Morgunblaðið - 03.12.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 03.12.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. Morgunblaðið/Ófeigur Forseti golfara Haukur mundar kylfuna á Grafarholtsvelli. Betri í félagsstörfun- um en sjálfu golfinu Haukur Örn Birgisson er fertugur í dag Haukur Örn Birgisson, lögmaður og forseti Golfsambands Íslands,á 40 ára afmæli í dag. Hann hefur verið forseti Golfsambandsinssíðastliðin fimm ár, en fyrir ári var hann kjörinn forseti Evr- ópska golfsambandsins, sem má líkja við það að vera forseti UEFA í fót- boltanum. Hann tekur samt ekki við starfinu fyrr en á næsta ári. „Þetta er eins og þegar Trump var kjörinn forseti, þá sat Obama nokkra mánuði í viðbót. Ég hef leikið golf frá því að ég var unglingur en aldrei getað nokkuð í golfi. Ætli ég sé ekki betri í félagsstörfunum, en ég reyni að spila þegar ég get. Svo á ég börn sem nú eru 6 og 8 ára og eru byrjuð að leika golf og þá byrjaði konan mín loksins eftir að ég var búinn að tuða í henni árum saman. Svo það verður ekki aftur snúið núna.“ Haukur hefur unnið sem lögmaður frá því að hann útskrifaðist fyrir 15 árum og svo stofnaði hann ásamt fleiri Íslensku lögfræðistofuna árið 2008. „Við erum því að halda upp á 10 ára afmæli stofunnar um þessar mundir. Ég hef mikið verið í málflutningi þar sem ég sá lengi vel um all- an málflutning stofunnar fyrir Hæstarétti. Þar liggur áhuginn.“ Í tilefni stórafmælisins hélt Haukur mikla veislu á laugardaginn en svo er hefð á heimilinu hans að vekja afmælisbarnið klukkan sjö með köku og afmælissöng. „Svo er ófrávíkjanleg skylda að koma með köku í vinnuna og vonandi næ ég að klára vinnuna nógu snemma til að eiga af- mæliskvöldverð með fjölskyldunni.“ Eiginkona Hauks er Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, kennari í Sæmundarskóla í Grafarholti, og börn þeirra eru Stefán Ingi og Ragn- hildur Ylfa, nemendur í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. P étur Östlund fæddist í New York 3.12. 1943 og ólst þar upp til sjö ára aldurs: „Pabbi var að- stoðarforstjóri Consol- idated Edison í New York, sem var stærsta rafmagnsfyrirtækið á austur- strönd Bandaríkjanna, en mamma var óperusöngkona og hafði verið prímadonna hjá Metropolitan- óperunni.“ Fjölskyldan flutti til Kanada er Pétur var sjö ára: „Þar átti ég heima í fjögur ár en þegar ég var 11 ára flutt- um við til Íslands, heimalands mömmu. Þar upplifði ég rokk- og bítlaárin og átti þar heima til 25 ára aldurs. Þá flutti ég til Svíþjóðar og hef búið þar síðan. Ég lærði á trommur á Íslandi, hjá Gene Stone sem þá var búsettur á Keflavíkurflugvelli. Hann var frábær Pétur Östlund slagverksleikari – 75 ára Morgunblaðið/Sigurgeir Sig. Afmælisbarnið Hér er meistarinn sestur við settið í sjálfu Safnahúsinu við Hverfisgötu árið 2011. Einn virtasti djass- trommari í Svíþjóð Djasskvöld Pétur var í Hljómum á sínum tíma og leikur oft djass hér á landi. Hér er hann með íslenskum djössurum á djasskvöldi um síðustu aldamót. Reykjavík Steinunn Lea fæddist á fæðing- arstofu Bjarkarinnar þann 18 mars 2018. Hún vó 3.515 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingvar Örn Arnarson og Guðbjörg Ásta Jónsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.