Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 297. tölublað 106. árgangur
Skyrgámur kemur í kvöld
6
jolamjolk.is
dagar
til jóla
BÓK UM LIFANDI
TILFINNINGAR
SEM KVIKNA HAFÐI ALDREI SÉÐ TENNIS
RAFMAGNAÐ
TÖFRATEPPI
Á HJÓLUM
SVERRIR GUÐNASON 30 BÍLAR 16 SÍÐURSTJARNA Á HIMNI 12
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtök iðnaðarins (SI) reikna með
að veiking krónunnar muni birtast í
hækkandi verði innfluttra bygging-
arefna á næstu mánuðum. Það
ásamt öðrum þáttum muni leiða til
frekari hækkunar byggingarvísitölu.
Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að
auka kostnað við smíði íbúða.
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur SI, segir aðspurður að áhætta
í fjárfestingum í byggingar-
framkvæmdum sé að aukast. Það
geti aftur dregið úr fjárfestingum,
m.a. í íbúðarhúsnæði. Jafnframt sé
líklegt að aukin óvissa í efnahags-
málum, einkum ferðaþjónustu, muni
hægja á uppbyggingu atvinnu-
húsnæðis á næstu misserum.
Slakinn reynist fyrr á ferðinni
Ingólfur segir þennan slaka skapa
góð skilyrði fyrir hið opinbera til að
fara í uppbyggingu innviða, t.d. í
samgöngum. Þessi staða sé komin
upp fyrr en áætlað var.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
Norvik, segir gengið hafa mikil áhrif
á byggingarkostnað. Því séu horfur
á að byggingarkostnaður muni
aukast vegna veikingar krónunnar.
„Það er ljóst að gengið mun koma
inn í þessar tölur,“ segir hann. »6
Morgunblaðið/Hari
Byggt í borginni Með veikari krónu
verða innflutt byggingarefni dýrari.
Dregur úr
hvata til
að byggja
SI óttast neikvæð
áhrif verðhækkana
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Minjastofnun kveður fast að orði
um gildi Víkurgarðs, hins forna
kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu
sinni sem fram kemur í bréfi til
mennta- og menningarmálaráð-
herra um sérstaka friðlýsingu
garðsins. Er hann sagður einn
merkasti minjastaður Reykjavíkur
og Íslands alls. Morgunblaðið fékk
bréfið og önnur gögn málsins af-
hent í gær á grundvelli upplýs-
ingalaga. Erindið er nú til vinnslu í
ráðuneytinu.
Fram kemur í bréfi Minjastofnunar
að þótt fátt minni á kirkjugarðinn í
dag séu þar enn grafir þúsunda
Reykvíkinga. Grafreiturinn hafi verið
í notkun um 600 ára skeið. Í kirkju-
skrám Dómkirkjunnar á tímabilinu
1760 til 1838 séu skráð nöfn um 1.700
einstaklinga. Staðurinn hafi marg-
þætt minjagildi; menningarsögulegt,
andlegt og trúarlegt.
Minjastofnun segir að lengi vel hafi
garðinum verið vel við haldið sem
kirkjugarði og skrúðgarði, en upp úr
1970, þegar borgaryfirvöld tóku við
umsjón hans, hafi hann smám saman
verið rúinn flestu sem tengdi hann
við upprunalegt hlutverk sitt.
Með friðlýsingunni kveðst Minja-
stofnun vilja staðfesta gildi staðarins
sem þjóðminja, vernda og afstýra
frekari spjöllum á merkum menning-
arminjum og legstöðum innan garðs-
ins og tryggja að framtíðarnýting
hans og yfirbragð endurspegli helgi
staðarins og gildi hans fyrir sögu
Reykjavíkur. »14
Einn merkasti minjastaður Íslands
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Menningarminjar Víkurgarður er á
horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.
Grafir þúsunda Reykvíkinga í Víkurgarði Friðlýsing til vinnslu í ráðuneyti
Að sögn heimildarmanna Morgun-
blaðsins eru skilmálabreytingar á
skuldabréfaútgáfu flugfélagsins
WOW air tölu-
vert betri en
margir héldu
fram að þær
yrðu. Veigamestu
atriðin eru þau að
ekki verður farið
fram á neina
lækkun á höfuð-
stól bréfanna auk
þess sem vaxta-
kjör skuldabréfa-
flokksins haldast
óbreytt, eða um 9%, sem teljast
verulega góðir vextir í evrum.
Þá séu skuldabréfaeigendur
komnir með fjárhagslega sterkari
mótaðila í viðskiptunum, sem gerir
stöðuna álitlegri. Á móti þurfa
skuldabréfaeigendur WOW air að
aflétta þeim veðum sem þeir áttu í
flugfélaginu. Auk þess er sú hagn-
aðarvon sem tengdist áformum um
að setja fyrirtækið á markað ekki
lengur fyrir hendi. »16
Bjartara yfir
skuldabréfa-
eigendum
WOW Skuldabréfa-
skilmálar.
Óbreyttir vextir
og höfuðstóll
Starfsmenn Skógræktarinnar hafa haft í nógu að snú-
ast að undanförnu við skógarhögg og flutning trjáa úr
skóginum. Snjórinn hefur ekki verið til trafala sunnan-
lands og trén hafa veitt skjól í lægðaganginum sem hef-
ur verið viðvarandi.
Af hálfu Skógræktarinnar er langmest selt af stafa-
furu, talsvert af rauðgreni og eitthvað af blágreni, að
sögn Trausta Jóhannssonar skógarvarðar. Myndin er
tekin í Þjórsárdal í gær og það er Jóhannes Hlynur Sig-
urðsson aðstoðarskógarvörður sem tekur til hendinni í
skóginum.
Mikið líf hefur verið í þjóðskógunum að undanförnu,
því auk skógarhöggsins hafa markaðir verið víða og
jólasveinar í jólaönnum verið á ferðinni. aij@mbl.is
Ljósmynd/Magnús Fannar Guðmundsson
Skógarhögg og aðrar jólaannir
Forseti Alþingis, Steingrímur J.
Sigfússon, og allir varaforsetar
þingsins eru vanhæfir til þess að
fjalla um Klausturmálið í nefnd-
inni.
Fram kom í fréttatilkynningu frá
forseta Alþingis í gær að fulltrúar í
forsætisnefnd hefðu komist að
þessari niðurstöðu eftir að hafa
metið hæfi sitt með hliðsjón af þeim
kröfum sem gerðar væru til þeirra
samkvæmt stjórnsýslulögum og að
fengnum athugasemdum frá þeim
þingmönnum sem kæmu við sögu í
málinu. »4
Forseti og varafor-
setar lýsa vanhæfi