Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það bar tiltíðinda íliðinni
viku að Rússar
ákváðu að senda
tvær sprengju-
flugvélar af gerðinni
Tu-160 í stutta heimsókn til
Venesúela. Tekið var eftir
komu vélanna víða á Vest-
urlöndum, ekki síst í Wash-
ington, þar sem stjórnvöld
hafa verið á síðustu mán-
uðum að herða afstöðu sína
gagnvart óstjórn og of-
stjórn Nicolas Maduros og
Chavista í landinu.
Koma vélanna, sem geta
meðal annars borið kjarn-
orkuvopn, var í vestrænum
fjölmiðlum sett í beint sam-
hengi við heimsókn Mad-
uros til Moskvu í upphafi
desember, en Venesúela
hefur í ríkari mæli þurft að
halla sér að bæði Rússum
og Kínverjum, eftir því sem
efnahagur landsins hefur
sokkið dýpra. Koma vél-
anna er því táknræn að því
leyti að hún sýnir að
Moskvustjórn ætlar sér
ekki að láta sér örlög Chav-
istanna í léttu rúmi liggja.
Það er svo sem skiljan-
legt, þar sem Rússar hafa í
síauknum mæli verið að
tryggja sér ríkan aðgang að
helstu auðlindum landsins í
olíu- og námavinnslu, og er
mikið undir í þeim efnum.
Á sama tíma er efnahagur
Venesúela á hraðri niður-
leið. Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn spáir því til að mynda
að samdráttur á næsta ári
verði um 5%, sem væri nóg
jafnvel þó að efnahagurinn
hefði ekki dregist saman
um 18% á árinu 2018.
Ástandið hefur verið vont
lengi, og er farið að sverfa
rækilega að almenningi í
Venesúela, sem annars ætti
að vera eitt ríkasta land
Suður-Ameríku. Nauð-
synjavörur á borð við mat
og lyf eru af skornum
skammti í þessari paradís
sósíalismans, og fólksflótti
er brostinn á. Það er
áhyggjuefni, hvað flótta-
mannavandinn frá Vene-
súela hefur fengið litla at-
hygli miðla á Vestur-
löndum, en áætlað hefur
verið að meira en þrjár
milljónir Venesúelabúa hafi
þegar flúið land og þar af
dvelji um ein milljón í Kól-
umbíu.
Á sama tíma
er ekkert sem
bendir til þess að
ríkjandi stjórn-
völd muni hverfa
frá á næstunni.
Maduro vann glæstan sigur
í forsetakosningum á árinu
sem er að líða, enda var bú-
ið að ganga svo kirfilega frá
málum að kosningarnar
mundu aldrei skila annarri
niðurstöðu, sama hvað
kjósendur segðu. Stjórn-
arandstaðan sniðgekk því
kosningarnar. Sú aðgerð
hefur þó ekki bjargað
helstu leiðtogum hennar
frá því að vera varpað í
fangelsi fyrir litlar sem
engar sakir.
Og ofsóknir Maduros
gegn andstæðum skoðunum
taka á sig ýmsa mynd. Á
föstudaginn ákvað til að
mynda El Nacional, síðasta
dagblaðið í Venesúela sem
vogaði sér að gagnrýna
Maduro og Sósíalistaflokk-
inn, að leggja upp laupana.
Rekstur blaðsins hefur ver-
ið þungur í áraraðir, bein-
línis vegna þrýstings frá
stjórnvöldum, auk þess sem
prentblek hefur verið
skammtað til landsins. Rit-
stjóri blaðsins sagði að það
myndi hefja aftur göngu
sína þegar lýðræðið sneri
aftur til Venesúela.
Það virðist hins vegar
vera mjög langt í að El
Nacional komi aftur út. Það
er því kannski ekki að
undra, að Ernesto Araujo,
tilvonandi utanríkisráð-
herra Brasilíu og náinn
bandamaður Jairs Bolson-
aros sem þar er að taka við
valdataumum, hafi lagt til
um helgina að Venesúela
yrði „frelsuð“ úr klóm
Chavistanna, og mátti lesa
út úr því fróma bón um að
sú frelsun yrði af harðhent-
ari taginu.
Óvíst er hvort að slík að-
gerð hlyti miklar undir-
tektir heimsbyggðarinnar,
jafnvel þótt neyð almenn-
ings í Venesúela sé orðin
nánast óþolandi. Heim-
sóknir frá tignum gestum
eins og sprengjuvélunum
rússnesku í síðustu viku
virka heldur ekki hvetjandi
fyrir þá, sem á annað borð
gætu hugsað sér slíka
lausn. Hitt er hins vegar
víst, að til lengdar gengur
núverandi ástand ekki upp.
Verður Venesúela
frelsað úr klóm
Chavistanna?}
Sprengjuvélar
í heimsókn
V
ið græðum öll á að fólk vilji búa sem
víðast á Íslandi. Vissulega eru
margir kostir við að búa úti á landi
þar sem frelsið er meira, náttúran
nær og streitan minni en á Reykja-
víkursvæðinu.
Höfuðborgin hefur samt líka upp á margt að
bjóða sem eðli málsins samkvæmt er erfitt að
veita alls staðar á landinu. Þar er boðið upp á
margvíslega menningu, mat og drykk, skemmt-
un sem bæði þeir sem búa í borginni og aðrir
landsmenn hafa gaman af að njóta öðru hvoru. Í
Reykjavík er líka fjöldinn allur af sérfræðingum
á ýmsum sviðum lækninga og heilsuverndar sem
eiga erfitt með að veita liðsinni nema undir fjög-
ur augu.
Góðir stjórnmálamenn reyna að skapa sem
best skilyrði til atvinnurekstrar almennt og láta
fólk svo ráða því sjálft hvað það starfar. Ef styrkja á fólk til
þess að búa á ákveðnum stöðum, sem getur vel verið skyn-
samlegt, er heillavænlegast að styrkja innviði, ekki
ákveðnar atvinnugreinar.
Meginatriði er að samgöngur og fjarskipti séu sem allra
best alls staðar á landinu. Þess vegna leggjum við vegi, bor-
um göng og leggjum ljósleiðara um land allt. Við styrkjum
ferjur og sjúkraflug, sem og beint flug í nokkur fámenn
byggðarlög. Vegna þess að flugfar er of dýrt fljúga færri og
farið verður enn dýrara en ella. Flugið ætti að vera hluti af
almenningssamgöngum, en almenningur hikar við vegna
verðsins.
Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt
að ríkið styðji þá sem búa fjarri höfuðborginni
til þess að kaupa flugmiða. Fyrir kosningarnar
2016 sömdum við Hildur Betty Kristjáns-
dóttir, frambjóðendur Viðreisnar, þennan
texta sem hún flutti á fundi á Egilsstöðum:
„Viðreisn telur að brýnt sé að auka lífsgæði
þeirra sem búa á landsbyggðinni með því að
lækka flugfargjöld þeirra sem þar búa. Við
teljum eðlilegt að greiddir verði niður flug-
miðar þeirra einstaklinga sem búa á lands-
byggðinni, þannig að fargjaldið lækki um
ákveðna prósentu hjá öllum.
Fyrirmynd er að finna í Skotlandi þar sem
íbúar í byggðum fjarri höfuðborginni fá far-
gjöld lækkuð um helming. Það er áfram far-
þeganum í hag að velja ódýrasta fargjaldið og
Samkeppniseftirlitið gæti til dæmis haft eftirlit
með því að flugfargjöld hækki ekki við slíka að-
gerð. Með þessu móti er stórt skref stigið til þess að jafna
aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni við hina sem búa á
höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Jú, við viljum að
ákveðinn hluti aflaheimilda verði seldur á markaði og sölu-
verðið sett í sjóð til þess að byggja upp innviði á því land-
svæði sem aflaheimildirnar voru áður á.“
Með aukinni eftirspurn verður innanlandsflugið ódýrara,
ekki bara fyrir landsbyggðarfólk heldur alla landsmenn,
ferðum mun fjölga og flugið verður eftirsóknarverðari
ferðamáti. Þá græða allir.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ódýrt flug er allra hagur
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Jólakortum fækkar á milli ára.og margir sakna þess í des-ember að fá ekki jólakortinn um bréfalúguna.
„Við vitum að almennum bréf-
um hefur fækkað til muna og jafn-
framt virðist rafrænum kveðjum
hafa fjölgað á kostnað jólakorta.
Jólakortum virðist fækka í takt við
minnkandi magn bréfapósts,“ segir
Anna Katrín Halldórsdóttir og bæt-
ir við að samdráttur í bréfapósti hafi
verið 15% það sem af sé þessu ári og
það sé töluverður samdráttur. Hún
segir að ekki sé hægt að sjá magn
bréfapósts í desember fyrr en eftir
áramót og því erfitt að sjá hvernig
desember komi út miðað við fyrri
ár.
„Fækkun bréfapóstsendinga
hófst árið 2000 og hefur sú þróun
haldist áfram allar götur síðan en
ástandið var sérstaklega slæmt í
kringum hrunið,“ segir Anna og
bendir á að kostnaður við sendingar
sé ekki það eina sem hafi hækkað,
það hafi kort, umslög og myndatök-
ur líka gert.
Ávinningur orðinn of lítill
Svölurnar – góðgerðarfélag
flugfreyja og -þjóna hafa um árabil
selt jólakort til fjáröflunar en eru nú
hætt að láta framleiða jólakort.
„Við eigum enn kort á lager og
erum að selja þau. Það er mikil
vinna sem fylgir því að láta hanna,
prenta og selja jólakort. Eftir að
fyrirtæki drógu mjög úr jólakorta-
sendingum varð afrakstur allrar
vinnunnar of lítill til þess að hægt
væri að halda áfram,“ segir Guðrún
Ólafsdóttir, formaður Svalanna.
Að hennar sögn var jólakorta-
salan góð tekjulind sem Svölurnar
létu renna til góðgerðarmála. Guð-
rún telur að meginástæðan fyrir
fækkun jólakortasendinga sé að
póstburðargjöld hafi hækkað of
mikið og sé sendingin jafnvel orðin
dýrari en kortin sjálf.
Burðargjöld of há
„Salan á jólakortum hefur
gengið prýðilega í ár en hún hefur
minnkað frá því sem áður var,“ seg-
ir Anna Björk Eðvarðsdóttir, for-
maður Kvenfélagsins Hringsins, en
félagið selur jólakort í þágu Barna-
spítalasjóðs Hringsins. Anna segir
að póstburðargjöld séu allt of há í
hlutfalli við kortin og fyrirtæki og
einstaklingar nýti samfélagsmiðlana
frekar til þess að senda jólakveðjur
„Það eru mörg fyrirtæki sem
styrkja okkur með peningum í stað
þess að kaupa af okkur jólakort og
fyrir það erum við þakklátar,“ segir
Anna og bætir við að á meðan jóla-
kortin seljist, þá haldi Hringurinn
áfram með þau.
Persónuleg samskipti
„Okkur í Hugarafli finnst öllu
máli skipta að vera í persónulegum
samskiptum við fólk. Við notum
jólakort eftir Stefán Jörgen Ágústs-
son heitinn en það er ekki mikil sala
í jólakortum hjá okkur,“ segir Auð-
ur Axelsdóttir hjá Hugarafli og bæt-
ir við að Íslendingar vanræki það að
vera persónulegir hver við annan.
Deyja ekki ráðalaus
Þegar tekjur vegna jólakorta-
sölu dragast saman bjóða líknar- og
styrktarfélög upp á nýjar leiðir.
Hjartaheill býður í fyrsta skipti upp
á sölu rafrænna jólakorta í fjáröfl-
unarskyni.
Kaupendur fara á heimasíðu
Hjartaheilla og senda með rafrænu
jólakorti persónulegar kveðjur og
styrkja um leið félagið.
Sífellt fleiri senda
rafrænar jólakveðjur
Bréfasendingar 2008-2018
50
40
30
20
10
0
200
160
120
80
40
0
Burðargjald (kr.)
Milljónir bréfasendinga
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
49
22
Fjöldi 0-50g bréfasendinga
Burðargjald: A-póstur B-póstur
75
195
180
Biðröð Hár sendingarkostnaður, bið á pósthúsum og samfélagsmiðlar er
meðal þess sem gerir rafræn jólakort vinsæl á kostnað hefðbundinna.