Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
✝ Pétur Gunn-arsson fæddist
í Reykjavík 18.
mars 1960. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 23.
nóvember 2018.
Foreldrar:
Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir, f. 28.
maí 1941, og
Gunnar Eyþórsson,
f. 23. júní 1940, d.
18. ágúst 2001. Seinni maður
Ragnheiðar Ástu, fósturfaðir
Péturs, var Jón Múli Árnason,
f. 31. mars 1921, d. 1. apríl
2002. Seinni kona Gunnars var
Hjördís Guðbjartsdóttir, f.
11.10. 1933.
Systkini Péturs: Eyþór, f. 9.
september 1961, maki er Ellen
Kristjánsdóttir, Birna Guðrún,
f. 12. mars 1965, maki Árni
Daníel Júlíusson, Sólveig Anna,
f. 29. maí 1975, maki Magnús
Sveinn Helgason. Dætur Jóns
Múla, stjúpsystur Péturs, eru
Hólmfríður, f. 6. ágúst 1947,
Ragnheiður Gyða, f. 15. janúar
1957, og Oddrún Vala, f. 3.
október 1962.
2009, og Kjartan Pétur, f. 31.
október 2012. 3) Pétur Axel, f.
21. ágúst 1995.
Systkini Önnu Margrétar
eru Sigrún Erla Ólafsdóttir, f.
13. mars 1962, maki er Ágúst
Birgisson, Guðrún Birna, f. 17.
júní 1964, og Brynjar Marinó,
f. 20. okt. 1974, maki Þórný
Þórðardóttir.
Pétur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1980. Fáein ár eftir stúdents-
próf vann hann hjá lögreglunni
í Reykjavík en hóf störf sem
blaðamaður hjá Morgunblaðinu
um miðjan níunda áratuginn.
Pétur varð fyrsti fréttastjóri
Fréttablaðsins við stofnun þess.
Hann var fréttastjóri á Við-
skiptablaðinu um hríð og starf-
aði einnig á Fréttatímanum.
Pétur stofnaði vefmiðilinn
Eyjuna, ritstýrði henni og rit-
aði pistla. Hann starfaði fyrir
Framsóknarflokkinn og síðar
Samfylkinguna. Síðast starfaði
Pétur sem ritstjóri hjá SÁÁ.
Allan starfsferil sinn sinnti
Pétur ráðgjöf fyrir fjölbreytta
hópa, m.a. stjórnmálafólk og
ýmis félagasamtök.
Útför Péturs fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 3. desem-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Pétur kvæntist
æskuástinni, Önnu
Margréti Ólafs-
dóttur leikskóla-
stjóra, 21. júní
1980. Foreldrar
hennar eru Ólafur
F. Marinósson, f.
13. nóvember
1933, d. 29.
september 2010,
og Annalise Jan-
sen, f. 23. apríl
1939.
Pétur og Anna Margrét
eignuðust þrjú börn: 1) Ragn-
heiður Ásta, f. 30. nóvember
1980, maki er Kristján Oddur
Sæbjörnsson, f. 15. júlí 1979.
Börn Ragnheiðar og Einars
Arnar Þorvaldssonar eru
Brynjar Bragi, f. 31. desember
2006, Sólrún Una, f. 6. mars
2009, og Þorsteinn Flóki, f. 23.
október 2011. Dætur Kristjáns
eru Sesselja Fanney, f. 24.
febrúar 2007, og Ágústa Birna,
f. 27. ágúst 2009. 2) Anna Lísa,
f. 12. janúar 1983, maki er
Hannes Pétur Jónsson, f. 14.
nóvember 1982. Börn þeirra
eru Eydís Anna, f. 29. júní
Eftir vangadans á skólaballi við
lagið And I Love Her með Bítl-
unum varð ekki aftur snúið. Þetta
var í febrúar 1975 og við Pétur
ekki orðin 15 ára gömul. Ég vil
trúa því að það hafi verið tilgang-
ur með því að við urðum par svona
ung, við áttum ekki að fá að verða
gömul saman. Samband okkar
varði í tæp 44 ár og fyrir það er ég
óendanlega þakklát.
Hlutirnir gerðust mjög hratt á
okkar fyrstu árum. Þegar við vor-
um 16 ára var Pétur fluttur til
mín, 19 ára byrjuðum við að búa,
giftum okkur tvítug og 22 ára vor-
um við orðin tveggja dætra for-
eldrar. Það var okkur svo mikil
blessun þegar sonur okkar kom í
heiminn þegar við vorum 35 ára.
Eins og gengur á langri göngu
saman var vegurinn alls konar og
þótt hann hafi oftast verið frekar
greiðfær urðu nokkur stórgrýti á
vegi okkar. Í stað þess að gefast
upp fluttum við þau af veginum og
héldum göngunni áfram hönd í
hönd margfalt sterkari eftir.
Pétur var einstakur maður,
hann var minn besti og nánasti
vinur. Það var svo gott að leita til
hans með allt því hann var svo
ráðagóður og hafði oftast rétt fyr-
ir sér þótt stundum hafi verið erf-
itt fyrir mig að viðurkenna það.
Ég hef fengið alls konar hug-
myndir í gegnum tíðina og það var
nánast sama hver hugmyndin var,
hann hvatti mig alltaf áfram og
studdi. Þegar ég 31 árs ákvað að
fara í leikskólakennaranám stóð
hann eins og klettur á bak við mig
þótt heimilið yrði fyrir tekjumissi
og hann þyrfti að taka á sig meiri
vinnu. Þegar ég ákvað að opna
leikjavef fyrir börn hjálpaði hann
mér með styrkumsóknir og annað
sem þurfti til að koma vefnum á
laggirnar.
Fyrir örfáum vikum eyddi
hann með mér góðum tíma í að
fara yfir vefinn og ræða næstu
skref. Það verður erfitt að stíga
þau án hans.
Það var öllum mikið áfall þegar
Pétur veiktist í lok sumars á síð-
asta ári og um páskana varð ljóst
hvert stefndi. Pétur var æðrulaus
í veikindum sínum, sagðist ekki
óttast dauðann, hann væri fyrst
og fremst þakklátur fyrir lífið og
fólkið sitt.
Síðustu nánu samskipti okkar
voru á líknardeildinni tveimur
dögum fyrir andlát hans. Hann
vaknaði stutta stund, tók utan um
andlit mitt og kyssti mig síðasta
kossinn. Hann greip um hálsmen
sem ég bar og ég sagði við hann að
ég hefði fengið það frá honum.
„Ég veit“ sagði hann og það voru
hans síðustu orð til mín.
Pétur var stóra ástin í lífi mínu
og tilhugsunin um framtíðina án
hans er mér óbærileg en á sama
tíma er ég full þakklætis fyrir öll
árin okkar og ríkidæmið sem fólg-
ið er í börnum okkar og barna-
börnum.
Megi æðri máttur veita okkur
öllum styrk til að halda áfram
göngunni um veginn án þessa ein-
staka manns. Sofðu rótt, elskan
mín, takk fyrir að hafa verið svona
þétt við hlið mér öll þessi ár og
gefið mér svo margar góðar minn-
ingar til að ylja mér við núna og
um ókomna tíð. Ég veit að hvar
sem þú ert núna muntu bíða eftir
mér þegar minn tími kemur.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Anna Margrét Ólafsdóttir.
Elsku besti pabbi minn er
farinn frá okkur allt of snemma.
Eftir er stórt tómarúm í lífi
okkar fjölskyldunnar og vina.
Í mínum huga var pabbi minn
klárasti og minnugasti maður í
öllum heiminum og það var ekk-
ert sem ég gat ekki leitað til hans
með. Það leið ekki sá vetur á öll-
um mínum námsferli þar sem ég
leitaði ekki til hans, við ritgerða-
skrif, yfirlestur á verkefnum eða
til að útskýra fyrir mér flókna
hluti.
Þegar kom að fréttum og
samfélagsmálum var alltaf hægt
að stóla á pabba til að draga sam-
an aðalatriðin eða útskýra ítar-
legar það sem var að gerast, hvort
sem um var að ræða fréttir hér
heima eða úti í heimi. Þetta var líf
hans og yndi.
Síðast en ekki síst var alltaf
hægt að leita til hans með hluti úr
daglega lífinu, vinnumál, sam-
skipti, barnauppeldi og allt þar á
milli.
Pabbi elskaði fjölskylduna sína
og dáði barnabörnin sín. Hann
hafði yndi af því að heyra sögur af
þeim og fylgjast með skólagöngu
þeirra og áhugamálum. Pabbi
mætti á danssýningar hjá Eydísi
og naut þess að spjalla um fót-
bolta við Kjartan. Stoltur og með
óbilandi trú á þeim, talaði um
þeirra styrkleika og hvatti þau
áfram.
Pabbi var heiðarlegur og rétt-
sýnn maður og saman gáfu þau
mamma okkur systkinunum
yndislegt, kærleiksríkt og gott
uppeldi.
Elsku pabbi, ég veit ekki hvort
ég muni nokkurn tímann venjast
því að tala um þig í þátíð.
Hvernig þú tókst á við ólækn-
andi sjúkdóm með óskiljanlegum
styrk og æðruleysi mun gefa
okkur styrk og æðruleysi í sorg-
inni.
Mikið vildi ég að þú værir enn
hjá okkur.
Ég elska þig og sakna þín.
Þín,
Anna Lísa.
Elskulegur tengdapabbi minn,
Pétur Gunnarsson, hefur nú kvatt
okkur í hinsta sinn. Á ég honum
margt að þakka.
Það fyrsta sem kemur mér til
hugar þegar ég hugsa um Pétur,
er hve góður afi hann var og hve
innilega hann naut samvista við
barnabörn sín og fjölskyldu.
Það er ekki sjálfgefið að vera
hluti af góðri fjölskyldu en þegar
ég kynntist Önnu Lísu, dóttur
hans, tók hann mér strax opnum
örmum.
Fjölskylda Péturs hefur ávallt
verið samrýnd og náin. Fórum við
gjarnan saman í ferðalög og í
sumarfrí. Fjölskyldan fór oft sam-
an í sumarbústað og áttum við
Pétur það til að spila golf, tókst þá
með okkur mikil vinátta.
Pétur var alltaf ráðagóður og
hvetjandi. Hann hefur ávallt stutt
mig og fjölskyldu mína. Hann
hvatti mig til dáða í öllu sem ég
tók mér fyrir hendur. Hvort sem
það var á námsárum mínum eða
seinna þegar ég hóf störf. Mér
þótti mjög vænt um þá óbilandi
trú sem hann hafði á mér.
Hetjuleg barátta og æðruleysi
Péturs við erfið og alvarleg veik-
indi vakti aðdáun mína sem og
annarra.
Kæri Pétur, ég kveð þig með
þakklæti í hjarta.
Takk fyrir að reynast börnum
mínum ómetanlegur.
Takk fyrir að hafa alltaf haft
trú á mér.
Hannes Pétur.
Afi okkar var skemmtilegur,
góður, hjálpsamur, vingjarnlegur
og hugsaði alltaf vel um okkur.
Hann kenndi okkur ýmislegt, t.d.
um fótbolta, stjórnmál, íslensku
og sögu og var alltaf til í að spjalla
um heima og geima. Hann sýndi
því sem við vorum að gera mikinn
áhuga, t.d. fannst honum gaman
að fylgjast með okkur í handbolta,
heyra Sólrúnu spila á básúnu og
dansa, spjalla við Brynjar um
bakstur, íþróttir og heimsmálin
og hlusta á Þorstein syngja og
segja frá og skrifa með honum
sögur, eins og t.d. „Gull í mold“,
„Hreindýrið fæddist“ og „Valur
vann“, sem við lesum áfram til að
muna eftir afa.
Afi vissi rosalega mikið, eigin-
lega allt, og vann alltaf í spurn-
ingakeppnum. Við fórum í ferða-
lög með afa og ömmu, bæði á
Íslandi og líka í skemmtilega ferð
til Danmerkur og Svíþjóðar þar
sem við fórum í Tívolí og Astrid
Lindgren-garð þar sem afi sagði
okkur margar sögur af sögunum
hennar og rifjaði upp minningar
frá því hann las þær fyrir mömmu
okkar.
Afi hvatti okkur alltaf til að
gera hluti sem við vorum hrædd
við, t.d. fara á hestbak, í tívolítæki
og hitta kisur og hunda og studdi
okkur í því þegar við prófuðum
það. Við söknum afa mikið og
elskum hann og finnst skrýtið að
hann sé ekki lengur heima hjá
ömmu í horninu sínu í sófanum.
Þú varst besti afi í heimi og við
munum aldrei gleyma þér og
verðum dugleg að rifja upp góðar
minningar.
Brynjar Bragi, Sólrún
Una og Þorsteinn Flóki.
Pétur mágur minn er fallinn
frá. Við fengum fréttirnar í fyrra-
sumar um að hann væri kominn
með illvígan sjúkdóm. Honum var
ekki ætlaður langur tími, en hann
barðist eins og hetja og af ein-
stöku æðruleysi gegn sjúkdómn-
um, og fyrstu spádómarnir reynd-
ust of svartsýnir. Engu að síður
varð hann loks að lúta í lægra
haldi.
Ég kynntist Pétri fyrir sautján
árum. Pétur var þá í ábyrgðar-
miklu starfi á vettvangi stjórn-
mála og fjölmiðla, og fór svo
nokkru síðar að vinna við upp-
byggingu á vefmiðlinum Eyjunni.
Hann sinnti þeirri uppbyggingu
af einstökum dugnaði. Pétur
reyndist ákaflega geðfelldur í við-
kynningu. Hann var bæði ljúfur
og vingjarnlegur við nýjan með-
lim fjölskyldunnar og tók einstak-
lega vel á móti mér – eins og fjöl-
skyldan öll. Fljótlega varð mér
ljóst að Pétur hafði yfirburða-
þekkingu á stjórnmálum og sam-
tímamálefnum almennt og það
var alltaf sérstaklega gaman að
skeggræða við hann um þau mál-
efni þegar við hittumst í fjöl-
skylduboðum, heima hjá Ragn-
heiði Ástu móður hans eða annars
staðar. Það var líka gaman að
fylgjast með því hvernig hann
færðist sífellt lengra til vinstri í
skoðunum eftir því sem hann
eltist.
Stundum er talað um að það sé
aðallega ungt fólk sem er róttækt
og eftir því sem fólk eldist verði
það íhaldssamara, en það gilti
ekki um Pétur.
Eitt sinn var ég beðinn um að
skrifa grein um þekktan hérlend-
an stjórnmálamann fyrir tímarit
nokkurt hér í bæ. Ég var alveg til
í það þótt ég hefði aldrei skrifað
slíka grein áður, alltaf til í allt, og
fékk ýmsar góðar upplýsingar hjá
innanbúðarmönnum, fræðimönn-
um og fleirum, en það var ekki
fyrr en ég mér datt í huga að
hringja í Pétur mág og heyra
hvað hann hefði að segja um málið
að ég fékk verulega gott sam-
hengi í greinina. Ég spurði hann
um efnið og það stóð ekki á
svörum: Ég hefði getið skrifað
upp orðrétt það sem hann sagði
og það hefði ekki þurft að breyta
einu einasta orði, og það hefði orð-
ið frábær grein. Svo skýr var
greining hans og svo vel máli far-
inn var hann að það var einstakt.
Þegar tilveran tætist í sundur
við fráfall fólks á besta aldri verð-
ur stundum fátt um varnir. Maður
stendur frammi fyrir grimmd
dauðans og lýtur höfði. Það er erf-
itt að líta upp og horfa á veru-
leikann sem eftir stendur; það er
tóm þar sem eitt sinn var líf,
minningin ein þar sem eitt sinn
var maður sem manni þótti vænt
um – og sífellt vænna eftir því sem
tíminn leið og árin liðu. Ekki
minnkaði sú væntumþykja í veik-
indum hans. Þótt Pétur væri sár-
lasinn tók hann alltaf á móti
manni af hlýju og rólyndi manns
sem var sáttur við líf og menn.
Hann tók því sem að höndum bar
af aðdáunarverðu æðruleysi. Við
sem eftir stöndum í hringiðu sorg-
arinnar getum ekki gert annað en
reyna að leita að og finna í okkur
brot af þeim kjarki sem slíkir
menn búa yfir. Við reynum að
brúa bilið, við reynum af veikum
mætti að viðhalda vef lífsins sem
hefur rofnað svo ægilega, þangað
til okkar eigið kall kemur.
Árni Daníel Júlíusson.
Tryggðatröllið Pétur Gunnars-
son vinur minn er allur. Um hann
var auðvelt að segja allt sem
prýða má einn mann. Hann hugg-
aði okkur hin í banalegunni, sem
fyrr sá klettur sem nafn hans
merkir.
Eins og títt er um kærleiksríkt
fólk varð hann róttækari með ár-
unum. Svo háttaði til í uppvexti
hans að nærtækasta leiðin fyrir
ungan mann til að sýna sjálfstæði
sitt og gera uppreisn var að ger-
ast hægrimaður. En leiðin lá ann-
að og seinni árin sló hjartað mest
með nýrri róttækri forystu verka-
fólks og hugsjónabaráttu fyrir
grundvallarbreytingum með
nýrri stjórnarskrá. Áhugi hans á
nýjum hugmyndum og leiðum
skiluðu sér vel í störfum hans.
Hann hafði mótandi áhrif sem
stjórnandi á nýjum fjölmiðlum og
naut þess þar að vera bæði forvit-
inn og fróðleiksfús. Greiningar-
hæfni blaðamannsins sýndi sig
jafnvel í veikindum hans sjálfs í
skilmerkilegum skýringum um
framgang þeirra, sem hann setti
sig auðvitað vel inn í alveg fram í
andlátið.
Pétur tók að sér að vera
kosningastjóri minn árið 2006.
Upp úr samvinnu okkar spratt
einlæg vinátta sem hélst æ síðan.
Það var margt brallað og alltaf
var hægt að sækja til hans stuðn-
ing og ráð í stóru og smáu.
Það auðgaði vináttuna við
Pétur hve gott hann átti með að
samgleðjast fólki og sjá kosti
hvers og eins. Fram í síðasta sam-
tal á líknardeildinni var hann að
segja manni frá starfsfólki spítal-
ans og hve gott það væri í sínu.
Hitt gladdi hann þó mest að segja
frá fjölskyldunni og hennar mikla
stuðningi. Mikill er þeirra missir
en eftir standa ótal dýrmætar
minningar um góðan dreng.
Ég þakka fyrir þann vin sem
Pétur var. Önnu Margréti, börn-
um þeirra hjóna og fjölskyldunni
allri færi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Helgi Hjörvar.
Elskulegur vinur minn, Pétur,
er farinn og það er sárt. Aðeins
örfáum dögum fyrir andlát hans
áttum við spjall um sameigin-
legan vin og kunningja. Ég vissi
að hann lá á líknardeild og þegar
við kvöddumst vissum við bæði að
hvorki fundir í síma á förnum vegi
né samskiptamiðlum yrðu fleiri.
Lífsloginn var að fjara út og það
var svo sárt að kveðja og segja:
„Bless, kæri vinur, við eigum eftir
að hittast aftur.“ Ég vil endilega
trúa því að þannig verði það, þótt
ég viti ekki hvar eða með hvaða
hætti fundum okkar ber saman
aftur. Aðeins vissan um að við og
allir sem á undan okkur eru
gengnir muni finnast að lokum.
Ég hef ekki hugmynd hvers
vegna Pétur stóð mér nær en
flestir aðrir samstarfsmenn
mínir. Það var eitthvað sem við
fundum bæði, virðing og væntum-
þykja á okkar liðlega árs samveru
á Fréttablaðinu. Pétur var ráðinn
fréttastjóri frá upphafi og tók þátt
í að móta blaðið. Og það var gott
að vinna undir stjórn Péturs. Ein-
staklega vænn og sanngjarn, hvað
sem á gekk og það var oft raf-
magnað, en afar ljúft andrúmsloft
á ritstjórninni, þar sem unnið var
myrkranna á milli fyrsta árið í
Þverholtinu.
Enginn kvartaði og við unnum
eins og einn hugur að því að gera
þetta blað að því sem það varð;
gott og trúverðugt fréttablað sem
mark var tekið á.
Pétri á ég mikið að þakka; að
hafa deilt með mér af eigin visku-
brunni og síðan og ekki síst að
treysta mér fyrir mörgum verk-
efnum sem kröfðust mikils og
skiptu hann miklu máli að væru
vel unnin. Það var stærsta gjöf
hans til mín; gjöf sem byggði upp
traust á sjálfri mér og mínum
störfum sem efldu mig, styrktu og
hvöttu til dáða.
Um svipað leyti og ritstjórnin
flutti á Suðurgötuna úr Þverholt-
inu hélt Pétur út í lífið í nýja vinnu
með aðsetur í miðbænum.
Ég hef ekki tölu á því hve oft
við rákumst á hvort annað í bæn-
um og tókum jafnan tal saman, en
tilviljanir eru oft undarlegar, því
suma samferðamenn hittir maður
aldrei.
Aðra rekst maður á hvar sem
maður stígur niður fæti. Pétur
var einn þeirra og jafnvel eftir að
ég flutti af höfuðborgarsvæðinu
til Hveragerðis þá varð Pétur þar
einnig á vegi mínum oftar en einu
sinni.
Ég vissi að ég átti í honum góð-
an vin sem ég gat leitað til og
spurt ráða. Pétur hafði dóm-
greindina í lagi og þekkingu á
samfélagsmálum. Hann sá því oft-
ar en ekki flöt sem ég hafði ekki
áttað mig á og ég treysti honum
hundrað prósent.
Mér er illt í hjartanu núna því
það er svo sárt að sjá á eftir
stórum manneskjum eins og hon-
um sem hafa mikið að gefa; ekki
aðeins þeim sem næst honum
stóðu, heldu öllum þeim sem áttu
samleið með honum. Menn eins
og Pétur eru vandfundnir og eru
okkur hinum ávinningur. Ofur-
stórar manneskjur eins og Pétur
eru þessu litla samfélagi okkar
svo mikilvægar. Hann dreifði frá
sér gæsku með tilvist sinn og
störfum, um leið sáði hann frjó-
kornum visku og mannkærleika
til okkar allra.
Anna Margrét var honum kær
og glitti jafnan í glampa í augum
þegar hann nefndi hana. Fjöl-
skyldunni allri sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Bergljót Davíðsdóttir.
Það er ljúfsárt að skrifa minn-
ingargrein um góðan vin og félaga
til margra ára en leiðir okkar Pét-
urs lágu fyrst saman á unglings-
árum sem nemendur við sama
skóla. Sú samleið hélst lengi í okk-
ar skólagöngu og lukum við báðir
námi frá fornmáladeild MR vorið
1980.
Eitthvað vorum við að fást við
háskólanám eftir það, bæði hvor í
sínu lagi sem og saman, eða þang-
að til við hófum störf í lögreglu
þar sem við lukum báðir námi frá
Lögregluskóla ríkisins vorið 1985.
Eftir að hafa verið saman á vökt-
um í almennri löggæslu, hvar gott
var að hafa Pétur sér við hlið, var
hann síðan færður yfir í
umferðardeild, en þar lauk hann
störfum nokkru eftir að hafa lent í
slæmu umferðarslysi á lögreglu-
bifhjóli. Við það sneri Pétur sér að
blaðamennsku hvar gáfur hans,
glöggskyggni og heiðarleiki í
samskiptum fengu notið sín sem
og góð söguþekking og djúpt
innsæi í flest málefni samfélags-
ins.
Þótt stundum tognaði um of á
okkar vinaböndum, einkum vegna
daglegs amsturs hjá okkur báð-
um, reyndum við eftir föngum að
hittast í ró og næði yfir máltíð,
ræða daginn og veginn sem og
Pétur Gunnarsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Við munum alltaf elska
þig. Við söknum þín svo
mikið. Okkur fannst gott að
hafa þig. Þú varst besti af-
inn. Það var gaman á fót-
boltamótinu og ég, Kjartan,
skoraði tvö mörk fyrir þig.
Ég, Eydís, fór á handbolta-
mót og skoraði fyrsta
markið mitt, fyrir þig.
Þú varst með gott og
kærleiksríkt hjarta.
Við elskum þig óendan-
lega mikið.
Þín
Eydís Anna og
Kjartan Pétur.