Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018
Vetrarstemning Hún var dýrleg fegurðin sem blasti við í ljósaskiptunum í gær í Heiðmörk, þar sem ský og tré spegluðust í vatninu. Bjart var í gær yfir borginni og glaðnaði um leið yfir fólki.
Eggert
Árið 2018 er senn lið-
ið á enda. Árið sem ís-
lenska fullveldið átti
hundrað ára afmæli.
Allt árið hefur íslenska
þjóðin haldið upp á af-
mælið með ýmsum
hætti. Alþingi skipaði
nefnd í árslok 2016 til
að skipuleggja hátíða-
höldin að undanteknum
fundi á Þingvöllum í júlí
sem Alþingi skipulagði
sjálft og dagskrá 1. desember í
Hörpu sem forsætisráðuneytið stend-
ur að. Starf nefndarinnar hefur frá
fyrsta degi gengið afar vel og öll mál
hafa verið afgreidd af fagmennsku og
í góðu samkomulagi. Afmælisnefndin
kom að rúmlega hundr-
að atburðum með ein-
um eða öðrum hætti.
Nefndin kom að undir-
búningi á hátíðarútgáfu
Íslendingasagna ásamt
fræðiritum um sjálf-
stæðisbaráttuna og að-
draganda sambands-
lagasamningsins.
Nefndin veitti styrki til
um eitt hundrað verk-
efna eða viðburða af
ýmsum toga sem áttu
sér stað hvarvetna um
landið. Nefndin var auk
þess í samstarfi við fyrirtæki og sam-
tök. Vegna þess samstarfs gerði
Landssamband Bakarameistara sér-
staka fullveldisköku, Icelandair mál-
aði eina vél sína í fánalitunum og
merkti afmælinu og MS skreytti
mjólkurfernur með ýmsum fróðleik
um árið 1918 nú í aðdraganda jóla.
Viðburðirnir sem nutu styrkja af
hálfu nefndarinnar voru af ýmsum
toga allt frá stórtónleikum og yfir-
gripsmiklum sýningum til málstofa,
minni sýninga og annarra atburða.
Að auki voru á dagskrá nær fjögur
hundruð viðburðir út um allt land
sem endurspegla sögu og menningu
byggðanna sprottnir af hugmyndum
og áhuga heimamanna. Ekki má
gleyma myndarlegri þátttöku RUV
sem unnið hefur bæði mynd og hljóð-
efni sem flutt hefur verið allt afmæl-
isárið. Vert er að þakka hér sér-
staklega öllum þeim sem komu að
gerð og flutningi viðburðanna svo og
þeim fjölda fólks sem hefur sótt þá.
En hátíðinni er langt frá því lokið.
Sýningin Lífsblómið stendur í Lista-
safni Íslands til 16. desember og vil
ég hvetja alla til að sjá hana. Sýningin
er áhrifamikil og þar gefur að líta af-
ar fágæt handrit sem frændur okkar
Danir hafa léð til sýningarinnar.
Einnig er rétt að benda á að núna síð-
ustu dagana í nóvember til og með 1.
desember og fram í desembermánuð
verða rúmlega 80 atburðir á dagskrá
af ýmsum toga út um allt land. Dag-
skrá mun standa yfir allan daginn 1.
desember víða um land. Alþingi verð-
ur öllum opið milli kl. 13 og 18 á af-
mælisdaginn og munu þingmenn og
starfsfólk þingsins taka á móti gest-
um. Hátíðardagskrá verður í Hörpu
að kvöldi 1. desember og stóð lands-
mönnum til boða að verða sér úti um
miða á dagskrána meðan aðsókn
leyfði en dagskráin verður einnig
send út beint í sjónvarpi. Hægt er að
að fletta upp öllum viðburðum á dag-
skránni á heimasíðu nefndarinnar:
fullveldi1918.is. Að lokum er rétt að
geta þess að nú liggur fyrir Alþingi
frumvarp Miðflokksins um að 1. des-
ember verði framvegis almennur frí-
dagur. Það væri viðeigandi endir á af-
mælisárinu ef það yrði samþykkt svo
að þessi merkisdagur fái á nýjan leik
þann sess sem hann verðskuldar.
Eftir Þorstein
Sæmundsson » Vert er að þakka hér
sérstaklega öllum
þeim sem komu að gerð
og flutningi viðburð-
anna svo og þeim sem
hafa sótt þá.
Þorsteinn
Sæmundsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins og á sæti í
nefnd um fullveldisafmælið.
Íslenskt fullveldi í hundrað ár
Við Íslendingar telj-
um okkur búa við það
sem við köllum lýðræð-
islegt stjórnskipulag. Í
því felst einkum að al-
menningur skuli með
reglubundnu millibili í
almennum kosningum
velja þá sem eiga að
taka ákvarðanir um
meðferð ríkisvalds.
Það er líka þýðingar-
mikið meginatriði í
stjórnkerfinu að ríkisvaldinu sé skipt
milli þriggja valdþátta, löggjafar-
valds, framkvæmdavalds og dóms-
valds. Með löggjafarvaldið fara al-
þingismenn, sem reglulega þurfa að
sækja umboð til þjóðarinnar. Þeir
setja lögin. Með framkvæmdavaldið
fara ráðherrar sem fá umboð frá Al-
þingi. Það umboð er tekið til endur-
skoðunar ekki sjaldnar en eftir hverj-
ar kosningar. Þeir sækja því líka
umboð sitt með óbeinum hætti til
þjóðarinnar. Þriðji valdþátturinn er í
höndum dómara. Þeir eru skipaðir til
aldursmarka af handhöfum fram-
kvæmdavalds. Eftir að þeir eru skip-
aðir í upphafi þurfa þeir ekki að
standa neinum reikningsskil gjörða
sinna við meðferðina á því valdi sem
þeim er fengið. Umboð þeirra varir
meðan þeim endist aldur og nánast
engin leið er að koma þeim úr emb-
ættum sínum.
Hvers vegna er málum svona hátt-
að um handhafa dómsvaldsins? Það
er af þeirri ástæðu að
þeir fara ekki með vald
til að láta persónulegar
skoðanir eða stjórn-
málaskoðanir ráða
gjörðum sínum. Þeir
eiga bara að dæma eftir
lögunum, sem þeir eiga
engan þátt í að setja.
Persónulegar skoðanir
eiga þar engin áhrif að
hafa. Dómsniðurstaðan
á að verða hin sama,
hvort sem dómarinn er
hægri eða vinstrisinn-
aður í stjórnmálum.
Einfalt og fagurt, eða hvað?
Seilst til aukinna valda
Í byrjun hafa sjálfsagt þeir sem
fyrst voru skipaðir til að fara með
dómsvaldið gert sér þetta ljóst. Þeir
hafa líklega skilið að þeim bar fyrst og
fremst sjálfum skylda til að virða
valdmörk sín, þó að enginn refsivönd-
ur vofði yfir þeim ef þeir vikju af þeim
vegi dyggðanna. Í seinni tíð hefur
þetta breyst; líklega má segja að það
hafi gjörbreyst.
Til sögunnar komu kenningar um
að dómendur færu með vald til að
setja nýjar lagareglur og breyta þeim
sem fyrir voru. Í þessu fólst ráðagerð
um að dómstólarnir ættu að fara með
pólitískt vald, þó að enginn hefði
nokkurn tíma falið þeim meðferð þess
og þeir þyrftu aldrei að standa nein-
um skil á henni.
Á síðari árum hefur svo gætt vax-
andi tilhneigingar til að fela dómurum
meðferð á valdþáttum sem tilheyra
framkvæmdavaldi. Til þess heyrir til
dæmis vald til að hafa afskipti af vali
á nýjum dómurum. Er meira að segja
svo að sjá að handhöfum dómsvalds-
ins þyki afar þýðingarmikið að hafa
þetta vald í sínum höndum því þeir
hafa sýnt sig í að vera tilbúnir að mis-
fara með dómsvald sitt til að hafa bet-
ur í átökum við handhafa annarra
valdþátta við ákvarðanir um þetta.
Tveir dómar
Dæmi um hið síðastnefnda eru
tveir dómar Hæstaréttar frá desem-
ber 2017. Þar var tveimur lögfræð-
ingum, sem sótt höfðu um embætti
við hinn nýstofnaða Landsrétt, en
ekki fengið, dæmdar miskabætur af
því tilefni. Það breytir engu við mat á
þessum dómum að þeir hafi verið
kveðnir upp af fjórum tilkvöddum
lögfræðingum ásamt forseta Hæsta-
réttar. Þessir „tilkvaðningar“ voru
auðvitað sérvaldir til að tryggja að
dómarnir yrðu dómaraelítunni þókn-
anlegir. Það er undarlegt að bera
þessa dóma saman við dóminn um
daginn þar sem kennara, sem rekinn
var að ólögum úr starfi fyrir að hafa
skoðanir utan skólans, var synjað um
miskabætur.
Ég tel þessa dóma frá desember í
fyrra skuggaleg dæmi um misbeit-
ingu dómsvaldsins. Þetta var einfald-
lega hreinn viðsnúningur á laga-
reglum sem framinn var í þágu
viðleitninnar til að tryggja að valdið
til að velja nýja dómara skyldi vera í
höndum dómaraelítunnar. Öllum,
sem kunna að lesa,ætti að vera ljóst
að bæði ráðherrann og Alþingi, sem
valdi þá sem skipaðir voru, fóru al-
gerlega eftir lagafyrirmælum í bráða-
birgðaákvæði laganna um dómstóla,
við skipun dómara í Landsrétt. Fyrir
utan aðra vitleysu sem hér var á ferð-
inni var lagt upp með að excel-skjalið
sem notað var til að raða umsækj-
endum upp hefði inni að halda afger-
andi niðurstöðu um hverja skipa
skyldi í dómaraembættin 15 sem um
ræddi. Fyrst átti ekki að birta skjalið.
Eftir að það fékkst birt varð ljóst að
það hafði inni að halda val á 15 um-
sækjendum á forsendum sem voru
svo vitlausar að engu tali tók. Nefnd-
in hafði hreinlega ekki lagt mat á
raunverulega hæfni umsækjenda
eins og henni bar að gera. Fyrir utan
þetta hafði þessari nefnd ekki verið
falið að velja þá 15 sem skipa skyldi,
eins og hún virðist hafa talið.
Æðstir án umboðs og ábyrgðar
Nefna má marga dóma Hæsta-
réttar Íslands á síðustu árum, þar
sem rétturinn annaðhvort tekur sér
vald til að breyta lögum eða setja nýj-
ar lagareglur. Eftir að réttinum hefur
verið fengið aukið vald til að taka
ákvarðanir sem ættu alfarið að heyra
undir handhafa framkvæmdavalds,
kemur svo enn fremur í ljós að dóm-
sýsla hans hættir hreinlega að eiga
eitthvað skylt við hlutlausa beitingu
lagareglna og tekur einfaldlega að
einkennast af átökum við aðra hand-
hafa ríkisvalds.
Niðurstaðan blasir við: Í Hæsta-
rétti sitja embættismenn sem hafa
tekið sér vald langt umfram það sem
stjórnskipun okkar ráðgerir. Þeir eru
í þokkabót með öllu lausir við ábyrgð
á meðferð þessa valds. Þó að þeir
breyti lögum, sem Alþingi hefur sett
eða setji nýjar lagareglur getur eng-
inn gert neitt. Heldur ekki þegar þeir
misbeita dómsvaldi sínu til að vernda
stjórnsýsluvald sem þeir vilja hafa en
ættu ekki að hafa.
Í mínum huga er þetta stærsta
vandamálið sem við er að eiga á Ís-
landi nútímans og varðar grundvall-
aratriði um meðferð og skiptingu rík-
isvalds. Ekkert minna.
Stjórnmálamenn í landinu láta sig
þetta engu skipta. Líklega er ástæða
þess sú að þeir viti ekki sitt rjúkandi
ráð. Þeir viti hreinlega ekki hvernig
eigi að taka á þessum djúprista
vanda.
Niðurstaðan er sú að æðsta ríkis-
valdið á Íslandi hvílir í höndum lög-
fræðinga sem enginn hefur nokkurn
tíma kosið til að fara með slíkt vald og
enga ábyrgð bera á meðferð þess. Og
þjóðin situr undir þessu þegjandi og
barin.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Í Hæstarétti sitja
embættismenn sem
hafa tekið sér vald langt
umfram það sem stjórn-
skipun okkar ráðgerir.
Þeir eru í þokkabót með
öllu lausir við ábyrgð á
meðferð þessa valds.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Ósnertanlegt yfirvald