Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 32
Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði
við Háskóla Íslands, flytur erindi í
Borgarbókasafninu í Spönginni í
dag kl. 17.15 um Grýlu og hennar
hsyki. Hverra manna er Grýla? spyr
Terry en rannsóknir sýna að Grýla á
sér ekki aðeins ættingja hér á landi
heldur einnig annars staðar á
Norðurlöndum, í Þýskalandi, Aust-
urríki og á Írlandi.
Flytur erindi um Grýlu
og allt hennar hyski
MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Keflavík komst í efsta sæti Dom-
inos-deildar kvenna í körfuknattleik
í gærkvöld þegar liðið vann stórsigur
á Snæfelli, 82:55, á heimavelli í
toppslag níundu umferðar deildar-
innar. Snæfell var í efsta sæti fyrir
leikinn en veitti litla mótspyrnu
þegar á hólminn var komið. Helena
Sverrisdóttir var í sigurliði Vals í sín-
um fyrsta leik gegn Haukum. »4-5
Einstefna í topp-
slagnum í Keflavík
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Stjarnan vann fjórða leikinn í röð í
úrvalsdeild karla, Olís-deildinni, í
handknattleik í gærkvöldi þegar
hún vann ÍR með sjö marka mun á
heimavelli, 34:27. Þar með hafa
Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar
á skömmum tíma færst af botni
deildarinnar og upp í sjötta sæti
og eru aðeins einu stigi á eftir
Aftureldingu sem
tapaði fyrir Fram
í gær, 30:26.
Liðsmenn
Akureyrar eru
heldur ekki af
baki dottnir.
Þeir skelltu FH-
ingum í Íþrótta-
höllinni á
Akureyri.
»4-5
Fjórði sigur Stjörnu-
manna í röð í deildinni
BORGHESE Model 2826
L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 430.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 585.000,-
ETOILE Model 2623
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 485.000,-
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-
MENTORE Model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 315.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 345.000,-
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Töfrabrögð og læknavísindi eru tvær
aðskildar listir en í sömu andrá tvær
hliðar á sama peningi. Samruna
listanna tveggja gætir a.m.k. hjá eina
starfandi töfralækni landsins, Stefáni
Árna H. Gudjohnsen. Hann lék listir
sínar fyrir gesti og gangandi á þingi
Hins íslenska töframannagildis í gær
í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Stefán er að læra bæklunarskurð-
lækningar og þannig leiddist hann út
í töfrabrögð. „Þetta byrjaði sem æf-
ing í fingrafimi hjá mér,“ útskýrði
Stefán fyrir blaðamanni Morgun-
blaðsins. Þannig kviknaði áhugi Stef-
áns á töfrum og nú hefur hann um
árabil stundað töfrabrögð meðfram
læknisfræðinámi.
Á vettvangi var boðið upp á að láta
saga sig í sundur með þar til gerðum
búnaði. Hlutverk töfralæknis liggur
því í augum uppi: að setja fólkið aftur
saman. Það er snúin kúnst að taka
fólk í sundur en þeim mun snúnara að
koma því í sama horf. „Að setja fólk
saman er náttúrlega það sem ég geri
dagsdaglega í vinnunni,“ sagði Stef-
án. „Þar kem ég því sterkastur inn.“
Þannig nýtist læknismenntunin Stef-
áni í starfi og leik- og sjónhverfing-
arnar verða þeim mun magnaðri.
Vinsældum töfralækna meðal Ís-
lendinga hefur hrakað á síðari öldum
og munu alvarlegri læknavísindi hafa
tekið að mestu við keflinu af töfra-
læknum. Stefán mun vera sá eini sem
ber þetta nafn með rentu hér á landi
en hann vonast til þess að fjölgi í röð-
um töfralækna á næstu misserum.
„Ég veit um þónokkra sem eru
áhugasamir,“ sagði Stefán og vísaði
þar til samnemenda sinna í skurð-
lækningum. „Þá hef ég verið að
hvetja til þátttöku í félaginu.“ Til
þess að starfa formlega sem töfra-
læknir, að sögn Stefáns, þarf að vera
læknir og helst að vera í töframanna-
félagi.
Töfrar ganga seint úr gildi
Þing töframannagildisins fór að
öðru leyti vel fram. Það var glatt and-
rúmsloft og mikið um að vera. Ungir
sem aldnir gengu á milli bása þar
sem ýmislegt var töfrað fram. Spil
urðu að galdri, treflar leystust upp og
urðu að engu og jörðin gleypti leik-
fangabolta.
Hið íslenska töframannagildi hefur
í gegnum árin haft árlegar galdra-
sýningar en hefur þetta nú með
þessu móti: að halda frekar þing. Þar
eru töframenn með sína bása, því
ekki hentar töfrum allra töframanna
að standa á sviði, sumt er gagnvirkt.
Hið íslenska töframannagildi telur á
þriðja tug meðlima og er starfrækt í
samstarfi við alþjóðleg töframanna-
samtök sem heita IBM Rings.
Morgunblaðið/Eggert
Undir læknishendi Stefán er nemi í bæklunarskurðlækningum. Hann lætur því ekki staðar numið við að saga fólk í
sundur heldur krefst hann þess að fá að setja það aftur saman þegar í stað. Hér er hann að verki.
Stefán er eini töfra-
læknirinn á Íslandi
Boðar fjölgun í stéttinni Töfrar hjálpa í uppskurðum