Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018
Hann fórfremur illaaf stað
maðurinn í
mælskukeppninni
sem hóf ræðu sína
svo: „Í þessu máli
eru margar þunga-
miðjur.“ Þungamiðjan er í eðli
sínu einstæðingur. Við umfjöll-
un um væntanlega ESB-
útgöngu Breta detta margir í
sambærilegan pytt. Nú má
vissulega segja að sé ögurstund
í því máli. En óneitanlega hefur
sú tilfinning gripið menn áður.
Theresa May tilkynnti í viku-
lok að hún hefði rekið endahnút
á samning um tilhögun útgöngu
Breta úr ESB og kanslari Þjóð-
verja hefði fyrir þess leyti sam-
þykkt útgönguskilmálana með
öllum greiddum atkvæðum
hinna leiðtoganna. Það er því
eðlilegt að þarna virðist hún
blasa við ögurstundin í þessu
mikla máli.
May var alla tíð á móti úr-
sögn úr ESB og vildi að þjóðin
hafnaði henni. Næstvaldamesti
ráðherrann, Hammond fjár-
málaráðherra, var sama sinnis
en gekk mun lengra en May og
hamaðist í baráttunni um þjóð-
aratkvæðið og er mjög upp-
sigað við þá „félaga“ sem
brugðust málstaðnum. Brexit-
armurinn hefur hrakist úr rík-
isstjórn, hver fylgismaðurinn af
öðrum, eftir því á hvað svika-
stigi þau tvö eru talin vera í það
og það sinnið. Á það er einnig
bent að May hafi alla tíð verið
minna en hálfvolg í því að fylgja
ákvörðun þjóðar-
innar eftir. Því sé
það varla sérstök
frétt nú að hún endi
við samningslok
með því að standa í
gættinni, en þó
sjónarmun fyrir
innan. Við bætist að Hammond
fjármálaráðherra haldi enn í
pilsfald hennar aftanverðan og
á meðan hann hafi það tak, sem
Brexit-menn kalla undanhaldið,
muni hann tosa forsætisráð-
herrann sífellt fjær því sem
þjóðin hafði haft ástæðu til að
treysta. Ekki síst þar sem
Hammond hafi verið falið að
hafa yfirumsjón með smáaletr-
inu en það er eina letrið sem
ESB tekur gilt.
Theresa May hefur sam-
viskusamlega tönglast á að
Brexit þýði Brexit og mun vera
eini Bretinn sem veit hvað sú
klisja þýðir. Seinustu mánuði
hefur hún þó bætt við að þar
sem Brexit þýði Brexit þá snú-
ist viðræður við ESB um það
hvort farið verði úr sambandinu
með samningi um framtíðar-
tilhögun samskipta eða án slíks
samnings. En þegar May
kynnti þinginu samninginn í ný-
liðinni viku var komin viðbót:
Málið snerist nú í fyrsta lagi um
það hvort farið yrði út með slík-
um samningi eða í öðru lagi
hvort farið yrði út án slíks
samnings eða „í þriðja lagi
hvort alls ekki yrði farið úr
ESB!“
Brexit hefði þá með öðrum
orðum aldrei þýtt Brexit.
Nú virðist komið á
daginn að undirmál
hafi einkennt Brexit-
viðræðurnar beggja
vegna borðs}
Enn ein ögurstund?
Almenningur erfarinn að búa
sig undir verð-
bólgu. Þetta sést
glöggt af gríðar-
legri aukningu í
óverðtryggðum út-
lánum til heimilanna sem
Morgunblaðið sagði frá á laug-
ardag.
Ástæðan fyrir þessu er aug-
ljós. Almenningur hlustar á um-
ræður um kjarasamninga og
heyrir kröfur verkalýðsforyst-
unnar og óttast afleiðingarnar
af því ef orðið verður við þeim
kröfum. Sá ótti er ekki ástæðu-
laus, þvert á móti. Enginn vafi
leikur á því að nái verkalýðsfor-
ystan vilja sínum fram mun það
kynda undir verðbólgu, auk
þess að valda verulegum erfið-
leikum í rekstri fjölda fyrir-
tækja.
Á þetta hefur ítrekað verið
bent. Forystumenn úr atvinnu-
lífinu hafa rætt þessa hættu og
skilaboðin frá opinberum aðil-
um sem um hafa fjallað hafa
verið skýr. Ný forysta verka-
lýðsfélaganna hefur hins vegar
lítið gefið fyrir slík
varnaðarorð og
kallað þau hræðslu-
áróður. Og hún hef-
ur dregið fram ald-
argömul hugtök úr
úreltri pólitískri
baráttu til að krydda mál sitt.
Allt er það tal lítt til þess fallið
að efla trú á getu eða vilja þess-
ara nýju forystumanna til að ná
skynsamlegum samningum.
En ef til vill hreyfa skýr
skilaboð frá almenningi við
þessum forystumönnum, sem
standa í stafni sinna stóru fé-
laga með stuðning fárra félags-
manna að baki. Forystumenn í
verkalýðsfélögum hér á landi
bera mikla ábyrgð og geta vart
skellt skollaeyrum við þeim al-
varlegu athugasemdum sem
felast í ört vaxandi töku óverð-
tryggðra lána. Það kann að
virðast vænlegt til árangurs að
gera lítið úr ábendingum þeirra
sem stýra fyrirtækjunum í
landinu en ætli forystan að
hundsa skýr skilaboð almenn-
ings getur það aðeins endað á
einn veg.
Verkalýðsforystan
getur ekki litið
framhjá ótta fólks
við verðbólgu}
Skýr skilaboð almennings
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í
vikunni sem leið, er ég gekk heim úr
vinnu, hlustaði ég á fréttaþátt þar sem
stjórnendur hafa verið við hljóðnem-
ann í nær 18 ár og eru því reyndir fjöl-
miðlamenn. Símatími hlustenda var í
gangi þar sem rætt var um krónu á móti krónu
skerðingu og hún borin saman við frítekjumark
eldri borgara. Hlustandinn taldi hag eldri borg-
ara mun verri, að afnám krónu á móti krónu
skerðingar væri á einhvern hátt ósanngjarnt
því það væri óeðlilegt að vera í fullri vinnu og á
örorkulífeyri á sama tíma.
Þáttastjórnendur mölduðu í móinn en voru
þá beðnir um að útskýra þetta krónu á móti
krónu fyrirkomulag. Fátt var um svör og um-
ræðu lauk með að þetta skildi jú enginn!
Mér brá nokkuð við hlustunina. Ef staðan er
svona hjá reyndu fjölmiðlafólki sem fæst við
fréttir og fréttatengt efni á hverjum degi, þá er kannski
ekki skrítið að almenningur sé ekki mættur á Austurvöll
daglega til að mótmæla þessu óréttlæti sem enginn annar
hópur á landinu þarf að þola.
Stór hópur öryrkja er fastur í þeirri fátæktargildru að
geta ekki móttekið neina fjárhæð án þess að það bitni á
þeim með skerðingu hverrar einustu krónu á móti þeirri
krónu sem aflað er. Þeir öryrkjar sem hafa einhverja starfs-
orku hafa engan ávinning af því að nýta hana. Þeir öryrkjar
sem fá dánarbætur, mæðra- eða feðralaun, lífeyrisgreiðslur,
styrki eða fjármagnstekjur þurfa að þola að hver einasta
króna er skert á móti, króna fyrir krónu. Þetta er 100%
skerðing og fólki þannig bæði refsað fyrir að
reyna að bjarga sér sem og fyrir að fá bætur
eða laun vegna bágra aðstæðna sinna.
Í síðustu viku voru greidd atkvæði um fjár-
lög ríkisstjórnarinnar. Þar þótti stjórnar-
þingmönnum það hróplega ósanngjarnt af
okkur í Samfylkingunni og öðrum stjórnar-
andstöðuflokkum, að leggja til að möguleg
kerfisbreyting á almannatryggingakerfinu
yrði ekki látin tefja afnám krónu á móti krónu.
Lögðum við til að kerfisbreytingin yrði látin
gilda frá áramótum þótt framkvæmdin kæmi
mögulega ekki til fyrr en síðar á árinu. Sögðu
stjórnarþingmenn þurfa að fullvinna breyt-
ingar, innleiða starfsgetumat og fleira en þetta
er alrangt. Ef vilji ríkisstjórnarinnar er að af-
nema krónu á móti krónu þarf að sýna það í
verki en ekki þvæla því í öðrum kerfisbreyt-
ingum enda hefur nefnd um slíkt verið að störfum árum
saman án afnáms skerðingarinnar. Það hvernig fólk er
metið til örorku og hvernig greiðslu lífeyris er háttað er
bara ekki sami hluturinn. Þessi eini hópur sér engan
ávinning á því að afla sér minnstu mögulegu tekna og það
er ekki réttlátt. Enginn annar hópur á landinu þarf að þola
slíka 100% „skattlagningu“ á hverja krónu. Ég bara skil
ekki hvernig stjórnarþingmenn gátu réttlætt það að fresta
þessari sjálfsögðu réttarbót enn einu sinni.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Hvað er króna á móti krónu?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Af þeim vinnuslysum semtilkynnt eru til Vinnu-eftirlitsins verða flest hjáþeim sem starfa á vegum
opinberrar þjónustu og stjórnsýslu.
Þetta er breyting frá því sem áður
var, því vinnuslys hafa í gegnum tíð-
ina verið algengust í mannvirkja-
geiranum og iðnaðargreinum. Með
opinberri þjónustu er m.a. átt við
heilbrigðis- og velferðarkerfið en til
opinberrar stjórnsýslu teljast m.a.
lögreglan, tollurinn og stofnanir
þeim skyldar. Í nýrri ársskýrslu
Vinnueftirlitsins 2017 er varað sér-
staklega við þessari þróun.
Fjöldi vinnuslysa í einkageiran-
um er svipaður og síðustu ár. Til-
kynningar um 1.987 vinnuslys bár-
ust Vinnueftirlitinu á árinu 2017
fyrir vinnslu skýrslunnar. 2016 voru
þau 2.096. 1.296 slys í skýrslunni
urðu á körlum en 691 á konum.
Þetta eru svipuð hlutföll og síðustu
ár. 58 börn slösuðust við vinnu og
þrír létust í vinnuslysum, allt karl-
ar.
Vinnueftirlitinu berast ekki til-
kynningar um öll slys, heldur fyrst
og fremst þau sem hafa áhrif á
vinnu, með því til dæmis að valda
fjarveru viðkomandi starfsmanns.
Vinnueftirlitið þarf að ganga á
eftir fyrirtækjum svo að þau til-
kynni vinnuslys og atvinnusjúk-
dóma. Í þeim tilgangi hefur eftirlitið
borið saman tilkynningar frá
Sjúkratryggingum og gögn frá at-
vinnurekendum til að kanna mis-
ræmi þar á milli. 15 tilfelli af at-
vinnusjúkdómum voru tilkynnt árið
2017 en í skýrslunni segir að ljóst sé
að þau voru miklu fleiri.
Mjög alvarlegt mál
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segist í samtali við
Morgunblaðið hafa áhyggjur af þró-
uninni sem gætir hjá hinu opinbera.
Hann segir tölurnar sem birtast í
skýrslu sem þessari lýsandi fyrir
innviðina í kerfinu. Mikill fjöldi
vinnuslysa hjá hinu opinbera skýrist
þannig einfaldlega af því að í þess-
um kerfum leynist margar hættur
og slysahættan sé óvenjumikil.
Kristinn kallar eftir að opinber
fyrirtæki lyfti grettistaki í þessum
efnum. „Okkur hjá eftirlitinu finnst
mjög erfitt að
horfa upp á slys
verða hjá svona
stórum vinnu-
veitendum,“ seg-
ir hann. Ríkið
verði að ganga á
undan með góðu
fordæmi í vinnu-
staðaöryggi.
„Löggjafinn
gerir kröfu um að
áhætta sé greind til að lágmarka
slysahættu. Maður myndi ætla að
ríkið sem stærsti vinnuveitandinn
hefði möguleika á að fylgja þessum
tilmælum sínum eftir sjálft. Þetta er
mjög alvarlegt,“ bætir Kristinn við.
Stóru einkareknu fyrirtækin
hafa bætt aðbúnað á síðustu áratug-
um en ríkið hefur setið eftir í þeirri
þróun. „Ein af stóru áskorunum
okkar er að fá stjórnvöld til að taka
til í eigin ranni og vera til fyrir-
myndar. Það er erfiðara fyrir minni
fyrirtæki að gera það,“ segir Krist-
inn. Hann bætir við að þrátt fyrir að
það erfitt sé fyrir lítil fyrirtæki að
mæta öllum öryggiskröfum gæti
víða lofsverðrar viðleitni í þeim efn-
um.
„Við kunnum að mörgu leyti
vel að sinna eftirliti með mann-
virkjagerð og iðnaði en við verðum
að læra að takast á við þessa aukn-
ingu í opinberum störfum. Okkur
vantar þróaðri aðferðafræði á þeim
sviðum,“ segir Kristinn. Víða er-
lendis sé verið að þróa aðferðir til
þess að mæta þessari aukningu og
að mati Kristins þarf Ísland að
fylgja þeirri þróun.
Vinnuslys hvað tíðust
hjá hinu opinbera
Fjöldi tilkynntra
vinnuslysa 2017
250
200
150
100
50
0
Karlar
Konur
0-18 19-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70+ ára
Heimild:
Vinnueftirlitið
19
39
89
185
75
177
62
150
62
136
66
121
56
105
71
120
89
102
72
106
28
52 3 2
Tilkynnt beinbrot
Fjöldi eftir aldurshópum
Heildarfjöldi slysa
Alls
343
Alls
1.987
1.296214
129 691
Kristinn
Tómasson
Í skýrslunni er talað um „slá-
andi“ hlutfall útlendinga sem
lenda í vinnuslysum: 23% karla
sem slasast við vinnu eru með
erlent ríkisfang. Til saman-
burðar eru innflytjendur 10,6%
íbúa hérlendis skv. tölum Hag-
stofunnar. Vinnuöryggi erlends
starfskrafts er því umtalsvert
lakara en íslensks.
Flestir líkamsáverkar sem
hlutust af vinnuslysum voru
tognanir eða liðhlaup, 683 tals-
ins. Næst á eftir var útvortis
blæðing og svo beinbrot.
Árið 2017 misstu 23 karl-
menn líkamshluta í vinnuslys-
um en engin kona. Þá voru 542
slys skilgreind sem „högg“, 443
„fall á jafnsléttu“, 254 „fall af
hærri stað“ og 234 slys orsök-
uðust loks af „beittum hlut“.
Í nærri öllum tilvikum urðu
karlar fyrir fleiri vinnuslysum en
konur. Meðal undantekninga var
flokkurinn opinber þjónusta. Í
þeim flokki eru heilbrigðis-
stofnanir. Þar urðu 231 slys á
konum en 58 á körlum.
Sláandi
hlutfall
útlendinga
ÝMISLEGT SEM VELDUR
SLYSUM Á VINNUSTAÐ