Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 29

Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. ICQC 2018-20 » Hin árvissa Bóka-messa í bókmennta- borg fór fram um helgina í Hörpu en sú fyrsta var haldin árið 2011. Frítt var inn á alla viðburði messunnar sem fór fram á jarðhæð Hörpu, í Flóa og sölun- um Ríma A og B þar sem bókmenntadagskrá var báða dagana. Meðal viðburða voru sögu- stundir fyrir börn á öll- um aldri og barna- og ungmennabókahlaðborð með sýnishornum af nýjum bókum. Höfund- ar veittu áritanir og út- gefendur veittu góð ráð þeim sem voru að leita sér að góðum bókum til að lesa eða gefa. Líf og fjör í Hörpu um helgina á Bókamessu í bókmenntaborg Morgunblaðið/Eggert Gaman með sveinka Börnin skemmtu sér vel með jólasveininum sem sýndi þeim áhugaverðar bækur. Ungir og upprennandi pennar Birkir Blær Ingólfsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Stjörnu-Sævar Helgi Bragason senda öll frá sér bækur um þessar mundir. Kraftmikil Hana Ronju ræningjadóttur skortir ekki orku og hér bregður hún á leik með börnunum á Bókamessunni. Salka Sól fer með hlutverk Ronju í uppsetningu Þjóðleikhúss- ins nú í desember. Glatt á hjalla Þessi þrjú eru öll með bækur á þessu ári, Einar Kárason, Stefán Máni og Júlía Margrét Einarsdóttir Kárasonar. Rithöfundaþrenna mætti kalla þetta tríó. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvik- myndaiðnaði, FRÍSK, sendi frá sér tilkynningu í liðinni viku þar sem ítrekaðar eru óskir félagsmanna um að hið opinbera leggi íslenskunni lið í textun og talsetningu á erlendu efni. Félagið fagnar einni af breytingar- tillögum Samfylkingarinnar við fjár- lagafrumvarpið um aukið fjármagn upp á 300 milljónir króna í svokall- aðan sjónvarpssjóð sem tekur til leikins sjónvarpsefnis undir Kvik- myndasjóði. Segir í tilkynningunni að hið aukna framlag sé eitt af bar- áttumálum FRÍSK á undanförnum árum enda sýni rannsóknir að hver króna frá ríkinu í framleiðslu sjón- varps- og kvikmyndaefnis skili sér tvöfalt til baka. „Í vikunni greiða þingmenn at- kvæði um fjárlagafrumvarpið og vill FRÍSK minna þá á að eitt af bar- áttumálum félagsins er að ríkið hlaupi undir bagga með íslenskum sjónvarpsstöðvum og kvikmynda- húsum í þeim tilgangi að leggja ís- lenskunni lið. Íslensk kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar eyða tæplega 500 milljónum króna á ári í talsetn- ingu og textun á erlendu efni á ís- lensku, auk þess að framleiða og sýna íslenskt efni. Kostnaðurinn við talsetningu og textun leggst alfarið á félagsmenn FRÍSK án stuðnings frá ríkinu. FRÍSK vill því ítreka þá ósk sína við alþingismenn að þessi kostnaður verði greiddur af ríkinu sem styrkur til þeirra aðila sem tal- setja og texta efni. Nýlegar rann- sóknir sýna að 83% landsmanna telja mikilvægt að erlent sjónvarps- og kvikmyndaefni sé talsett eða textað,“ segir í tilkynningunni og undir hana ritar formaður FRÍSK, Hallgrímur Kristinsson, en í félag- inu eru allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins, rétthafar efnis og kvik- myndahúsin. Formaður Hallgrímur Kristins- son, formaður FRÍSK. Hið opinbera styrki textun og talsetningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.