Morgunblaðið - 03.12.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 03.12.2018, Síða 32
Mikið úrval af hundarúmum Sími 511 2022 dyrabaer.is Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ, Akranesi – fyrir dýrin þín Leikhópur Borgarleikhússins leikles samtal þingmanna á veitinga- staðnum Klaustri á Litla sviðinu í kvöld kl. 20.30. „Eitt af megin- hlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í til- kynningu. Aðgangur er ókeypis. Klaustursamtal þing- manna leiklesið í kvöld MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik vann ævintýralegan sigur gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM í handbolta í Skopje í Makedón- íu í gær. Ísland vann leikinn með 31 marks mun, 49:18, og með sigr- inum tryggði íslenska liðið sér sæti í umspilsleikjum um laust sæti á HM sem fram fer í Japan á næsta ári. »2 Ævintýralegur sigur kvennalandsliðsins ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Já, mér finnst gaman að fylgjast með veðrinu og hvernig allt í nátt- úrunni breytist. Að undanförnu hef- ur verið kuldi og snjókoma fyrir norðan og á Vestfjörðum og nú er útlit fyrir að veturinn sé að færast yfir hér sunnanlands. Útlitið var þannig þegar ég leit á kortin nú áðan,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis á Veðurstofu Íslands. Náttúra og norðurslóðir Það bera sennilega fáir jafn- kuldalegt nafn og Bjarki Kaldalóns Friis, sem í gærmorgun var á vakt- inni á Veðurstofunni og tók þar hlý- lega á móti blaðamanni. Millinafnið vakti eðlilega fyrstu spurningu um uppruna, sem er sá að í móðurætt er Bjarki langafabarn Sigvalda Kalda- lóns, læknis og tónskálds. Fyrir öld var Sigvaldi læknir vestur við Ísa- fjarðardjúp og tók þá upp nafnið Kaldalóns, með vísan til staðhátta innst í Djúpinu. „Ég fæddist í Danmörku en fór svo rúmlega eins árs til Grænlands með foreldrum mínum, Karen Okt- avíu Jónsdóttur og Henrik Friis, til Meistaravíkur á austurströndinni. Þar var faðir minn, sem er danskur, að vinna fyrir námufyrirtæki. Þótt ég væri lítið barn þegar þetta var sí- aðist eitthvað inn og vakti áhuga minn á Grænlandi; náttúru og norð- urslóðum,“ segir Bjarki, sem sex ára gamall fluttist með foreldrum sínum til Noregs þar sem þau búa enn. „25 ára fór ég í jarðfræðinám og stærstan hluta þess tók ég á Sval- barða. Mér fannst frábært að vera þar og eins þau þrjú ár sem ég var á Grænlandi seinna, í hundasleðasveit SIRIUS, sem danski herinn gerir út í Daneborg,“ segir Bjarki, sem sneri til Íslands 2008 og innritaðist í Há- skóla Íslands til að ljúka meistara- námi sínu í jarðfræði. Les í ský og mælir hita Á Íslandi segist Bjarki hafa fest rætur; er fjölskyldufaðir og í ábyrgðarstarfi sem náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofunni. Í því starfi felst að fylgjast með upplýs- ingum frá mælitækjum sem eru víðsvegar um landið; lesa í þær, setja í samhengi og greina hvort hætta sé yfirvofandi svo sem flóð, jarðskjálftar eða eldgos. Einnig að lesa í skýin, mæla hita og fleira slíkt, en í Reykjavík er ein mikilvægasta veðurathugunarstöð landsins. Síðast en ekki síst er Bjarki Kaldalóns Friis rödd veðráttunnar; les veðurfréttir á Rás 1 í Ríkis- útvarpinu fimm sinnum á sólarhring. Við sem hlustum þekkjum rúntinn til dæmis á vestanverðu landinu: Bláfeldur, Gufuskálar, Stykkis- hólmur, Ásgarður, Lambavatn og Bjargtangar eru allt hljómmikil staðarheiti sem bögglast geta í munni Bjarka, sem er norska og danska töm en íslenskan ekki eins. Á Góðalandi „Ég byrjaði hér á Veðurstofunni árið 2015 og var strax settur í út- varpslesturinn. Jú, ég fékk smáþjálf- un í upphafi og vissulega hef ég fengið athugasemdir fyrir framburð- inn og sumt er réttmætt. Annars sinni ég þessu bara eftir bestu getu og les skýrt. En sumt getur vissu- lega misskilist, til dæmis eru Básar við Þórsmörk á Goðalandi en ekki Góðalandi eins og einhverjum mis- heyrðist,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veðrabrigði Veturinn er að færast yfir, segir Bjarki, hér við hitamælana, og veðurstofuhúsið við Bústaðaveg í baksýn. Rödd veðráttunnar  Kaldalóns í veðurfregnum  Vaktar vá náttúru  Hunda- sleðahermaður á Grænlandi  Er Íslendingur að hálfu Dregið var í undankeppni Evrópu- móts karlalandsliða í knattspyrnu í Dublin á Írlandi í gær. Ísland leikur í H-riðlinum ásamt heimsmeisturum Frakklands, Tyrklandi, Albaníu, Mold- óvu og Andorra. Riðlakeppnin hefst í mars á næsta ári og lýkur í nóvem- ber. „Þetta hefði getað verið betra og líka verra,“ sagði Erik Hamrén, þjálf- ari íslenska lands- liðsins, eftir dráttinn en möguleikar Ís- lendinga á að ná öðru af tveimur efstu sæt- unum verða að teljast ágætir. »1 Ísland í riðli með heimsmeisturunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.