Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 21 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13.00. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10:30. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Samprjón kl. 13:30-14:30. Bútasaumshópur kl. 13:00-16:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin hand verkstofa kl.13.00. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi 9-10, Opin handverkstofa 9-12, Bókabíllinn á svæðinu 13:10-13:30, Handaband - skapandi vinnustofa með leiðbeinendum 13-15:30, Söngstund við píanóið 13:30-14:15, Frjáls spilamennska 13-16:30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411-9450. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Saumanámskeið í Jónshúsi kl: 14:10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13:00 – 16:00 allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl: 16:15 Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu Ben 11:00-11:30.. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Postulínshópur kl 9.00 Jóga kl 9.30 Handavinna/ Bridge kl 13.00 Jóga kl 17.00 Félagsvist kl 20.00 Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl 13-14. Jóga kl. 14.15 – 15.15. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl 9, ganga frá Grafar- vogskirkju, Borgum og inni í Egilhöll kl. 10. Dans í Borgum kl. 11 viljum gjarnan frá fleiri í hópinn því dansgleði hressir og kætir. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9.00 og 13.00. Námskeið í leir fellur niður í dag. Billjard í Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatns- leikfimi i sundlauginni kl. 18.40. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Helgistund kl. 10.10. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjen- dur kl. 9.45..ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir. Bókmenntir fimmtudag 28. nóvember Bjarni Harðarson heldur fyrirlestur um þessa sögulegu skáldsögu sína sem gerist á 18. öld og fjallar um líf alþýðu og ýmsa áþján sem landsetar biskupsstólsins í Skálholti þurfa að undirgangast, umsjón Jónína Guðmundsdóttir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Þið hjónin voruð einstaklega samheldin og oft þegar við kom- um til ykkar á Mávahraunið voruð þið saman að elda eða vinna úti í fallega garðinum ykkar. Það var alltaf stutt í stríðnina og taldir þú okkur Reykvíking- unum trú um að Hafnarfjörður væri nafli alheimsins enda mikill gaflari þar á ferð. Hvíldu í friði. Elsku Maggý, Sturla, Hildur og börn. Minningar um góðan mann lifa í hjarta okkar allra. Ingibjörg og Henrik Erlendsbörn. Hún var ekki gömul nýstúd- ínan þegar hún hóf störf hjá Tollstjóra árið 1988, en þar starfaði hún þar til hún eign- aðist dóttur síðla næsta árs. Það var ólíkt því sem stúd- ínan, ég, hafði áður upplifað að starfa innan tollsins á skipa- vaktinni umvafin reynsluboltum á öllum aldri. Það leið ekki lang- ur tími þar til Egill, sem var vaktstjóri á skipavaktinni, hafði upp á mér og bauð mig vel- komna. Urðu þar fagnaðarfund- ir. Við Egill vorum nefnilega tengd, en við Maggý, konan hans, vorum bræðrabörn. Það gerðist mjög oft að ég lenti á vaktinni hjá Agli og voru það mikil forréttindi að fá að starfa með honum. Það færði manni bæði visst öryggi en líka nær föðurfjölskyldunni sem var frá Vestmannaeyjum. Ég man hvað Egill talaði alltaf fallega um hana Maggý sína og hvað hann var skotinn í henni. Var enda líka mjög stolt af því þegar Egill sagði mér að ég minnti hann á Maggý og honum þætti við talsvert líkar. Eitthvað hlaut að vera til í þessu því aðrir samstarfsfélagar okkar sögðu slíkt hið sama. Eg- ill var líka afar stoltur af einka- syni þeirra hjóna og sagði hann mér margar fallegar sögur af honum. Þetta var ekki langur tími hjá okkur saman í tollinum, en alltaf var bæði gaman og gott að hitta Egil eftir að því samstarfi lauk. Frá honum stafaði velvild og væntumþykja og alltaf spurði hann mig í þaula um mig og mína og sagði mér tíðindi úr tollinum allar götur þar til hann fór á eftirlaun. Mér finnst leitt að geta ekki verið á staðnum og kvatt hann Egil í hinsta sinn, en ég er stödd hjá dóttur minni erlendis í dag. Ég votta Maggý frænku minni, Stulla og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir. ✝ Michael Thom-as Corgan fæddist 7. júlí 1941. Hann lést 20. nóv- ember á sjúkrahúsi Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Francis Hugh Corgan og Cather- ine Sands Corgan. Corgan lætur eftir sig eiginkonu til 33 ára, Sallie K. Riggs, tvær dætur, Kathleen Catalano- Corgan, maki Francis Catalano, sem eiga soninn Roman Hendrix Catalano, og Jennifer Corgan, maki Gregory Beauchamp, og stjúpdæturnar Aja Riggs, maki Nicola Redfern, og Susan Riggs. Systkini Corgans eru tvö, bæði á lífi, systirin Catherine Guinn og hann í varnarliðinu á Íslandi. Var hann þá pólitískur ráðgjafi yfirmanns varnarliðsins og tengiliður við íslensk stjórnvöld. Fékk hann þá dálæti á Íslandi og ræktaði tengslin við landið æ síðan. Að loknum ferli sínum í sjó- hernum lauk hann doktorsnámi frá Boston University 1991 og fjallaði doktorsritgerð hans um samskipti Íslands og Bandaríkj- anna í kalda stríðinu. Árið 2001 hlaut Corgan Ful- bright-styrk í stjórnmálafræði til að kenna við Háskóla Íslands. Hann var tíður og vinsæll gestur við stjórnmálafræðideild og Al- þjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands síðustu tvo áratugi. Hann kenndi á námskeiði um alþjóða- mál, hélt fjölsótta fyrirlestra um Bandaríkin og leiðbeindi nem- endum í lokaritgerðum. Útför Corgans fer fram frá kirkju heilagrar Elísabetar Set- on í North Falmouth í dag, mánudag, 26. nóvember. bróðirinn Robert Corgan. Corgan fæddist í Pittsburgh í Penn- sylvaníu. Hann hafði oft á orði að hann hefði fæðst sama dag og Bandaríkjaher tók við hlutverki Breta á Íslandi í síðari heimsstyrjöld og það hefði verið til marks um hvað koma skyldi. Corgan lauk BS-prófi í skipa- verkfræði frá Akademíu banda- ríska sjóhersins í Annapolis 1963 og MPA-prófi frá Wash- ington-háskóla 1975. Hann þjón- aði í sjóhernum í 26 ár, frá 1963 til 1988. Tvisvar gegndi hann herþjónustu í Víetnam og í upp- hafi níunda áratugarins var Sumir Íslandsvinir eru það í raun og sann. Mike Corgan var einn þeirra. Hann var hér tíður gestur, mikill aðdáandi íslenskr- ar sögu og menningar og skrifaði merkilega hluti um íslenska ut- anríkisstefnu og öryggismál. Mike starfaði í bandaríska flotanum um árabil. Hann dvaldi á Keflavíkurflugvelli 1981-82 og var þar pólitískur ráðgjafi aðmír- álsins. Í því hlutverki hafði hann mikil samskipti við íslenska ráða- menn, embættismenn og fræði- menn. Hann aflaði sér umfangs- mikillar þekkingar á innviðum íslensks samfélags – og hélt því áfram alla tíð. Eftir að ferli Mikes í flotanum lauk 1988 gerðist hann kennari við einn besta háskóla veraldar, Boston University, og lauk þaðan doktorsprófi í alþjóðastjórnmál- um. Rannsóknir hans beindust ekki síst að Íslandi og komu m.a. út á bók árið 2002, „Iceland and Its Alliances. Security for a Small State“ heitir hún. Þar er fjallað um íslensk utanríkis- og öryggismál – en líka um íslensk stjórnmál, sögu og menningu. Sjónum er einkum beint að ní- unda áratug 20. aldar þegar Ís- lendingar lögðu aukna áherslu á upplýsta utanríkisstefnu, rann- sóknir og virka þátttöku í alþjóð- legu samstarfi. Þar gegndi ör- yggismálanefnd mikilvægu hlut- verki. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar allra þingflokka. Áhersla var lögð á rannsóknir og fræðimenn ráðnir til starfa undir forystu framkvæmdastjóranna, Gunnars Gunnarssonar og Al- berts Jónssonar. Nefndin gaf út mörg fræðirit. Og loksins skap- aðist vettvangur þar sem áhersla var lögð á upplýsta umræðu fræðimanna og stjórnmálamanna af öllu pólitísku litarafti. Þetta starf markaði tímamót – eins og Mike rekur ítarlega í bókinni. Mike var ástsæll kennari við Boston University – og Háskóli Íslands naut líka starfskrafta hans í tæpa tvo áratugi. Hann kom hingað flest ár til lengri eða skemmri dvalar, kenndi nokkur námskeið í stjórnmálafræði við skólann og hélt fjölmarga opin- bera fyrirlestra, m.a. um banda- rísk stjórnmál og kosningar. Allt- af upplýsandi – alltaf skemmti- legur. Mike og Sallie kona hans bjuggu í fallegu húsi í litlum bæ á Cape Cod. Þangað var gott að koma og njóta gestrisni þeirra hjóna. Síðast kom ég til þeirra vorið 2016 þegar ég var gesta- fræðimaður við Harvard, þá í fylgd með Sigrúnu dóttur minni, sem á þeim tíma kenndi við Bost- on University. Það er minnisstæð heimsókn. Ekki var síður gefandi að fá þau í matarboð í Barmahlíð- ina. Mike Corgan var víðsýnn og frjálslyndur bandarískur menntamaður af bestu tegund. Hann var hlýr og gaf mikið af sér. Sjaldan varð honum orða vant – og hafði ríka kímnigáfu. Alltaf hófsamur í dómum og vildi jafnan hafa það er sannara reyn- ist. Fjölmargir íslenskir vinir sakna nú þessa góða félaga. Sal- lie fær hlýja strauma yfir hafið. Ólafur Þ. Harðarson. Michael Corgan var góður vin- ur og traustur. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var við nám í Boston fyrir tæpum þremur áratugum. Hann kenndi við Bost- on University og var að reka smiðshöggið á doktorsritgerðina sína, sem fjallaði um samskipti Íslands og Bandaríkjanna með áherslu á níunda áratug 20. ald- ar. Áhugi hans á Íslandi kviknaði þegar hann kom hingað á vegum sjóhersins og var pólitískur ráð- gjafi yfirmanns varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann gerði sér far um að kynnast landi og þjóð og hafði oft á orði að öðrum yfirmönnum hefði þótt hann full áhugasamur, jafnvel litið svo á að hann hefði gengið innfæddum á hönd. Hann nefndi einnig oft að hann hefði fæðst sama dag og Bandaríkjaher leysti breska her- inn af hólmi á Íslandi í síðari heimsstyrjöld, 7. júlí 1941. Það hlyti að hafa verið fyrirboði. Ísland átti eftir að verða of- arlega á baugi í rannsóknum hans og skrifum, hann kenndi við Háskóla Íslands og kom nánast árlega til landsins til að halda fyrirlestra, hitta vini og halda sér við í fræðunum. Mike var fróður, víðlesinn og stálminnugur. Nánast var sama hvert efnið var, aldrei kom mað- ur að tómum kofanum hjá hon- um. Hann vissi að lífið er ekki svart og hvítt, heldur fullt af blæ- brigðum og lagði sig fram um að skoða hlutina frá öllum hliðum. Þá skemmdi gott skopskyn ekki fyrir. Fyrir vikið var hann líka vinsæll kennari og vel látinn, bæði við Boston University þar sem hann mun hafa kennt 12 þúsund nemendum þegar allt er talið og við Háskóla Íslands. Sá eiginleiki hans að skoða mál frá öllum hliðum kom skýrt fram í sambandi við Ísland. Gott dæmi um það er grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið sumarið 2003 vegna þess að honum hugn- aðist ekki fyrirætlanir Banda- ríkjamanna um að kalla varnar- liðið einhliða heim án þess að láta sig afstöðu íslenskra stjórnvalda varða. „Hér liggur meira við en það þunga högg, sem orðstír og trú- verðugleika okkar mörgu vina á Íslandi yrði greitt. Þetta snýst ekki aðeins um það að verið er að virða að vettugi þarfir dyggs en ef til vill of lítils bandamanns. Hvaða skilaboð erum við að gefa um hvað það felur í sér að vera bandamaður Bandaríkjamanna?“ skrifaði hann og fór afstaða hans ekki á milli mála. Mike var mikill fjölskyldumað- ur og hann og Sallie, kona hans til 33 ára, voru eins og eitt. Þar kom Ísland aftur við sögu. Hann bað hennar á tindi Valahnúks í Þórsmörk. Þau tóku á móti okkur fjölskyldunni með kostum og kynjum á myndarlegu heimili sínu í North Falmouth á Cape Cod og kappkostuðu ekki síst að láta börnunum okkar Stefaníu líða vel. Þau hafa þekkt hann frá því áður en þau muna eftir sér og munu sakna kærs vinar. Væntumþykjan leyndi sér heldur ekki þegar hann talaði um dætur sínar og dætur Salliear, hvað þá þegar dóttursoninn bar á góma og fyrstu skref hans í hafnabolta. Mikes mun verða sárt saknað og Sallie og fjölskyldu hans send- um við kærar samúðarkveðjur. Karl Blöndal. Michael T. Corgan Hirðingjarnir tóku til starfa á Höfn fór Eybjörg Ásta þangað reglulega og það brást ekki að hún fann alltaf einhverja fallega hluti til að setja í hillu eða hengja á vegg. Við Eybjörg Ásta fórum í nokkrar ferðir milli landshluta og var ómetanlegt að kynnast henni í þeim ferðum, hún hlust- aði á diska og söng hástöfum með, brosti hringinn og naut sín í botn því hún elskaði að sitja í bíl. Eybjörg Ásta átti góða vini á Höfn, Helga heitinn, Ingibjörgu, Stefaníu og fjölskyldu, sem létu sér annt um hana og buðu henni til dæmis að vera hjá sér um jól og áramót og færi ég þeim kær- ar þakkir fyrir. Ég sendi samúðarkveðjur til Eyju, Sæmundar og annarra að- standenda Eybjargar Ástu og vil þakka starfsfólki heimaþjón- ustudeildar fyrir óeigingjarnt starf í hennar þágu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Eybjörgu Ástu, þessari litríku og elsku- legu persónu sem átti í manni hvert bein, og bið góðan Guð að geyma hana. Maren Ósk. Mig langar að minnast hennar Dódóar með örfáum orðum þó að það sé langt um liðið frá því að ég hitti hana síðast. Dódó var ná- granni minn þegar ég var barn. Hún var góður nágranni, sér- staklega þegar manni leiddist því Guðríður Jónsdóttir ✝ Guðríður Jóns-dóttir, alltaf kölluð Dódó, fædd- ist 21. október 1921. Hún lést 10. október 2018. Dódó á tvo eftir- lifandi bræður, þá Svein Jónsson og Gunnar Jónsson. Útför Dódóar fór fram 17. október 2018. alltaf nennti hún að fá mann í heimsókn og spjalla um dag- inn og veginn. Ótal sinnum dinglaði ég hjá henni bjöllunni og vildi kíkja í heim- sókn, fá að teikna inni á skrifstofu hjá henni, fylgjast með henni í eldhúsinu og spyrja hana út í hitt og þetta. Eflaust hefur spurningaflóðið reynt á þolinmæði hennar en alltaf tók hún aftur vel á móti manni. Síðan ég hitti Dódó síðast þá hef ég hugsað til hennar reglulega og heimsóknanna skemmtilegu. Blessuð sé minning hennar. Guðný Hrönn Antonsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.