Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 595 1000 Tenerife um jólin 20. desember í 13 nætur Flugsæti 90.000 * báðar leiðir með tösku og handfarangri ** gist á Hotel Villa Adeje Beachaaa með ALLT INNIFALIÐ Flug & gisting 200.000 ** * Meðallaun 598 þús. fyrir dagvinnu  25% rafiðnaðarmanna í byggingariðnaði með minna en 411 þúsund kr. dagvinnulaun á mánuði Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meðallaun rafiðnaðarmanna fyrir dagvinnu eru 598 þúsund á mánuði. Dreifing launanna er þó mikil því meðaldagvinnulaun 25% fé- lagsmanna innan Rafiðnaðarsambands Ís- lands (RSÍ) eru undir 475 þúsund kr. Ánægja með launakjör rafiðnaðarmanna hefur minnk- að frá því í fyrra. Þetta eru nýjar niðurstöður kjarakönnunar RSÍ sem kynntar voru á um 100 manna ráðstefnu trúnaðarmanna sl. föstudag. Í samantekt sambandsins kemur fram að sláandi sé að sjá í könnuninni að í byggingar- iðnaði eru laun félagsmanna enn mjög lág þrátt fyrir að mestur uppgangur hafi verið í þeirri grein. Laun fjórðungs félagsmanna sem starfa í byggingariðnaðinum eru undir 411 þúsund kr. á mánuði fyrir dagvinnu. ,,Ljóst er einnig að þegar félagsmenn eru spurðir um þörf á hækkun launa þá eru það félagsmenn í tölvu- og byggingariðnaði sem telja sig þurfa mestu launahækkunina,“ segir í samantekt RSÍ. Kynna kröfurnar á föstudag Iðnaðarmannafélögin í ASÍ hafa með sér náið samstarf í komandi kjaraviðræðum og skv. upplýsingum Kristjáns Þórðar Snæ- bjarnarsonar, formanns RSÍ, verður fyrsti samningafundurinn með SA næsta föstudag þar sem iðnaðarmenn kynna sameiginlega kröfugerð. Hlutfall fastráðinna starfsmanna hefur aukist verulega, sem er sagt endurspegla góða verkefnastöðu fyrirtækja en mikill skortur er á rafiðnaðarmönnum á íslenskum vinnumarkaði. Þó að heildarvinnustundum hafi fækkað að jafnaði meðal rafiðnaðar- manna vinna margir þeirra langan vinnudag. Helmingur þeirra vinnur meira en 176 stund- ir á mánuði, 15% vinna 201 klst. eða lengur í aðalstarfi sínu og 3,2% félagsmanna vinna meira en 250 klst. á mánuði, sem jafngildir um 12 klst. vinnudegi alla virka daga. Það eru starfsmenn í stóriðju og hjá orkufyrir- tækjunum sem vinna að jafnaði hvað lengst. Rafiðnaðarmönnum sem taka laun skv. töxtum fer fækkandi og telja forsvarsmenn RSÍ það sýna að skýrt svigrúm sé til þess að hækka lágmarkstaxta nokkuð upp að mark- aðslaunum án þess að það hafi í för með sér mikil ruðningsáhrif. Hærri laun og styttri vinnutíma ,,Félagsmenn telja mikilvægast annars vegar að hækka laun og hins vegar að stytta vinnutíma í komandi kjarasamningum,“ segir í samantekt. Þá kemur fram skýr krafa um að gerðar verði breytingar á tekjuskattskerfinu með hækkun persónuafsláttarins og lækkun skattprósenta. Afnám verðtryggingar og lækkun vaxta eru auk þess áhersluatriði raf- iðnaðarmanna. 4.441 var í úrtaki könnunarinnar og svör- uðu 1.538 eða 37,2%. Snorri Másson snorrim@mbl.is „Ég stend heilshugar með Áslaugu,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, í útvarpsþættinum Þing- völlum á K100 í gær. Heiða sagði þar að allan kærleika hefði vantað í kynningu á skýrslu innri endurskoð- unar um mál Orkuveitunnar en þar kom m.a. fram að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur hefði verið sagt upp störfum hjá Orkuveitunni vegna frammistöðuvanda. Heiða sagði í Þingvöllum að opinberun þess að um frammistöðuvanda hefði verið að ræða væri smánandi fyrir Áslaugu. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem Samfylkingin leið- ir, lagði fram jákvæða bókun um skýrsluna og kvað niðurstöðuna skýra. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri sagði í viðtali við mbl.is fyrir helgi að hann væri ánægður með hvað málið hefði verið tekið föst- um tökum hjá Orkuveitunni. Hann tók þannig undir niðurstöður skýrslunnar. Heiða sagði í Þingvöllum að mál Áslaugar væri „klassísk metoo-saga.“ Þá sagði Heiða að kaflinn í skýrslunni sem snýr að opinberri smánun hefði verið eins og „aftan úr fornöld.“ Í skýrslunni var uppsögn Áslaug- ar sögð réttmæt en hún hefur ítrek- að haldið því fram að uppsögnin hafi tengst beint kvörtunum hennar um hegðun Bjarna Más Júlíussonar, sem var sagt upp skömmu eftir að henni var sagt upp. Þá sagði í skýrsl- unni að vinnustaðamenning hjá Orkuveitunni væri með ágætum ef frá væru talin þessi mál sem hefðu verið í umræðunni að undanförnu. Heiða segir orð sín ekki ganga í ber- högg við bókun meirihlutans eða skýrsluna almennt. „Ég stend við bókunina og skýrsluna almennt. Hún er góður grunnur fyrir Orku- veituna til að vinna út frá,“ segir Heiða. Skýrslan segir uppsögn Áslaugar réttmæta en Heiða segir að þrátt fyrir að skýrslan meti uppsögnina réttmæta þá hafi Áslaug orðið fyrir óviðeigandi hegðun. „Aðrir líta kannski öðruvísi á en frá #MeToo sjónarhorni verðum við líka að trúa hennar orðum.“ Heiða bendir á að í skýrslunni sé fallist á að yfirmaðurinn, Bjarni, hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun. Hún segir ennfremur að Bjarni hafi brugðist ágætlega við með því að segja að karlar megi ekki allt sem þeir máttu hér áður fyrr. Loks segir Heiða að nú sé málið í höndum Orku- veitunnar. Heiða stendur með Áslaugu Heiða Björg Hilmisdóttir  Áslaugu Thelmu sagt upp vegna „frammistöðuvanda“  Heiða segir sögu hennar þó líka klassíska #metoo-sögu Góðviðrið sem verið hefur víða um land líður undir lok í byrjun vikunnar, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands. Spáð er róleg- heitum í veðri í dag og á morgun. Róleg austanátt er á landinu. Stöku skúrir eða él sunnan til. Það er léttskýjað fyrir norðan. Í dag verður frostlaust sunnan- lands en fyrir norðan getur frost orðið núll til fimm stig víða. Svipaðs veðurs má vænta á þriðjudag, þó að það kunni að verða kaldara, jafnvel svo að ögn frysti sunnanlands. Á miðvikudag má vænta vaxandi norðaustanáttar með slyddu eða snjókomu fyrir norðan og austan. Svo sem vandi slíkrar vindáttar er þá verður þurrt á Suður- og Suð- vesturlandi á meðan hún gengur yf- ir. Í dag og á morgun er vindurinn hægur nema syðst á landinu. Þar má búast við 8-13 metrum á sek- úndu. Rólegt veður en á að kólna Kólnar Góðviðris- kafla er lokið í bili.  Víðast frostlaust í dag  Stöku skúrir Rjúpnaveiðitímabilinu 2018 lauk í gær og síðasta helgin gekk vonum framar að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Rjúpnaveiði var heimil í fimmtán daga á þessu ári, sem skiptust á helgar í október og nóvember og ráðlögð heildarveiði var 67.000 rjúpur. Tímabilið var lengt um eina helgi, þ.e. ný- liðna helgi, og veður var sérlega gott. „Þetta er fyrsta helgin þar sem er glæsilegt rjúpnaveiðiveður um allt land. Bestu skilyrðin eru þegar mikið frost er og stilla, bjartviðri og komin snjólína í fjöll,“ segir Áki. „Það hefur verið lægðagangur á þessum helgum, leiðindatíð. Mað- ur hefði farið þessa helgi ef maður hefði vitað þetta fyrir fram. Ég fór um síðustu helgi og var annan daginn í þoku og hinn daginn í tuttugu metrum á sekúndu og fimmtán stiga hita. Það eru ekki alveg aðstæðurnar sem maður leitar í,“ segir hann. Ekki liggja fyrir veiðitölur fyrir 2018, en þær munu liggja fyrir eftir áramót. „Síðustu ár hafa svona fimm þúsund manns gengið til rjúpna og meðalveiðin hefur verið um 9-10 rjúpur á mann, um 10% af stofninum. Hér áður fyrr voru þetta milli 20 og 30% á ári og stofninn þoldi það í góð- um árum. Þegar niðursveifla varð í stofninum varð veiðin ósjálfbær og í kjölfarið var sölubann sett á. Þá fór meðalveiðin niður,“ segir hann. Spurður um vinsælustu veiðisvæðin segir hann að Holtavörðuheiði sé eftirlætisstaður margra, en einnig sé mikið um að veiðimenn sæki á æsku- slóðir sínar. „Nú eru um 90% veiðimanna að fara bara eina helgi og fólk fer ekki aftur ef það veiðir illa,“ segir Áki og nefnir að rjúpnaveiðin hafi tek- ið breytingum undanfarin ár, einkum hvað magn- veiði varðar. „Nú eru menn að njóta þess mikið að vera úti í náttúrunni og veiða hóflega. Sem betur fer er þessi magnveiði búin, menn eru hættir að kepp- ast við að veiða sem mest. Nú er þetta frekar upp- lifun fyrir veiðimanninn að veiða úti í náttúrunni og þessi helgi var glæsileg til þess. Síðan snýst þetta líka um félagsskapinn, að fara með ein- hverjum að veiða. Samt getur einveran verið góð stundum, að vera einn í náttúrunni,“ segir hann. Hættir að keppast við að veiða sem mest Morgunblaðið/Ingó Rjúpnaveiðitímabilinu árið 2018 lauk í prýðilegu veðri um helgina Á rjúpnaveiðum Henrý Örn Magnússon mundar byssuna. „Nú er þetta frekar upplifun fyrir veiði- manninn að veiða úti í náttúrunni,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.