Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 36
Tónlistarkonurnar Sigurdís Sandra og Rósa Guðrún sameina krafta sína á Kex hosteli í kvöld ásamt hljómsveit og koma gestum í jóla- skap með eigin útfærslum á þekkt- um og minna þekktum jólalögum. Nýir íslenskir jólatextar munu einn- ig fá að heyrast. Hljómsveitina skipa, auk Sigurdísar og Rósu, þau Sigmar Þór Matthíasson bassaleik- ari og Svanhildur Lóa Bergsveins- dóttir trommuleikari. Jóladjass að hætti Sigurdísar og Rósu ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Markmið okkar fyrir leiktíðina var að ná í 16 stig og vera þar með örugg um að halda sæti okkar í deildinni. Ég átti ekki von á að við yrðum í toppbaráttu um mitt keppnistímabilið,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, sem þjálfar ný- liðana Volda í norsku B-deildinni í handknattleik kvenna og vantar eitt stig til að ná markmiðinu. »1 Vantar stig til að ná markmiði tímabilsins ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það verður þvílíkt gaman að hefja nýtt tímabil á alvöruleikjum við eitt besta lið heims,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í Svíþjóð, við Morg- unblaðið í gær eftir að sænska liðið dróst gegn enska stórlið- inu Chelsea í 32 liða úrslit- um Evrópu- deildar UEFA. Malmö hefur nýtt tímabil með þessum leikj- um í febr- úarmán- uði. »1 Alvöruleikir við eitt besta lið heims Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jóla- gjafaleiðangur til Kulusuk á Græn- landi síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni fengu um sjötíu börn jólagjafir frá Hróknum og Kalak sem þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson afhentu. Fóru þeir ut- an með flugvél frá Air Iceland Conn- ect, sem yfir vetrartímann flýgur vikulega til hinnar afskekktu byggð- ar með helstu nauðsynjar. Í jóla- pökkunum voru föt, leikföng, gotterí og sitthvað smálegt og gagnlegt. Gjöf í minningu sonar Sennilega var þó rúsínan í pylsu- endanum gjafirnar sem Heiðbjört Ingvarsdóttir lagði til. Það voru spjaldtölvur sem gefnar voru nem- endum í 9. bekk grunnskólans sem þau ljúka í vor. Tölvurnar og börnin voru alls níu, en þetta er í annað sinn sem Heiðbjört gefur börnunum tölv- ur, sem voru þrjár í fyrra. Heiðbjört Ingvarsdóttir er starfs- maður Landsprents sem er hluti af starfsemi Árvakurs, sem meðal ann- ars gefur út Morgunblaðið. „Sjálf er ég alveg aflögufær og vildi styrkja eitthvert gott málefni í minningu Valbergs Gunnarssonar sonar míns, sem lést af slysförum árið 1997. Ég hreifst af eldmóði Hrafn Jökuls- sonar í starfi hans á Grænlandi, gaf mig fram og fékk góðar viðtökur hans. Tölvurnar hafa líka komið sér ákaflega vel fyrir börnin og eru að- gangur þeirra inn í veröld tækninn- ar. Gjöfin til barnanna breytir ekki heiminum en hún gleður og veitir mér sjálfri góða tilfinningu,“ sagði Heiðbjört Örlæti og hjartagæska „Heiðbjört er ómetanlegur liðs- maður, svo einfalt er það. Örlæti hennar og hjartagæska mættu vera mörgum fordæmi. Hún hefur ekki bara lagt af mörkum gjafir, heldur ómældan tíma í kringum fatasöfnun okkar fyrir börn á Grænlandi, og aðra viðburði á okkar vegum. Svo bakar hún líka bestu vöfflur í heimi,“ segir Hróksmaðurinn Hrafn Jökuls- son. Á vegum tveggja fyrrgreindra fé- laga hefur verið unnið að marg- víslegum menningar- og velferð- armálum í afskekktum byggðum Grænlands á undanförnum árum. Þar má nefna skákkennslu Hróks- ins. Það er svo fyrir tilstilli Kalak sem ellefu ára börn úr afskekktum þorpum á austurströndinni hafa mörg undanfarin ár komið til Ís- lands snemma hausts ár hvert, en hér fara þau á sundnámskeið, skoða mannlífið og heimsækja forseta Ís- lands á Bessastöðum. Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Kulusuk Jólasveinn, flugfólk og börnin með spjaldtölvurnar sem eru þarfaþing í afskekktri en nettengdri byggð. Örlæti og hjartagæska  Kátína í Kulusuk  Jólagjafaleiðangur Hróksins og Kalak til Grænlands  Níu spjaldtölvur gjöf frá Heiðbjörtu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Liðsmaður Heiðbjört Ingvarsdóttir hér í prentsmiðju Landsprents.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.