldur áfram að
mála. Hérna eru ný málverk. Unnin
núna af hendi sem er orðin vön. Mál-
arinn meira og meira að tala ekki
bara við annað fólk, heldur við sjálf-
an sig. Viðureignin ekki bara við það
að setja upp sýningu heldur við það
að mála, málverkið, málverkið sitt.
Hvað hef ég málað áður? Er þetta
fyrir mig eða ykkur? Hvað vantar?
Samtalið er víðara, sjálfhverfara,
það er viðkvæmt af því það endar
aldrei, en ákvörðunin er tekin: þetta
eru málverk, ég er að mála.
Þessi málverk eigast við sjálf.
Togast á um hvað þau vilja sýna
okkur, og hvað þau vilja ekki sýna
okkur. Er það eitthvað stórt, eða
eitthvað lítið? Kyrrt eða á hreyf-
ingu? Eitthvað sem við sjáum eða
eitthvað sem er falið? Það er eitt-
hvað hérna sem er undir og eitthvað
sem er yfir; eitthvað sem er yfir-
borðið, og eitthvað sem er um hvern-
ig málverk sýnir okkur eitthvað. Það
er óvissa, og leit, en líka eitthvað
sem hefur fundist. Og þá finnur
maður líka fyrir því hversu við-
kvæmt þetta sem fundist hefur er,
hversu lítið það getur verið, og ein-
falt. En það er flókið að búa til þenn-
an eina lit sem gerir málverkið list,
þessa einu línu, eða slettu, eða staf,
þetta gat sem sýnir það sem er undir
þessum svarta lit, eða ákvörðunina
að mála yfir allt það sem er ekki
listaverkið.“
Steingrímur Gauti fæddist árið
1986 og útskrifaðist frá Listaháskóla
Íslands árið 2015. Hann nam einnig
við Universität der Künste í Berlín
og Myndlistaskólann í Reykjavík og
hefur verið virkur í sýningarhaldi
frá útskrift. Sýning Steingríms í
Tveimur hröfnum er sjötta einka-
sýning hans.
Talar við sjálfan sig
Steingrímur
Gauti sýnir í
Tveimur hröfnum
Málverk Verk á sýningu Steingríms í Tveimur hröfnum.
Safnasafnið, Al-
þýðulistasafn Ís-
lands, stendur
fyrir málþingi í
Þjóðminjasafn-
inu í dag klukkan
13-16. Yfirskrift
þess er Frá jaðri
til miðju og verð-
ur á því fjallað
um þróun ís-
lenskrar alþýðulistar og stöðu
hennar í dag.
Níels Hafstein, myndlistarmaður
og safnstjóri Safnasafnsins, flytur
erindi um íslenska alþýðulist, þróun
hennar og stöðu á heimsísu, Harpa
Björnsdóttir myndlistarmaður seg-
ir frá Safnasafninu og Margrét M.
Norðdahl myndlistarmaður fjallar
um hugtök og aðgengi í listheim-
inum og segir frá verkum banda-
rísku listakonunnar Judith Scott og
frá verkum GÍU, Gígju Thoroddsen
og Guðrúnar Bergsdóttur. Fleiri
flytja erindi og Unnar Örn J.
Auðarson myndlistarmaður verður
fundarstjóri og haldnar verða pall-
borðsumræður.
Fjallað um alþýðu-
list á málþingi
Níels Hafstein
Brot úr línu/fragment of a line nefn-
ist samsýning sem opnuð verður í
dag kl. 14 í Verksmiðjunni á Hjalt-
eyri. Sýningarstjórar eru Sigurður
Guðjónsson og Gústav Geir Bolla-
son. Á sýningunni má sjá vídeóverk
eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði
Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Péturs-
son, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu
Jónsdóttur. Þau eiga það sammerkt
að taka sér stöðu á mörkum kvik-
myndarinnar og vídeómiðilsins í
verkum sínum og sækja áhrif og úr-
lausnir í báðar þessar greinar þann-
ig að úr verður nýr og spennandi
frásagnarmáti sem einkennist af
sterkri fagurfræði, leik með tækni-
legar eigindir miðilsins og með sýn-
ingarrýmið í framsetningu verk-
anna, eins og fram kemur í tilkynn-
ingu. „Í Brot úr línu er hráefnið ljós.
Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir
myndina sem það ber á flötinn, held-
ur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni
í sama skilningi og vísanir, minni,
hugmyndir og harður diskur. Hrátt
rými verksmiðjunnar er ílát fyrir
þetta efni, það geymir það vel, sér-
staklega svona innrammað í nóvem-
bermyrkrið. Rými verkanna verður
líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér
renna saman vísanir í söguna, villur
eyðimerkurinnar og leikur barns-
ins,“ segir þar.
Fjórir ungir lista-
menn á Hjalteyri
Samsýningin Brot úr línu opnuð
Stýrir Sigurður Guðjónsson er
annar tveggja sýningarstjóra.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn
Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00
Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 9/11 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn
Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s
Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s
Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s
Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Fim 29/11 kl. 20:00 175. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is