Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Páll Magnússon lýsti því yfir íþættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun að ef kjósa ætti nú um þriðja orkupakkann þá myndi hann segja nei. Þetta er mikilvæg yfirlýsing og með þessu bæt- ist Páll í hóp nokk- urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa mikl- um efasemdum um eða andstöðu við að Ísland innleiði þriðja orku- pakka Evrópusambandsins.    Þessi yfirlýsing ætti þó ekki aðþurfa að koma á óvart því að 92% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins hafa lýst sig andvíg því að framselja frekara vald yfir ís- lenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þá hefur landsfundur flokksins ályktað með svipuðum hætti.    Framsóknarflokkurinn hefureinnig ályktað gegn þriðja orkupakkanum og vill undanþágu frá honum. Þetta hefur formaður flokksins ítrekað að undanförnu.    Einstakir þingmenn Vinstri-grænna hafa enn fremur lýst efasemdum, en þó furðu litlum þegar horft er til mikillar and- stöðu stuðningsmanna flokksins. 86% þeirra eru andvíg því að færa vald yfir orkumálum Íslands til evrópskra stofnana.    Jákvætt er að sjá að það skulifjölga í þeim hópi þingmanna sem lýsir andstöðu við þriðja orku- pakkann og að líkurnar á að þing- ið samþykki hann fari því minnk- andi.    Þar með minnka líkurnar á aðþjóðin þurfi að láta málið til sín taka. Páll Magnússon Aukin andstaða við orkupakka STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Krafist er uppsagnar allra þeirra alþingismanna sem tengjast Klaustursmálinu svokallaða, bæði úr stjórnmálaflokkum sínum og frá Alþingi, í yfirlýsingu þeirra sem stóðu að mótmælafundi sem hald- inn var á Austurvelli á laugardag- inn. Einnig er þess óskað að frum- varp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp tafar- laust. Fjölmenni var á mótmælafund- inum sem haldinn var strax í kjöl- far hátíðarsamkomu við Stjórnar- ráðið þar sem hátíð í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands var sett. Meðan á fundinum á Austur- velli stóð var svo opið hús á Alþingi fyrir gesti og gangandi. Ýmis hagsmunasamtök hafa látið í sér heyra vegna Klaustusmálsins. Kvennahreyfingin og Öryrkja- bandalag Íslands vilja afsögn þing- mannanna sem málinu tengjast og Samtökin 7́8 skora á þingmenn og flokka að samþykkja aldrei kven- fyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötl- unarfordóma. Eitruð orðræða grafi undan öryggi jaðarsettra hópa. Þá skorar NPA-miðstöðin á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Austurvöllur Efnt var til mótmælafundar strax eftir fullveldishátíðina. Afsagna er krafist  Klaustursmál á Austurvelli  Grafið undan jaðarsettum  Ný stjórnarskrá Kona um þrítugt varð fyrir árás aðfaranótt laugar- dags á Hringbraut við Hólavallakirkjugarð í Vesturbæ Reykjavíkur. Þegar konan var á gangi heim úr miðbænum réðst maður, sem hún telur að sé á fertugsaldri, að henni, en eftir átök náði hún að komast undan. Konan varaði við manninum í lokuðum facebook- hópi, „Vesturbærinn“, á laugardag, en hún telur trúlegt að hann hafi setið fyrir henni á illa lýstu svæði við kirkjugarðinn. Maðurinn heilsaði kon- unni en réðst síðan á hana. Margir tjáðu sig um málið á þræðinum. Kom sterkt fram sú skoðun að nauðsynlegt væri að lýsa upp ýmis svæði í miðbænum. Var meðal annars minnst á Landakotstún og gangstíg við kirkjugarð- inn. Finna mátti mikinn samhug meðal fólks en einnig deildu margir svipuðum reynslusögum, þar sem Landakotstún kom mjög við sögu sökum lé- legrar lýsingar á svæðinu. Þá var einnig rætt um að auka þyrfti myndavélaeftirlit á þessum slóðum. Rannsókn málsins er komin á borð lögregl- unnar. veronika@mbl.is. Morgunblaðið/Júlíus Líkamsárás Ráðist var á konuna við Hólavalla- kirkjugarð Hringbrautarmegin. Ráðist á konu við Hólavallagarð  Svæðið eitt margra í miðbænum sem eru illa lýst  Lögregla rannsakar málið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.