Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus 3. BERA Á1. RJÚFA 2. TOGA NÝTT Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég fór aðra leið en flestir háskóla- nemar. En þetta var sú sem hentaði mér, það eru fleiri en ein leið að markmiðinu.“ Þetta segir Jón Ingi Hlynsson, 23 ára „ofvirkur strákur úr Breiðholti“, eins og hann lýsir sjálfum sér. Hann er fyrsta árs nemi í sálfræði í Háskóla Íslands, en leiðin í háskólann var síður en svo bein. Hann féll í íslensku og stærðfræði á samræmdu prófunum í lok 10. bekkjar og síðan lá leiðin í Fjöl- brautaskólann í Ármúla. „Ætli skól- inn hafi ekki neyðst til að taka við mér, ég var líklega ekki mjög eftir- sóttur nemandi,“ segir Jón Ingi sem segist lítinn áhuga hafa haft á námi á þessum tíma, enda féll hann fljótt úr skóla. Hann gerði nokkrar tilraunir til að setjast aftur á skólabekk, þær féllu um sjálfar sig og á endanum neituðu skólar að taka við honum. „Mér leið eins og ég hefði misst af lestinni, mér fannst ég vera vitlaus og að ég gæti ekki lært.“ Í kjölfarið leiddist Jón Ingi aðeins út af hinni svokölluðu beinu braut, eins og hann kemst að orði, en vendi- punktur varð í lífi hans um tvítugt þegar hann leitaði til geðlæknis vegna þess að hann hafði grun um að hann væri með ADHD, en hann hafði alltaf átt erfitt með að einbeita sér. Sá grunur reyndist réttur, hann fór á ofvirknilyf í framhaldinu og í kjölfar- ið fór hann í einkaþjálfaranám sem hann lauk með góðum vitnisburði. Uppgötvaði að ég gat lært „Það var fyrst þá sem ég uppgötv- aði að ég væri ekki heimskur. Að ég gæti vel lært og í einkaþjálfaranám- inu lærði ég að skipuleggja mig og hvernig ég ætti að læra.“ Hélstu að þú værir heimskur? „Tölurnar sem stóðu á einkunnablöðunum mínum í grunn- og framhaldsskóla sögðu mér að ég væri ekki sá greindasti.. Þann- ig að ég hélt það stundum.“ Jón Ingi hafði talsverðan áhuga á sálfræði, hann hafði samband við námsráðgjafa í Háskóla Íslands sem sagði honum að þar sem hann væri ekki með stúdentspróf þyrfti hann annaðhvort að taka það eða fara í frumgreinadeild einhvers af háskól- unum. „En ég uppfyllti ekki skil- yrðin til að komast inn í þær og mér fannst þetta vera nánast óyfirstíg- anlegt,“ segir hann. Um það leyti sem hann var í þess- um hugleiðingum sá hann auglýs- ingu um Menntastoðir Mímis. „Ég hafði samband, leist vel á og bað um að fá að byrja strax, því ég var svo tilbúinn að gera þetta. Ég fékk það og um leið og ég fór þarna inn í fyrsta skiptið fann ég að þarna var fólk sem var virkilega tilbúið að hjálpa mér til að ná markmiðum mín- um.“ Hafði litlar væntingar Jón Ingi segir að í ljósi erfiðrar skólagöngu sinnar hafi hann ekki haft miklar væntingar og því hafi það komið honum hressilega á óvart hversu vel honum sóttist námið. „Ég var auðvitað kominn á þann stað í líf- inu að ég var tilbúinn að gera þetta, en ég vil meina að kennararnir hafi átt stóran þátt í þessu. Það, hversu mikla trú þeir höfðu á mér, skipti mig öllu máli. Mér fannst skemmti- legt að læra, ég skildi stærðfræði í fyrsta skiptið og núna er hún mitt uppáhaldsfag.“ Hann segir að námsumhverfið hafi hentað sér vel. Allir, sem hafi verið með honum í Mími, hafi verið þar vegna þess að þeir kusu það sjálfir en ekki fyrir einhvern annan eins og stundum vilji verða meðal ungmenna sem fari í framhaldsskóla fyrir for- eldra sína. Enginn venjulegur skóli Þetta var fyrir tveimur árum og eftir að hafa lokið náminu hjá Mími lá leið Jóns Inga í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Deildin er svokölluð háskólabrú, ætluð þeim sem hyggja á háskólanám en hafa ekki stúdentspróf, en þar sem Jón Ingi var ekki með nægilega margar framhaldsskólaeiningar í grunnfög- unum íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku, uppfyllti hann ekki skilyrði fyrir inngöngu í deildina fyrr en eftir námið hjá Mími. „Ég fór inn í frum- greinadeildina með gríðarlega góðan undirbúning frá Mími enda fékk ég viðurkenningu á síðustu önninni þar fyrir sérlega góðan námsárangur og komst á forsetalistann þar sem eru 2% nemenda með hæstu einkunn í hverri deild.“ Jón Ingi segir þann grunn sem hann fékk, bæði í Mími og í HR, nýt- ast sér vel í sálfræðináminu og hann finni ekki fyrir því að vera með styttri skólagöngu en flestir skóla- félaga hans. Bæði í Mími og í há- skólagrunninum hafi mikil áhersla verið lögð á námsaga og að það hafi nýst sér vel í náminu. Hann segist heilshugar geta mælt með Menntastoðum Mímis við annað ungt fólk sem hefur fallið út úr skóla- kerfinu. „Já, ekki spurning. Þetta er enginn venjulegur skóli.“ „Fleiri en ein leið að markmiðinu“  Féll í grunnskóla, byrjaði ítrekað í framhaldsskóla og komst svo á forseta- lista eftir nám í Menntastoðum Mímis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Velgengni Leið Jóns Inga Hlynasonar í menntakerfinu hefur verið frábrugðin þeirri leið sem flestir aðrir fara. Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, að- stoðarmaður framkvæmdastjóra og verkefnastjóri hjá Mími, segir að saga Jóns Inga sé eitt dæmi af ótal mörgum um fólk sem hafi gefist upp í almenna skólakerfinu og ekki talið sig eiga erindi í nám. „Undanfarin átta ár hafa á milli 600 og 700 manns farið í gegnum Menntastoðir hjá okkur,“ segir Ann- ey. „Þetta er fjölbreyttur hópur, konur og karlar, ungir og eldri sem eiga sér ýmsar sögur. En það sem allir eiga sameiginlegt er að hafa átt brokkgenga skólagöngu af mismun- andi ástæðum. Stundum vegna námserfiðleika eða annars konar erfiðleika og margir hafa upplifað vonleysistilfinningu í gegnum sína skólagöngu. Margir kláruðu ekki grunnskóla, voru búnir að reyna oft að byrja í framhaldsskóla og voru orðnir nokkuð góðir í að hætta. Þeir eru að ná árangri í skóla í fyrsta skiptið hjá okkur.“ Í Menntastoðum er ýmist kennt í stað- eða fjarnámi og getur námið tekið eina til tvær annir. Áhersla er lögð á að nýta tölvur sem mest við kennsluna og námsgreinarnar eru svokallaðar kjarnagreinar; íslenska, stærðfræði, enska, danska og tölvu- og upplýsinga- tækni, námið er ígildi fyrsta árs náms í þessum greinum í fram- haldsskóla og er metið til eininga. Að auki er nem- endum kennd námstækni. Þeir sem útskrifast úr Menntastoðum geta sótt um iðnnám eða nám í und- irbúningsdeildum háskólanna og að því búnu sótt um háskólanám. Nám- ið var hannað í samstarfi við undir- búningsdeildir Keilis og háskólanna á Bifröst og í Reykjavík og er einnig kennt í símenntunarstöðvum. Óar við að fara í skóla Anney segir að hugmyndin að Menntastoðum hafi orðið til eftir að aðsókn nemenda sem ekki voru með fullnægjandi undirbúning, jókst í undirbúningsdeildum háskólanna. Að sögn Anneyjar er lágmarks- aldurinn inn í námsleiðina 18 ár, en áður var miðað við 23 ára og eldri. „Marga í þessum hópi óar við að fara í framhaldsskóla og setjast á skólabekk með miklu yngra fólki. En það sem hjálpar okkar nem- endum svo mikið er að hér finna þeir samkennd hver með öðrum og fá stuðning hver frá öðrum.“ Margir af nemendum eru með fjölskyldur og hún segir mikilvægt að bjóða upp á sveigjanleika. „Engu að síður er mikið aðhald, við erum með náms- og starfsráðgjafa sem halda utan um alla sem þess óska en slík persónuleg nálgun skiptir miklu máli fyrir fólk sem hefur neikvæða upplifun af skólakerfinu.“ Margir í háskóla eða iðnnám Spurð um hversu hátt hlutfall þeirra sem útskrifast hafa úr Mennt- astoðum hafi farið í háskólanám segir Anney að það hafi ekki verið skoðað markvisst, en vitað sé að það sé talsverður fjöldi. Þá fari margir í iðnnám og sumir kjósi að halda ekki áfram námi. „En það sem margir tala um, hvort sem þeir fara í meira nám eða ekki, er að þeir fari frá okkur með aukið sjálfstraust til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Anney. „Margir sem koma til okkar voru búnir að ákveða að skóli væri ekkert fyrir þá, en flestir skipta heldur betur um skoðun að námi loknu.“ Voru orðnir góðir í að hætta  Hátt í 700 manns hafa farið í gegnum Menntastoðir Mímis Anney Þórunn Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.