Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 17

Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Fullveldi fagnað Laugardaginn 1. desember síðastliðinn fögnuðu Íslendingar því að öld var liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Mátti sjá íslenska fánann víða í mannhafinu á Austurvelli. Kristinn Magnússon Mikil framtíðar- tækifæri liggja í sjálf- bærri þróun og um- hverfismálum á Íslandi þar sem nátt- úruauðlindir Íslands eru einstakar og fjöl- breyttar og verðmæti þeirra munu aukast verulega horft til næstu áratuga. Að mörgu leyti er furðu- legt að Ísland sé ekki skuldlaust og í kjörstöðu meðal ríkja ef horft er til mikilla verðmæta í náttúru- auðlindum og hæfileikaríku fólki á mörgum sviðum. Dýr yfirbygging opinbers rekstrar og stjórnkerfis og slæm meðferð almannafjár hef- ur leitt til þess að Ísland er ekki í kjörstöðu. Á næstu árum mun Ís- land með metnaðarfullri efnahags- stefnu sem tekur tilliti til um- hverfismála, náttúruverndar og skynsamlegrar nýtingar á auðlind- um landsins skapa mörg fram- tíðartækifæri í verðmætasköpun. Fullveldi landsins og kraftur frum- herjanna hefur komið Íslandi í fremstu röð og tækifæri framtíðar- innar eru í raun mikil ef vel er haldið á spöðunum. Ísland getur tekið forystu í þessum málaflokki. Með sjálfbærni ætti Ísland auð- veldlega að geta náð hámarks- árangri í rekstri opinberra aðila og fyrirtækja á einka- markaði. Erlendis er algengt að fjárfestar og fjárfestingaraðilar hafi vegvísi til leið- sagnar við fjárfest- ingar þar sem sjálf- bærni er skoðuð m.t.t. til kostgæfni. Sjálf- bærni, stafrænar lausnir og gildismat eru þeir þættir sem munu hafa mest áhrif á fyrirtækjarekstur og opinberan rekstur á næstu áratugum. Stafræn tækni, gervigreind og gildismat eru að breyta viðskiptamódelum fyrir- tækjareksturs og lifnaðarháttum fólks um allan heim. Fyrirtækja- rekstur sem á ábyrgan hátt skapar verðmæti til langs tíma með sjálf- bærum vexti, viðskiptaþróun og hagnaðarmöguleikum eykur líkur á að ná langtímamarkmiðum sínum. Fyrirtæki sem starfa á ábyrgan og siðferðilegan hátt eiga meiri möguleika á að bjóða vöru eða þjónustu sem mætir eftirspurn viðskiptavina. Sjálfbærni í rekstri er verðmætasköpun til hluthafa og þjóðfélagsins í heild með jákvæð- um hætti. Gildismat fyrirtækja hefur mikil áhrif á hversu vel tekst til við að innleiða sjálfbærni í við- skiptamódel sem getur náð há- marksárangri. Alþjóðleg fyrirtæki sem ná mestum árangri leggja mikla áherslu á góða stjórnar- hætti, viðskiptahætti og sjálfbærni með efnahagslegan árangur sem mælikvarða. Fjárfestingarfyrir- tæki og fjárfestar um allan heim leggja mat á fjárfestingavalkosti með áherslu á sjálfbærni og umhverfismál til aukinnar verð- mætasköpunar. 100 ára fullveldisafmæli og at- lagan að auðlindum landsins Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. Þetta er einn merkasti áfanginn í sjálf- stæðisbaráttu landsins, sem hafði þá staðið í nær eina öld. Mikilvæg- asta hagsmunamál Íslands á nú- verandi öld er að gæta hagsmuna einstakra náttúruauðlinda landsins sem eru t.a.m. ómenguð fiski- auðlind, hreinar og ómengaðar landbúnaðarafurðir, hreint vatn, heitt vatn, endurnýjanlegir orku- gjafar, auðlindir í náttúru Íslands, fossar, ómengaðar laxveiðiár, hreint loft, gjöfular jarðir o.s.frv. Atlaga erlendra aðila að eignarétti Íslands og Íslendinga mun aukast jafnt og þétt á næstu árum og þess vegna er mikilvægt að Ísland tryggi eignarétt sinn þar sem verðmætasköpun á eftir að aukast verulega. Mikilvægt er að tryggja rétt Íslands og gæta hagsmuna Ís- lendinga til fulls í allri samninga- gerð þar sem atlagan að náttúru- auðlindum Íslands mun aðeins aukast. Alþjóðleg stórfyrirtæki leggja nú meiri áherslu í stefnu- mörkun sinni að auka hagnað sinn með því að leita leiða sem lág- marka slæm áhrif á umhverfi jarðarinnar. Í ljósi þess munu þau horfa til Íslands sem getur tekið forystu á alþjóðlegum vettvangi í umhverfis- og náttúruverndar- málum. Í ljósi þess er mikilvægt að Ísland hrindi atlögu erlendra aðila sem vilja eingöngu horfa til skemmri tíma og skyndigróða. Framúrskarandi alþjóðleg fyrir- tæki sem urðu til í íslensku um- hverfi fyrir rúmlega 30-40 árum eins og t.a.m. Marel á rannsóknar- stofu í Háskóla Íslands 1983, Öss- ur í bílskúr í Kópavogi 1974 og Samherji á Akureyri 1983 hafa náð framúrskarandi árangri á alþjóð- legum mörkuðum. Þessi fyrirtæki urðu til í íslensku umhverfi og hafa þróast í að verða öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins á al- þjóðlegum mörkuðum. Mikilvægt er að stofnendur og eigendur fyrirtækjanna og leiðtogar þeirra gleymi aldrei uppruna sínum og úr hvaða jarðvegi þau komu. Verð- mætasköpun fyrirtækjanna varð til á Íslandi vegna lausna sem tengj- ast náttúruauðlindum landsins og framúrskarandi hæfileikaríkum einstaklingum sem veittu fyrir- tækjunum forystu. Sú gæfuríka ákvörðun var tekin árið 1969 af að- ilum vinnumarkaðarins að setja á stofn lífeyrissjóði sem byggðust á skylduaðild og fullri sjóðsöfnun. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa á þess- um tæpu 50 árum verið mikilvægir fjárfestar við uppbyggingu ís- lenskra fyrirtækja og atvinnulífs. Íslenskir lífeyrissjóðir eru klárlega ein af mikilvægustu auðlindum Ís- lands og munu gegna mikilvægu hlutverki í atvinnu- og verðmæta- sköpun Íslands horft til langrar framtíðar. Í þessu ljósi þurfa stjórnmálamenn og embættismenn landsins að gæta hagsmuna Ís- lands þegar verðmætasköpun sem byggist á náttúruauðlindum lands- ins er til umræðu. Stjórnmála- menn og embættismenn þurfa að sjá skóginn fyrir trjám þegar horfa þarf til mjög langs tíma. Eftir Albert Þór Jónsson » Verðmætasköpun fyrirtækjanna varð til á Íslandi vegna lausna sem tengjast náttúruauðlindum landsins og framúrskar- andi hæfileikaríkum einstaklingum sem veittu fyrirtækjunum forystu. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Sjálfbærni er framtíðartækifæri í verðmætasköpun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.