Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Þessi fyrsta skáldsaga írskahöfundarins Sally Rooneyveitir lesendum innsýn íflókið vináttu- og ástar- samband fjögurra manneskja í Dublin. Sagan er sögð frá sjón- arhorni aðalpersónunnar Frances, sem er rétt rúmlega tvítugur há- skólanemi í Dublin. Hún á í flóknu sambandi við sína bestu vinkonu og fyrrverandi ástkonuna Bobbu. Þær kynntust í menntaskóla og vinátta þeirra einkennist af miklu valda- ójafnvægi. Frances, sem segir sög- una, lætur Bobbu að mestu stjórna sér og hefur sífelldar áhyggjur af því hvernig hún kemur fram og hvað öðru fólki finnst um hana. Hvort hún hafi sett upp réttan svip í réttum að- stæðum. Bobba er frjálslynd lesbía með sterkar skoðanir, er á móti ríku fólki þó að hún komi sjálf úr efnaðri fjölskyldu, og hefur þann hæfi- leika að hrífa alla í kringum sig með sér og hefur gríðarlegt vald yfir flestum sem hún hittir. Frances sér ekki sól- ina fyrir Bobbu. Líf þessara ungu háskólakvenna tekur stakkaskiptum þegar þær kynnast hjónunum Nick og Melissu. Nick og Melissa eru á fertugsaldri og virðist ekki þykja óeðlilegt að vingast við ungu konurnar Bobbu og Fran- ces, sem þau kynnast í gegnum lista- samfélagið í Dublin og hefja að bjóða þeim heim til sín í hvers kyns boð. Melissa og Bobba tengjast sterkum böndum og Fances virðist afbrýði- söm en sjálf hefja þau Nick mjög sterkt og sérstakt samband sín á milli. Persónur Rooney í sögunni Okkar á milli eru vel skapaðar, flóknar og oft á tíðum er erfitt að átta sig á valdaójafnvæginu þeirra á milli sem er rauði þráðurinn í bókinni. Höf- Af fjöllyndi og valdaójafnvægi Skáldsaga Okkar á milli bbbbn Eftir Sally Rooney. Bjarni Jónsson íslenskaði. Benedikt bókaútgáfa, 2018. Kilja. 302 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það verður að segjast eins og er að Jón St. Kristjánsson er afskaplega hógvær þýðandi. Þegar blaðamaður hringir vill hann alls ekki gera mikið úr því að hafa þýtt Andresblöðin í fimmtán ár, hafa verið útnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, eiga þrjár þýddar barnabækur í jóla- bókaflóðinu í ár og þá fjórðu – verð- launaskáldsöguna Hin ósýnilegu (n. De Usynlige) eftir Roy Jacobsen – væntanlega í búðir fljótlega eftir ára- mót: „Ég þykist ekki vera neitt sér- fróður um barnabókmenntir – er bara gamall bókaormur og met barnabækur fyrst og fremst út frá því hvað mér hefði sjálfum fundist þegar ég var yngri,“ segir hann. „Það vildi bara þannig til að ég hlaut tilnefningu þegar barnabækur voru í fyrsta skipti tilnefndar til þýðingarverð- launanna og hefur loðað við mig síðan þá að þýða bækur fyrir börn með- fram öðrum verkum. Andrés Önd hef ég fengið að þýða í fimmtán ár og úr því enginn virðist vilja losna við mig, er fólk sennilega sátt við mig þar.“ Barnabækurnar þrjár sem Jón þýddi fyrir þessi jólin eru Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen, Villinorn, og Seiðmenn hins forna en bækurnar eru allar gefnar út af Angústúru. Jón þýddi Brjálínu úr þýsku, Villinorn úr dönsku og Seiðmenn hins forna úr ensku, en hann vill heldur ekki gera mikið úr því að geta þýtt úr mörgum tungumálum. „Ég átti alltaf auðvelt með að læra tungumál og hef reynt að halda þeim við, en svo er það þannig að ef maður getur þýtt úr dönsku þá á maður einn- ig að geta þýtt norskan texta ef maður vill leggja það á sig.“ Ævintýri og erfiðleikar á máli sem börn skilja Angustúra leggur m.a. áherslu á út- gáfu vandaðra barnabóka og segir Jón að nýju bækurnar þrjár ættu að hitta í mark hjá ungum lesendum. Eru þær allar fyrsta bókin í bókaflokki eða bókaþrennu og hafa notið mikilla vin- sælda erlendis. Villinorn fjallar um unga stúlku sem uppgötvar að hún býr yfir galdra- mætti. „Bókin er laus við alla prédik- un en fullorðna fólkið sem les textann mun tengja hann við umræðuna um umhverfismál enda sækir stúlkan kraft sinn frá náttúruni,“ útskýrir Jón. „Brjálína Hansen er af öðrum toga, er létt og fjörug saga á yfirborð- inu en mikill harmur undir niðri. Brjálína er skilnaðarbarn, þarf að tak- ast á við erfiðar aðstæður og fjallar bókin um alvarlega hluti en með þeim tóni og á því máli sem krakkar geta skilið.“ Villinorn og Brjálína Hansen gerast í nútímanum en sögusvið Seiðmanna hins forna er forn ævintýraheimur þar sem finna má riddara, nornir, galdrakarla og fljúgandi töfratól. „Cressida Cowell, höfundur bókar- innar, er sú sama og skrifaði Að temja drekann sinn sem varð síðar að feiki- vinsælum teiknimyndum,“ segir Jón. Hafa síðan eflaust margir beðið eft- ir þýðingu á bokinni Hin ósýnilegu, sem JPV gefur út, enda var verkið til- nefnt til Man Booker bókaverðlaun- anna árið 2017. Heyra má á Jóni að það hafi verið ánægjuleg áskorun að þýða Roy Jacobsen. „Bókin er ekki löng en gríðarlega vel skrifuð og hefði alveg mátt vinna Booker-verðlaunin. Þessu knappa riti tekst að spanna fimmtán ára tímabil í sögu fólksins sem býr á lítilli eyju í norska eyjaklas- anum og þá erfiðu lífsbaráttu sem eyjarskeggjar háðu á norðurhjara veraldar um og eftir fyrri heimsstyrj- öld.“ Hafi aðgang að góðu lesefni Þó Jón vilji ekki gera mikið úr þeim fjölda bóka og flaumi Andrésblaða sem hann hefur þýtt þá færist talið yf- ir í gildi góðra barnabókmennta. Nú þegar unga fólkið elst upp með nefið límt við snjallsímann og margir grunnskólanemendur eiga erfitt með að lesa sér til gagns og ánægju virðist aldrei hafa verið brýnna að bjóða börnum og unglingum upp á áhuga- verðar bækur á góðri íslensku. Jón tekur ekki undir það með blaðamanni að gott ráð sé beinlínis að halda góð- um bókum að börnunum, nema því aðeins að þau séu höll undir bóka- lestur. „En þau þurfa að hafa aðgang að fjölbreyttum bókum sem þau geta sjálf leitað í. Æskan þarf að alast upp við það að bókum sé sýnd virðing og að bókalestur þyki einhvers virði,“ segir hann. Má heyra á Jóni að hon- um finnst ekki líklegt til árangurs að ætla beinlínis að knýja börn til að lesa meira, en ef þeim stendur til boða les- efni sem þeim finnst skemmtilegt lesi börnin að eigin frumkvæði og hafi gaman af. „Ég veit að margir for- eldrar kaupa Andrésblöð því börnin vilja ekki lesa neitt annað, og þau eru þá í það minnsta að lesa.“ Þýðendur leika mikilvægt hlutverk í að tryggja aðgengi íslenskra barna og ungmenna að bókum og blöðum til að lesa enda verður seint of mikið framboð af frumsömdum íslenskum barnabókum. Að þýða verk fyrir unga lesendur er hægara sagt en gert og þarf Jón að reyna að finna rétta jafn- vægið þannig að textinn sé hæfilega auðlesinn, bæti samt málþroska og orðaforða lesandans, og falli að yfir- bragði frumtextans. „Bókin um Brjál- inu er t.d. ekki skrifuð á neinu barna- máli, en er samt auðskilið verk af hendi höfundar. Villinorn fer aftur á móti bil beggja og eru söguhetjurnar unglingar sem tala unglingamál. En á sama tíma fléttast inn í söguna galdr- ar og drungi og á þeim stöðum í bók- inni upphefst stíllinn örlítið og ég get leyft mér að nota meira krefjandi orð,“ útskýrir Jón. „Svo höfum við höfunda eins og Cressidu Cowell sem mér finnst greinilega ætla sér að ala börnin upp í að lesa dálitið flókinn stíl og textinn í Seiðmönnum hins forna er þrælsnúinn, málið upphafið, og ég leyfi mér alltaf að þýða þannig verk að ég gefi engan afslátt af textanum. Í síðustu yfirlestrarumferðunum gæti ég samt að því hvort útkoman sé ekki örugglega skiljanleg þeim ald- urshópi sem bókin er ætluð, og hvort framandi orð eða orðasambönd séu ekki í það minnsta skiljanleg af sam- henginu.“ Getur leikið sér með málið Stílsnilli Jóns sést greinilega í Andrésblöðunum og segir hann að þar fari eftir hverri sögu og hverjum „Bara gamall bókaormur“  Þegar Jón St. Kristjánsson þýðir barnabækur þarf hann að nota málið á þann hátt sem hæfir lesendahópnum  Stundum passar að nota háfleygan texta í barnasögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.